Morgunblaðið - 16.12.1994, Side 61

Morgunblaðið - 16.12.1994, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 61 BRÉF TIL BLAÐSINS A aðventu Frá Gísla Baldvinssyni: Tími eftirvæntingar AÐVENTAN er latneskt heiti á tíma eftirvæntingar og biðlundar. Þá hefst nýtt kirkjuár og litur að- ventunnar er íjólublár. Nú er einn- ig annar biðtími. Ekki kenndur við kirkjuna, heldur Jóhönnu. Og menn spyrja ekki einu sinni: Hvaða Jóhönnu? Ekki verður fullyrt hér að litur Jóhönnu sé líkt og hjá kirkjunni, fjólublár. Kennimerki Þjóðvaka er sóleyjan og þar með guli liturinn. En þjóðin bíður í eftir- væntingu eftir því að sóleyjan springi út og fullmótuð stefna sjá- ist ásamt þeim sáðmönnum er settu niður fyrstu fræin. En ekkert liggur á. Þeir sem fyrirfram eru ákveðnir að vera á móti Þjóðvaka bíða eftir að stefnan birtist í skotlínu. Þá bíða aðrir, þeir óákveðnu, eftir hvort .stefnan samhljómi við lífsskoðun þeirra og einnig þeir er skynjuðu fljótt að hér er á ferð nýjung í íslenskum stjórnmálum. Andstæðingarnir eru strax byrjaðir að skjóta út í loftið og tala um að fjallið hafi tekið joðsótt og fætt mús. Við skulum kalla þá hér eftir, þá sem aðhyll- ast músarholusjónarmið, eða flat- hyggjusinna eins og Kristján Kristjánsson kallar þá. Verkin sýna merkin En hver er þá munurinn á stefnu Þjóðvaka og annarra stjórnmála- flokka? Enn sem komið er þá er tónninn vinsamlegastur frá Sjálf- stæðismönnum. Ef til vill finnst þeim Þjóðvakamenn ekki ógna at- kvæðakvóta Sjálfstæðisflokksins heldur að hér sé enn ein „íjólan á fjóshaug vinstrimanna“. Gömlu vinstri flokkarnir svokölluðu senda hins vegar harðari tón og sjá eng- an mun. Alþýðuflokksmenn tala um ljósritun á stefnu Alþýðu- flokksins og Halldór Ásgrímsson talar um Þjóðvaka sem flótta- mannabúðir framapotara í fýlu. Hann skynjar ekki breytta tíma og breyttar áherslur. Hann glottir út í annað og segir drýgindalega að Jóhanna Sigurðardóttir hafi nú verið ráðherra þessarar ríkisstjórn- ar og beri ábyrgð. Jú, mikið rétt. En Halldór hefur verið í stjórnmál- um fimmtung úr öld en virðist ekki skilja skyldur þingmanna við eigin sannfæringu. Reyndar er hann eins og margir stjórnmála- menn sem ekki skilja eða vilja ekki skilja muninn á milli fram- kvæmdar og löggjafarvalds. Það sýna verkin merkin. Það er jú þannig að þegar þing- maður sem jafnframt er ráðherra gerir sér grein fyrir því að skoð- anaskilin milli hans og fram- kvæmdar ríkisstjórnar eru orðin að úthafi þá er meiri manndómur að taka pokann sinn frekar en að sitja með hendur í skauti. Alþýðubandalagsmenn eru enn orðlausir enda mannfall þar á bæ vaxandi. I stuttu máli er munurinn sá að Þjóðvaki ætlar sér að standa við stefnuna. Stofnræturnar þijár sem nú þegar hafa komið fram undir þeim sprota er nú þegar hefur spírað eru: Reisum við efnahag heimilanna og launþega í landinu, gefum æskunni tækifæri og hefj- um raunverulega siðbót í stjórn- kerfi og stjórnmálum. Allt verður þetta gert undir merkjum mannúð- ar, félagshyggju og jöfnuðar. Þó ekki verði hér farið að útlista stefnuna út í hörgul er megin markmiðið að verkin sýni merkin. Það er nefnilega þannig og af því hef t.d. ég dapurlega reynslu að þó að falleg orð séu sett á blað og samþykkt á íjölmennum lands- fundum gömlu flokkanna þá er ekki 'farið eftir þeim samþykktum. Það er vegna þess að sögulega eru þingflokkar og í sumum tilvikum formenn flokkanna það valdamiklir að stefnunni er breytt eða hún svæfð eftir hentugleikum á kjör- tímabilinu. Einn vígmóður vinur minn sem yfirgaf flokkinn sinn sagði við brottförina að flokkurinn væri með góða stefnu en með lé- lega sölumenn. Hann komst að kjarna málsins. Flestir geta, hvar í flokki sem þeir eru, skrifað upp á stóra hluta stjórnmála og landsfundarályktan- ir ijórflokkanna sem lesnar eru venju samkvæmt í lok fundar. Rósin og sóleyjan En er enginn munur á stefnu Þjóðvaka og Alþýðuflokksins sem hefur þinglýst jafnaðarstefnunni í heiti sitt? Finnst launamönnum í lok þessa kjörtímabils að jafnaðarmennskan hafi ráðið ríkjum í Viðeyjarstjórn- inni? Hefur jafnaðarstefnan ríkt á meðan stórfelldasti tekjutilflutn- ingur hefur átt sér stað frá tímum svarta dauða? Hefur jafnaðarstefn- an ríkt í heilbrigðis- og skólakerf- inu. Er það í anda jafnaðarstefn- unnar að setja á skólagjöld? ' Svona mætti lengi halda áfram. En munið að við erum enn á að- ventunni. Hinn raunverulegi mun- ur á rós og sóleyju er sá að rósin þrífst einungis í vermihúsi (kerfis- ins?) en sóleyjan vex villt og er sprottin úr íslenskum jarðvegi. Hennar tími mun koma. Gular breiður munu í vor þekja íslenskar gi-undir. GÍSLI BALDVINSSON, Akureyri. Heilræði Geymið eldspýtur þar sem börn ná ekki til. Eldspýt- ur eru ekki fyrir óvita. K I N G A Vinningstölur 14.12.1994 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING EI 6afe 3 14.665.000 G] 5 af 6 LS+bónus 0 1.282.380 3 5af6 7 32.910 0 4af6 181 2.020 n 3 af 6 IjP+bónus 654 240 JjJj/inningur: fór til Noregs(3) Aöaltölur: (35) (42) (46 BÓNUSTÖLUR Heildarupphæð þessa viku: 46.030.330 a ísi.: 2.035.330 UPPLYSINGAR, SÍMSVARI 91 - 68 15 11 LUKKULINA 99 10 00 ■ TEXTAVARP 451 BIRT MEO FYRIRVARA UM PRENTVILLUR KULDASKÓRNIR VINSÆLU KOMNIR AFTUR Pantanir óskast sóttar Teg. 1068 st. 36-41 . Loðfóðraðir. Litir: Svartir, dökkbrúnir, brúnir. 5.500 kr. St. 41-46. Litir: Svartir, brúnir, 5,900 kr. Skóverslun Kópavogs Hamraborg 3 SÍmi 41754 GULLSMIÐJAN PYRIT-G 15 Ut er kominn geisladiskurinn „Kveðja heimanað“ með söng Skagfirsku söngsveitarinnar í Reykjavík. Meðal laga sem eru á geisladiskinum má nefna: Undir dalanna sól, lslands-lag, Máttur söngsins, Smávinir fagrir, Kveöja heimanaö, svo Eg vil dansa, Erla góða Erla, Island er land þitt, Maístjarnan og nokkur séu nefnd. Einsóngvarar sem komafram á geisladiskinum eru: Sigrún lljáhntýsdóttir, Kristinu Sigmunds&on, Oskar Péturston, Guántundur Siguriisson, Svanhildur Sveinbjömsdótlir, Uatta S. Jánasdáttir og Guöbjöm Gubbjömsson. < ~

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.