Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 53
an þátt í lífi fjölskyldunnar sem
eitt okkar. Við minnumst Rósu sem
einkar geðfelldrar og glaðlegrar
frænku. Hún gaf okkur systkinun-
um lífsgleði með sínu hlýlega við-
móti og hjartagæsku, hún gaf okk-
ur minningu um persónu sem á
eftir að lifa með okkur alla tíð.
F.h. fjölskyldunnar í Skálagerði
Sigurþór Charles
Guðmundsson.
Sólin, þessi stóra gula á himnin-
um, sendir geisla sína til jarðar, og
gefur jörðinni líf, Iíf sem kviknar á
hverri sekúndu og er dýrmætara
en allir heimsins gimsteinar. En á
hverri sekúndu koma líka englar
Guðs í sínum hvítu silkináttfötum
og angórasokkum og vefja örmum
sínum um okkur mannfólkið þegar
okkar tími er kominn.
Tími til að fljúga um himinhvolf-
ið með englunum, og hitta skapar-
ann og alla þá ástvini sem þegar
hafa lagt upp í þessa sérstöku ferð.
Ferð sem oft er léttir fyrir lúinn
líkama sem þráir að svífa um hið
óendanlega, dansa tangó við engl-
ana og kyssa tunglið létt á kinnina.
En niðri á jörðinni stend ég með
titring í hjarta og tár á vanga og
horfi til himins. Horfi til þín Rósa
mín, þar sem þú situr í fangi tungls-
ins og spáir í bolla fyrir stjörnum
alheimsins. Ég reyni að sætta mig
við þá ákvörðun sem skaparinn
hefur tekið.
En minningin um þig Rósa mín
mun ávallt lýsa upp hjarta mitt og
þér mun ég aldrei gleyma því þú
varst og verður ógleymanleg per-
sóna í lífi mínu.
Þín, Sigríður Elín.
Það var þessi fallegi garður og
í garðinum var heilmikið af blómum
í öllum regnbogans litum, en það
var aðeins eitt blóm sem bar af
öllum hinum, það var rauða fallega
rósin hún Rósa. Hún ilmaði yndis-
lega og það geislaði svo af henni
að öll landsins flóra vildi kynnast
henni sem því miður aðeins örfáum
blómum gafst kostur á.
En dag einn komst arfi í beðið
hennar Rósu sem garðyrkjumenn-
irnir náðu ekki að reyta og nú er
elskulega rósin okkar dáin. Öll hin
blómin í garðinum voru döpur, en
aldrei munum við gleyma rósinni
sem hugsaði meira um hagsmuni
annarra en sína eigin, sem ávallt
var hress og kát og kom hinum
blómunum til að vaxa og dafna og
gaf þeim svo ómetanlega mikið.
Það að hún Rósa hafi yfirgefið
þennan skrúðgarð (sem ekki var
eins fallegur fyrir vikið) er erfitt
að sætta sig við, en nú vitum við
að henni líður vel með öllum heims-
ins blómum.
Þinn, Sæþór Öm.
Kveðja frá Hótel Sögu
Þórey S. Þórarinsdóttir, Rósa,
eins og hún var alltaf kölluð, var
starfsmaður Hótels Sögu um 17 ára
skeið. Hún var duglegur starfsmað-
ur, ósérhlífm og sérstaklega trú
Skilafrest-
ur vegna
minningar
greina
Eigi minningargrein að birtast
á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað
þarf greinin að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum
fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunn-
inn eða eftir að útför hefur
farið fram, er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi.
MINNINGAR
fyrirtækinu. Rósa var einhleyp og
held ég að vinnustaðurinn hafi ver-
ið henni eins og annað heimili og
samstarfsfólkið eins og önnur fjöl-
skylda. Rósa átti í löngum og erfið-
um veikindum, en hún bar sig alltaf
vel og stundaði vinnu sína af sömu
kostgæfni eins og alltaf.
Samstarfsfólk hennar minntist
hennar með söknuði sem röggsamr-
ar og vinnufúsrar konu. Eitt af
störfum hennar var að taka á móti
og þjálfa nýtt starfsfólk og voru
þess vegna margir sem kynntust
henni. Hennar er einnig minnst sem
konu sem hafði sínar ákveðnu skoð-
anir á almennum málefnum líðandi
stundar, en einnig hafði hún
ákveðnar skoðanir og jákvæðar
ábendingar varðandi málefni hót-
elsins. Gestir okkar minnast Rósu
sem þjónustulundaðrar og elsku-
legrar konu sem var ávallt reiðubú-
in til aukaviðvika ef með þurfti.
Fjölskylda mín og ég minnumst
hennar sérstaklega vegna hlýs hug-
ar í okkar garð - hún fylgdist með
uppvexti sona okkar og síðar þegar
þeir hófu sumarstörf á hótelinu vék
hún að þeim hlýjum orðum eða sið-
aði þá til eftir því sem henni þótti
þurfa.
Fyrir hönd samstarfsfólks á Hót-
el Sögu sendi ég ættingjum Rósu
innilegar samúðarkveðjur.
Jónas Hvannberg.
Ég kynntist Þóreyju Sigurrós
Þórarinsdóttur, eða Rósu, eins og
hún var kölluð, þegar hún hóf störf
sem herbergisþerna á Hótel Sögu
árið 1977. Þegar ég varð þar yfir-
þerna árið 1980, varð hún aðstoðar-
yfirþerna. Frá þeim tíma var Rósa
mín stoð og stytta, ávallt tilbúin til
að létta undir með mér og öðrum,
hverju sem á gekk. Það var ekkert
sem hún var ekki tilbúin til að gera
fyrir hótelið sem var henni mjög
kært. Rósa var vel greind kona og
sérlega vönduð og orðvör svo af
bar. Hún fór aldrei með fleipur, sem
kom sér mjög vel á svo stórum
vinnustað sem Hótel Saga er, enda
var hún dáð af öllu sínu samstarfs-
fólki. Lífið var ekki alltaf auðvelt
fyrir Rósu, en þegar hinn illvígi
sjúkdómur, krabbamein, fór að
herja á hana fyrir þremur árum
síðan kom berlega í ljós hversu ósér-
hlífin og dugleg hún var. Hún
stundaði vinnu sína eins lengi og
raunar lengur en kraftar leyfðu, og
alltaf bar hún sig vel og átti hlý
og jákvæð orð fyrir samstarfsfólk
sitt. Það var þroskandi lífsreynsla
að heimsækja hana á þessum erfiða
tíma, hvort sem það var á sjúkra-
hús eða heima.
ítósa var svo lánsöm að fá að
vera heima á Eiríksgötunni síðustu
dagana, undir verndarvæng
ástríkra systradætra sem reyndust
henni sem hennar eigin dætur. Þeg-
ar ég heimsótti hana þegar hún
átti skammt eftir, sló hún á létta
strengi og leit þakklátum augum á
frænkurnar þijár sem umvöfðu
hana kærleika og umhyggju. Þeirri
stund gleymi ég ekki og er þakklát
fyrir að hafa fengið að upplifa hana.
Elsku Rósa mín, að leiðarlokum
vil ég þakka þér dásamleg kynni
og ómetanlega tryggð. Öllum ætt-
ingjum sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur. Guð blessi minningu Rósu.
Ragnhildur ísaksdóttir.