Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 31 LISTIR Skuggabaldur KVIKMYNÐIR Bí ó h ö 1 li n SKUGGI „Shadow" ★ ★ Loikstjóri: Russell Mulchay. Aðal- hlutverk: Alec Baldwin, Penelope Ann Miller, John Lone, Ian McKel- len, Tim Curry. Universal. 1994. LA.MONT Cranston eða Skuggi ku hafa verið æðivinsæl útvarps- hetja í Bandaríkjunum á ljórða áratugnum og í leit sinni að hasar- blaðahetju í ætt við Batman hafa kvikmyndagerðarmenn grafið hann upp og gert úr honum íburð- armikla en æði óspennandi og skringilega hasarblaðamynd með Alec Baldwin í titilhlutverkinu. Skuggi er nokkuð ábúðamikil mynd en einhvern veginn fullkom- lega íjarstæðukennd, jafnvel mið- að sé við þá tegund sem hún til- heyrir. Líkt og þættirnir er hún látin gerast í New York á fjórða ára- tugnum þar sem óvinurinn er síð- asti afkomandi Gengis Khan (John Lone) og þungbrynjaðir liðsmenn hans. Lamont er sá eini sem getur komið í veg fyrir að mongólanum takist að sprengja fyrstu atómsprenguna en Lamont á sjálfur að baki ákaflega vafa- sama fortíð meðal mongóla - var kallaður slátrarinn frá Llasa - og nýja skvísan hans (Penelope Ann Miller) kemst að hinu sanna því hún getur lesið hugsanir hans! Pabbi hennar (Ian McKellen) smíðar kjarnorkusprengjur á und- an öllum öðrum og liðsmenn Skugga nota svo víðáttuflókinn sendibúnað til að koma skilaboð- um á milli að greinilegt er að enginn hefur sagt þeim frá s!man- um ennþá. Handritið vinnur ekki mjög vel úr þessum furðumálum og Ástral- inn Russell Mulchay leikstýrir án þess að skapa nokkra spennu af viti og Baldwin, sem leikur eigin- lega þtjá persónuleika (Lamont, Skugga og mongólaforingja í fort- íðinni) á fullt í fangi með sig. Hinn skelfilegi hlátur sem fylgir hetjubrögðum hans er sjálfsagt eitthvað úr útvarpinu og vekur helst furðu. Tim Curry breytir myndinni í farsa í hvert sinn sem hann birtist og Lone er viðlíka ógnvekjandi og góðglaður frændi á furðufataballi. Myndin býr yfir ágætum brell- um og útlitið er alltaf skemmti- legt. Einstaka sinnum vottar fyrir húmor en kvikmyndagerðarmenn- irnir hafa ekki haft erindi sem erfiði. Skuggi reynist aðeins skugginn af almennilegri hasar- blaðamynd. E.s. Sambíómenn hafa end- urnýjað aðalsal Bíóhallarinnar á glæsilegan hátt með upphækkun og nýjum þægilegum stólum. Harvardróninn KVIKMYNDIR Sagabíö EINN AFKRöKKUNUM „With Honors“ ★ Leikstjóri: Alek Keshishian. Aðal- hlutverk: Joe Pesci, Brendan Fras- er, Moira Kelly, Patrick Dempsey, Josh Hamilton og Gore Vidal. Warner Bros. 1994. í NÝJUSTU mynd sinni leikur Joe Pesci róna sem vingast við úrvalsnemanda og félaga hans í Harvard-háskóla og kennir hon- um sitthvað um lífið utan háskóla- svæðisins. Mikill vinskapur tekst með þessum tveimur ólíku mönn- um og sár leiðindi skapast með áhorfandanum eftir því sem hann verður innilegri. Einn af krökkun- um er fyrsta mynd Alek Keshishi- ans (heimildarmynd Madonnu, „Truth or Dare“) og gengur lengra í væmni og smekkleysu en maður minnist úr bandarískum bíómyndum hin seinni ár og er þá mikið sagt. Innantómar og klisjukenndar uppstillingar Keshishians eru með eindæmum og kristallast í atriði þar sem háskólavinirnir lesa hver á eftir öðrum úr ljóðum Walt Whitmans yfir sjúkrabeði Pesci, en fljótlega kemur í Ijós að hann er mikið veikur. Þegar við bætist vita hæfileikalaus leikari eins og Brendan Fraser, sem gert er að bera myndina uppi ásamt Pesci, verður útkoman helber vonbrigði. Brendan getur ekki sett upp sorg- arsvip án þess að vera hlægileg- ur, sem er skiljanlega bagalegt fyrir mynd af þessu tagi. Niður- staðan af öllu saman er sú að í hvert sinn sem myndin á að vera sorgleg verður hún afkáraleg og væmin. Háskólalífið er í þessum fijáls- lynda og þreytandi unggæðings- anda bandarískra háskólamynda. Sýnt er iliu heilli í eina kennslu- stund svo heimskulega undir stjórn bandaríska rithöfundarins Gore Vidal - sem leikur aukahlut- verk nóbelsverðlaunahafa! - að maður skilur allt í einu af hveiju amerískir háskólanemar eiga í erfiðleikum með að benda á Kína á landakorti. Kvikmyndatökumaður er Sven Nykvist sem tekst að gæða mynd- ina ákveðnum virðuleikablæ há- skólaumhverfísins. En fólk getur aðeins ímyndað sér hvernig hæfi- leikum hans er kastað á glæ í undanrennu eins og þessari. Arnaldur Indriðason. Nú eru allar 20 gerðir Qimm kæliskápanna á hagstæðu tilboðsverði, til dæmis: KF-263 m/lúxusinnréttingu 254 lítra kæliskápur með 199 Itr. kæli og 55 Itr. frysti. HxBxD = 146,5 x 55 x 60 cm. (Verðlistaverð kr. 62.100,-) Nú aðeins kr. 54.870,- stgr. Afborgunarverð kr. 57.760,- Öil Q#ZAAf tæki eru freonfrí. VISA og EURO raðgreiðslur til allt að 18 mánaða, án útborgunar. MUNALÁN með 25% útborgun og eftirstöðvum kr. 3.000 á mánuði. /?onix HÁTÚNI6A REVKJAVÍK SÍMI (91)24420 JÓLAGJAFIR í SPÖRTU Barnaúlpa l\lr. 4-14. Verð 4.990. Úlpa fyrir miðju síð 100% vatns- og vindheld, nr. 6 til 14. Verð 5.990. „Nr.StilXXL.Verð 7.990. Úlpa til hægri mittisúlpa 100% vatns- og vindheld. Nr. 6 til 14. Verð 5.490. Nr. S til XXL. Verð 7.490. Snjóbuxur. Nr. 6 til 14. Verð 3.990. -NR. XS til XXL. Verð 4.990. Skíða- og kuldagallar Teg. 720.100% vatns- og vindheldir. Litirsjá mynd. Stærð 6 til 14. Verð aðeins 6.990 (6.640 stgr.) StærðirXS tilXXL. Verð aðeins 9.990 (9.490 stgr.). Skiða- og kuldagallar Til vinstri teg. 804. Vatns- og vindheldir. Litir: Sjá mynd og rautt. Nr. S til XXL. Verð 12.900. Til hægri teg. Micro, galli úr micro fiber efni sem er einstaklega mjúkt og létt efni sem andar. Litir: Sjá mynd og rautt. Stærðir XS til XXL. Verð 17.900. Fótboltabúningar Brasilía Ítalía AC Milan m/Romario m/Baggio Nr. 116 til 179 Verð 3.990 settið m/sokkum. M.Utd., Liverpool, Newcastle. Nr. 128 til 176 Verð 2.990 settið m/sokkum. Markmannsvörur Öll nr. Buxur 2.990, treyjur 2.890. Hanskar írá 1.890. PumaGoretex gönguskór á jólatilboði. Vatnsheldir, anda. Nr. 34 til 39. Verð 6.860. Nr. 40 til 47. Verð 7.990. Körfuboltabúningar Buxur og treyja sem snúa má við. Stærðir 6 til 16. Verð aðeins 2.890. Chicago, Orlando, Phoenix. Körfuboltavörur í úrvali. T-bolir m/mynd. Verð frá 1490 . Húfur 4 teg. 8 lið. Könnur, sokkar, töskur, pennar, innikörfur, ruslafötur o.fl. Skautar. Hvítir og svartir, leður/vínill. Nr. 29-34. Verð 4.620. Nr. 35-42. Verð 5.390. Nr. 43-45. Verð 5.800. íþróttaskór. Nike, Reebok, Puma, Patrick, Lotto, Brooks, Forza. Töskur og bakpokar í miklu úrvali. SP0RTV0RUVERSLUNIN SPARTA Laugavegi 49-101 Reykjavik - siml 12024 5% staðgreiðsluafsláttur Le caf íþróttagallar Tvöfaldir gallar úr bómull og polyester með bómullarfóðri, barnastærðir verð frá 4.490. Dömu- og herrastærðir verð 5.490. Dömu- og herragallar úr hinu þægilega mjúka og létta micro fiber efni. Verðfrá 7.990. Gallinn fyrir pabba og mömmu. . Fóðraðar fleece peysur Litlr í barnastærðum: Blátt og vínrautt. í fullorðinsstærðum: Blátt. Stærðir 6 til 14. Vérð 5.990. Stærðir M til XXL. Verð 6.990. Bómullarfatnaður Champion Renndar og heilar hettupeysur, buxur. Litir: Grátt og grænt. Ódýr bómuilarfatnaður frá Jerzees Buxur 1.790, hettupeysur 1.990, renndar hettupeysur 2.990. Litir: Grátt og blátt. Stærðir S til XXL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.