Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Menningar- ástandið krufið BÖKMENNTIR Ritgeröir í FAÐMI FJALLKONUNN- AR. UPPGJÖR YIÐ MENN- INGARÁSTAND eftir Þorstein Antonsson. Hring- skuggar, 1994 — 228 síður. RIT UM íslenska menningu, þar sem bornar eru fram spurningar um hvað það er að vera íslendingur, eru sjaldgæf. Viðfangsefnið er ef til vill ekki árennilegt enda fátt viðkvæmara í vitund smárrar þjóðar. Þorsteinn Antonsson sendir um þessar mundir frá sér bókina I faðmi fjallkonunnar sem er uppgjör hans við menningará- stand líðandi tíma. Drög að bókinni hafa birst áður að hluta til í Morgun- blaðinu og Tímanum á árunum 1992- 1993. Skoðanir Þorsteins eru um margt sérstæðar og niðurstöður hans marg- ar umdeilanlegar svo að ekki sé meira sagt. Höfundur ætlast ekki heldur til að þeim sé tekið án gagnrýni. Bók hans ber ekki að skoða sem fræðilegt rit eða eins og segir í inngangsorðum: „Öllu heldur en fagvinna er hér á ferðinni umræða, álitsgerð um mann- líf, ekki útfelling á séríslenskum ein- kennum milli rafskauta í tilraunakeri" (10). Bókinni skiptir Þorsteinn í fimm hluta sem hann kýs að nefna deildir. Fjallar hver um sig um meginvið- fangsefni og nefnast eftir þeim: Ást- in, Kvennamál, Borgarinn, Skáldið og Þjóðareinkennin. Það er engan veginn unnt að gera grein fyrir hugmyndum Þorsteins af nokkurri sanngirni í stuttum ritdómi. Þó skal hér drepið á fáein atriði til að gefa örlitla mynd af þeim sem þó hlýtur í besta falli að verða einföldun. í fyrsta hlutanum dregur Þorsteinn upp mynd af ástinni og hlutverki hennar í þjóðfélaginu. Ástin er í hans huga margþætt hugtak sem spannar óvenju vítt svið. í samfélagslegu lífi okkar hljótum við að vefa okkur merk- ingárvef úr skilyrtri reynslu okkar og siðvenjum og felur hann í sér ákveðna vaidsemi gagnvart einstaklingum. Ástin er mótvægi við þessa valdsemi. Hún birtist í ýmsu formi í lífi okkar, allt frá ást barna á foreldrum eða á maka til trúar og ástar á bókmenntum svo .að eitthvað sé nefnt. í nú- tíma geti menn ekki á sama hátt og áður sval- að ástarþörf sinni innan fjölskyldunnar. Það sé ein af ástæðunum fyrir upplausn hennar. Önnur ástæða sé ósar.ngjarnar kröfur kvenna eða kvennahreyfinga nútím- ans en að þeim víkur hann í næsta hluta bókarinnar. Þorsteinn mælir að sönnu með jöfnum rétti kynjanna til eigin skaplyndis en hann heldur því einnig frma að jafnræði milli kynjanna sé ómögulegt. Konur séu öðruvísi um margt en karlar og þessa staðreynd beri að vernda með lögum (57). Nútímasamfélagið hamli kynjunum á margan hátt að öðlast það frelsi sem þau þrái og nútíma fjöiskyldumynstur nálgist það að vera rústir fyrir bragðið. Kvennabaráttu nútímans telur hann á villigötum þótt hann vilji taka tillit til óska kvenna. Að hans mati er því tími til kominn að bæði kynin gangi til móts við nýja lífssýn sem taki tillit til sérstakra þarfa kynjanna. í hugleiðingum sínum um borg- menninguna bendir Þorsteinn ' á að hún byggist á arfleifð bændamenn- ingarinnar. Eigi að síður se á þessu tvennu grundvallarmunur. í stað sið- ferðisgilda bóndans komi áhersla borgarans á freisi og einstaklings- hyggju. Hin fornu gildi skipti ekki máli lengur, jafnvel ekki vináttan. Borgarinn geti lifað án sambands við aðra menn. Honum dugi óbein tengsl í gegnum fjölmiðla og önnur tæki nútímans. Af þessu spretti hræsni og tvískinnungur „þess manns sem náð hefur að skilja milli tilfinningaverunn- ar og persónuleika sjálfs sín ...“ (116). Hið borgaralega samfélag sé því „gjörræði sem hefur gert tómið að vemdargoði sínu“ (120). Af þessu leiði firring og skert sjálfsvitund. Ut frá þessu samhengi skýrir Þorsteinn uppreisn ’68-kynslóðarinnar. Hún hafi fyrst og fremst orð- ið vegna þess að fram var komin þörf á að efla sjálfsvitundina gegn flatneskju tómhyggj- unnar. Þegar sú upp- reisnarbylgja síðan hneig tók kynslóð þessi að þjóna því kerfi sem hún áður reis upp gegn. „Það lá alltaf fyrir þeim sem á bernskuárunum óskuðu sér helst að hverfa að fullu í draum sinn að verða á fullorð- insárum eiginhags- munaseggir, gæddir takmarkaðri tilfinningu fyrir öðrum en sjálfum sér“ (130). I síðustu tveim hlutum bókarinnar gerir Þorsteinn grein fyrir sögusýn sinni, annars vegar hvað varðar nú- tímabókmenntir og hins vegar þjóð- arsöguna. Hvað bókmenntirnar varð- ar þótti mér athyglisverðust sú niður- staða hans að hann telur að svokölluð kreppa skáidsögunnar sem svo var nefnd á sjötta, sjöunda áratugnum hafi í reynd verið endalok harmsög- unnar íslensku. Dramað var dautt. Hinn óbærilegi léttleiki tók við. Á þeim tíma hafi ríkt ósætti milli forms og innihalds vegna þess að ekkL voru lengur forsendur fyrir hinni harm: rænu sögu bændasamfélagsins. I þessu ósamræmi hafi kreppan falist. Þjóðfélagsieg sögusýn Þorsteins ein- kennist af gagnrýni á hefðbundinn söguskilning og sker höfundur sig ekki verulega úr öðrum gagnrýnend- um þess söguskilnings. Það er ótvíræður kostur á bók Þor- steins að hann tekur á málefnunum skipulega og röklega. Stíll hans ein- kennist af festu og töluverðri anda- gift og hann er oft ómyrkur í máli. Hitt er svo annað mál og getur ekki orðið til umræðu hér að ég er honum ósammála í mjög mörgu. Eigi að síð- ur fínnst mér rétt að benda á nokkur gagnrýnisverð atriði sem varða aðferð við hugsun og framsetningu efnis. Þekkingarfræðilegur grundvöllur bókarinnar virðist mér vera einhvers konar hughyggja. Höfundur segir manninn lifa í ljóðrænu sambandi við vitund sína, „það er skynmynda máls, við merkingarhjúp sem brugðið hefur verið á alls óþekktan veruleika - eða eitthvað sem hann telur veruleika. Eða með öðrum orðum við lifum í huglægum heimi sem tengist hinum hlutlæga á tilviljunarkenndan hátt“ (16). Þessi aðferð við hugsun um heiminn virðist mér opna leið til um- íjöllunar sem er allt of almenn, bygg- ist um of á alhæfingum, beinist frem- ur að óhlutbundnum einkennum en síður að hluttækum sérkennum, sér- stöðu. Þannig virðist mér ástarhug- takið verða allt of almennt í meðförum Þorsteins, allt of vítt. Það minnir um margt á platónska frummynd á bak við allt eða hegelska rökþróun. Mér finnst það a.m.k. fulllangt gengið þegar Þorsteinn heldur því fram að ástarþörfin finni sér fremur svölun í starfsemi hagsmunafélaga eða áhugamannafélaga nútímans en með fjölskyldulífi (23). Hér hefur ástar- hugtakið fengið allt of víða merkingu. Sama má raunar segja um alhæf- ingar Þorsteins um konur sem eru býnsa margar og jaðra jafnvel sumar við fordóma: „Hugur konunnar er af líffræðilegum ástæðum auðsveipnari er karlsins ...“ (22). „Hins vegar eru konur mun síður færar um að bregð- ast við staðreyndum en karlar ... Konur meðhöndla staðreyndir af meira virðingarleysi en karlar enda hégómlyndari, sjálfselskari, dýrslegri en hitt kynið" (31). „Skapgerð sína metur konan samkvæmt siðunum svo lítils að hún máir ummerki hennar út með smyrslum eins og um sjúkdóm sé að ræða ...“ (57). Einnig mætti nefna ýmsar athugasemdir Þorsteins um ’68-kynslóðina. Þar skortir til- finnanlega á hluttæka meðferð efnis- ins. Enn er gagnrýnivert hversu dóm- harkan er mikil í umflöllun Þorsteins um bókmenntaverk og það oft án nægilegrar röksemdafærslu. Verk Svövu Jakobsdóttur segir hann „ár- áttukennd hræðsluverk“ (76), umflöll- un um karlmenn í sögum Fríðu Sig- urðardóttur lýsi einkum „hræðslu og tepruskap frammi fyrir þeim sem hefur haft völdin of lengi" (89) og skáldsögur Guðbergs Bergssonar á vissu tímabili virtust allar meira eða minna „misheppnaðar tilraunir til að skrifa skáldsögu sem hann enn ætti óskrifaða" (165). Það er vissulega engin lognmolla á síðum þessarar bókar. Enda þótt mér finnist gallar hennar augljósir ræðir Þorsteinn hér ýmis málefni sem vert er að gefa gaum. Efni bókarinnar ætti líka að geta orðið ýmsum um- ræðuefni og deiluefni og ef til vill er það ætlun höfundar að nokkru leyti að ögra og æsa til umræðu. Skafti Þ. Halldórsson Nýjar bækur • ÚT er komin bókin Golfaragrín eftir Braga V. Bergmann. Hún hef- ur að geyma kímnisögur um kylfmga og aðra þá sém tengjast golfinu. Bókin ber undirtitilinn Hláturinn lengir lífið. í kynningu segir: „Bókin skiptist í 12 kafla og segir þar m.a. Áf fjöl- skyldulífí og heilsufari ónafngreindra kylfinga, kylfusveinum, klaufum, svindlurum, fíklum og karlrembum. „Svörtust" er kímnin í kaflanum „Gálgahúmor! en þar segir m.a. af guðsmönnum á golfvellinum. Bókin hefur einnig að geyma spakmæli, skoplegar skilgreiningar á helstu hugtökum íþróttarinnar og óábyrga sagnfræði um það hvernig golf varð til“. Ennfremur segir: „Golfaragrín er vissulega kjörbók kylfingsins. En hún á ekki síður erindi til þeirra sem hafa aldrei elt hvítu kúluna en kunna að meta græskulaust gaman.“ Golfaragrín er 128 síður að stærð. Guðmundur Oddur hannaði kápu en Haraldur Sigurðsson teiknaði kápu- mynd. Akoplast & POB annaðist um- brot, filmuvinnu, prentun ogbókband. Útgefandi er Fremri hf. á Akureyri. Bókin kostar 1.994 krónur. • FJÓRAR nýjar kiljur eru komnar út. Móðuraflið Kúndalini Yoga. Bókin fjallar um svokallaðar Orku- stöðvar líkamans samkvæmt ind- verskri heimspeki. Þær eru taldar sjö °g fylgja ákveðnum líkamshlutum. Ein þeirra er „þriðja augað“ sem er ennisstöðin. Þetta er þriðja bókin í ritröð hins víðkunna Sri Chinmoy. Áður voru komnar út bækur um Hug- leiðsiu og um Endurholdgun. 128 bls. Verðkr. 1.280. Létt og Ijúffengt í Toppformi. Ný bók eftir bandaríska næringarfræð- inginn Marilyn Diamond. Hér er um að ræða um 120 uppskriftir með hinu svokallaða nýja mataræði Toppforms- ins, sem á að miða að bættri líðan og líkamslögun. Létt og ljúffengt er 172 bls. Verðkr. 1.280. Amalgam. Tifar tímasprengja í tönnum þinum?í bókinni Amalgam lýsir sænska blaðakonan Barbro Jö- berger því sem hún kallar heilsuslys aldarinnar, það er notkun á silfurfyil- ingum, svokölluðu Amalgami í tenn- ur. A-malgam er 176 bls. Verð kr. 1.280. Góð ráð viðgigt. Lítið kver eftir Dan Dale Alexander, þýtt af Evu Ólafs- dóttur. Gigt er meðal þeirra sjúkdóma sem nútíma læknavísindi standa stundum ráðþrota gagnvart. Góð ráð við gigt er 112 bls. Verð kr. 980 kr. Útgefandi er Ijölva-vasa ú tgáfan. Þorsteinn Antonsson \ r i- r > S) Á I Bjoðum mjög vandaðar uppþvottavélar og ryksugur á jólaverði , EIRVIK heimilistæki hf. Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík, sími 91 -880200. Nær markinu sem aldrei næst BOKMENNTIR Sögur ÞRISVAR SINNUM _ ÞRETTÁN eftir Geirlaug Magnússon Mál og menning 1994 - 54 bls. Filmuvinna, prentun og bókband: G. Ben.-Edda. LJOÐ Geirlaugs eru mörg gegn- sýrð angist og kvöl sem á sér oft á tíðum óljósar rætur. Gjarnan er þessum tætandi kenndum lýst ber- lega og jafnvel bamslega. Þessi bók geymir einmitt lýsingu á lífsangistinni en munurinn er sá að hér er hún duldari, yfirvegaðri og að minni hyggju yfirleitt list- - kjarni málsins! rænni en oft áður hjá skáldinu. í stuttu ljóði, Vorboðanum, er þessi tilfinning sett fram í sterkri viðlík- ingu: Þá vetrarmorgna eru frökkustu grænu blöðin óðfús að skríða fram eins og vonglaðir ánamaðkar til þess eins að engjast á önglum næstu hryðju. Mörg ljóðanna í þessari bók undirstrika að ekkert fær staðist að eilífu, allt er háð umbreytingum og helgusfu markmið manna týnast á veg- ferð þeirra. í Samræðu er lýst á myndrænan hátt því augnabliki þegar leiðir tveggja skilja. Atburðurinn er algengur og jafnvel hversdagslegur en allt- af jafn sársaukafullur. Önnur ljóð sem bera uppi svipaða fánýtis- hugmynd eru Ferða- hugur og Hamurinn. ‘ Þótt ljóðin í þessari bók Geirlaugs séu flest myrk bland- ast þó saman við hugmyndirnar sterkt, litríkt og yfirleitt afar geð- þekkt myndmál sem sefar megin- hugsunina, slævir sárasta broddinn. Foss í gili er ágætt dæmi um Ijóð af slíku tagi. Myndmálið höfðar til margra skynsviða: sjónar, heyrnar og nánast ilmanar. í þessu stutta ljóði er talað um kafgrænan vef, dúnmjúkan, iðgrænan; þungan nið; að hringt sé til sítíða; alhvíta iðu. Niðurstaða ljóðsins þar sem talað er um að „augað sogast niður // í alhvíta iðu / vona drauma / um kafgrænt iðngrænt" verður að teljast tvíbent. Þótt iðan veki iðgræna drauma felur hún einn- ig í sér löðrandi hvítan dauðann. Þessi bók er vel unn- in, greinilega margyf- irfarin. Hún sannfærir mig um að Geirlaugur sækir fram sem skáld. I einu eftirminnilegasta ljóði bókarinnar, Up- prisu, er talað um kapp- hlaup þar sem aldrei er komið í mark. Ef kapphlaupið er Ijóðagerð þá er Geir- Iaugur nær markinu en áður. Ingi Bogi Bogason Geirlaugur Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.