Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 55
JÓHANNA
GÍSLADÓTTIR
+ Jóhanna Gísla-
dóttir fæddist í
Reykjavík 18. apríl
1918. Hún andaðist
á Höfn í Hornafirði
9. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Gísli
Krisljánsson, báta-
smiður, í _ Garða-
hverfi á Alftanesi
1972, og Styrgerð-
ur Jóhannsdóttir, f.
1883 á Nefsholti og
ólst upp á Litla-
Armóti í Hraun-
gerðishreppi. Jó-
hanna átti tvo bræður; Vilhelm,
sem lést á fimmta ári, og Har-
ald kaupmann í Reykjavík, síð-
ar í Grindavík. Eiginmaður Jó-
hönnu var Lúðvík Vilhjálmsson,
skipstjóri, f. á Akranesi 11. júlí
1899. Foreldrar hans voru Vil-
hjálmur Guðmundsson organ-
isti á Akranesi, f. 1865 á Litla-
Sandi í Hvalfirði, og Jakobína
Pálsdóttir, f. í Pálsbæ í Þing-
EILÍFÐIN er hugtak, sem býr í
okkur öllum og hefur þá merkingu
að allt gott sé óumbreytanlegt. 011
leitum við að festu og öryggi, ekki
sízt til þeirra, sem hafa styrk að
gefa og eru reiðubúnir að vaka yfir
velferð ástvina og samferðafólks.
Þannig kom andlát Jóhönnu Gísla-
dóttur öllum, sem til þekktu, mjög
óvænt. Aldrei hafði henni orðið
misdægurt og við sem næst stóðum
trúðum að Jóhanna myndi fylgja
til manns og þroska enn einni kyn-
slóð. En lífið er gáta og stundaglas-
ið tæmt.
Jóhanna var Reykjavíkurstúlka,
fæddist og ólst upp á Hverfisgötu
86 í reisulegu timburhúsi, sem fað-
ir hennar hafði byggt. Heimili for-
eldra hennar á fyrri hluta aldarinn-
ar var annálað myndar- og rausnar-
heimili alþýðufólks. Á uppvaxtarár-
um Jóhönnu var fátækt mikil og
reyndi mjög á mannkosti fólks til
að sjá sér og sínum farborða. Hverf-
isgatan var miðpunktur og sama-
staður ættingja og vina, sem komu
frá Hafnarfirði og Holturn. Á heim-
ili foreldra hennar fluttist frænka
hennar Jóhanna G. Hannesdóttir
árið 1922 og var þar búsett í yfir
fímmtíu ár. Hún andaðist í hárri
holtunum. Eldri
dóttir Jóhönnu og
Lúðvíks er Gerður,
f. 1942, giftist Júl-
íusi Stefánssyni, út-
gerðarmanni, þau
skildu. Börn þeirra
eru: Katrín, f. 1974,
og tvíburarnir Lúð-
vík og Stefán, f.
1976. Áður átti
Gerður Styrgerði
Hönnu, f. 1965.
Hennar sambýlis-
maður er Gunnar
Gunnlaugsson,
húsasmíðameistari,
f. 1953, og eru þau búsett á
Höfn í Homafirði. Þeirra börn
era: Gerður, f. 1992, og Karen,
f. 1994. Styrgerður átti írisi
Jóhönnu Ólafsdóttur, f. 1984.
Yngri dóttir Jóhönnu og Lúð-
víks er Iðunn, f. 1947, gift Sig-
urði B. Oddssyni, fjármála-
stjóra, f. 1945. Útför Jóhönnu
fer fram frá Fossvogskirkju í
dag.
elli, en vel em, 92 ára gömul í maí sl.
Við þessar aðstæður lærðist Jó-
hönnu hússtjórn að hætti þeirra
tíma. Skólagangan var ekki löng
en Jóhanna hafði hæfileika til að
nema í lífsins skóla. Ung að árum
sigldi hún til Kaupmannahafnar og
dvaldi þar við störf á dönskum
heimilum í nokkur ár. Þar lærði hún
danska matargerð og tileinkaði sér
snilli þeirrar listar, sem Danir eru
þekktir fyrir.
Svo kom að því að Jóhanna festi
ráð sitt. Eins og margt ungt fólk á
þriðja og fjórða áratugnum hélt hún
í síldarsöltun til Siglufjarðar og þar
kynntist Jóhanna tilvonandi eigin-
manni sínum, Lúðvík Vilhjálmssyni,
skipstjóra. Þau gengu í hjónaband
30. júlí 1943 og eignuðust tvær
dætur, Gerði og Iðunni. Heimilis-
bragur hjá Jóhönnu og Lúðvík á
Laugateig 20 var í þeim anda að
þar ríkti höfðingslund, sem ættingj-
ar og vinir nutu í ríku mæli. Eftir
að Lúðvík hætti sjósókn, starfaði
hann við Síldarleitina á Siglufirði á
sumrin en á veturna annaðist Lúð-
vík umsjónarstörf við Miðbæjar-
barnaskólann. Þar kynntist undir-
ritaður, þá á barnsaldri, hans ljúfu
lund. Síðar er ég kom í heimsókn
MIIMNINGAR
á Laugateiginn til Lilju barnfóstru
minnar, er leigði hjá þeim hjónum,
minnist ég hvað heimilisbragur var
allur í föstum skorðum. Dæturnar
voru afar huggulegar og svo voru
þær alltaf aðlæra, en það var topp-
urinn á þessum árum. Ég gæti vel
trúað að ég hafi sagt henni ömmu
minni, Oddrúnu í Bankastræti 7,
frá þessu og hún hvatt mig til að
kynnast svona góðum stúlkum. Sú
varð raunin löngu síðar, en þá var
Lúðvík látinn fyrir aldur fram og
þær mæðgur fluttar í nýtt um-
hverfi í Hraunbænum þar sem Jó-
hanna eignaðist nýja og trausta
vini. Svo var kominn nýr einstakl-
ingur á heimilið. Styrgerður dóttir
Gerðar. Síðan var það megin hlut-
verkið að hlúa að uppeldi og þroska
þessarar stúlku, sem veitti henni
mikla gleði og lífsfyllingu.
Árin líða og fyrr en varði, árið
1984, var enn önnur kynslóð komin
á heimilið, íris Jóhanna, dóttir Styr-
gerðar. Þær héldu síðan heimili
saman til ársins 1991, er Styrgerð-
ur hóf sambúð með Gunnari Gunn-
laugssyni, húsasmíðameistara, á
Hornafirði. Svo fór að amma Jó-
hanna var fleiri stundir austur á
Höfn en í Hraunbænum enda var
hún mikill aufúsugestur í þeirri
kjamaijölskyldu, sem stækkaði ört,
og svo var matargerð og búsýsla
hjartansmál hjá Gunnari og Jó-
hönnu þannig að alltaf var nóg að
spjalla.
Jóhanna var falleg kona og við
nánari kynni fundu vinir að fegurð-
in kom einnig innanfrá. Hún hafði
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum, sem mótuðust af ríkri
réttlætiskennd. Trúmennska var
henni í blóð borin, sem er svo ein-
kennandi fyrir hennar kynslóð, sem
ólst upp á fyrstu áratugum aldar-
innar og lagði grundvöll þeirrar
velferðar, er fólk býr við í dag. Og
svo er það í okkar höndum hvernig
við varðveitum þennan arf.
Jóhanna bar gæfu til að vera
einstaklega heilsuhraust alla ævi-
daga. Hún var á undan sinni samt-
íð hvað hollt mataræði varðar og
fengu ættingjar og vinir oft holl ráð
í þeim efnum.
Senn fer jólahátíðin í hönd með
sínum eilífðarboðskap ljóss og frið-
ar. Minningar frá liðnum jólum leita
á þakklátan 'huga fyrir allt Ijósið,
sem Jóhanna tengdamóðir bar með
sér.
Við, vinir og ættingjar, þökkum
að leiðarlokum og biðjum Guð að
geyma þessa elskulegu konu, sem
lifði með reisn og dó með sæmd.
Sigurður B. Oddsson.
BJÖRN BRAGI
BJÖRNSSON
+ Björa Bragi Björasson
fæddist í Reykjavík 18. júlí
1962. Hann lést á heimili sínu í
Reykjavík 2. desember síðastlið-
inn og fór útför hans fram frá
Fossvogskirkju 10. desember.
KÆRI vinur.
Hér sit ég ein um nótt í útland-
inu og mér er þungt um hjartað.
Vegna flarlægðarinnar get ég ekki
fylgt þér til grafar, svo í stað þess
langar mig til að skrifa þér nokkur
fátækleg kveðjuorð til fylgdar yfir
mörk dauðans, yfír til landsins nýja
sem þú nú munt nema. Ég finn
sterkt til einsemdar hér í útlandinu,
vildi svo gjarnan geta verið heima
og grátið og syrgt með okkar sam-
eiginlegu vinum, nálægt því lífi sem
þú lifðir af svo miklum ákafa.
En svo fór að leiðir okkar skildu
fyrir rúmum tveimur árum, þó
mörg væru símtölin á milli Kaup-
mannahafnar og Svíþjóðar á tíma-
bili. En örlögin bjuggu svo um hnút-
ana að við áttum ekki eftir að sjást
aftur þrátt fyrir að litlu munaði í
tvígang.
Einhvern tíma heyrði ég gamla
konu segja að hennar tvær mikil-
vægustu leiðarstjörnur í lífinu hefðu
verið ástríðan og sannleikurinn. Þú
áttir mikið til af báðum þessum
eiginleikum - ástríðunni sem gaf
þér baráttuvilja og lífsgleði, og
sannleikanum sem gaf þér raunsæi
og réttlætiskennd og hélt þér á jörð-
inni.
Þegar ég kynntist þér fyrst vor-
um við bæði uppfull af hinum lífs-
þyrsta æsingi og hrokafulla ódauð-
leika æskunnar, lífið var háð hér
og nú og ákefðin yfir því að vera til
í algleymingi. Þetta voru glaðir
dagar og sjaldan hef ég skemmt
mér jafn vel og hlegið jafn mikið
og þá, í félagsskap þínum og vina
þinna. En núna fimmtán árum
seinna hefur mikið vatn runnið til
sjávar og mörg okkar sem lifðum
hvað heitast þá, sitjum eflaust með
eftirþankans þunga nið í hjartanu,
eilítið brennd, eilítið varkárari og
hræddari en þá, þegar lífið öskraði
af spennu og taumlausri gleði.
En þú áttir líka þínar þungu hlið-
ar þar sem efinn og treginn bjó,
þar sem nístandi raunsæið tók völd-
in. Við áttum margar sárar og fal-
legar stundir saman þar sem við
veltum fyrir okkur breyskleika
mannanna og miskunnarleysi lífs-
ins. Þú gafst mér hlutdeild í þér
öllum og varst svo örlátur á sjálfan
þig að mér fannst ég rík að eiga
þig að vini.
Langri og harðri baráttu við
grimman sjúkdóm er lokið, sjúkdóm
sem þú lifðir með svo lengi og barð-
ist við af ótrúlegri þrautseigju. Þeg-
ar ég hugsa um líf þitt heyri ég
hjartaskerandi rödd Neil Youngs
syngja: „It’s better to burn out than
fade away.“ Þannig sé ég lífshlaup
þitt fyrir hugskotssjónum, logi þinn
var stór og skær, brann hratt og
af miklum krafti. Þú barðist til
hinsta dags af sama stórhug og þú
sýndir í öllu sem þú tókst þér fyrir
hendur í þínu stutta lífi. Megi al-
mættið fylgja þér um ókomna stigu.
Ég votta öllum aðstandendum
Bjössa mína dýpstu samúð og vil
sérstaklega þakka Peter Locke sem
studdi hann af öllum sínum mætti
síðustu vikurnar þar til yfir lauk.
Megi algóður Guð styrkja ykkur í
sorg ykkar.
Þóra Snorradóttir.
t
Ástkær dóttir okkar, systir og mágkona,
ÁSDÍS ÓLÖF INGVADÓTTIR,
Lerkilundi 10,
Akureyri,
andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri 13. desember.
Jarðsett verður frá Akureyrarkirkju
fimmtudaginn 22. desember kl. 13.30.
ÁsgerAur Snorradóttir, Ingvi Þórðarson,
Laufey Gísladóttir, Sigfús Ingvason,
Fanney Ingvadóttir, Þórey Ingvadóttir.
KA TRÍN FALSDÓTTIR
-I- Katrín Falsdóttir fæddist á
* Akureyri 24. september
1954. Hún lést á Landspítalan-
um 3. desember síðastliðinn
og fór útför hennar fram frá
Akureyrarkirkju 12. desem-
ber.
LÁTIN er ágæt vinkona og sam-
starfskona í blóma lífs síns, eftir
tiltölulega stutt en erfið veikindi.
Það er aðeins um einn og hálfur
mánuður síðan nokkrar vinkonur
Katrínar héldu upp á fertugsaf-
mælið hennar með henni.
Samstarf okkar Katrínar hófst
fyrir um fimm árum á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli í Reykjavík.
Katrín var nokkuð sérstæð kona
sem nokkrir áttu erfitt með að
kynnast. Hins vegar tókst með
okkur ágætur vinskapur frá fyrstu
kynnum og stóð til dauðadags.
Katrín var sérstaklega natin og
alúðleg við gamla og sjúka vist-
fólkið á hjúkrunarheimilinu. Hún
bar virðingu fyrir gamla fólkinu
og vildi allt fyrir það gera. Umönn-
un sjúkra og aldraðra virtist henni
í blóð borin.
Katrín sagði að umönnun móður
sinnar á banabeði hefði kennt sér
mikið og hún reyndi að sinna öllum
eins og um náinn ættingja væri
að ræða.
Umönnun og hjúkrun eldra
fólks er bæði erfitt og krefjandi
starf en aldrei lá Katrín á liði sínu
til þess að gamla fólkinu liði sem
best. Mjög margir vistmenn sofn-
uðu vært á kvöldin eftir að hún
hafði hagrætt koddum hér og þar
í rúminu svo að vel færi um það.
Katrín var vel lesin, m.a. um
trúarbrögð og þjóðhætti í heimin-
um. Oft gleymdum við samstarfs-
fólk Katrínar okkur í matar- og
kaffitímum þegar Katrín var að
lýsa einhveiju skemmtilegu sem
hún hafði lesið. Frásagnarhæfi-
leiki hennar var mikill og stundum
var eins og við upplifðum atburð-
ina þarna á staðnum.
Ég votta aðstandendum Katrín-
ar mína dýpstu samúð og þakka
henni fyrir trygga vináttu og
ánægjulegt samstarf.
Jóhanna Ólafsdóttir.
Mig langar að minnast með
nokkrum orðum Katrínar Fals-
dóttur er andaðist 3. desember
síðastliðinn. Okkar kynni hófust á
Hjúkrunarheimilinu Skjóli, þar
sem við störfuðum á sömu deild.
Katrín var mjög sérstæður per-
sónuleiki og áttu listamannshæfi-
leikar hennar ekki hvað síst þátt
í því. Hún hafði mikla sköpunar-
þörf og hannaði svo margt sem
okkur hinum hafði ekki dottið í
hug að reyna.
Eg minnist þess hve góð hún
var við þá sem minna máttu sín.
Næstum var það einstakt hversu
vel Katrín gekk frá vistfólki fyrir
svefninn á kvöldin og hve vistar-
verur sem hún sá um báru merki
um mikla snyrtimennsku og reglu-
semi í hvívetna. Ég man hve hún
hafði gaman af að koma og gleðj-
ast í góðra vina hópi og hve hún
lék þá á als oddi. En hún var ekki
heldur allra og það vissum við sem
hana þekktum.
Katrín varð fertug 24. septem-
ber síðastliðinn, og var hún þá
komin heim af sjúkrahúsinu í
nokkra daga. Það var mikil ánæg-
justund hjá henni og okkur átta
fyrrum vinnufélögum hennar. Við
þessi gamli hópur komum allar
saman og áttum við yndislega
stund í gleði augnabliksins, þó við
vissum allar hvert stefndi og ekki
síst hún. Þetta var stund sem ég
veit að engin okkar hefði viljað
missa af og verður okkur ógleym-
anleg. Hinn 3. október fór svo
Katrín aftur á kvennadeild Land-
spítalans og var þar uns yfir lauk.
Katrín mín, ég vil fyrir hönd
okkar Ásdísar, Sólborgar, Stein-
unnar og Heiðu biðja góðan guð
um að varðveita þig um alla eilífð
og þakka þér fyrir góða og
ánægjulega samfylgd.
Kristín Stefánsdóttir.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR BJARNASON,
Logafold 61,
Reykjavik,
lést í Landspítalanum 14. desember.
Aðalheiður Ólafsdótt'r,
Gunnar Sigurðsson,
Bjarni Sigurðsson, Helga Arnþórsdóttir,
Rakel Ýr og Rebekka Bjarnadætur,
lan Graham,
Hilda og Mark Graham.
+
Þökkum innilega samúð og hlýhug við
andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
ÞÓRU ÞÓRÐARDÓTTUR,
Árskógum 6,
Reykjavík.
Ingunn Þóra Baldvins, Birgir Ágústsson,
Sigriður B. Martin, Jeffrey B. Martin,
Elísabet Baldvins, Kristján Erlendsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
/