Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Flugleiðir semja um sölu einnar Boeing 737-400 vélar og selja aðra í janúar Söluhagnaður verður um 600 milljónir króna FLUGLEIÐIR undirrituðu í gær samning við japanska fyrirtækið Japan Leasing Corporation um sölu einnar Boeing 737-400 vélar fé- lagsins. Samningurinn felur í sér að Flugleiðir leigja vélina af jap- anska fyrirtækinu í sex ár. Sölu- verð vélarinnar var alls um 27 millj- ónir dollara sem jafngildir um 1.860 milljónum króna. Þetta skilar félaginu um 300 milljóna söluhagn- aði. Auk þess er gert ráð fyrir hagnaði af rekstri á árinu en af- koma félagsins fyrstu níu mánuði ársins var um 361 milljón betri en á sama tíma í fyrra. Önnur flugvél sömu tegundar verður seld og endurleigð um miðj- an janúar og er nú verið að ganga frá samningum þar að lútandi við annað jaganskt fjárfestingarfyrir- tæki. Hagnaður af sölu þeirrar vélar verður svipaður þannig að alls verður um nálægt 600 milljóna söluhagnað að ræða. Fram kemur í frétt frá Flugleið- um að vitað hafi verið frá því vél- arnar voru keyptar að í þeim ætti félagið dulda eign. Flugleiðir hafi náð hagstæðum samningum við Boeing-verksmiðjurnar á sínum tíma og bókverð vélanna jafnan verið undir áætluðu markaðsverði. Með sölunni innleysi félagið þessa eign sína. Markaður fyrir Boeing 737-400 vélar hafi vænkast veru- lega upp á síðkastið en á næstu þremur árum muni nýjar gerðir flugvéla fara að hafa áhrif á mark- aðsverðið. í öðru lagi benda Flugleiðir á að komið sé að því að endurskoða flugflotaáætlanir félagsins. Vélarn- ar tvær sem hér um ræði séu orðn- ar fimm ára gamlar og séu elstu vélar flotans. Undanfarið hafi flug- vélaverksmiðjur kynnt næstu gerð- ir og næstu kynslóð farþegaþotna sem komi á markað innan þriggja ára. Af þessum ástæðum þyki fé- laginu rétt að fara að losa um elstu vélarnar í núverandi flugflota og draga með því úr áhættu af því að eiga fjórar þotur sömu gerðar. Auk söluhagnaðar mun sala og endurleiga flugvélanna hafa í för með sér að fjármagnskostnaður lækkar vegna greiðslu lána sem á vélinni hvíla, en rekstrarkostnaður á leigutímabilinu mun hins vegar hækka eitthvað meira en sem því nemur vegna leigugjalda. „Viðtökurnar voru mjög góðar og af þeim tuttugu aðilum sem fengu tækifæri til að bjóða í vélarn- ar sendu tíu fyrirtæki inn tilboð,“ sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, í samtali við Morgun- blaðið. „Af þeim voru valin út fjög- ur fyrirtæki og síðan endanlega tvö fyrirtæki. Við náðum þeim mark- miðum sem við settum okkur varð- andi verðið auk þess sem hér er um að ræða mjög traust japönsk fyrirtæki." Emerald European Airways í Belfast að hefja flug til London Stefnt að flugi til Parísar og Brussel á næsta ári ÁÆTLANAFLUG á veg- um bresk-íslenska flugfé- lagsins, Emerald Europe- an Airways í Belfast, hófst í gær þegar farnar voru tvær ferðir frá Belfast til Luton-flugvallar í London. Voru vélarnar nokkurn veginn hálfskipaðar far- þegum í þessari fyrstu ferð og gekk allt vel fyrir sig, að sögn Stefáns Ásgrímssonar, starfsmanns Emerald á íslandi. Með í för í fyrsta fluginu var Krist- inn Sigtryggsson, framkvæmda- stjóri og einn af hluthöfum Emer- ald. Eins og fram hefur komið eiga íslenskir aðilar um helming hluta- fjárins í félaginu á móti breska fjárfestingarfyrirtækinu European Áviation Ltd. Dótturfyrirtæki breska fyrirtækisins, European Aviation Air Charter Ltd. mun fyrst um sinn annast flug fyrir Emerald og notar til þess BAC 111-vélar sem geta flutt 104 far- þega. Stefán sagði að flogið yrði tvisvar á dag til Luton fram yfir áramót. Bókanir væru góðar á næstunni miðað við það að félagið hefði ekki komist inn í far- skrárkerfi ferðaskrifstofa á Belfastsvæðinu fyrr en á mánudag. Um framhaldið hjá fé- laginu sagði Stefán að ráð- gert væri að hefja flug milli Belf- ast og Edinborgar eftir áramót. Um leið yrði ferðum til London fækkað úr tveimur niður í eina á dag. í framhaldi af því væri stefnt að því að bæta við flugi frá Lond- on til Parísar og Brussel. Grunn- hugmyndin væri sú að tengja sam- an þess útkjálka Evrópu við höfuð- borgirnar. Gert er ráð fyrir að þijár BAC 111-vélar verði notaðar hjá félag- inu í leiðakerfi þess á Bretlands- eyjum en þar að auki er í athugun að hefja flug til íslands, að sögn Stefáns. Kristinn Sigtryggsson Morgunblaðið/Kristinn Pfaff á Grensásveginn PFAFF hf. hefur fest kaup á verzlunarhúsnæði Teppalands á Grensásvegi 13 ásamt húsnæði íslandsbanka í sama húsi samtals um 1156 fermetrar. Söluverðið var 64 millj. kr. Hyggjast eigend- ur Pfaff leggja í verulegan inn- réttingakostnað í húsnæðinu áður en fyrirtækið opnar þar nýja heimilistækjaverzlun næsta haust og sameina bankahúsnæðið verzl- unarhúsnæðinu. Samhliða kaup- unum á þessu húsnæði við Grens- ásveg hefur Pfaff selt Austur- bakka hf. eignarhlut sinn í hús- eigninni Borgartún 20. Teppaland flytur í Mörkina Pfaff og Austurbakki byggðu Borgartún 20 sameiginlega á sín- um tíma og hafa bæði fyrirtækin átt velgengni að fagna í húsinu, en það er ekki lengur nógu stórt fyrir starfsemi beggja fyrirtækj- anna. Verzlunarhúsið að Grensásvegi 13 var reist 1976. Víðir Finnboga- son lét byggja húsið undir rekstur Teppalands hf., en það er fjórar hæðir og er heildar gólfflötur þess um 2600 ferm. Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Verzlunarbank- inn, Hagvangur o. fl. fyrirtæki hafa haft starfsemi sína í þessu húsi, en það hefur fengið viður- kenningu Reykjavíkurborgar fyr- ir snyrtilegt umhverfi. Egill Árnason hf. hefur svo keypt rekstur Teppalands og mun fyrirtækið flytjast í nýtt húsnæði, sem byggt verður í Mörkinni. Selja hús- eignir upp í Borgar- kringluna MÆNIR hf., sem hefur keypt um 15% af húsnæði Borgar- kringlunnar, fjármagnar kaupin meðal annars með því að setja húseignir sem það hefur byggt upp í kaupin. Gísli Gíslason, lögmaður Mænis, sagði að kaupin myndu engu breyta varðandi starfsemi Ömmu Lú eða annara aðila. Verið er að ganga frá kaup- samningi Mænis við Kringl- una 4-6 hf., sem er í eigu Is- landsbanka, Landsbankans, Iðnlánasjóðs eg Iðnþróunar- sjóðs. Aðspurður sagði Gísli að kaupverðið væri ekki langt frá 150 milljónum króna. Brunabótamat Borgarkringl- unnar allrar var í fyrra um 1,6 milljarður. Gísli sagði að viðskiptin væru beggja hagur: Kringlan 4-6 hf. hefði alltaf stefnt að því að selja húsnæðið og Mænir teldi sig vera að gera góð kaup. Tilgangur fyrirtæk- isins væri að byggja hús og selja og með þessum viðskipt- um hefði Mænir getað selt töluvert af eignum í einni lotu. Byggingarfyrirtækið Mænir var stofnað sem hlutafélag í mars í fyrra og sagði Gísli að félagið hefði haft mikil umsvif. Það hefði haft verktaka í vinnu í Kópavogi og Reykjavík við smíði á einbýlishúsum, raðhús- um og sérhæðum. Fjárfesting- arfélagið og Féfang sameinuð AÐALFUNDUR Fjárfesting- arfélags íslands hf. samþykkti í gær að félagið verði samein- að dóttui-félagi sínu, Féfangi hf. Á fundinum kom fram að Islandsbanki hefur lýst sig reiðubúinn til að kaupa hluta- bréf annarra hluthafa í hinu sameinaða félagi. Stefnir bankinn að sameiningu Fé- fangs og dótturfyrirtækisins, Glitnis hf., í eitt öflugt eignar- leigufyrirtæki. Hlutur íslandsbanka er um 35% í hinu sameinaða félagi en bankinn átti fyrir 35,5% í Fjárfestingarfélaginu og 10,7% hlut í Féfangi. N U E R RETTI TÍMINM TJL A Ð FÁ SÉR GSM FARSÍMA Ókeypis símtöl um helgar! í desember og janúar gefst GSM farsímaeigendum kostur á að hríngja gjaldfrjálst um helgar.* Tilboðiö gildir ffá 10. desember 1994 til 29. janúar 1995 á tímanum frá kl. 20:00 á föstudagskvöJdum tíi kl. 08:00 á mánudagsmorgnum. PÓSTUR OG SÍMI E S E1" *Tilboðið á ekki við um símtöl til útlanda eða í Símatorg. Slmtöl i GSM farsímakerfið úr venjulegum síma eru gjaldfærð á venjulegan hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.