Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR p FULL BUÐ • AF FALLEGUM NÁTTFATNAÐI OG NÆRFATNAÐI i FRÁ SCHISSER h/mp!i Laugavegi26, Kringlunni 8-12, síml 13300. sími 33600. Þegar veisl- imni lýknr BOKMENNTIR Skáldsaga HEIÐA FREMUR SJÁLFS- MORÐ eftir Hafliða Vilhelmsson. Hlöðugil, 1994 —132 síður. SJÁLFSVÍG unglinga eru al- vörumál og því vandmeðfarið efni í skáldverki. í skáldsögunni Heiða fremur sjálfsmorð tekur Hafliði Vilhelmsson þetta viðfangsefni til umflöllunar. Að sumu leyti dregur hann upp sannferðuga mynd af unglingum og lífi þeirra í nútíma en ég er ekki alveg sáttur við sögu- lokin, finnst að höfundar hefði mátt undirbúa betur dramatísk endalok aðalpersónunnar. Höfundur nefnir sögu sína skáld- sögu en margt í efnismeðferð og efnisvali líkist þó fremur unglinga- sögum og best gæti ég trúað að Hafliði hafí haft unga lesendur í huga þegar hann skrifaði bókina. En vissulega höfðar viðfangsefnið einnig til fullorðinna. Sagan segir frá Heiður, 14 ára stúlku,_sem býr við hin bestu skil- yrði í Árbænum í Reykjavík og er í góðu sambandi við foreldra sína og umhverfi. Hún er í unglinga- vinnunni og umgengst mest krakk- ana þar og er meira að segja í ein- hvers konar sambandi við einn strákinn í vinnunni. Það er komið Útsending alla virka daga kl. 12.45 til 23.45. Auglýsingasímar: 814472, 35150 og 35740x Fax 688408 að lokapartíinu og hún finnur sig knúna til að halda það heima hjá sér. Þar fer allt úr böndunum með þeim afleiðingum að Heiða fremur sjálfsmorð. Hafliði kann ýmislegt fyrir sér í því að segja sögu. Skáldsaga hans er að mestu leyti raunsæis- leg l.p. frásögn með sögumanni sem jafn- framt er aðalpersóna sögunnar. Viss stíg- andi er í sögunni, fyrir- boðar og vísbendingar sem kveikja grun um það sem koma skal. Hins vegar eru þetta ytri váboðar og snerta ekki beint sálarlíf aðal- persónunnar. Hafliði er nokkuð upptekinn af heimi unglinga og að sumu leyti er sú mynd sem hann dregur upp af samskiptum unglinganna sannfær- andi; öryggisleysi þeirra sem oft birtist í kaldhæðni, hugmynda- heimur þeirra sem snýst raunar um allt á milli himins og jarðar en ekki síst hlutverkaleik, hljómsveitir og unglingamálið. Málfar ungling- anna í bókinni er hlaðið slanguryrð- um og slettum: „Sjor ekkert geim á parketinu hennar mömmu," „Djísós“, vott ei sörpræs!“ (92) „Djísös fokking kræst, ég held að hann hafí verið að meina að hann vildi vera með í partínu. Alger gík, myndi eyðileggja partíið mitt“ (108). Mér fínnst höfundurinn ganga heldur langt í þessum leik með enskusletturnar. I sjálfu sér er rétt að málfar unglinga einkenn- ist af slíkum slettum. En reyndin er sú að þeir beita þeim einkum í eiginn hópi. Flestar þessar slettur eru teknar úr innra eintali aðalper- sónunnar sem er raunar að ýmsu leyti hæglát og prúð stúlka. Hitt er svo annað mál og réttlætir að Hafliði Vilhelmsson fatfegjótagjöf sumu leyti þessa málnotkun að höfundur er að sýna okkur ungl- ingaveruleika sem á stundum snertir skuggalega undirheima. Þar á þetta málfar heima. Höfundur leggur ekki mikla áherslu á persónusköpun aukaper- sóna. Flestar persónurnar eru ómótaðir unglingar og skýrir drættir ekki fyrir hendi. Hins vegar beinir Hafliði athygli sinni að viss- um sérkennum þeirra. Miklu meira er þó lagt í aðalpersónuna. Heiða er hress stelpa frá nokkuð góðu heimili. Hún er elskuð af foreldrum sínum og þykir vænt um þá. Raun- ar býr hún nokkuð vemduðu um- hverfi. Hún er greind og sjálfstæð. • Þannig hefur hún unn- un af klassískri tónlist, hlustar á Ástardraum- inn eftir Lizt, ræðir sálfarir í íslendinga- sögunum og hefur skoðanir á útvarps- þáttum síbyljunnar: „... nennti ekki að hlusta á stamið og sjálfumgleðina í stjórnendunum ...“(45). Hún hefur reyndar það sterka sjálfsímynd að hún getur fullyrt: „Væri ég strákur yrði ég bál- skotinn í sjálfri mér, eða svoleiðis!" (116). Hún virðist því heil- steypt persóna og í góðu jafnvægi. Þess vegna verður sjálfsvíg hennar þeim mun illskiljanlegra enda þótt höfundur reyni að skýra það með því að húsgögnin heima hjá henni séu illa farin eftir lokapartíið og þá ekki síður nýja parkettið en hún sjálf undir áhrifum áfengis. Heiða er að sönnu tilfinningavera, finnur til afbrýðisemi og reiði. En þær tilfinningar eru eðiilegar. Foreldrar hennar virðast einnig jafnlynt fólk þótt þeir eigi við sín vandamál að stríða. Fátt bendir raunar til að hún standi það höllum fæti gagnvart þeim, hvorki tilfinningalega né með öðrum hætti að hún þyrfti að ótt- ast sérstaklega afleiðingarnar. Ef til vill verða atburðir með þessum hætti í veruleikanum. Sjálfsvíg verða aldrei skýrð til fullnustu. Þau eru órökleg og 'oft að okkur finnst tilefnislaus. En í raunsæislegri skáldsögu ganga til- efnislausir eða tilefnislitlii atburðir sem þessi ekki fullkomlega upp. Vissulega má gagnrýna þessa þætti skáldsögunnar. En í henni eru þó margir ágætir sprettir. Hafl- iði hefur bersýnilega burði til að skrifa góðan texta og frásögnin líð- ur ágætlega fram og heldur at- hygli lesandans. Það er líka mikil- vægt að taka málefni sem sjálfsvíg unglinga til umræðu því að þrátt fyrir allt koma þau alltaf á óvart og kannski er það frekja af gagn- rýnanda að gera meiri kröfur til skáldskapar en veruleika. Skafti Þ. Halldórsson Jólabarokk TONLIST Gcrðarsafni BAROKKTÓNLIST Flutt voru verk eftir Boismortier, Handel, Marais, Handel og Qunatz þriðjudag 13. desember 1994. CAMILLA Söderberg, Elín Guð- mundsdóttir, Guðrún Birgisdóttir, Martial Nardeau ásamt Mark Levý, gömbuleikara, léku fyrir tónleikagesti á barokkhljóðfæri í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, sl. þriðjudag. Leikið var á blokk- flautur, barokk-þverflautur, víólu da gamba og sembal og er líklegt, að þessu líkt hafi tónlistin hljómað forðum daga, þá hún var ný „af nálinni". Þó er það sammerkt öll- um höfundunum á þessum tónleik- um, að þeir voru uppi um það leyti er borokktónlist var að renna sitt skeið og nýr tónstíll, er síðar blómstraði í klassíkinni, var að skjóta rótum og hafin var þróun í gerð nýrra, tónvissari og hljóm- meiri hljóðfæra en áður þekktust, er svo leiddi til þess, að barokk- hljóðfærin voru lögð til hliðar. Þar með var barokktónlistin helguð gleymskunni og gömlu hljóðfærin urðu í besta falli safngripir eða voru beinlínis eyðilögð. Það er sérkennileg þversögn, að á tímum nútímalistsköpunar, þar sem nýjungin og frumleikinn eru megin markmið, skuli einnig vera tími endurvakningar um gamla og jafnvel frumstæða list, þ.e. á af- gamalli, samtímis því að nýgömul er skilgreind að vera væmin og gamaldags. Hvaða ófullnægja rek- ur menn til að leita sér fanga í gömlum og rykföllnum skrínum menningarsögunnar er trúlega erf- itt að útskýra og einnig það, að þessi gamla list býr yfir ferskleika, sem er nútímamanninum brunnur fegurðar og vitnisburður þess sann- leika, er á rætur sínar í einlægni listamannanna. Fortíðareftirsjáin nagar að rót- um skringiblóma nútímans, svo að við blasir þögull berangur fár- ánleikans en í fjarska hafa menn safnast saman kringum hávaða- samt tilgangsleysið. Upphafmenn upplýsingastefnunnar, menn eins og Decartes, trúðu því, að með því að útrýma fáfræði væri hægt að bæta heiminn. Nú vita menn að kunnátta og menntun merkir ekki eitt og hið sama. Eitthvað hefur gleymst og líklega hafði Rousseau rétt fyrir sér varðandi mikilvægi tilfinninga og stöðu mannsins í náttúrunni. Tónleikarnir hófust og enduðu á verkum eftir de Boismortier, sónöt- um fyrir blokkflautu, tvær þver- flautur og fylgiraddir og var þessi ágæta tónlist mjög fallega leikin. Sónata eftir Handel fyrir flautu og fylgiraddir var fallega flutt en at- hyglisverðasta á þessum tónleikum var leikur Mark Levý, en hann lék tvö gömbuverk eftir Marin Marais. Seinna verkið, La Reveuse, vár sannarlega dreymandi í afburða- fögrum leik Mark Levýs. Sónata fyrir tvær þverflautur, eftir Telemann, er glæsilegt verk en þó sérstaklega annar þátturinn, Allegro, er einnig var frábærlega vel leikinn. Tríósónatan eftir J.J. Quantz 41697-1773) er dæmigert verk eft- ir tónskáld, er ekki vildi yfirgefa sína barokk og að því leyti til voru Quantz og Friðrik mikli, nemandi hans, sammála. Verkið er glæsilega unnið og var afburðavel leikið. Tónleikarnir voru enduróman frá löngu liðnum tíma, enduróman sem segir okkur, að það sem vel er gert á einum tíma missir aldrei gildi sitt og heldur sínu gullgliti, þegar ryk gleymskunnar hefur ver- ið strokið burt. Jón Ásgeirsson. DRENGJAKÓR Laugarneskirkju. Nýjar plötur • DRENGJAKÓR Laugarnes- kirkju hefur gefið út geisladisk. Kórinn vann til þriggja gullverð- launa á alþjóðlegu drengjakóramóti í Tampa í Flórída í vor. Við heim- komuna var ákveðið að ráðast í upptökur á þeim lögum sem kórinn söng í keppninni. Á geisladiskinum eru 19 lög. Lagavalið er fjölbreytt, allt frá gömlunt íslenskum þjóðlög- um til alþjóðlegra nútímaverka. Stjórnandi kórsins var Banda- ríkjamaðurinn Ronald Turnar, en Friðrik Friðriksson tók við stjóm kórsins í haust. Diskurinn er til sölu m.a. hjá Kirkjuhúsinu, Máli ogmenningu, íslenskum heimilisiðnaði ogís- lenskum markaði. Slánda matarstell fyrir fjóra á aðeins 995 kr. fyrir fólkit) í Itinilinit Blab allra landsmanna! ffarðtmÞIafctti -kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.