Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 33
AÐSENDAR GREINAR
Þetta er mitt
föðurland, mín
móðurjörð
EFTIR AÐ hafa les-
ið grein í laugardags-
blaði Morgunblaðsins,
hinn 10. desember síð-
astliðinn, eftir Sús-
önnu Svavarsdóttur,
gat ég ekki orða bund-
ist. Hvað er að kven-
fólki?
Súsanna ásakar:
„snillingana“ sem sáu
um gerð þáttarins List
og lýðveldi - bók-
menntir, um að ijalla
einungis um það hvaða
rithöfundur far fyrst-
ur, hver mest seldur,
hver bestur: „Lýsing-
arorð í karlkyni, efsta
stigi.“ Ef þetta er vandamál karla
og þeirra heims, þá er vandamál
kvenna einmitt karlkyns nafnorðið
sökudólgur. Við konur erum alltaf
að leita að einhverjum til að
hengja, einhverjum sem við getum
fest upp á vegg og kastað grjóti f.
Eg er ekki að mótmæla skoðun-
um Súsönnu um það að gengið
hafi verið framhjá konum við gerð
þessa menningarþáttar, heldur var
það undirtónninn í greininni. Þetta
augljósa hatur sem þar kemur
fram. Hvernig það er karlmönnum
að kenna að konur eru eins aftar-
lega á merinni og raun ber vitni.
Já, við erum aftarlega á þessari
bykkju sem allir vilja sitja sem
fremstir á og við færumst ekki
fetinu framar fýrr en hér á landi
hefur átt sér stað hugarfarsbreyt-
ing meðal kvenna.
Hvernig er hægt að ætlast til
þess að vera teknar alvarlega þeg-
ar í framboði í hinum ýmsu kosn-
ingum eru konur sem segja: Kjós-
ið mig því ég er kona. Hvað er
svona merkilegt við það að vera
kona? Ekkert merkilegra en það
að vera karlmaður. Það sem gerir
fólk merkilegt er það sjálft og
þeir hæfileikar og kostir sem það
hefur til að bera.
Ég neita því að vera partur af
hóp sem álítur sig minnihlutahóp
sem þarf sérstaka meðhöndlun og
sérréttindi. Hvað er gaman við það
að fá starf eða stöðu bara vegna
þess eins að þú pissar sitjandi?
Eru konur komnar út á þá braut
að þiggja ölmusu?
Vandamál kvenna eru ekki karl-
ar. Vandamál kvenna eru konur.
Konur sem ekki hafa trú hver á
annarri og eru í stöð-
ugri samkeppni um
að vera betri en sú
við hliðina á þeim.
Okkur verður ekk-
ert úr verki ef við
erum endalaust að
leita að sökudólgi.
Það sem þjóðin þarf
eru hæfir einstakling-
ar. Fólk sem leggur
metnað í það sem það
er að gera hvort sem
það er að stýra þessu
landi eða ala upp börn
þess. Ekki einstakl-
ingar sem fengu
„séns“ vegna þess að
það var skortur á
ákveðnu kyni í ákveðnar stöður.
Konur, við höfum allt sem þarf
til að vera hvað það sem við vilj-
um. Ef við höfum trú hver á ann-
arri og hættum að velta okkur upp
Ég neita því að vera
partur af hóp sem álítur
sig minnihlutahóp, segir
Guðbjörg Glóð Loga-
dóttir. Hún hafnar því
að þurfa sérstaka með-
höndlun og sérréttindi.
úr því hver skoðun karlmanna á
okkur er og hver sé þeirra hlutur
í því að halda okkur niðri. Gleym-
um ekki að þó að saga þeirra á
vinnumarkaðinum sé lengri, þá
erum við fleiri en þeir og alveg
jafn hæfar.
Hættum þessu væli, öllum leið-
ast væluskjóður og súkkulaðiklein-
ur (nafnorð í kvenkyni).
Ein spurning til Súsönnu í lok-
in. Hvernig dettur þér í hug að
tala niðrandi um helstu atvinnu-
grein íslendinga, sjávarútveginn?
Hvað er að því að flaka fisk? Á
hverju ætlar þessi ofdekraða þjóð
að lifa þegar enginn vill lengur
vinna. í fiski? Ekki lifum við á
blaðaskrifum þínum Súsanna.
Höfundur er nemi við
Sjávarútveg-sdeild Háskólans á
Akureyri.
Guðbjörg Glóð
Logadóttir
JOLAAFSLÁTTUR
OPK) OLL KVOLD HL KL. 23
GLÆSIBÆ • LAUGALÆK • BORGARKHINGLU • ENGIHJALLA • MIÐBÆ Hafnaifirtli
B óðum nú sérstakan 10% jólaafslátt af
ö lu jólahangikjöti, reyktu svínakjöti og
Hamborgarhryggjum.
Nokkur verðdæmi:
Hangilæri 698.00 -10% = 628.00
Hangiframpartur 498.00 -10% = 448.00
Ótrúlegt verð, aðeins góð vara frá viðurkenndum framleiðendum:
ALI! GOÐI
Hólsfjalla- ec
hangikjöt do
Sambands-
hangikjöt
BÚRFELL
SS
KEA
K.B.
Borgarnesi
CD