Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ________________AÐSEIMDAR GREIIMAR Raunsæi eða mistök? Athugasemd við Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 11. des. sl. EKKI ætla ég mér þá dul, að telja mig hafa verið óskeikulan í störfum mínum sem ráðherra. Ég er þó þakk- látur fyrir þau tækifæri, sem mér hafa gefist til að sinna slíkum störf- um, fyrst sem fjármálaráðherra í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar 1974-1978; þá sem viðskiptaráð- herra og síðar utanríkisráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar 1987-1988. Ég sinnti þessum störfum eftir bestu getu og vonandi hefur margt tekist vel og horft til framfara. Um árangurinn verða að sjálfsögðu aðrir að dæma. Ég átti samt ekki von á því að mér yrði eignuð ein grundvallarmis- tök síðustu tveggja áratuga á sviði íslenskra stjórnmála, en það var gert í Reykjavíkurbréfi Morg- unblaðsins 11. desember sl. Mistökin voru að mati bréfritara „að veita opinberum starfsmönnum verkfalls- rétt“ árið 1976. Þetta kom mér á óvart annars vegar vegna þess, að ekki var um mistök að ræða heldur raunsætt mat á aðstæðum þess tíma, og hins vegar vegna þess að mér skuli einnig eignuð umrædd ákvörð- un. Sagt hefur verið að leitin að sann- leikanum sé frumkraftur vísindanna, en réttlætið markmið stjórnmálanna. Sama er hve hugvitssamlegt kenn- ingakerfi getur orðið, það er einskis virði ef það hvílir á röngum forsend- um. Stjómskipulag, sem byggist á rangsleitni og sérdrægni stjórnar- herranna er einnig iítils virði. En hvort tveggja, sannleikann og sann- girnina, verða blaðamenn að virða þegar þeir Qalla um umdeild mál- efni. Þá á ég við blaðamenn eins og höfund Reykjavíkurbréfs Morgun- blaðsins sem ég trúi að vilji vera málefnalegir og heiðarlegir í umfjöll- un sinni. í öllum störfum sínum verða ráð- herrar að hafa í huga að ráðher- rastarfið veitir ekki aðeins völd held- ur fylgir því líka mikil ábyrgð og einnig skylda til að taka tillit til ólíkra sjónar- miða í leitinni að sann- gjarnri niðurstöðu. Sanngjörn niðurstaða hlýtur að vera mark- miðið þegar ólík sjónar- mið og ólíkir hagsmunir takast á. Nálgist stjórn- málamenn viðfangsefni sitt ekki með þessu hugarfari eiga þeir á hættu að missa trúnað fólksins. Engri ríkis- stjórn eða einstökum ráðherra er heimilt eða hollt að stjórnast af hroka og taka ekkert tillit til réttmætra sjón- armiða þeirra sem í hlut eiga. Ráðherra sem eingöngu fylgir sérskoðun sinni um menn og málefni brýtur gegn grunvallarreglum um jafnræði og sanngirni, sem er fo- senda fyrir því að fólkið þoli hann yfirleitt í embætti. Menn eiga að Það hlýtur því að teljast ofrausn af höfundi Reykjavíkurbréfs Morg- unblaðsins 11. des. sl., segir Matthías A. Mat- hiesen, að eigna mér einum það raunsæi, sem réð niðurstöðu þessa máls fyrir tæpum tveim- ur áratugum. fylgja sannfæringu sinni en verða umfram allt að vera raunsæir. Sann- færingin má ekki byggjast á hleypi- dómum eða þröngsýni. Hafa ber hugfast, að valdið kemur frá fólkinu og því er beitt í umboði þess. Menn geta haft á því skoðanir hve miklu verkföll hafa skilað launþeg- um, en ekki hvarflar að mér að deila við þá um rétt þeirra. Verkfallsrétt- urinn er almennt viðurkenndur sem hluti mannréttinda. Hver skyldi munurinn vera á þeim rétti eftir því hvort í hlut eiga launamenn hjá hinu opinbera eða einkaaðilum? Réttur hvorra tveggja getur reynst afdrifaríkur. En yaldinu, sem fyjgir verkfallsréttinum, fylg- ir líka mikil ábyrgð. Sú ábyrgð hvílir á öllum jafnt, starfsmönnum hins opinbera sem launamönnum á al- mennum vinnumark- aði. Þeir sem beita verkfallsrétti mega ekki virða rétt annarra að vettugi heldur ber þeim að taka tillit til þeirra í aðgerðum sínum. Vissulega er mönnum vandi á höndum þegar staðið er frammi fyrir hörðum verk- fallsaðgerðum á borð við verkfail sjúkraliða. Það er á hinn bóginn engin lausn, að beita rangri sögu- skýringu, seilast tvo áratugi aftur í tímann og benda á sökudólg í per- sónu fjármálaráðherra þess tíma! Spurningin er einfaldlega: Hafa menn tileinkað sér vinnubrögð sem hæfa nýjum tímum og breyttum aðstæðum? Ég mun að sjálfsögðu ekki firra mig ábyrgð á þeirri ákvörðun að opinberir starfsmenn fengu tak- markaðan verkfallsrétt árið 1976. Þeim rétti var síðan breytt árið 1987 og einstök aðildarfélög BSRB og BHMR fara nú með verkfallsréttinn. í samræmi við samþ. ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar á samnings- drögum um aðalkjarasamning við opinbera starfsmenn í apríl 1976, þar sem BSRB var veittur takamark- aður verkfallsréttur, ákvað ríkis- stjórnin að frumvarp skyidi samið á grundvelli samningsdraganna. Frumvarpið var síðan lagt fyrir Al- þingi og samþykkt. Það hlýtur því að teljast ofrausn af höfundi Reykjavíkurbréfs Morg- unblaðsins 11. desember sl., að eigna mér einum það raunsæi, sem réð niðurstöðu þessa máls fyrir tæpum tveimur áratugum. Höfundur er fyrrvcrand: alþingismaður og ráðherra. Raunveruleikinn SKÝRSLA Aflvaka Reykjavíkur hf. varð- andi lélega samkeppn- isaðstöðu okkar á markaði erlendra Ijár- festa, er engu minna umhugsunarefni en svörtu skýrslurnar frá HAFRÓ, sem allir ótt- ast. Einmitt vegna samdráttarins í sjávar- útvegi er tilefni til að taka skýrslu Aflvaka alvarlega og reyna að bregðast við vandan- um. Vel menntaður ís- lenskur rekstrarhag- fræðingur, Vigdís Wangchao Bóas- son, fjallar um svipað efni í samtali í Morgunblaðinu 11.12. sl. og segir m.a.: „Að mínu mati á að styrkja fyrirtæki sem nota ekki einungis náttúrulegar auðlindir heldur þar sem mannlegar auðlindir eru nýtt- ar.“ Þetta eru orð í tíma töluð, mikilvægt er að nýta gott og vel menntað starfsfólk, en það næst ekki ef verkefni vantar við hæfi. - Stjórnvöld virðast vera að vakna, sem ráða má af 50 millj. kr. fram- lagi ríkisstjórnarinnar til þróunar- verkefna, 45 aðila. Fyrirheit er gef- ið um verulegt framlag til að hæna að erlenda íjárfesta, bjóða erlend fyrirtæki velkomin. - Þessu ber að fagna. Dómgreindarleysi og erlendir samningar Það er áhyggjuefni hve sumir valdamenn þjóðarinnar hafa sýnt ótrúlega mikið dómgreindarleysi þegar yfir hafa staðið samningar við útlendinga og er þar skemmst að minnast samningsins um EES, sem stór hluti þingmanna barðist gegn, jafnvel talaði um landsal. Nokkrir álitu að flár- festar mýndu kaupa upp jarðir, ár og dali, en önnur varð raunin. Fjárfestar bíða hvergi í röðum eftir að fá að virkja atvinnulíf í öðr- um löndum, flest lönd leggja sig fram um að hæna þá að og bjóða betur ef fjárfestinga- þörfin er mikil, ekki síst ef Iöndin liggja ilia við mörkuðum og at- vinnuleysi ríkir. Þann- ig er einmitt ástatt hjá okkur, við þurfum að bjóða vel til þess að eiga einhvetja von. Við verðum að fara víða, auglýsa og leita eftir ijárfestum, við getum ekki vænst þess að þeir komi til okkar, við þurfum að láta þá vita að við séum til. Við þurfum að laða hingað þróuð, traust, meðalstór fyr- irtæki. Erlend fyrirtæki ekki aufúsugestir. Til þess að losna úr viðjum ein- angrunar og fásinnis verðum við að gera okkur grein fyrir því að útlendingar eiga ekki alltaf upp á pallborðið hér á Fróni, jafnve! þótt þeir komi færandi hendi. Hópur manna hefur um árabil rekið þann áróður að útlendingum sé ekki treystandi, þeir komi hingað til þess eins að „arðræna", kæri sig kollótta um annað og fari með gróðann úr landi. Óliklegt má telja að fjárfestar fari til annarra landa, nema þeir sjái sér hag í fjárfestingu þar. Með flárfestingunni eru þeir orðnir aðil- ar að hagkerfi viðkomandi lands og hagur þess verður því hagur þeirra. - Engu að síður gekk fjand- skapurinn svo langt hér í eina tíð, að íslenskur ráðherra hreinlega of- Matthías Á. Mathiesen Svört fjárfestinga skýrsla Árni Brynjólfsson Borgarlæknisembættið má ekki leggja niður í ijárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram sá ásetningur heil- brigðisyfirvalda, að þurrka út Ijárveiting- ar til héraðslæknis- embættisins í Reykja- vík, og að leggja emb- ættið niður. Borgarlækirinn Reykjavík, sem eftir breytingar á lögum um heilbrigðisþjón- ustu árið 1990 nefnist héraðslækirinn í Reykjavíkurlækn- ishéraði, gegnir veig- amiklu hlutverki í heilbfrigðisþjón- ustunni í Reykjavík. Sum verkefna héraðslæknisembættisins eru ákveðin með lögum, en önnur eru innt afh endi hjá þessu embætti af hagkvæmisástæðum. Meðal verkefna héraðslæknin- ins í Reykjavík, eru læknisstörf, sem sinnt er út um borgina, skoð- un aðstæðna og þátttaka í fundum og ákvarðanatöku á ýmsum stöð- um í borginni, auk embættisstarfa á skrifstofu. Sum þessara starfa eru innt af hendi jafnt á nóttu sem degi. Um árabil hafa tveir læknar í fullu starfi annast þessi störf og virðist full þörf fyrir það. Sú breyting hefur helst orðið á eðli borg- arlæknisembættisins, að borgarlæknir er ekki eins og áður framkvæmdastjóri heilbrigðisráðs Reykjavíkur, en ráðið fór með stjórn heilsu- gæslunnar og heil- brigðiseftirlitsins í borginni. Stjórn heil- sugæslunnar var ger- breytt með lagasetn- ingu árið 1990 og að- skilin frá heilbrigði- seftirlitinu. Sjö nefndir og ráð gegna nú þvi hlutverki, sem heil- brigðisráð Reykjavíkur gegndi áður. Útilokað er fyrir héraðslækni að sitja alla stjórnarfundi í þessum nefndum, ekki síst eftir að emb- ætti aðstoðarlæknis hans var í raun lagt niður. Sérhæfð verkefni Héraðslæknirinn í Reykjavík þarf að sinna tímafrekum og erfið- um málum, sem gjarnan tengjast málefnum geðsjúkra, drykkju- Þingmenn Reykjavíkur verða að koma í veg fyrir að borgarlæknis- embættið verði lagt nið- ur, sefflr Ólafur F. Magnússon, enda gæti slíkt leitt til ófremdar- ástands í heilbrigðis- þjónustunni. sjúkra og fíkniefnaneytenda. Þessi mál geta meðal annars varðað nauðungarvistun og sjálfræðis- sviptingu og þeim þarf að sinna á ýmsum tímum sólarhringsins. Samskipti við ýmsa aðila eiga sér stað og sérhæfð reynsla og þekk- ing þarf að koma til. Auk þess sinnir héraðslæknirinn í Reykjavík dauðsföllum utan sjúkrahúsa og skyldum málum. Hann sér um að votta andlát fólks utan sjúkrahúsa og rannsakar orsakir dauðsfalla að svo miklu leyti sem lögregla gerir það ekki. Ólafur F. Magnússon Það þarf ekki djúptækan skiln- ing á starfsemi heilsugæslunnar í Reykjavík til að sjá, að útilokað er fyrir heimilislækna að sinna þessum tímafreku störfum í vinnu- tíma sínum. Slíkt myndi einfald- lega þýða það, að þeir þyrftu fyrir- varalítið að leggja niður sjúkling- amóttöku og almenna lækningar- starfsemi langtímum saman. Auk þess búa þessir læknar ekki al- mennt yfir þeirri sérhæfðu þekk- ingu og reynslu, sem þarf til að gegna hlutverki héraðslæknisins í Reykjavík. Eftirlit með sóttvörnum Héraðslæknirinn í Reykjavík er yfirmaður sóttvarna í borginni. Það felur í sér þátttöku í sótt- varnarnefnd ásamt tollstjóra og lögreglustjóra., Rottuskoðun og rottueyðing í skiptum fer fram í umböði sóttvarnarnefndar og hér- aðslæknir vottar um þessi mál. Hann vottar einnig um farsóttir vegna matarútflutnings, rekur einstök matarsýningartilfelli og önnur sýkingartilfelli í samvinnu við heilbrigðiseftirlitið og lækna í því skyni að draga úr smithættu. Á vegum héraðslæknisembættis- ins fara fram bólusetningar ferða- manna og ráðgjöf um bólusetning- ar og aðrar ráðstafanir í tengslum við ferðalög. Að höggva í heilbrigðisþjónustuna Héraðslæknisembættið í Reykjavík sinnir umfangsmiklum og sérhæfðum verkefnum í heil- brigðisþjónustunni í Reykjavík og er upptallningin hér að framan alls ekki tæmandi. Mikilvægt er að stjórnmálamenn geri sér grein fyrir því, að heilbrigðisþjónustan í Reykjavík er með allt öðrum hætti en á landsbyggðinni. Sá grundvallarmisskilningur virðist vera uppi, að hægt sé að leggja niður mikilverða þætti heilbrigðis- þjónustunnar í borginni og færa mjög sérhæfða starfsemi inn á heilsugæslustöðvarnar. Þessar hugmyndir eru óraunhæfar. Ég vænti þess, að þingmenn Reykvík- inga komi í veg fyrir að þessar hugmyndir nái fram að ganga, því þær gætu leitt til ófremdarástands í heilbrigðisþjónustunni í Reykja- vík. Starfsbróðir minn og fyrrver- andi samstarfsmaður í borgar- stjórnarflokki Sjálfstæðisflokks- ins, Ingólfur Sveinsson, ritaði rný- lega grein í Morgunblaðið, þar sem hann benti á, að sú sparnaðarað- ferð að höggva, ætti ekki við í heilbrigðisþjónustunni. Ingólfur rifjaði upp þá sögu, að þegar högg- ið var höfuð af þursum hér fyrr- um, spruttu þrjú höfuð ný í stað þess sem höggið var. Ég held að þessa sögu megi heimfæra upp á þá fyrirætlan heilbrigðisyfirvalda að leggja niður héraðslæknisemb- ættið í Reykjavík. Slíkt er eins og áður segir óraunhæft, leiðir hvorki af sér hagræðingu né sparnað og gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir neytendur heil- brigðisþjónustunnar í Reykjavík. Höfundur er læknir og varaborgarfulltrúi í Rcykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.