Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR AKUREYRI Flugafgreiðslan hf. á Keflavíkurflugvelli Hvarf á varn- ingi í rannsokn hjá lögreglu ÞREMUR starfsmönnum Flugaf- greiðslunnar hf. í Keflavík var sagt upp störfum á miðvikudag en óskað hefur verið eftir lögreglurannsókn vegna varnings sem tapast hefur úr sendingum hingað til lands að undanförnu. Til dæmis hafa dýr úr horfið, að sögn lögreglu á Keflavík- urflugvelli. Að sögn lögreglu eru starfs- mennirnir sem sagt var upp ekki grunaðir umfram aðra starfsmenn og hafi vinnuveitandinn sagt þeim upp á eigin forsendum. Starfsmenn Flugfraktar hf. voru yfirheyrðir í gær en rannsókn er á frumstigi. Þær upplýsingar fengust á mið- vikudagskvöld að kæra hefði borist Rannsóknarlögreglu ríkisins í haust frá verslun í Reykjavík vegna þjófn- aðar á úrum. Sú kæra var ekki lögð fram fyrr en mjög dýr úr, sömu gerðar og þau sem vantað hafi í sendinguna, hafi verið boðin versl- uninni til kaups. í framhaldi af kæru verslunar- innar bárust böndin, að sögn lög- reglu, að Fiugfrakt á Keflavíkur- flugvelli en samkvæmt upplýsing- um láta fyrirtæki oft og tíðum ekki vita þegar varningur hverfur úr sendingum og einnig sé erfitt að gera sér grein fyrir hvort siíkt eigi sér stað hér á landi eða á erlendum flugvöllum. Tilkynnt sé um hvarf á vörum til Flugleiða og séu fyrirtæk- in jafnframt tryggð fyrir því þegar varningur tapast. Að sögn lögreglu er verið að fara yfir skýrslur um rýmun fyrir allt síðasta ár og er hvarf á margs konar varningi auk úranna til rann- sóknar sem ekki fékkst tilgreindur nánar. Óskar Þórmundsson, yfirlög- regluþjónn í rannsóknarlögreglu lögregluembættisins á Keflavíkur- flugvelli, vildi ekki tjá sig um rann- sóknina í samtali við Morgunblaðið. Islensk náttúra á vel við heimstískuna Flórída. Morgunblaðið. ÍSLENSK náttúra og heims- tískan í vetrarfatnaði eiga vel saman. Það sannast m.a. á átta myndblaðsíðum í desember- hefti hins heimsfræga tímarits Mademoiselle. Blaðið sendi ljósmyndara ásamt tískusýn- ingarstúlkum og miklu af skrautlegum og fallegum vetr- arfatnaði frá ýmsum löndum til að mynda hann í fögru og nýstárlegu umhverfi á íslandi. Bláa lónið ogjöklar Myndirnar eru teknar í urð á fjallstoppi, í Bláa lóninu, á jöklum uppi, þar sem jökulspr- ungurnar gapa fáa metra frá sýningarstúlkunum, við hvít- fyssandi brimströnd og í dimmgrænu umhverfi þar sem stúlkurnar smala kindum í stórgrýttri hlíð eða gæla við hesta við bænahús með torf- þaki. Tímaritið Mademoiselle er gefið út í 1,2 milljónum eintaka og auglýsingasíðan í því kostar 15 þúsund dollara eða rúmlega eina milljón króna. Svipaða kynningu á haust- tískunni í skjólfatnaði mátti sjá á 6 blaðsíðum í septemberhefti Elle. Upplag þess er ein milljón eintök og auglýsingasíðan er mun dýrari en í Mademoiselle. Þarna gefa grænar hlíðar ís- lenskra fjalla og gamlar bygg- ingar tískunni góðan og sterk- an bakgrunn. Það er kynningardeild Ferðamálaráðs New York sem á frumkvæðið að því að kynna þessum heimsfrægu blöðum möguleikana sem finna má á íslandi. Skrifstofa Ferðamála- ráðs í New York er sífellt að kynna Island og verður mun betur ágengt en kynningar- skrifstofum annarra Norður- landa sem vinna að sama markmiði. I nóvember/desember hefti Eco Traveler er t.d. átta blað- síðna grein með fallegum myndum um gönguferð um öræfi íslands undir íslenskri leiðsögn; skemmtileg grein með mikið auglýsingagildi. Formaður fjárlaganefndar Verkefni spítalanna að raða á kaupalista FORMAÐUR fjárlaganefndar segir að það hljóti að vera verkefni stjórn- enda Ríkisspítalanna að ákveða for- gangsröð á tækjakaupalista. Krabbameinsdeild Landspítalans hefur óskað eftir því að keyptur verði línuhraðall í stað kóbalt- geislameðferðartækis, sem orðið er 26 ára gamalt og á að taka úr notkun á miðju næsta ári þar sem framleiðandinn telur sig ekki geta ábyrgst það næstu 5 ár. Svavar Gestsson þingmaður Alþýðubanda- iags gagnrýndi meirihluta fjáriaga- nefndar á Alþingi í vikunni fyrir að samþykkja ekki fjárveitingu til kaupa á nýju tæki. Sigbjörn Gunnarsson formaður fjárlaganefndar sagði, að þegar stjórnendur Ríkisspítalanna komu á fund nefndarinnar við undirbúning fjárlagagerðar hefði komið fram að um væri að ræða vandamál varð- andi kóbalttækið. „Síðan hefur það gerst að heil- brigðisráðherra og fjármálaráðhera hafa samið við stjómendur stofnun- arinnar um það með hvaða hætti fjárveitingar verði næstu árin. Það hlýtur að vera verkefni stjórnenda stofnunar með 6.500 milljóna króna veltu að raða á verkefnalista. Þar er stjórnarnefnd, þar eru stjórnend- ur og það er þeirra aðila að taka siíkar ákvörðanir. Það er ekki hægt að ýta þeim yfir á stjórnmála- menn,“ sagði Sigbjörn. Morgunblaðið/Rúnar Þór Skófram- leiðsla haf- in áný KRISTINN Bergsson hefur hafið skóframleiðslu á Akureyri, en hann starfaði um tveggja ára- tuga skeið sem skóhönnuður og verksljóri hjá Skógerð „Iðunnar“ á Akureyri og seinna hjá Strik- inu. Þá aðstoðaði hann skóverk- smiðjuna Skrefið á Skagaströnd þegar skóframleiðsla hófst þar. Fyrirtæki Kristins mun fram- leiða léttan skófatnað, svo sem hina vinsælu heilsuskó undir nanfinu „K.B. Skósmiðja" og eru fyrstu skórnir komnir í Skóversl- un M.H. Lyngdal á Akureyri. Kristinn keypti skóvinnuvélar frá Danmörku og mun hann starfa einn að framleiðslunni fyrst um sinn en hann væntir þess að skórnir hljóti góðar við- tökur landsmanna. Tillaga um að færa hlutafé Dagsprents niður í 5% nafnvirðis KEA og Kaffibrennslan með 10 millj. framlag SAMÞYKKT var á stjórnarfundi Kaupfélags Eyfirðinga sem haldin var í fyrradag tillaga um að færa hlutafé Dagsprents hf. niður í 5% af nafnverði. Hlutafé er nú um 68 milljónir króna. Óformlegar við- ræður eru í gangi við hugsanlega nýja hiuthafa. KEA með 10 milljónir Sigurður Jóhannesson formaður stjórnar Dagsprents sagði að stjórn Kaupfélags Eyfirðinga sem ætti meirihluta í félagsinu eða um 60% hlutaijár hefði verið samþykkt að heimila fulltrúum KEA í stjórn Dagsprents að samþykkja tillögu á hluthafafundi sem væntanlega verður haldinn milli jóla og nýjárs þess efnis að hlutafé Dagsprents verði fært niður í 5% af nafnverði. Einnig var samþykkt á stjórnar- fundi KEA að félagið og Kaffi- brennsla Akureyrar sem er í eigu KEA og á um 8% hlutabréfa í Dagsprenti muni leggja fram nýtt Viðræður í gangi við hugsanlega nýja hluthafa hlutafé í Dagprent hf. að upphæð allt að 10 milljónir króna að því tilskildu að jafn há upphæð komi á móti frá nýjum hluthöfum. „Þetta gjörbreytir stöðunni gagnvart nýjum hluthöfum og gef- ur þeim mun meira vægi,“ sagði Sigurður. Hann sagði óformlegar viðræður í gangi við nokkra aðila um að leggja fram nýtt hlutafé í fyrirtækið. „Þessi mál fara form- lega á hreyfingu núna eftir að fyr- ir liggur samþykkt stærsta hlut- afjáreigands um að færa niður hlutafé sitt. Við það skapast for- sendur til mun ákveðnari viðræðna við hugsanlega nýja hluthafa." Farsælt ár Dagsprent hefur átt í langvar- andi erfiðleikum í rekstri og stend- ur greiðslustöðvun fyrirtækisins yfir til 24. janúar næstkomandi. Áður hefur verið gripið til upp- sagna starfsfólks og þá var ný- bygging þess seld Byggðastofnun fyrir nokkrum misserum. „Rekstr- arlega hefur staðan gjörbreyst. Þó við höfum átti í erfiðleikum þá horfum við ekki lengur fram á gíf- urlegt vandamál eins og var. Þetta ár hefur verið okkur farsælt í rekstri miðað við fyrri ár. Þær ráðstafanir sem við höfum gripið til eru farnar að skila sér,“ sagði Sigurður. Hann sagði menn horfa tiltölu- lega bjartsýna til nýs árs, „en auð- vitað sjá menn að blaðaútgáfa út um landið er engin veisla. Flestir eru þó á því að það yrði mikill sjón- arsviptir af því ef blaðið hætti að koma út þannig að menn vilja mikið á sig leggja til að halda rekstrinum gangandi.“ Jólasöngvar Kórs Akur- eyrarkirkju JÓLASÖNGVAR Kórs Akureyrar- kirkju verða í Akureyrarkirkju sunnudagskvöldið 18. desember kl. 20.00. Á efnisskránni eru aðventu- og jólalög frá ýmsum tímum. Stjórnandi krósins er Björn Steinar Sólbergsson. Gestum gefst auk þess að hlýða á kórinn færi á að æfajólasálmana þvi almennur safnaðarsöngur er einnig á dagskránni. Á síðustu jóla- föstu var gerð tilraun með að sam- eina jólasöngva fjölskyldunnar og jólatónleika Kórs Akureyrarkirkju undir yfirskriftinni „Syngjum jólinn inn“ og heppnaðist hún vel. Söngsamkoma SÖNGSAMKOMA verður í Hvíta- sunnukirkjunni sunnudagskvöldið 18. despmber og hefst hún kl. 20.00. Á samkomunni verða jóla- sálmar sungnir af kór safnaðarins. Júlíana Þórólfsdóttir og Erdna Varðardóttir syngja einsöng. Þá verður einnig tersett og kvartett. Anna Elísa Hreiðarsdóttir flytur jólahugleiðingu í lok samkomunn- ar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Alhliða trésmíði og líkkistur FEÐGARNIR og trésmiðirnir Einar Valmundsson og Valmund- ur Einarsson hófu nýlega rekstur trésmiðjunnar Einvals í rúmgóðu húsnæði á Óseyri 4 á Akureyri. Auk þess að bjóða alhliða tré- smíðaþjónustu hafa þeir einnig hafið smiði og framleiðslu á lík- kistum ásamt tilheyrandi búnaði, en Elsa Pálmey Pálmadóttir, eig- inkona Valmundar, sér um alla saumavinnu. Einar er öllum hnútum kunnugur því eldra fyr- irtæki, sem var í hans eigu, sá um slíka þjónutu um langt, árabil. Þeir feðgar segja Islendinga troða hefðbundnar slóðir og vera formfasta í þessum efnum en sáralitlar breytingar hafi orðið í líkkistusmíðum um langt skeið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.