Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Flugleiðir semja um sölu einnar Boeing 737-400 vélar og selja aðra í janúar
Söluhagnaður verður um
600 milljónir króna
FLUGLEIÐIR undirrituðu í gær
samning við japanska fyrirtækið
Japan Leasing Corporation um sölu
einnar Boeing 737-400 vélar fé-
lagsins. Samningurinn felur í sér
að Flugleiðir leigja vélina af jap-
anska fyrirtækinu í sex ár. Sölu-
verð vélarinnar var alls um 27 millj-
ónir dollara sem jafngildir um
1.860 milljónum króna. Þetta skilar
félaginu um 300 milljóna söluhagn-
aði. Auk þess er gert ráð fyrir
hagnaði af rekstri á árinu en af-
koma félagsins fyrstu níu mánuði
ársins var um 361 milljón betri en
á sama tíma í fyrra.
Önnur flugvél sömu tegundar
verður seld og endurleigð um miðj-
an janúar og er nú verið að ganga
frá samningum þar að lútandi við
annað jaganskt fjárfestingarfyrir-
tæki. Hagnaður af sölu þeirrar
vélar verður svipaður þannig að
alls verður um nálægt 600 milljóna
söluhagnað að ræða.
Fram kemur í frétt frá Flugleið-
um að vitað hafi verið frá því vél-
arnar voru keyptar að í þeim ætti
félagið dulda eign. Flugleiðir hafi
náð hagstæðum samningum við
Boeing-verksmiðjurnar á sínum
tíma og bókverð vélanna jafnan
verið undir áætluðu markaðsverði.
Með sölunni innleysi félagið þessa
eign sína. Markaður fyrir Boeing
737-400 vélar hafi vænkast veru-
lega upp á síðkastið en á næstu
þremur árum muni nýjar gerðir
flugvéla fara að hafa áhrif á mark-
aðsverðið.
í öðru lagi benda Flugleiðir á
að komið sé að því að endurskoða
flugflotaáætlanir félagsins. Vélarn-
ar tvær sem hér um ræði séu orðn-
ar fimm ára gamlar og séu elstu
vélar flotans. Undanfarið hafi flug-
vélaverksmiðjur kynnt næstu gerð-
ir og næstu kynslóð farþegaþotna
sem komi á markað innan þriggja
ára. Af þessum ástæðum þyki fé-
laginu rétt að fara að losa um elstu
vélarnar í núverandi flugflota og
draga með því úr áhættu af því
að eiga fjórar þotur sömu gerðar.
Auk söluhagnaðar mun sala og
endurleiga flugvélanna hafa í för
með sér að fjármagnskostnaður
lækkar vegna greiðslu lána sem á
vélinni hvíla, en rekstrarkostnaður
á leigutímabilinu mun hins vegar
hækka eitthvað meira en sem því
nemur vegna leigugjalda.
„Viðtökurnar voru mjög góðar
og af þeim tuttugu aðilum sem
fengu tækifæri til að bjóða í vélarn-
ar sendu tíu fyrirtæki inn tilboð,“
sagði Sigurður Helgason, forstjóri
Flugleiða, í samtali við Morgun-
blaðið. „Af þeim voru valin út fjög-
ur fyrirtæki og síðan endanlega tvö
fyrirtæki. Við náðum þeim mark-
miðum sem við settum okkur varð-
andi verðið auk þess sem hér er
um að ræða mjög traust japönsk
fyrirtæki."
Emerald European Airways í Belfast að
hefja flug til London
Stefnt að flugi til
Parísar og Brussel
á næsta ári
ÁÆTLANAFLUG á veg-
um bresk-íslenska flugfé-
lagsins, Emerald Europe-
an Airways í Belfast, hófst
í gær þegar farnar voru
tvær ferðir frá Belfast til
Luton-flugvallar í London.
Voru vélarnar nokkurn
veginn hálfskipaðar far-
þegum í þessari fyrstu ferð
og gekk allt vel fyrir sig,
að sögn Stefáns Ásgrímssonar,
starfsmanns Emerald á íslandi.
Með í för í fyrsta fluginu var Krist-
inn Sigtryggsson, framkvæmda-
stjóri og einn af hluthöfum Emer-
ald.
Eins og fram hefur komið eiga
íslenskir aðilar um helming hluta-
fjárins í félaginu á móti breska
fjárfestingarfyrirtækinu European
Áviation Ltd. Dótturfyrirtæki
breska fyrirtækisins, European
Aviation Air Charter Ltd. mun
fyrst um sinn annast flug fyrir
Emerald og notar til þess BAC
111-vélar sem geta flutt 104 far-
þega.
Stefán sagði að flogið
yrði tvisvar á dag til Luton
fram yfir áramót. Bókanir
væru góðar á næstunni
miðað við það að félagið
hefði ekki komist inn í far-
skrárkerfi ferðaskrifstofa
á Belfastsvæðinu fyrr en
á mánudag.
Um framhaldið hjá fé-
laginu sagði Stefán að ráð-
gert væri að hefja flug milli Belf-
ast og Edinborgar eftir áramót.
Um leið yrði ferðum til London
fækkað úr tveimur niður í eina á
dag. í framhaldi af því væri stefnt
að því að bæta við flugi frá Lond-
on til Parísar og Brussel. Grunn-
hugmyndin væri sú að tengja sam-
an þess útkjálka Evrópu við höfuð-
borgirnar.
Gert er ráð fyrir að þijár BAC
111-vélar verði notaðar hjá félag-
inu í leiðakerfi þess á Bretlands-
eyjum en þar að auki er í athugun
að hefja flug til íslands, að sögn
Stefáns.
Kristinn
Sigtryggsson
Morgunblaðið/Kristinn
Pfaff á Grensásveginn
PFAFF hf. hefur fest kaup á
verzlunarhúsnæði Teppalands á
Grensásvegi 13 ásamt húsnæði
íslandsbanka í sama húsi samtals
um 1156 fermetrar. Söluverðið
var 64 millj. kr. Hyggjast eigend-
ur Pfaff leggja í verulegan inn-
réttingakostnað í húsnæðinu áður
en fyrirtækið opnar þar nýja
heimilistækjaverzlun næsta haust
og sameina bankahúsnæðið verzl-
unarhúsnæðinu. Samhliða kaup-
unum á þessu húsnæði við Grens-
ásveg hefur Pfaff selt Austur-
bakka hf. eignarhlut sinn í hús-
eigninni Borgartún 20.
Teppaland flytur í Mörkina
Pfaff og Austurbakki byggðu
Borgartún 20 sameiginlega á sín-
um tíma og hafa bæði fyrirtækin
átt velgengni að fagna í húsinu,
en það er ekki lengur nógu stórt
fyrir starfsemi beggja fyrirtækj-
anna.
Verzlunarhúsið að Grensásvegi
13 var reist 1976. Víðir Finnboga-
son lét byggja húsið undir rekstur
Teppalands hf., en það er fjórar
hæðir og er heildar gólfflötur
þess um 2600 ferm. Lífeyrissjóður
verzlunarmanna, Verzlunarbank-
inn, Hagvangur o. fl. fyrirtæki
hafa haft starfsemi sína í þessu
húsi, en það hefur fengið viður-
kenningu Reykjavíkurborgar fyr-
ir snyrtilegt umhverfi.
Egill Árnason hf. hefur svo
keypt rekstur Teppalands og
mun fyrirtækið flytjast í nýtt
húsnæði, sem byggt verður í
Mörkinni.
Selja hús-
eignir upp
í Borgar-
kringluna
MÆNIR hf., sem hefur keypt
um 15% af húsnæði Borgar-
kringlunnar, fjármagnar
kaupin meðal annars með því
að setja húseignir sem það
hefur byggt upp í kaupin. Gísli
Gíslason, lögmaður Mænis,
sagði að kaupin myndu engu
breyta varðandi starfsemi
Ömmu Lú eða annara aðila.
Verið er að ganga frá kaup-
samningi Mænis við Kringl-
una 4-6 hf., sem er í eigu Is-
landsbanka, Landsbankans,
Iðnlánasjóðs eg Iðnþróunar-
sjóðs. Aðspurður sagði Gísli
að kaupverðið væri ekki langt
frá 150 milljónum króna.
Brunabótamat Borgarkringl-
unnar allrar var í fyrra um
1,6 milljarður.
Gísli sagði að viðskiptin
væru beggja hagur: Kringlan
4-6 hf. hefði alltaf stefnt að
því að selja húsnæðið og
Mænir teldi sig vera að gera
góð kaup. Tilgangur fyrirtæk-
isins væri að byggja hús og
selja og með þessum viðskipt-
um hefði Mænir getað selt
töluvert af eignum í einni lotu.
Byggingarfyrirtækið Mænir
var stofnað sem hlutafélag í
mars í fyrra og sagði Gísli að
félagið hefði haft mikil umsvif.
Það hefði haft verktaka í vinnu
í Kópavogi og Reykjavík við
smíði á einbýlishúsum, raðhús-
um og sérhæðum.
Fjárfesting-
arfélagið og
Féfang
sameinuð
AÐALFUNDUR Fjárfesting-
arfélags íslands hf. samþykkti
í gær að félagið verði samein-
að dóttui-félagi sínu, Féfangi
hf. Á fundinum kom fram að
Islandsbanki hefur lýst sig
reiðubúinn til að kaupa hluta-
bréf annarra hluthafa í hinu
sameinaða félagi. Stefnir
bankinn að sameiningu Fé-
fangs og dótturfyrirtækisins,
Glitnis hf., í eitt öflugt eignar-
leigufyrirtæki.
Hlutur íslandsbanka er um
35% í hinu sameinaða félagi
en bankinn átti fyrir 35,5% í
Fjárfestingarfélaginu og
10,7% hlut í Féfangi.
N U E R RETTI TÍMINM TJL A Ð FÁ SÉR GSM FARSÍMA
Ókeypis símtöl um helgar!
í desember og janúar gefst GSM farsímaeigendum kostur á
að hríngja gjaldfrjálst um helgar.* Tilboðiö gildir ffá
10. desember 1994 til 29. janúar 1995 á tímanum frá
kl. 20:00 á föstudagskvöJdum tíi kl. 08:00 á mánudagsmorgnum.
PÓSTUR OG SÍMI E S E1"
*Tilboðið á ekki við um símtöl til útlanda eða í Símatorg. Slmtöl i GSM
farsímakerfið úr venjulegum síma eru gjaldfærð á venjulegan hátt.