Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 17 Deilt um fiskinn iiinan ESB Bretar snúast gegn spænska flotanum SAMTÖKIN „Björgum breska fisk- inum“ eiga sér aðeins eitt markmið og það er að koma í veg fyrir, að Spánveijar fái aðgang að fiskimið- unum fyrir vestan Bretland. Tals- maður þeirra, John Ashworth, seg- ir, að á þessu velti framtíð fiskiðn- aðarins í landinu. Fái Spánveijar sínu framgengt, muni stærsti fiski- floti eins Evrópusambandsríkis verða kominn í Norðursjó líka árið 2003. Samtökin berjast fyrir því, að breska stjórnin hafni því ákvæði í sameiginlegri fiskveiðistefnu Evr- ópusambandsins, ESB, sem kveður á um jafnan rétt allra aðildarríkja til auðlindanýtingar. Þetta ákvæði er raunar sjálfur grundvöllur stefn- unnar og því er stjórnin hvött til að skilja sig undan henni alveg. Ráðherra ræða málið Sjávarútvegsráðherrar ESB-ríkj- anna munu ræða þetta mál í næstu viku en hingað til hefur Spánveijum og Portúgölum verið meinaður að- gangur að flestu svæðum fyrir yest- an Bretland og einkanlega að írska boxinu, sem svo er kallað, en þar er staða fiskstofna mjög slæm. Bannið á að renna út um áramótin 1995-’96 en stjórnvöld í Bretlandi og írlandi mega ekki til þess hugsa. Spánveijar hóta því hins vegar að koma í veg fyrir inngöngu Austur- ríkis, Finnlands og Svíþjóðar í ESB um áramótin verði ekki búið að leysa deiluna þá. Leynilegur samningur? Mikill orðrómur hefur verið á kreiki um leynilegan samning, sem gefi Spánveijum aukin réttindi við Bretland, en Michael Jack sjávarút- vegsráðherra vísar honum á bug. Ashworth segir raunar, að Spán- veijar og Portúgalar hafi fullan rétt til að krefjast aukins aðgangs að fiskimiðum ESB-ríkjanna en hann segist ekki skilja hvernig það komi heim og saman við þá yfirlýs- ingu ESB, að hann muni ekki leiða til aukinnar sóknar á miðunum. 17.000 skip í spænska flotanum Breskir sjómenn hafa áhyggjur af, að spænski flotinn, sem telur alls 17.000 skip, muni láta sig kvóta og fiskvernd litlu skipta enda eru Spánveijar frægir fyrir það og smár fiskur er í sérstöku uppáhaldi á Spáni. Geoff Bullus, frammámað- ur í samtökum sjómanna á Corn- wall, segir, að fiskveiðistefna ESB sé skrípaleikur. „Sóknin er allt of mikil og vís- indamenn leggja til, að kvótar í öllum tegundum verði minnkaðir. Á sama tíma segir framkvæmda- nefndin, að við verðum að rýma til fyrir spænska flotanum." Gangur hjá Guggfunni AFKASTAGETA nýju Guðbjargar- innar er mun meiri en eldri skipsins og vinnslan um borð gengur vel, að sögn Þorleifs Pálssonar á skrif- stofu Hrannar hf., útgerðarfyrir- tækis Guðbjargarinnar. Skipið er nú á karfaveiðum í sinni annarri veiðiferð. í fyrstu veiðiferðinni afl- aðist fyrir um 28 milljónir króna á tíu sólarhringum, eða um 4.500 kassar af frystum fiski. Allur fiskur er unninn um borð, flakaður og frystur á Bretlands- og Bandaríkjamarkað og grálúða og karfi er hausskorinn og heilfrystur. Það sem ekki nýtist til frystingar- innar er brætt í mjölverksmiðju skipsins. Þorleifur sagði að skipið hefði framleitt um 60 tonn af mjöli sem mestallt fer á Asíumarkað. Hann sagði að fremur lágt verð væri fyrir mjölið. Mun meiri afkastageta „Verksmiðjan vinnur mjög vel ef hún er keyrð á þeim afköstum sem hún er gefin upp fyrir. Þetta dregur að sér mannskap því það þarf alltaf að sinna verksmiðjunni. Einn maður á vakt þarf að hluta til að sinna henni,“ sagði Þorleifur. Litlar fregnir hafa borist af skip- inu undanfarna daga og símasam- bandslaust er við það þar sem það er á karfaveiðum í Skeijadýpinu. Von er á skipinu til hafnar fýrir jól, í síðasta lagi á Þorláksmessudag, en skipveijar, sem eru 26 talsins, halda jólin heima. Síðan verður haldið til veiða aftur 2. janúar og sagði Þorleifur að ekki væri annað ráðgert en að það yrði áfram á ís- landsmiðum, líklega í blandaðri veiði. Þá verður farið að huga að rækjuveiðum þegar kemur fram í janúar. „Þetta er allt að komast í mjög gott lag og menn að slípast til í vinnslunni. Afköstin eru orðin mjög góð.“ „Það er ekki hægt að bera saman afkastagetu nýja skipsins og þess gamla. Það skortir hvergi aflið og Guðbjörgin hefur verið að fiska þegar flest allir aðrir hafa verið með trollið inni vegna veðurs," sagði Þorleifur. Morgunblaðið/Benedikt Lokað á vargfuglinn Eskifirði - Þessa dagana er unn- ið við að setja þak á stóru loðnu- þró Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Trévangur á Reyðarfirði vinnur verkið og er kostnaður áætlaður 16 milljónir króna. Þessi fram- kvæmd kemur í veg fyrir að vargfugl komist í fisk í þrónni eins og áður, en ásókn hans var mikil. ÚRVERINU Neskaupstað. Morgunblaðið. „ Síldarsamkoma“ NÆR allt starfsfólk við síldar- vinnslu Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað kom saman nú undir lok vertíðarinnar inni við höfn- ina ásamt áhöfnum Þórshamars GK og Barkar NK. Þórshamar var þá að landa síðasta farmin- um á vertíðinni, því hann er búinn með kvótann. Alls er hann búinn að landa á milli 9.000 og 10.000 tonnum í Neskaupstað í haust. Börkur á enn eftir um 1.000 tonn af sínum kvóta svo síldin verður verkuð áfram fram undir jól. SJÖMAIVnUBÓK^ I bókinni eru viötöl við sex kunna athafnamenn og aflamenn. Þeir segja frá reynslu sinni og viöhorfum. Þróun í sjávarútvegi er mjög ör og þrátt fyrir samdrátt í þorskveiöum hafa nýjar leiðir opnast í nýtingu auðlindarinnar. Umræður opna hugann og eru hvatning til aukinnar þróunar á þrengingartimum. AUÐLINDIN Hversu oft er ekki minnst á auðlindina? Allir skilja hvað við er átt og allir vita að hún er grunnur að velmegun þjóðar- innar og þeim lífsvenjum sem við til- einkum okkur. Þó að atvinnuhættir séu sífellt að verða ' f jölbreyttari þá er í hugum okkar aðeins ein auölind. Allir óska þess að eiga hlutdeild i þessari auðlind jafnvel þeir sem vilja heldur binda fjármuni sína og athafnir i flestu öðru en beinni þátttöku i nýtingu hennar. j —---j J9P& 1 . rp ÉktlCn Páll Eyjólfsson Komað G. Eggerísson Skpe^ón. SkipsvJo og hwhw«lð*T»öu Þorgei r Þórarlnsson Einar Jóhannesson Sópjtjó.- cg útjenjamiftduf. VéSsijúf.cg uppfinrwMjamaöir. Gudjón A. Krfstjánsson Arthur Bogason r-crscti FnmvMtna- og Fomvtður fiiWtifamiwmbanortni. ynábataerjerx^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.