Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 49
MINNINGAR
HOLMFRIÐ UR
THORARENSEN
Nú legg ég augun aftur,
6, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ virzt mig af þér taka.
Mér yflr láttu vaka
Þinn engil, svo ég sofí rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
NÚ þegar aðventan hefur gengið
í garð og jólaljósin kvikna eitt af
öðru hefur tengdamóðir mín,
Hólmfríður Thorarensen, loks
fengið hvíldina eftir sex ára mjög
erfitt veikindastríð. Hvílík lausn
hlýtur það að vera.
Hún andaðist á sama degi og
tíma og Gunnar tengdafaðir and-
aðist á fyrir 11 árum. Geta þetta
verið tilviljanir einar? Við sem
eftir lifum viljum trúa að þetta
sé staðfesting á því að hann hafi
ætíð vakað yfir sjúkrabeði henn-
ar, hafi tekið á móti henni með
opinn faðminn og að þau fái nú
að halda jólahátíðina saman. En
þau voru óvanalega samrýnd
hjón.
Minningarnar streyma fram.
Fyrst þegar ég kom norður
árið 1972 og kynntist tengdafor-
eldrum mínum tóku þau á móti
mér eins og ég væri þeirra eigin
sonur. Hlýjan og gestrisnin voru
höfð í fyrirrúmi. í hugann kemur
þegar undirritaður varð fyrir
vinnuslysi 1978. Þá fannst þeim
'sjálfsagt að bjóða fjölskyldunni
norður í heilan mánuð, styrkja
hana og styðja. Svona lagað
gleymist aldrei.
Það hefur varia fram hjá nein-
um er við þau ræddi að þar voru
hjón gædd gífurlegum áhuga á
mönnum og málefnum. Þau voru
bæði hafsjór af fróðleik og miðl-
uðu öðrum óspart af þeim visku-
brunni. Svo mikill var ættfræðiá-
huginn að þau höfðu rakið ættir
sínar allt aftur til landnáms-
manna. Ætíð var spurt hverra
manna þessi eða hinn var og allt
var rakið og fléttað saman. Þetta
var hreint ótrúlegt. Bæði voru þau
hjón stálminnug.
Er Gunnar féll frá bjó Hólm-
fríður enn um sinn í húsinu þeirra
í Hafnarstræti 6, en hún varð
aldrei söm og áður.
Hólmfríður var í raun stórbrot-
inn persónuleiki. Hún hafði mikið
að gefa öðrum og annarri eins
óeigingirni og velvild hef ég sjald-
an kynnst. Það var því ekki að
undra að aðrir löðuðust að henni
og voru það jafnt háir sem lágir.
Henni virtist líða best þegar hús-
ið var fullt af fólki.
Hún var hávaxin, dökkhærð,
teinrétt í baki og bar höfuðið
hátt. Hún hafði alltaf sínar
ákvéðnu skoðanir á hlutunum.
Ekkert vafðist fyrir henni. Allt
virtist vera henni svo auðvelt.
Það hefur þurft mikinn kjark
og dugnað að koma upp níu börn-
um. En þau hjónin voru þekktar
dugnaðarmanneskjur sem ekki
létu deigan síga.
Minningin er sterk frá því við
Hólmfríður sátum við eldhúsborð-
ið á heimili hennar, hlöðnu af ilm-
andi bakkelsi og ijúkandi kaffi.
Við ræddum landsins gagn og
nauðsynjar og ýmis önnur málefni
eins og bækur og bókband, en
bækur voru einmitt hennar yndi.
Eitt sinn er hún var í heimsókn
hér syðra kom hún með undirrit-
uðum á bókbandsnámskeið í
Kópavoginn og hafði mikla
ánægju af. Þar mátti sjá góðar
bækur bundnar í skinnband, m.a.
Njáiu.
Þá eru einnig ógleymanlegar
ferðirnar á bókamarkaði og forn-
bókasölur í leit góðra bóka handa
ættingjunum.
Blómarækt bæði úti og inni
ásamt hvers kyns annarri ræktun
var í miklu uppáhaldi hjá henni.
Með virðingu og söknuði í huga
kveð ég Hólmfríði tengdamóður
mína og þakka allar ánægju-
stundirnar er ég og fjölskylda
mín höfum átt í návist hennar.
Óska ég henni alls hins besta á
nýjum slóðum.
Blessuð sé minning hennar.
Jens Karel Þorsteinsson.
Eitt blab
fyrir alla!
- kjarni málsins!
Purity Herbs snyrtivörurnar
eru framleiddar úr tífrænum
efnum, þar sem íslenskar jurtir
skipa háan sess. Þær eru tíndar
fjarri umferð og mengun. Allar
hafa þær sína sérstöku eigin-
leika. Til að tryggja sem bestan
árangur eru einungis notaðar
bestu fáanlegu jurtir á hverjum
tíma. Gæta þarf mikillar ná-
kvæmni og kunnáttu til að fá
rétta jurtablöndu í hverja teg-
und krems því við samblöndun
þeirra vinna þær hver með ann-
arri. Grunnkremin eru sérstak-
iega gerð fyrir Purity Herbs.
Þau hafa sýrustigið P.H. 6.0.
Þau eru laus við aukaefni og
hafa staðist ofnæmisprófanir.
Aðeins eru notuð náttúruleg
rotvarnar-, ilm-, litar-, og
bindiefni.
í^uríty^érbs
w/esM'/\ /tfsHvstj/sxís?t/es'J,\'/<i
Ýmis umhverfisáhrif kalla í
síauknum mæli á náttúrulegar
og lieilsusamlegar húðvemdar-
vörur.
Purity Herbs snyrtivörurnar
henta allri fjölskyldunni,
jafhvel bömin geta notað þessar
snyrtivörur með góðum
árangri.
Framleiðslan er umhverfisvæn.
Að framleiðslu lokinni er jurt-
unum skilað aftur til náttúr-
unnar með því að setja þær í
safnkassa. Þannig fara þær aftur
í hringrás náttúrunnar. Við
fáum kraftinn úr þeim aðeins
að láni.
Éh
eilsuhúsið
Kynning í Heilsuhúsinu í Kringlunni laugardaginn 17. desemberkl. 14:00- 18:00
Hólmfríður
Thorarensen
fæddist í Víðigerði
í Eyjafirði 12.
apríl 1918. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á
Ákureyri 4. des-
ember síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru
Hannes Krisljáns-
son, bóndi í Víði-
gerði, f. 28. apríl
1887, d. 7. ágúst
1970, og Laufey
Jóhannesdóttir
húsfreyja, f. 8. apríl 1893, d.
26. ágúst 1985. Systkini henn-
ar eru Kristín, f. 20. júní 1921,
Haraldur, f. 11. ágúst 1926,
og Kristján, f. 16. apríl 1928.
Eiginmaður Hólmfríðar var
Gunnar Thorarensen, umboðs-
maður Olíuverslun-
ar íslands á Akur-
eyri, f. 10. febrúar
1904, d. 4. desem-
ber 1983. Börn
þeirra eru: Anna,
f. 30. júlí 1942,
Þórður, f. 27. apríl
1944, Hannes, f. 10.
maí 1945, Gunnar,
f. 20. júní 1947,
Láufey, f. 28. febr-
úar 1949, Ólafur,
f. 16. desember
1950, Þóra, f. 16.
nóvember 1952,
Kristín Ingveldur,
f. 2. ágúst 1956 og Jóhann, f.
10. september 1958. Allt er
þetta fjölskyldufólk. Barna-
börnin eru samtals 20 og
barnabarnabörnin þijú. Útför
Hólmfríðar fer fram frá Akur-
eyrarkirkju í dag.