Morgunblaðið - 16.12.1994, Page 12

Morgunblaðið - 16.12.1994, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR AKUREYRI Flugafgreiðslan hf. á Keflavíkurflugvelli Hvarf á varn- ingi í rannsokn hjá lögreglu ÞREMUR starfsmönnum Flugaf- greiðslunnar hf. í Keflavík var sagt upp störfum á miðvikudag en óskað hefur verið eftir lögreglurannsókn vegna varnings sem tapast hefur úr sendingum hingað til lands að undanförnu. Til dæmis hafa dýr úr horfið, að sögn lögreglu á Keflavík- urflugvelli. Að sögn lögreglu eru starfs- mennirnir sem sagt var upp ekki grunaðir umfram aðra starfsmenn og hafi vinnuveitandinn sagt þeim upp á eigin forsendum. Starfsmenn Flugfraktar hf. voru yfirheyrðir í gær en rannsókn er á frumstigi. Þær upplýsingar fengust á mið- vikudagskvöld að kæra hefði borist Rannsóknarlögreglu ríkisins í haust frá verslun í Reykjavík vegna þjófn- aðar á úrum. Sú kæra var ekki lögð fram fyrr en mjög dýr úr, sömu gerðar og þau sem vantað hafi í sendinguna, hafi verið boðin versl- uninni til kaups. í framhaldi af kæru verslunar- innar bárust böndin, að sögn lög- reglu, að Fiugfrakt á Keflavíkur- flugvelli en samkvæmt upplýsing- um láta fyrirtæki oft og tíðum ekki vita þegar varningur hverfur úr sendingum og einnig sé erfitt að gera sér grein fyrir hvort siíkt eigi sér stað hér á landi eða á erlendum flugvöllum. Tilkynnt sé um hvarf á vörum til Flugleiða og séu fyrirtæk- in jafnframt tryggð fyrir því þegar varningur tapast. Að sögn lögreglu er verið að fara yfir skýrslur um rýmun fyrir allt síðasta ár og er hvarf á margs konar varningi auk úranna til rann- sóknar sem ekki fékkst tilgreindur nánar. Óskar Þórmundsson, yfirlög- regluþjónn í rannsóknarlögreglu lögregluembættisins á Keflavíkur- flugvelli, vildi ekki tjá sig um rann- sóknina í samtali við Morgunblaðið. Islensk náttúra á vel við heimstískuna Flórída. Morgunblaðið. ÍSLENSK náttúra og heims- tískan í vetrarfatnaði eiga vel saman. Það sannast m.a. á átta myndblaðsíðum í desember- hefti hins heimsfræga tímarits Mademoiselle. Blaðið sendi ljósmyndara ásamt tískusýn- ingarstúlkum og miklu af skrautlegum og fallegum vetr- arfatnaði frá ýmsum löndum til að mynda hann í fögru og nýstárlegu umhverfi á íslandi. Bláa lónið ogjöklar Myndirnar eru teknar í urð á fjallstoppi, í Bláa lóninu, á jöklum uppi, þar sem jökulspr- ungurnar gapa fáa metra frá sýningarstúlkunum, við hvít- fyssandi brimströnd og í dimmgrænu umhverfi þar sem stúlkurnar smala kindum í stórgrýttri hlíð eða gæla við hesta við bænahús með torf- þaki. Tímaritið Mademoiselle er gefið út í 1,2 milljónum eintaka og auglýsingasíðan í því kostar 15 þúsund dollara eða rúmlega eina milljón króna. Svipaða kynningu á haust- tískunni í skjólfatnaði mátti sjá á 6 blaðsíðum í septemberhefti Elle. Upplag þess er ein milljón eintök og auglýsingasíðan er mun dýrari en í Mademoiselle. Þarna gefa grænar hlíðar ís- lenskra fjalla og gamlar bygg- ingar tískunni góðan og sterk- an bakgrunn. Það er kynningardeild Ferðamálaráðs New York sem á frumkvæðið að því að kynna þessum heimsfrægu blöðum möguleikana sem finna má á íslandi. Skrifstofa Ferðamála- ráðs í New York er sífellt að kynna Island og verður mun betur ágengt en kynningar- skrifstofum annarra Norður- landa sem vinna að sama markmiði. I nóvember/desember hefti Eco Traveler er t.d. átta blað- síðna grein með fallegum myndum um gönguferð um öræfi íslands undir íslenskri leiðsögn; skemmtileg grein með mikið auglýsingagildi. Formaður fjárlaganefndar Verkefni spítalanna að raða á kaupalista FORMAÐUR fjárlaganefndar segir að það hljóti að vera verkefni stjórn- enda Ríkisspítalanna að ákveða for- gangsröð á tækjakaupalista. Krabbameinsdeild Landspítalans hefur óskað eftir því að keyptur verði línuhraðall í stað kóbalt- geislameðferðartækis, sem orðið er 26 ára gamalt og á að taka úr notkun á miðju næsta ári þar sem framleiðandinn telur sig ekki geta ábyrgst það næstu 5 ár. Svavar Gestsson þingmaður Alþýðubanda- iags gagnrýndi meirihluta fjáriaga- nefndar á Alþingi í vikunni fyrir að samþykkja ekki fjárveitingu til kaupa á nýju tæki. Sigbjörn Gunnarsson formaður fjárlaganefndar sagði, að þegar stjórnendur Ríkisspítalanna komu á fund nefndarinnar við undirbúning fjárlagagerðar hefði komið fram að um væri að ræða vandamál varð- andi kóbalttækið. „Síðan hefur það gerst að heil- brigðisráðherra og fjármálaráðhera hafa samið við stjómendur stofnun- arinnar um það með hvaða hætti fjárveitingar verði næstu árin. Það hlýtur að vera verkefni stjórnenda stofnunar með 6.500 milljóna króna veltu að raða á verkefnalista. Þar er stjórnarnefnd, þar eru stjórnend- ur og það er þeirra aðila að taka siíkar ákvörðanir. Það er ekki hægt að ýta þeim yfir á stjórnmála- menn,“ sagði Sigbjörn. Morgunblaðið/Rúnar Þór Skófram- leiðsla haf- in áný KRISTINN Bergsson hefur hafið skóframleiðslu á Akureyri, en hann starfaði um tveggja ára- tuga skeið sem skóhönnuður og verksljóri hjá Skógerð „Iðunnar“ á Akureyri og seinna hjá Strik- inu. Þá aðstoðaði hann skóverk- smiðjuna Skrefið á Skagaströnd þegar skóframleiðsla hófst þar. Fyrirtæki Kristins mun fram- leiða léttan skófatnað, svo sem hina vinsælu heilsuskó undir nanfinu „K.B. Skósmiðja" og eru fyrstu skórnir komnir í Skóversl- un M.H. Lyngdal á Akureyri. Kristinn keypti skóvinnuvélar frá Danmörku og mun hann starfa einn að framleiðslunni fyrst um sinn en hann væntir þess að skórnir hljóti góðar við- tökur landsmanna. Tillaga um að færa hlutafé Dagsprents niður í 5% nafnvirðis KEA og Kaffibrennslan með 10 millj. framlag SAMÞYKKT var á stjórnarfundi Kaupfélags Eyfirðinga sem haldin var í fyrradag tillaga um að færa hlutafé Dagsprents hf. niður í 5% af nafnverði. Hlutafé er nú um 68 milljónir króna. Óformlegar við- ræður eru í gangi við hugsanlega nýja hiuthafa. KEA með 10 milljónir Sigurður Jóhannesson formaður stjórnar Dagsprents sagði að stjórn Kaupfélags Eyfirðinga sem ætti meirihluta í félagsinu eða um 60% hlutaijár hefði verið samþykkt að heimila fulltrúum KEA í stjórn Dagsprents að samþykkja tillögu á hluthafafundi sem væntanlega verður haldinn milli jóla og nýjárs þess efnis að hlutafé Dagsprents verði fært niður í 5% af nafnverði. Einnig var samþykkt á stjórnar- fundi KEA að félagið og Kaffi- brennsla Akureyrar sem er í eigu KEA og á um 8% hlutabréfa í Dagsprenti muni leggja fram nýtt Viðræður í gangi við hugsanlega nýja hluthafa hlutafé í Dagprent hf. að upphæð allt að 10 milljónir króna að því tilskildu að jafn há upphæð komi á móti frá nýjum hluthöfum. „Þetta gjörbreytir stöðunni gagnvart nýjum hluthöfum og gef- ur þeim mun meira vægi,“ sagði Sigurður. Hann sagði óformlegar viðræður í gangi við nokkra aðila um að leggja fram nýtt hlutafé í fyrirtækið. „Þessi mál fara form- lega á hreyfingu núna eftir að fyr- ir liggur samþykkt stærsta hlut- afjáreigands um að færa niður hlutafé sitt. Við það skapast for- sendur til mun ákveðnari viðræðna við hugsanlega nýja hluthafa." Farsælt ár Dagsprent hefur átt í langvar- andi erfiðleikum í rekstri og stend- ur greiðslustöðvun fyrirtækisins yfir til 24. janúar næstkomandi. Áður hefur verið gripið til upp- sagna starfsfólks og þá var ný- bygging þess seld Byggðastofnun fyrir nokkrum misserum. „Rekstr- arlega hefur staðan gjörbreyst. Þó við höfum átti í erfiðleikum þá horfum við ekki lengur fram á gíf- urlegt vandamál eins og var. Þetta ár hefur verið okkur farsælt í rekstri miðað við fyrri ár. Þær ráðstafanir sem við höfum gripið til eru farnar að skila sér,“ sagði Sigurður. Hann sagði menn horfa tiltölu- lega bjartsýna til nýs árs, „en auð- vitað sjá menn að blaðaútgáfa út um landið er engin veisla. Flestir eru þó á því að það yrði mikill sjón- arsviptir af því ef blaðið hætti að koma út þannig að menn vilja mikið á sig leggja til að halda rekstrinum gangandi.“ Jólasöngvar Kórs Akur- eyrarkirkju JÓLASÖNGVAR Kórs Akureyrar- kirkju verða í Akureyrarkirkju sunnudagskvöldið 18. desember kl. 20.00. Á efnisskránni eru aðventu- og jólalög frá ýmsum tímum. Stjórnandi krósins er Björn Steinar Sólbergsson. Gestum gefst auk þess að hlýða á kórinn færi á að æfajólasálmana þvi almennur safnaðarsöngur er einnig á dagskránni. Á síðustu jóla- föstu var gerð tilraun með að sam- eina jólasöngva fjölskyldunnar og jólatónleika Kórs Akureyrarkirkju undir yfirskriftinni „Syngjum jólinn inn“ og heppnaðist hún vel. Söngsamkoma SÖNGSAMKOMA verður í Hvíta- sunnukirkjunni sunnudagskvöldið 18. despmber og hefst hún kl. 20.00. Á samkomunni verða jóla- sálmar sungnir af kór safnaðarins. Júlíana Þórólfsdóttir og Erdna Varðardóttir syngja einsöng. Þá verður einnig tersett og kvartett. Anna Elísa Hreiðarsdóttir flytur jólahugleiðingu í lok samkomunn- ar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Alhliða trésmíði og líkkistur FEÐGARNIR og trésmiðirnir Einar Valmundsson og Valmund- ur Einarsson hófu nýlega rekstur trésmiðjunnar Einvals í rúmgóðu húsnæði á Óseyri 4 á Akureyri. Auk þess að bjóða alhliða tré- smíðaþjónustu hafa þeir einnig hafið smiði og framleiðslu á lík- kistum ásamt tilheyrandi búnaði, en Elsa Pálmey Pálmadóttir, eig- inkona Valmundar, sér um alla saumavinnu. Einar er öllum hnútum kunnugur því eldra fyr- irtæki, sem var í hans eigu, sá um slíka þjónutu um langt, árabil. Þeir feðgar segja Islendinga troða hefðbundnar slóðir og vera formfasta í þessum efnum en sáralitlar breytingar hafi orðið í líkkistusmíðum um langt skeið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.