Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓREY SIGURRÓS ÞÓRARINSDÓTTIR + Þórey Sigurrós Þórarinsdóttir, að jafnaði nefnd Rósa, fæddist á Sól- heimum __ á Óbótat- anga í Ögurvík við ísafjarðardjúp 14. febrúar 1931. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 12. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórarinn Þor- bergur Guðmunds- son útvegsbóndi og kona hans Sigrún Sigurðardóttir. Rósa var yngst tíu systkina. Tvö þeirra búa í Reykjavík, Kristín, starfsmaður Ríkisspítala, og Asgeir, vistmaður á DAS. Hin átta eru látin: Guðmundur, Ósk- ar, Guðmundur yngri, Dagbjört, Margrét, Hermann og Sigríður. Rósa missti föður sinn þriggja ára gömul og fluttist þá með móður sinni og Asgeiri bróður sínum og Kristínu systur sinni til ísafjarðar. Við andlát móð- urinnar fluttist hún tíu ára göm- ul til Margrétar systur sinnar og manns hennar, Gísla Elís Einars- sonar á ísafirði. Þar ólst hún upp með börnum þeirra hjóna, Jósefínu, Þórarni og Grétu. Eftir gagnfræða- próf starfaði hún í áratug á Skattstof- unni á ísafirði. Þar ólst hún upp með börnum þeirra hjóna, Jósefínu, Þórarni og Grétu. Eftir gagnfræðapróf starfaði hún í áratug á Skattstofunni á ísafirði. Síðan Iá leiðin í eitt ár til aðalræðismanns íslands í New York. Þá tóku við verslun- arstörf í mörg ár í Reykjavík þar til hún hóf störf á Hótel Sögu árið 1977. Þar starfaði hún meðan heilsan Ieyfði fram á mitt þetta ár. Rósa giftist ekki og var barnlaus. Utför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag. HVERT leitar hugurinn þegar ást- vinur kveður, þjakaður af langvar- andi sjúkdómi, en þó fullur af lífs- vilja? Leitum við svara við stóru spurningunni eða viljum við hverfa til baka inn í sal minninganna og reyna að endurlifa samverustundir fyrri ára? An efa leitar hugurinn í báðar þessar áttir. Gott er að mega trúa því að við hittumst við fótskör Drottins og lifum í eilífri hamingju í Paradís. En það er ekki síður mikilsvert að mega hverfa á vit minninganna og endurlifa samver- una með Rósu, þessari blíðu og hlýju konu, sem lagði meira í söl- umar fyrir aðra, en hún bað um sjálfri sér til handa. Ég minnist hennar fyrst sem gullfallegrar hnarreistrar stúlku sem geislaði af þrátt fyrir dökkt hárið. Þá bjó hún hjá fósturforeldr- um sínum á ísafirði, þeim Margréti Þórarinsdóttur, sem jafnframt var systir hennar, og Gísla Einarssyni, sem alltaf var kenndur við Kaupfé- lagið. Hún var þá trúlofuð Marteini Eyjólfssyni leigubílstjóra. Þegar þau Marteinn hófu búskap fékk eldri dóttir Möggu og Gísla litla herbergið hennar Rósu og þar hófst það ástarævintýri, sem ég hef átt í æ síðan. Fljótlega slitnaði upp úr sambúð þeirra Marteins og hélt Rósa þá á vit ævintýranna og fór í vist hjá Hannbsi Kjartanssyni aðalræðis- manni í New York og fjölskyldu hans. Sá tími var henni einstakur draumatími. Hún kynntist nýjum menningarstraumum á ástríku heimili hjóna sem hún talaði alltaf um af miklum hlýhug. Eftir áð Rósa kom heim og ferð- ir fóru að verða algengari milli ísa- fjarðar og Reykjavíkur styrktust ættar- og vináttuböndin. Hún og ína konan mín voru ávallt sem syst- ur auk þess sem Margrét tengda- móðir mín og Rósa voru mjög nán- ar og áttu reyndar saman íbúðina á Eiríksgötunni sem Rósa hefur búið í síðasta áratuginn. Eftir að Margrét dó jókst sam- gangur fjölskyldu minnar við hana mikið. Strákamir mínir gistu alltaf hjá Rósu og stundum með nokkra félaga sína með sér, sem ekki áttu jafn greiðan aðgang að heimilum ættingja og synir mínir að þessari litlu tveggja herbergja kjallaraíbúð, sem alltaf virtist geta tekið við og öllum leið svo vel í. Hún snerist í kringum strákaliðið eins og hún ætti í þeim hvert bein. Sama var með okkur ínu, við gistum oftast í seinni tíð hjá Rósu og nutum þá alveg sérstakrar gestrisni og hlýju frá þessari konu sem helst vildi allt gera fyrir aðra, en ekkert þiggja í staðinn. Við áttum líka góða daga með henni vestur á ísafirði. Heim- sókmr hennar og stundum vin- kvenna voru meiri háttar hátíðir vegna skemmtilegarar framkomu hennar og þeirra góðu eiginda að leggja öllum gott eitt til. Rósa hefur frá árinu 1977 starf- að sem þema á Hótel Sögu, sem hún dáði mjög. Hún kunni því vel að starfa þar sem þjónustan og umbúnaðurinn var bestur og lagði sig alla fram um að skila sínum verkum þannig að hver sá konung- ur, aðrir fyrirmenn, svo og almenn- ir gestir hótelsins ættu ekki von á betri aðbúnaði annars staðar. Það er kannski til marks um vinnulag hennar á þessu kröfuharða hóteli að samstarfsfólk jafnt og yfirmenn hafa fylgst náið með heilsu hennar til endalokanna og nánasta sam- MINNINGAR starfskonan, yfírþernan, var hjá henni nokkmm klukkustundum fyr- ir andlátið. Þrátt fyrir afar góða ummönnun á Landspítalanum vildi Rósa vera heima og frábært starfslið spítalans undirbjó hana til heimferðarinnar og sá um að öll nauðsynleg hjálpar- tæki kæmu með. Síðustu vikuna var hún svo í umsjá systur sinnar og frænkna heima á Eiríksgötunni. Dætur Sig- ríðar systur hennar, þær Sigrún, Stefanía og Halla, skiptust á um að vera hjá henni og naut þar ekki síst kunnáttu Höllu sem er hjúkrun- arfræðingur og gat því leiðbeint um meðferð og gefið sprautur. Kristín dóttir Dagbjartar systur Rósu var. mikið hjá henni síðustu dagana, auk þess sem Þorbjörg nágrannakona hennar hefur verið traust og góð vinkona og sýnt mikinn styrk, þrátt fyrir þá miklu erfiðleika sem hún hefur sjálf þurft að þola undanfarin ár. Kristín Þórarinsdóttir, sem alltaf hefur sýnt litlu systur sinni mikla umhyggju, var tíður gestur og ína sem hefur verið syðra af og til í vetur var hjá henni síðasta daginn. Gréta frænka hennar í Ameríku, sem ekki kemst frá sjúkum eigin- manni hugsar til hennar með hlý- hug og sama gerir Þórarinn bróðir Grétu og ínu sem alltaf hefur hald- ið sambandi við Rósu. Minningamar fljúga um hugann, flestar fagrar og góðar, en sumar þyngri og sorglegri, en það var eins með það og annað á lífsleið hennar að erfiðu þættina lagði hún ekki á aðra heldur bar þá.sjálf og vildi halda þannig á að ekki skaðaði aðra. Hún hélt góða skapinu og léttu tilsvörunum, svo að illt var að sjá kvölina sem fylgir langt gengnu krabbameininu. Engan bilbug var á henni að finna þegar Alfaðir kallaði hana heim. Við Ina kveðjum að leiðarlokum okkar besta vin og drengirnir okkar bestu frænkuna, sem vildi halda í höndina á þeim og kenna þeim lífs- reglurnar eftir því sem fjarlægð og starfsannir leyfðu og Inga tengda- dóttir okkar sendir henni hinstu kveðju eftir stutt en góð kynni. Guð blessi minningu hennar. Úlfar Ágústsson. Mín kæra móðursystir Rósa er látin fyrir aldur fram, aðeins 63 ára gömul. Mínar fyrstu minningar um Rósu eru frá því að hún var ung og glæsi- leg stúlka vestur á ísafirði. Þar ólst Rósa upp í góðu yfirlæti systur sinn- ar Margrétar og Gísla Einarssonar sem bæði eru látin, en þau gengu Rósu í foreldra stað því Rósa missti foreldra sína mjög ung að árum. Þá var ég lítil hnáta á Flateyri en fór stundum í heimsókn til Isafjarð- ar og gisti þá hjá frænku minni Margréti. Kvöld eitt er ég að fara að borða hjá Möggu frænku, þá kemur Rósa heim úr vinnunni. Ég varð hálffeimin við þessa konu í fyrstu, því hún var svo glæsileg og vel til höfð, en hún gaf litlu frænku sinni svo fallegt og hlýlegt bros að feimnin hvarf á svipstundu. Eftir matinn bauð hún mér inn í herberg- ið sitt og þar fékk ég að skoða allt fína dótið hennar. Allar götur síðan hefur Rósa verið glæsileg kona í mínum huga. Okkar samskipti voru ekki mikil á yngri árum en alltaf vissum við vel hvor af annarri. Á fullorðinsár- um urðu samskiptin nánari. Rósa var sterkur persónuleiki, greind, vel lesin um menn og mál- efni og hafði næmt auga fyrir fal- legum hlutum og umhverfi. Frænka mín giftist aldrei né varð bama auðið, þess heldur var henni um- hugað um sína nánustu sem hún fylgdist vel með og tók ríkulegan þátt í gleði þeirra og sorgum. Rósa gekk ekki heil til skógar sl. tvö ár. Aldrei lét hún bugast, var alltaf hress og kát og alltaf stutt í húmorinn. SI. vetur var ljóst að Rósa gekk með banvænan sjúk- dóm. Ég minnist þess er hún hringdi í mig og sagði mér tíðindin. Mig setti hljóða, en hún sagði: „Stína mín, ég hef tekið ákvörðun, ég ætla ekki að bugast, lífinu ætla ég að lifa meðan kraftar endast, ég á svo góða að að þetta verður ekkert vandamál." Við þetta stóð Rósa til hinstu stundar. Mér er sérstaklega minnisstætt er við hjónin fórum á ættarmót norður í ísafjarðardjúp sumarið 1993. Rósa varð okkur samferða, þetta var níu tíma ferðalag í bíl. Hún frænka mín sá svo margar spaugilegar hliðar á lífínu og tilver- unni alla leiðina að við hjónin vorum sammála um að aldrei höfðum við haft svona skemmtilegan ferðafé- Iaga fyrr né síðar. Alltaf sá hún skemmtilegri hliðarnar á öllu sem varð á vegj okkar. Svona þekki ég frænku mína, húmorinn alltaf til staðar. Undanfarin ár starfaði Rósa sem aðstoðaryfírþema á Hótel Sögu. Því starfí gegndi hún af lífí og sál meðan heilsan leyfði. Rósa lést á heimili sínu aðfaranótt mánudags- ins 12. desember umvafín sínum nánustu. Fyrir hönd fjölskyldu minnar færi ég frænku minni bestu þakkir fyrir góðar stundir. Við eram þakk- lát fyrir þær. Öllum ástvinum vott- um við samúð. Kristín Andrewsdóttir. Þegar lokakallið kemur er það mörgum líkn, sem hefur þjáðst af illskeyttum sjúkdómum. Sjúkdómar sem hlífa engum, sem á vegi þeirra verða. Svo var því farið um Rósu móðursystur mína. Baráttan var hörð o g miskunnarlaus og sjúkdóm- urinn hafði sigur að lokum. Ég minnist þess að Rósa sagði í sumar við mig að hún ætlaði að beijast til síðasta dags, sem hún svo sann- arlega gerði af miklum hetjuskap. Hún var lítillát í kröfum sínum á þessari þrautagöngu sinni, en þeim mun þakklátari fyrir hvert smáat- riði, sem að henni var rétt. Stutt var í glettnina og spaug- semi hjá frænku, og gleymist seint glettnissvipurinn á andliti hennar þegar léttleikinn vár látinn ráða ríkjum. Gaman var að spjalla við hana um viðburði daglegs lífs og alltaf hafði hún skoðanir á hlutun- um. Styrkurinn í sorginni má segja að hafi verið að Rósu auðnaðist að dvelja síðustu daga lífs síns á heim- ili sínu umvafín umhyggju, ást og elsku sinna nánustu, þar til þrauta- göngunni lauk. Þessi umhyggja fyr- ir Rósu yljar okkur sem næst henni stóðum um hjartarætumar og lýsir upp svartasta skammdegið. Frá dætram mínum Helgu Þóru og Sigríði Svölu svo og Jónasi eigin- manni mínum flyt ég bestu kveðj- ur, kveðjur með söknuði. Elsku Rósa, vatnsberinn minn, ég kveð þig að sinni með þökk fyr- ir samfylgdina og ósk um góða heimkomu. Valgerður Stefanía Finnbogadóttir. Mig langar með nokkrum orðum að minnast móðursystur minnar, Þóreyjar Sigurrósar Þórarinsdóttur, Rósu frænku eins og við systkina- börn hennar kölluðum hana jafnan. Þegar við missum ástvin sem okkur er kær verða ýmsar spurn- ingar um tilgang lífsins okkur ofar- lega í huga. Á mínum yngri árum hlakkaði ég mikið til jólanna eins og önnur börn. Minn undirbúningur við jóla- gjafakaup hófst hjá Rósu frænku, í versluninni þar sem hún vann, og hjálpaði hún mér með glöðu geði við að velja gjafír handa mömmu, pabba og systkinum mínum. Árið 1986 hóf ég störf á Hótel Sögu. Þá gladdi það mig að vinna með Rósu frænku, þar sem hún var aðstoðaryfírþema á hótelinu og var búin að vera þar í mörg ár. Ekki þurfti ég að skammast mín á þess- um stóra vinnustað fyrir að segja að Rósa væri frænka mín, því hún var mjög vel liðin af öllu því starfs- fólki sem hún hafði með að gera. Nú er margra ára baráttu lokið við þann sjúkdóm, sem veldur ótímabæra dauðsfalli hjá mörgum. Kjark’ur Þóreyjar var mikill. Hún vildi vera heima og það gat hún með umhyggju og hjálp ættingja sinna. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þórarinn Guðmundsson. Hún Rósa frænka eins og við í fjölskyldunni í Skálagerði kölluðum hana hefur nú kvatt þennan heim eftir erfið og langvinn veikindi und- anfarin fjögur ár. Við viljum í örfá- um orðum fá að minnast hennar, en Rósa var einstakur persónuleiki sem við vonum að fái notið sín annars staðar áfram. Rósa dvaldist um árabil á ísafírði þar til hún fluttist til Reykjavíkur en þar starfaði hún lengst af við verslunarstörf. Þá starfaði Rósa um árabil á Hótel Sögu sem herbergis- þerna eða allt þar til kraftar hennar þratu vegna hinna erfíðu veikinda. Rósa frænka dvaldist oft á heim- ili okkar bæði á Mánagötunni og í Skálagerðinu þar sem hún tók full- Erfidrykkjur % HÓTEL ESJA Sími 689509 HALLDÓR SIG URBJÖRNSSON + Halldór Sigur- björnsson fædd- ist í Bolungarvík 10. júní 1908. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 6. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðríður Jónsdóttir og Sigurbjörn Gísla- son og áttu þau sam- an son, Hafliða, en hann var ógiftur. Halldór giftist eftir- lifandi konu sinni Lilju Sigurðardótt- ur, dóttur Sigurðar Fr. Einárssonar kennara og Þór- fram frá Víðistaðakirkju í Hafnar- dísar Jónsdóttur frá Dýrafirði. firði hinn 15. desember 1994. Halldór og Lilja gengu í hjónaband 1930 og eignuðust fjögur börn. Eitt þeirra, Helga, lést í æsku, en þrjú, Mar- grét, Kolbrún og Garðar, eru búsett erlendis. Halldór starfaði lengst af sem sjómaður, bæði á bát- um og togurum. Eftir að hann kom í land um 1960 vann hann hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Útför Halldórs fór FJÓLA systir mín hringdi í mig til að tilkynna mér andlát mágs míns. Ég fylltist söknuði og minn- ingar frá liðnum árum hrönnuðust upp í huga mér. Ég var þó þakk- lát Guði fyrir að leyfa honum að kveðja þennan heim án þess að líða meiri þrautir. Halldór dvaldi ásamt Lilju konu sinni á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún er enn við þokkalega heislu. Halldór var traustvekjandi maður, en dulur og kvartaði aldrei. Þau hjónin eignuðust fjögur mannvæn- leg börn en eitt af þeim, Helgu litlu, yndislegt barn, misstu þau kornunga. Hin börnin búa öll er- lendis. Því miður gat ekkert þeirra verið viðstatt jarðarför föður síns vegna veikinda. Ég kynntist Halldóri allvel á ísafirði þegar ég dvaldist hjá hon- um og systur minni. Einnig kynnt- ist ég bróðurdóttur Halldórs, Ester Hafliðadóttur, sem reyndist þeim hjónum sem dóttir alla tíð. Fyrir hönd okkar allra, einkum barna, barnabarna og tengdasona, vil ég kveðja góðan dreng. Biðjum við Guð að leyfa jólastjörnunni að leiftra og lýsa í sál okkar elsku- legu systur sem hefur staðið sig svo vel á þungbærum stundum þessa lífs. Ég kveð þig, kæri Dóri, og þakka þér fyrir allt sem þú gafst og gerðir fyrir ástvini þína meðan þú dvaldir meðal okkar. í himnanna hása! hamingjan býr, þar alfaðir, friður og fögnuður pýr. Stjömumar lýsa og leiftra til þín, og leiða þig þar sem guðsljósið skin. (H.S.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hrefna Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.