Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Alþýðubandalagið
í Reykjavík
Tillaga um
uppstillingu
samþvkkt
41-22
Á FUNDI kjörnefndar fulltrúaráðs
Alþýðubandalagsfélaganna í
Reykjavík í gærkvöldi var sam-
þykkt með 41 atkvæði gegn 22 að
veita kjörnefndinni umboð til að
vinna áfram að framboðsmálum
flokksins á þeim grundvelli að stillt
verði upp á listann án prófkjörs.
Svavar Gestsson hvatti menn til
samstöðu og lagði til að tillagan
yrðj samþykkt.
Árni Þór Sigurðsson, formaður
kjörnefndar, sagði á fundinum að
kjörnefnd hefði í störfum sínum
leitast við að skapa sem mesta sam-
stöðu um framboð Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík. Hann sagði ljóst
að algjör eining næðist ekki. Árni
sagðist telja að góð sátt ætti að
geta tekist um að Svavar Gestsson
skipaði fyrsta sætið og að Ögmunur
Jónasson skipaði þriðja sætið. Það
væri hins vegar ekki eins góð sátt
um að Bryndís Hlöðversdóttir skip-
aði annað sætið.
Ágreiningur um skilyrði
Ogmundar
Ámi Þór sagði að Ögmundur
hefði í viðræðum við kjömefnd lagt
áherslu á að ekki yrði efnt til átaka
um framboðið. Garðar Mýrdal, for-
maður Alþýðubandalagsfélags
Reykjavíkur, fullyrti hins vegar á
fundinum að það væri ekki skilyrði
af hálfu Ögmundar fyrir því að taka
sæti á listanum, að ekki yrði efnt
til. prófkjörs. Garðar og fleiri af
forystumönnum ABR lögðust hart
gegn tillögu kjörnefndar.
Tillaga kjörnefndar var svohljóð-
andi: „KjördæmisráðAlþýðubanda-
lagsfélaganna í Reykjavík sam-
þykkir að fela kjörnefnd þeirri er
kosin var á fundi ráðsins 12. nóvem-
ber að undirbúa tillögu um skipan
G-listans í Reykjavík vorið 1995 og
leggja tillöguna fyrir fund í kjör-
dæmisráði í næsta mánuði. í störf-
um sínum skal kjörnefndin hafa
samráð við stjóm kjördæmisfáðs-
ins.“
Á fundinum vakti talsverða at-
hygli sú yfirlýsing formanns kjör-
nefndar að ein af þeim sem kjör-
nefnd hefði rætt um að stilla upp
í efstu sæti Alþýðubandalagsins í
Reykjavík hefði verið Ásta Ragn-
heiður Jóhannesdóttir, varaþing-
maður Framsóknarflokksins.
FRÉTTIR
Útreikningar hagfræðings VSÍ á breytingum ráðstöfunartekna 1988-1994
Láglaunafólk hefur meira
en hærra launaðir minna
Ráðstöfunartekjur mismunandi tekjuhópa
sem hlutfall af manaðarlaunum 1988 og 1994
Dæmi um hjón með tvö börn,
annaö yngra en sjö ára
Tekjrn: 120.000 Tekjur: 200.000 Tekjur: 300.000 Tekjur: 450.000
TeklOer lillit til tekjuskatts, hátekjuskatts, barnabóla, barnabótaauka, greiðslna í
lífeyrissjóð og til stétarfélaga, húsnæðisbóta 1988 og vaxtabóta at meðalskuld 1994.
HJÓN með samtals 450 þúsund
króna mánaðarlaun höfðu árið
1988 73% af tekjum sínum til ráð-
stöfunar, en í dag hafa þau 64%
teknanna til ráðstöfunar. Ráðstöf-
unartekjur þeirra hafa þannig
lækkað um 9% á þessu tímabili.
Ráðstöfunartekjur hjóna með sam-
tals 120 þúsund króna mánaðar-
laun hafa hins vegar aukist um 3%,
en þau eru í dag með um 140 þús-
und króna ráðstpfunartekjur að
teknu tilliti til skatta og bóta. Þetta
kemur fram í útreikningum Guðna
Níelsar Aðalsteinssonar, hagfræð-
ings Vinnuveitendasambands ís-
lands, sem nýlega voru kynntir á
fundi framkvæmdastjórnar VSÍ,
Skattheimtan færst
milli hópa
í útreikningum Guðna er miðað
við ráðstöfunartekjur að teknu til-
liti til skatta og bótagreiðslna, og
eru tekin dæmi af fjórum tekjuhóp-
um þar sem miðað er við hjón með
tvö böm þar sem annað þeirra er
yngra en sjö ára. Tekið er tillit til
tekjuskatts, hátekjuskatts, barna-
bóta, bamabótaauka, greiðslu í líf-
eyris- og stéttarfélög, og fyrir árið
1988 eru innifaldar húsnæðisbætur
og vaxtabætur fyrir meðalskuld
árið 1994.
Guðni sagði í samtali við Morg-
unblaðið að ljóst væri að á þeim
tíma sem liðinn er frá því stað-
greiðsla skatta var tekin upp árið
1988 hefði skattheimtan að veru-
legu leyti færst frá tekjulægstu
hópum þjóðfélagsins yfir á þá hópa
sem eru með meðaltekjur eða
hærri. Samanburður á þeim hópi
sem er með 120 þúsund króna
mánaðarlaun og þeim sem er með
300 þúsund króna mánaðarlaun
sýndi að þrátt fyrir að munurinn
á tekjunum væri 180 þúsund krón-
ur væri munurinn á ráðstöfunar-
tekjunum aðeins 80 þúsund krón-
ur.
Gæti þýtt tekjutap
„Það hefur komið mönnum veru-
lega á óvart hvað tekjutilfærslurnar
eru miklar í þjóðfélaginu, en það
er sífellt verið að auka tekjuteng-
ingu allra bóta. Það er miskunnar-
laust skorið af þeim sem eitthvað
hafa af tekjum, og skattheimtan
héfur þar af leiðandi færst mjög
mikið yfir á þá sem hafa meðaltekj-
ur eða þar yfir. Tekjutengingin er
reyndar orðin svo mikil að ef annað
hjónanna er að afla meirihluta
teknanna, þá borgar það sig
kannski ekki fyrir hitt að fara út
á vinnumarkaðinn þegar tekið er
tillit til kostnaðar við dagvistun
o.fl., en það gæti hreinlega haft í
för með sér tekjutap fyrir fjölskyld-
una,“ sagði Guðni.
Féll í
Esjunni
PILTUR um tvítugt ökklabrotnaði
við ísklifur í Bleiksárdal í Esjunni
í gær. Félagi hans gekk 8 km leið
til að komast í síma og ná í hjálp.
Pilturinn var kominn í sjúkrahús
um klukkan hálfátta um kvöldið
en vegna veðurs gat þyrla Land-
helgisgæslunnar ekki sótt hann.
Piltarnir eru þaulvanir fjallamenn
og félagar í Flugbjörgunarsveit-
inni. Þeir voru við æfingar í Esj-
unni þegar annar féll. Félagi hans
hélt að sækja hjálp og kom í söhi-
skála á Kjalarnesi eftir u.þ.b. 2
stunda göngu. Menn frá flugbjörg-
unarsveitinni fylgdu sérbúnum bíl
slökkviliðsins í Reykjavík að slys- •
staðnum en bílar komust ekki síð-
ustu 2 km að slysstaðnum. Þangað
var gengið og hlúð að piltinum
en hann síðan fluttur á vélsleða í
sjúkrabílinn sem færði hann á
slysadeild Borgarspítalans til
skoðunar og aðhlynningar.
Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna atvinnuskapandi verkefna hátt í 700 millj. á árinu
Konur 28% af 1.294
í átaksverkefnum
ALLS hlutu 1.294 tímabundna
ráðningu í átaksverkefni á vegum
Reykjavíkurborgar eða tengd
verkefni á árinu, þar af 366 kon-
ur. Karlmenn voru 928 og er
kynjaskipting starfsmanna átaks-
ins því 28% konur á móti 72%
körlum þegar á heildina er Iitið,
en 19% ef tekið er tillit til verk-
efnaskrár vegna átaksins sem
borgaryfirvöld samþykktu 12.
apríl síðastliðinn.
Þetta kemur fram í skýrslu
nefndar um átaksverkefni sem
kynnt var á fundi borgarstjórnar
í gærkvöldi. Hulda Ólafsdóttir
varaborgarfulltrúi R-listans, sem
jafnframt er formaður nefndarinn-
ar, kynnti niðurstöður ogtíu tillög-
ur um úrbætur fyrir næsta ár.
Launakostnaður
mismunandi
Fram kom á fundinum að kostn-
aður vegna átaksverkefna borgar-
innar yrði að líkindum 670 milljón-
ir en gert hafði verið ráð fyrir 430
milljónum upphaflega. Hlutfall
launakostnaðar þeirra vegna var
mismunandi og sem dæmi má
nefna 26% hjá Reykjavíkurhöfn,
33% hjá Gatnamálastjóra og 38%
hjá Hitaveitunni eins og fram kem-
ur í skýrslunni.
Þar er lagt til að 400-600
manns verði veitt tímabundin at-
vinna á næsta ári og að Reykja-
víkurborg hafi yfirstjórn átaks-
verkefna á einum stað. Einnig
kemur fram að borgin greiði mun
meira í Atvinnuleysistrygginga-
sjóð en hún fái til baka vegna
bótaréttar, illa hafi gengið að inn-
heimta greiðsluhlutdeild hans og
að veruleg vinna fari í að halda
utan um „hringferð peninga um
hendur sjóðsins".
218 án vinnu
í ár eða meira
2.829 Reykvíkingar eru nú án
atvinnu. Samkvæmt upplýs-
ingum Vinnumiðlunar
Reykjavíkurborgar voru 218
á atvinnuleysisskrá 30. nóv-
ember, eða 8%, sem verið hafa
án atvinnu í ár eða lengur.
Einnig eru 643 á aldrinum
16-25 ára atvinnulausir, eða
24% og 529 börn í Reykjavík
eiga mæður sem eru einstæð-
ar og án atvinnu samkvæmt
upplýsingum Vinnumiðlunar.
Margir fjalla um umsóknir
í skýrslunni er lýsing í 24 liðum
og 33 undirliðum á ferli umsókna
um styrki úr sjóðnum vegna
greiðslu á launakostnaði en um
þær er fjallað hjá Atvinnuleysis-
tryggingasjóði, atvinnumálanefnd,
Skrifstofu borgarhagfræðings, fé-
lagsmálaráðherra, Ráðningarstofu
Reykjavíkurborgar, Starfsmanna-
haldi Reykjavíkurborgar og borg-
aryfirvöldum.
Samþykkt var á fundi borgar-
ráðs í mars að tryggja jafnræði
kynjanna í átaksverkefnum en um
1.000 manns voru ráðnir sam-
kvæmt verkefnaskrá. Var starfs-
tími átaksfólks breytilegur en
flestir fengu vinnu í 2-4 mánuði
samkvæmt skýrslunni. Nokkrir
tugir hafi jafnframt hlotið fast-
ráðningu hjá borginni í kjölfar
átaksráðningar og fólk getað hætt
störfum fyrirvaralítið hafi önnur
vinna boðist. Vinnumiðlun Reykja-
víkur hafði einnig haft milligöngu
um ráðningar í 279 störf hjá einka-
aðilum, sem fengið höfðu heimild
til þess að ráða fólk tímabundið
af atvinnuleysisskrá til ákveðinna
verkefna.
19% starfsmanna konur
„Ef einungis eru skoðuð átaks-
verkefni af verkefnaskrá kemur í
Ijós að 19% þeirra sem fengu störf
voru konur. En þegar önnur átaks-
verkefni eru skoðuð, til dæmis í
skólum og hjá Granda, er hægt
að hifa hlutfallið upp í 28% og ég
tel að það vegi þungt hverjir mót-
uðu tillögu að verkefnunum, það
er forstöðumenn stofnana borgar-
innar. I þeim hópi voru 12 karl-
menn og engin kona,“ sagði Hulda
Olafsdóttir varaborgarfulltrúi.