Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 61 BRÉF TIL BLAÐSINS A aðventu Frá Gísla Baldvinssyni: Tími eftirvæntingar AÐVENTAN er latneskt heiti á tíma eftirvæntingar og biðlundar. Þá hefst nýtt kirkjuár og litur að- ventunnar er íjólublár. Nú er einn- ig annar biðtími. Ekki kenndur við kirkjuna, heldur Jóhönnu. Og menn spyrja ekki einu sinni: Hvaða Jóhönnu? Ekki verður fullyrt hér að litur Jóhönnu sé líkt og hjá kirkjunni, fjólublár. Kennimerki Þjóðvaka er sóleyjan og þar með guli liturinn. En þjóðin bíður í eftir- væntingu eftir því að sóleyjan springi út og fullmótuð stefna sjá- ist ásamt þeim sáðmönnum er settu niður fyrstu fræin. En ekkert liggur á. Þeir sem fyrirfram eru ákveðnir að vera á móti Þjóðvaka bíða eftir að stefnan birtist í skotlínu. Þá bíða aðrir, þeir óákveðnu, eftir hvort .stefnan samhljómi við lífsskoðun þeirra og einnig þeir er skynjuðu fljótt að hér er á ferð nýjung í íslenskum stjórnmálum. Andstæðingarnir eru strax byrjaðir að skjóta út í loftið og tala um að fjallið hafi tekið joðsótt og fætt mús. Við skulum kalla þá hér eftir, þá sem aðhyll- ast músarholusjónarmið, eða flat- hyggjusinna eins og Kristján Kristjánsson kallar þá. Verkin sýna merkin En hver er þá munurinn á stefnu Þjóðvaka og annarra stjórnmála- flokka? Enn sem komið er þá er tónninn vinsamlegastur frá Sjálf- stæðismönnum. Ef til vill finnst þeim Þjóðvakamenn ekki ógna at- kvæðakvóta Sjálfstæðisflokksins heldur að hér sé enn ein „íjólan á fjóshaug vinstrimanna“. Gömlu vinstri flokkarnir svokölluðu senda hins vegar harðari tón og sjá eng- an mun. Alþýðuflokksmenn tala um ljósritun á stefnu Alþýðu- flokksins og Halldór Ásgrímsson talar um Þjóðvaka sem flótta- mannabúðir framapotara í fýlu. Hann skynjar ekki breytta tíma og breyttar áherslur. Hann glottir út í annað og segir drýgindalega að Jóhanna Sigurðardóttir hafi nú verið ráðherra þessarar ríkisstjórn- ar og beri ábyrgð. Jú, mikið rétt. En Halldór hefur verið í stjórnmál- um fimmtung úr öld en virðist ekki skilja skyldur þingmanna við eigin sannfæringu. Reyndar er hann eins og margir stjórnmála- menn sem ekki skilja eða vilja ekki skilja muninn á milli fram- kvæmdar og löggjafarvalds. Það sýna verkin merkin. Það er jú þannig að þegar þing- maður sem jafnframt er ráðherra gerir sér grein fyrir því að skoð- anaskilin milli hans og fram- kvæmdar ríkisstjórnar eru orðin að úthafi þá er meiri manndómur að taka pokann sinn frekar en að sitja með hendur í skauti. Alþýðubandalagsmenn eru enn orðlausir enda mannfall þar á bæ vaxandi. I stuttu máli er munurinn sá að Þjóðvaki ætlar sér að standa við stefnuna. Stofnræturnar þijár sem nú þegar hafa komið fram undir þeim sprota er nú þegar hefur spírað eru: Reisum við efnahag heimilanna og launþega í landinu, gefum æskunni tækifæri og hefj- um raunverulega siðbót í stjórn- kerfi og stjórnmálum. Allt verður þetta gert undir merkjum mannúð- ar, félagshyggju og jöfnuðar. Þó ekki verði hér farið að útlista stefnuna út í hörgul er megin markmiðið að verkin sýni merkin. Það er nefnilega þannig og af því hef t.d. ég dapurlega reynslu að þó að falleg orð séu sett á blað og samþykkt á íjölmennum lands- fundum gömlu flokkanna þá er ekki 'farið eftir þeim samþykktum. Það er vegna þess að sögulega eru þingflokkar og í sumum tilvikum formenn flokkanna það valdamiklir að stefnunni er breytt eða hún svæfð eftir hentugleikum á kjör- tímabilinu. Einn vígmóður vinur minn sem yfirgaf flokkinn sinn sagði við brottförina að flokkurinn væri með góða stefnu en með lé- lega sölumenn. Hann komst að kjarna málsins. Flestir geta, hvar í flokki sem þeir eru, skrifað upp á stóra hluta stjórnmála og landsfundarályktan- ir ijórflokkanna sem lesnar eru venju samkvæmt í lok fundar. Rósin og sóleyjan En er enginn munur á stefnu Þjóðvaka og Alþýðuflokksins sem hefur þinglýst jafnaðarstefnunni í heiti sitt? Finnst launamönnum í lok þessa kjörtímabils að jafnaðarmennskan hafi ráðið ríkjum í Viðeyjarstjórn- inni? Hefur jafnaðarstefnan ríkt á meðan stórfelldasti tekjutilflutn- ingur hefur átt sér stað frá tímum svarta dauða? Hefur jafnaðarstefn- an ríkt í heilbrigðis- og skólakerf- inu. Er það í anda jafnaðarstefn- unnar að setja á skólagjöld? ' Svona mætti lengi halda áfram. En munið að við erum enn á að- ventunni. Hinn raunverulegi mun- ur á rós og sóleyju er sá að rósin þrífst einungis í vermihúsi (kerfis- ins?) en sóleyjan vex villt og er sprottin úr íslenskum jarðvegi. Hennar tími mun koma. Gular breiður munu í vor þekja íslenskar gi-undir. GÍSLI BALDVINSSON, Akureyri. Heilræði Geymið eldspýtur þar sem börn ná ekki til. Eldspýt- ur eru ekki fyrir óvita. K I N G A Vinningstölur 14.12.1994 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING EI 6afe 3 14.665.000 G] 5 af 6 LS+bónus 0 1.282.380 3 5af6 7 32.910 0 4af6 181 2.020 n 3 af 6 IjP+bónus 654 240 JjJj/inningur: fór til Noregs(3) Aöaltölur: (35) (42) (46 BÓNUSTÖLUR Heildarupphæð þessa viku: 46.030.330 a ísi.: 2.035.330 UPPLYSINGAR, SÍMSVARI 91 - 68 15 11 LUKKULINA 99 10 00 ■ TEXTAVARP 451 BIRT MEO FYRIRVARA UM PRENTVILLUR KULDASKÓRNIR VINSÆLU KOMNIR AFTUR Pantanir óskast sóttar Teg. 1068 st. 36-41 . Loðfóðraðir. Litir: Svartir, dökkbrúnir, brúnir. 5.500 kr. St. 41-46. Litir: Svartir, brúnir, 5,900 kr. Skóverslun Kópavogs Hamraborg 3 SÍmi 41754 GULLSMIÐJAN PYRIT-G 15 Ut er kominn geisladiskurinn „Kveðja heimanað“ með söng Skagfirsku söngsveitarinnar í Reykjavík. Meðal laga sem eru á geisladiskinum má nefna: Undir dalanna sól, lslands-lag, Máttur söngsins, Smávinir fagrir, Kveöja heimanaö, svo Eg vil dansa, Erla góða Erla, Island er land þitt, Maístjarnan og nokkur séu nefnd. Einsóngvarar sem komafram á geisladiskinum eru: Sigrún lljáhntýsdóttir, Kristinu Sigmunds&on, Oskar Péturston, Guántundur Siguriisson, Svanhildur Sveinbjömsdótlir, Uatta S. Jánasdáttir og Guöbjöm Gubbjömsson. < ~
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.