Morgunblaðið - 28.12.1994, Page 1

Morgunblaðið - 28.12.1994, Page 1
80 SIÐUR B/C/D 296. TBL. 82. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bosnía , Vel miðar í vopnahlés- viðræðum Sar^jevo. Reuter. EMBÆTTISMENN Sameinuðu þjóðanna sögðu í gær að vel hefði miðað í viðræðum um fjögurra mán- aða vopnahlé í Bosníu en Ejup Ganic, varaforseti Bosníu, sagði þó að hernaðaraðgerðir Serba í Bihac stefndu viðræðunum í hættu. Ganic sagði að Bosníustjórn gæti ekki rætt tillögur um fjögurra mán- aða vopnahlé nema hersveitir Serba frá Króatíu og Bosníu hættu aðgerð- unum í Bihac í norðvesturhluta landsins. Ganic ræddi við sir Mich- ael Rose, yfírmann friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna, og kvaðst hafa sett það sem „skilyrði fyrir frekari viðræðum" að serbnesku hersveitirnar færu frá Bihac og hættu árásum sínum. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna, Alexander Ivanko, sagði að vel mið- aði í samningaviðræðunum þrátt fyrir yfirlýsingar Bosníustjórnar. Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fékk leiðtoga músl- •ima og Serba til að fallast á sjö daga vopnahlé sem tók gildi í Bosn- íu á aðfangadag jóla. Verulega dró úr bardögunum um helgina og Sam- einuðu þjóðirnar freista nú þess að tryggja vopnahlé til fjögurra mán- aða meðan samið yrði um varanleg- an frið. Nýjasta vopnahléssam- komulagið nær þó ekki til Serba frá Króatíu og uppreisnarhers múslima sem berst gegn stjórnarhernum í Bihac. Reuter Heimt úr helju París. Reuter. ÆTTINGJAR fagna farþegum vélar flugfélagsins Air France er fjórir menn úr röðum bókstafs- trúarmanna í Alsír tóku í gíslingu en franskir sérsveitarmenn frels- uðu gíslana á sunnudag. Edouard Balladur forsætisráð- herra hyllti í gær sérsveitarmenn- ina sem tókst að fella mannræn- ingjana og bjarga gíslunum heil- um á húfi. Balladur, sem stjórn- aði aðgerðunum , heimsótti í gær særða sérsveitarmenn og menn úr áhöfn vélarinnar og hrósaði þeim fyrir æðruleysi á hættu- stund. Talið er að málalok auki líkurnar á að Balladur verði næsti forseti Frakklands. Fjórir kaþólskir prestar, þrír franskir og einn belgískur, voru myrtir í Alsír í gær en þar hafa átök milli sljórnvalda og bókstafs- trúarmanna múslima kostað 20.000 manns lífið síðustu árin. ■ Ráðgerðu að sprengja/20 ■ Átök í Alsír/32 Dúdajev biður stjórn Tyrkja um hernaðaraðstoð gegn Rússum Múslimaríki livetja til fríð- arsamninga í Tsjetsjníju , Reuter ISRAELSKIR lögreglumenn kljást við Palestínumenn sem mótmæltu í gær landnámi gyðinga á hernumdu svæðunum. Átöká Vestur- bakka Al-Khader. Reuter. ÍSRAELSKIR her- og lögreglu- menn beittu valdi í gær til að fjar- lægja fólk, sem kom saman til að mótmæla nýrri byggð gyðinga á Vesturbakkanum. Segja Palest- ínumenn, að þessi atburður geti stofnað friðarviðræðunum við ísraela í voða enda eru ísraelskar byggðir á hernumdu svæðunum eitt alvarlegasta ágreiningsefnið. Það voru ekki aðeins Palestínu- menn, heldur ísraelar einnig, sem mótmæltu fyrirhugaðri gyðinga- byggð skammt frá Betlehem. Hafði fólkið ekki fyrr verið rekið burt en jarðýtur komu á vettvang til að grafa fyrir undirstöðum 500 húsa, sem eiga síðar að verða hluti af gyðingabyggðinni Efrat. Palestínumenn í bænum Al-Khad- er segja hins vegar, að um sé að ræða hluta af þeirra landi. Mikil reiði ríkir meðal Palest- ínumanna vegna þessa máls og hafa margir á orði, að eina leiðin sé að hætta friðarviðræðum við ísraela. Ætla þeir einnig að höfða mál en íbúar í Al-Khader segjast hafa skjöl, sem sanni eignarrétt þeirra á landinu. Ýmsir frammá- menn í ísrael, til dæmis umhverf- ismálaráðherrann og ráðherra lögreglumála, vilja virða óskir Palestínumanna í m'álinu og fá byggingarframkvæmdum frestað. Moskvu, Ankara. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti hét því í gær að hætt yrði loftárásum á heimili óbreyttra borgara í Grosní, höfuðborg uppreisnarhéraðsins Tsjetsjníju í Kákasus. Forsetinn sagði á hinn bóginn í sjónvarpsávarpi sínu til rússnesku þjóðarinnar að fullt sjálfstæði héraðsins kæmi ekki til mála og stjórn héraðsforsetans Dzhokars Dúdajevs væri alvarlegasta ógnin núna við innra öryggi sambandsríkisins. Leiðtogar Tyrklands, Saudi-Arabíu og fleiri múslimaríkja lýsa áhyggjum sínum vegna málsins og hvetja til þess að deilur Rússa og Tsjetsjena verði leystar með friðsam- legu móti. Dúdajev sagði í viðtali, sem Itar- Tass tók við hann skömmu áður en Jeltsín flutti ávarp sitt, að innrás Rússa í héraðið hefði mistekist. Hann hvatti Moskvustjórnina til að draga herinn á brott og sagði Tsjetsjena ekki vilja úthella rúss- nesku blóði. Skýrt var frá því í gær að sonur Dúdajevs hefði særst hættulega á mánudag í bardagá við Rússa skammt frá Grosní. Dúdajev bað Tyrki um hernaðar- aðstoð í sjónvarpsviðtali í gær. Hann sagði að Tyrkir ættu langdrægar sprengjufiugvélar. Þeir ættu að láta þær Tsjetsjenum í té og stjórn sín myndi nota vélarnar tii að gera loftárásir á Moskvu. Utanríkisráðherra Tyrklands, Murat Karayalcin, sagði í gær að sérhver tilraun Rússa til að efla til valda nýja stjórn í Tsjetsjníju án þátttöku Dúdajevs myndi ekki auka líkurnar á lausn deiiunnar. Múslima- þjóðir í Kákasus hafa öldum saman litið á Tyrki sem verndara sína gegn rússneskri útþenslustefnu. Talsmaður Bandaríkjastjórnar fagnaði því í gær að loftárásum á Grosní yrði hætt og sagðist vona að friðsamleg lausn fyndist. Utan- ríkisráðherra Póllands sagði stjórn sína hafa áhyggjur af því að stjórn- völd í Moskvu beittu sér af svo miklu offorsi gegn Tsjetsjenum en talið er að tugir óbreyttra borgara hafi fallið í árásunum á Grosní. Hundruð þúsunda hafa flúið héraðið. Andstaða við Jeltsín Jeltsín sagði í ávarpi sínu að ekkert hérað hefði rétt til að segja skilið við rússneska sambandsríkið. „Undanfarin þtjú ár hefur sam- bandstjórnin [í Moskvu] af mikilli þolinmæði reynt að koma hinum svonefndu leiðtogum Tsjetsjena í skilning um að útilokað sé að hérað- ið geti verið í Rússlandi en jafn- framt utan þess,“ sagði forsetinn. Skoðanakannanir gefa til kynna að Rússar séu óánægðir með störf og stefnu Jeltsíns, 75% eru andvíg íhlutuninni í Tsjetsjníju og fer hlut- fallið vaxandi. Er Jeltsín flutti ávarp sitt í gær voru rétt 15 ár liðin frá því að Sovét- ríkin gömlu sendu herlið til Afgan- istans þar sem það barðist í tíu ár og varð að lokum að hörfa eftir að hafa misst um 13.000 manns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.