Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Stefnt að lögum um bókhald fyrir jól EFNAHAGS- og viðskiptanefnd Alþingis stefnir að því að af- greiða frumvörp um bókhald og ársreikninga og hlutafélög eftir helgina svo þau geti orðið að lögum fyrir jól. Efnahags- og viðskiptanefnd fékk bókhalds- og hlutafélagafrumvörgin til meðferðar fyrir nokkru. í frum- varpið um bókhald og ársreikn- inga vantaði þó kafla um viður- lög sem sérstök nefnd hefur unnið að. Sú nefnd hefur nú skilað tillögum og jafnframt samið frumvarp um breytingar á hegningarlögum og frumvarp um viðurlög vegna skattsvika sem tengjast innbyrðis. Ekki pólitískar deilur Jóhannes Geir Sigurgeirsson formaður efnahags- og við- skiptanefndar sagði fullan vilja hjá nefndinni til að afgreiða þessi mál fyrir áramót enda væru ekki fiokkspólitískar deil- ur um þau; menn væru sam- mála um, að á eftir yrði löggjöf um atvinnulífið miklu gegn- særri, auk þess sem skýr ákvæði yrðu um viðurlög. „Eins og þetta er nú eru til dæmis engin viðurlög við því að henda bókhaldi. Því hefur alltaf legið fyrir að mjög æskilegt sé að afgreiða þetta fyrir áramótin því annars frestast allt málið um heilt ár,“ sagði Jóhannes. Jóhannes sagði að viðurlaga- þátturinn stæði og félli með frumvarpi um breytingar á hegningarlögum um viðurlög vegna bókhalds- og skattsvika, sem er í umfjöllun hjá stjórnar- flokkum. Hann sagði að hægt væri hugsa sér að afgreiða bókhalds- lögin án viðurlagakafla, en nefndarmenn væru sammála um að slíkt væri neyðarúrræði. „Það myndi samt tryggja að hægt yrði að vinna eftir nýjum bókhaldslögum strax á næsta ári,“ sagði Jóhannes. * Okeypis GSM-símtöl PÓSTUR og sími býður eigend- um GSM-farsíma ókeypis símt- öl innanlands frá kl. 20 á föstu- dagskvöldum til kl. 8 á mánu- dagsmorgnum í desember og janúar. Að sögn Hrefnu Ingólfs- dóttur, upplýsingafulltrúa Pósts og síma, er þetta gert bæði til að hvetja til frekari notkunar og eins til að prófa kerfíð undir álagi. Hrefna sagði að með því að bjóða GSM farsímaeigendum, sem nú eru rúmlega 1.800 tals- ins, ókeypis símtöl væri verið að hvetja þá til að nota símana meira, og því væri þetta fyrst og fremst gert í kynningarskyni. Söluhvetjandi „Þetta er söluhvetjandi að- gerð sem söluaðilar farsímanna hafa óskað eftir til þess að fá fólk til að drífa sig yfir í þetta kerfi. Þá viljum við líka fá fólk til að vera ekki hrætt við að nota símann og nota þetta tæki- færi til að finna hvað þeir eru þægilegir í notkun," sagði hún. Hrefna sagði jafnframt að fylgst yrði með notkun símanna um helgar og þaæ sæist hvern- ig fasímakerfíð bregst við undir álagi. FRÉTTIR Davíð Oddsson skrifar í And- vara um Geir Hallgrímsson Ablaðamannafundi, sem haldinn var í gær í tilefni af útkomu And- vara, kom fram að rit- stjóri tímaritsins hefði leitað til Davíðs fyrir tveimur árum um að skrifa um Geir Hallgrímsson. For- sætisráðherra sagði að flóknasta vandamálið við samningu ritgerðar- innar hefði verið það hversu nálægt hann stæði sjálfur ýmsum atburð- um, sem hann fjallaði um. „Ég taldi að mér myndi ganga verst að setja mig í næga fjarlægð frá þessum atburðum, sem ég kynntist. Eins taldi ég að erfitt myndi verða fyrir mig að taka sanngjarna afstöðu, því að ég tók auðvitað afstöðu í hita leiksins þegar deilur, sem fjall- að er um, voru uppi,“ sagði Davíð. Gunnar Stefánsson, ritstjóri Andvara, sagðist þó telja að forsæt- isráðherra hefði farizt verkið vel úr hendi og fullrar sanngimi væri gætt í umfjöllun um viðkvæm mál. Ritstjórn Andvara hefði tekið þá stefnu á undanförnum árum að fá menn, sem þekkt hefðu til ýmissa áhrifamanna í íslenzku samfélagi að skrifa um þá, og hefði það jafn- an gefizt vel. Ekki hefðu verið gerð- ar kröfur um algert hlutleysi. Davíð sagðist hafa notað margar heimildir við samningu ritgerðar- innar, að eigin upprifjun af atburð- um frátaldri. Þar á meðal hefðu verið blaðaúrklippur, upplýsingar úr bókum, sem komið hefðu út um þau mál, sem fjallað væri um, fundargerðir þingflokksfunda Sjálf- stæðisflokksins og samtöl við ein- staklinga, sem til hefðu þekkt. „Ég held að það sé hvergi til heillegri greinargerð um Geir Hallgrímsson en þarna,“ sagði forsætisráðherra. Aðspurður hvernig hefði gengið að finna tíma, meðfram ------ annasömu starfi forsæt- isráðherra, til að sinna þessum ritstörfum, sagði Davíð það hafa verið sinn helzta höfuðverk. Verk- inu hefði seinkað nokkuð vegna þess að hann hefði í fyrsta lagi vanmetið hversu mikil vinna það væri, og aukinheldur hefði ævinlega eitthvað komið upp, þegar hann hefði haldið rólegan tíma framund- an. Skýrari mynd af Geir Aðspurður hvort hann teldi grein sína varpa nýju ljósi á stjórnmála- feril Geirs Hallgrímssonar sagðist Davíð vona að hún gæfi skýrari Davíð Oddsson forsætisráðherra ritar grein um Geir Hallgrímsson, fyrrverandi forsætis- ráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, í 119. árgang Andvara, tímarits Þjóðvinafé- lagsins, sem út kom í gær. Geir Hallgríms- son hefði orðið 69 ára í dag, hefði hann lif- að, en Geir lézt árið 1990. Gerði ekki upp á milli Davíðs og Þorsteins mynd af honum en stundum hefði verið dregin upp í hita leiksins. „Geir var afskaplega gætinn og stundum" fannst fréttamönnum hann óþarflega gætinn. Hann átti ákaflega erfitt með að víkja illind- um að nokkrum manni og var ná- kvæmur með að það, sem hann sagði í dag, passaði við það, sem hann hefði sagt áður,“ sagði Davíð. „Menn héldu kannski að hann væri lokaðri og einhæfan manngerð en hann var í raun. Ég vona að það blasi við örlítið önnur mynd af hon- um þarna, þótt sá eiginleiki hans komi skýrt fram að hann var afar vandvirkur og áfram um að ekki mætti með neinni sanngirni saka hann um ódrengskap eða vera ein- hveijum um of vilhallur. Að sumu léyti held ég að hann hafi goldið þess í pólitík." Davíð sagðist stundum hafa sagt við Geir að komnar væru út við- talsbækur eða ævisögur ýmissa samtímamanna hans í stjórnmálum, en hans eigin hlið á málunum væri ekki komin fram. Menn, sem ekki þekktu þennan tíma, myndu hugs- anlega lesa þessar bækur síðar án ________ varúðar. „Ég held samt að hann hafi aldrei ætlað að skrifa endurminningar sínar. Ég hetd að hann hafi ekki haldið ýtarlegar ...""."" greinargerðir eða dagbækur eins og ýmsir aðrir stjórnmálamenn hafa gert,“ sagði Davíð. Hér á eftir fara tveir kaflar úr ritgerð Davíðs. Formannslgör 1983 „Sumarið 1983 leið að landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem ákveðið hafði verið, að haldinn skyldi 3.-6. nóvember þetta ár. Geir Hallgríms- son kallaði á okkur Þorstein Pálsson á sinn fund í utanríkisráðuneytinu síðla sumars. Þar sagði hann okkur, að hann hygðist ekki gefa kost á sér til formanns í Sjálfstæðisflokkn- um á landsfundinum. Hann væri reiðubúinn til þess að styðja annan hvom okkar Þorsteins í formanns- sætið. Hann vildi ekki gera upp á milli okkar, en tók það hins vegar fram, að sennilega væri ég líklegri til þess að ná kjöri, þar eð ég væri borgarstjóri í Reykjavík og nyti þess, að-Sjálfstæðisflokkurinn hefði undir forystu minni endurheimt meirihlut- ann í Reykjavík. Geir sagði, að fyrir sér vekti að við tveir gerðum það upp okkar í milli, hvor gæfí kost á sér í stöðuna. Ég kvaðst þurfa að einbeita mér að starfi borgarstjóra þar sem ég hefði ekki gegnt því þýðingarmikla starfí nema rétt um ár og ef ég hlypi úr því til að fara í formennsku í flokknum og ríkis- stjóm myndi mér sjálfum þykja sem aldrei hefði reynt á hvort ég gæti valdið borgarstjóraembættinu og kjósendur myndu ekki telja þá fram- komu traustvekjandi. Þorsteinn Pálsson ákvað að gefa kost á sér til formanns, og studdi Geir Hall- grímsson hann, og gerði ég það af ákafa líka. [...] --------- Þörsteinn Pálsson hafði lýst yfir því, er hann var kjörinn formaður, að hann myndi ekki sækjast eftir ráðherrasæti í sam- steypustjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Kom sú yfirlýsing mér og mörgum öðrum í opna skjöldu. Var Geir Hallgríms- son því áfram eins konar oddviti sjálfstæðismannanna sex í ríkis- stjórninni. En eftir því sem tíminn leið tók mörgum að finnast óeðli- legt, að formaður flokksins, Þor- steinn Pálsson, sæti ekki í ríkis- stjórn. Var það orðað við Matthías Bjarnason, að hann stæði upp fyrir Þorsteini, en hann var ófáanlegur Hef vart kynnst póli- tískari manni til þess. Hann sagðist áður hafa boðist til þess ótilkvaddur og myndi ekki gera það nú tilkvaddur. Leit- aði Þorsteinn þá eftir því við hina ráðherra flokksins, að þeir rýmdu fyrir sér, en enginn þeirra vildi gera það. Að lokum varð það úr, að Geir Hallgrímsson þokaði úr ráðherrasæti, þótt hann yndi sér afar vel í utanríkisráðuneytinu. Var það síðasta stóra fórn hans fyrir flokkinn og einingu innan hans, en því er ekki að leyna, að mörgum vinum og stuðningsmönnum Geirs fannst forystumönnum flokksins hafa mátt farast betur við sinn fyrr- verandi formann. Geir Hallgríms- syni var veitt lausn úr embætti ut- anríkisráðherra 24. janúar 1986, en hann varð seðlabankastjóri frá 1. september 1986.“ Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið „Ég kynntist Geir enn betur síð- ustu árin, sem hann lifði, og verð að segja það, að ég hef vart kynnst pólitískari manni í besta skilningi þess orðs, sem margur sér ekkert gott við. Áttum við mörg samtöl um heima og geima. Fannst mér hann á þessum árum opnari og ekki eins þvingaður af gætni og varfærni og stundum fyrr. Hann var þó til hinstu stundar umtals- frómari en flestir menn, sem ég hef kynnst. Þess vegna vógu ummæli hans um einstaka samferðamenn þyngra en ella, þótt aldrei brygðist honum prúðmennskan. Ekki fór þó á milli mála, að sumir þeir, sem hann hafði treyst eða bundið vonir við, höfðu komið honum óþægilega á óvart. Geir -var lengi í forystu Árvakurs, útgáfufélags Morgun- blaðsins, og lét sér annt um velferð þess. Hann mat mikils samstarfsmenn sína þar, þá Harald Sveinsson framkvæmdastjóra, en þeir höfðu þekkst náið frá unglingsárum, og rit- stjórana Matthías Johannessen og Styrmi Gunnarsson. Fór þó ijarri að honum félli að öllu leyti við þró- un blaðsins síðustu árin og hafði hann eins og fleiri áhyggjur af sumu því, sem hafði áhrif á skrif og fréttamat blaðsins. Geir var á hinn bóginn mjög sáttur við að Sjálf- stæðisflokkurinn, sem slíkur, hefði ekki nein áhrif á gang mála hjá blaðinu, þótt hann teldi að þessir tveir aðilar ættu sjálfstæðisstefn- una sem sameiginlega viðmiðun.“ Morgunblaðið/Sverrir RÝNT í greinina um Geir Hallgrímsson í Andvara. Frá vinstri: Jóhannes Halldórsson, forseti Þjóðvinafélagsins, Gunnar Stefánsson, ritstjóri Andvara, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Heimir Þorleifsson, forseti Sögufélagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.