Morgunblaðið - 28.12.1994, Page 45

Morgunblaðið - 28.12.1994, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 45 MINNINGAR GUÐMUNDÍA ELÍSA- BET PÁLSDÓTTIR + Guðmundía El- ísabet Pálsdótt- ir fæddist á Sjávar- hólum á Kjalarnesi 12. ágúst 1910. Hún lést á öldrunardeild Hvita bandsins 17. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Páll Eyjólfsson og Elín Halldórsdóttir. Guðmundía var yngst fimm systk- ina en þau voru Halldóra, Gísli, Vil- borg og EIIi Bald- vin, auk þess sem þau systkinin áttu uppeldisbróður, Alexander Sigurðsson. Þau eru öll látin. Guðmundía giftist Árna Páls- syni kaupmanni 17. júlí 1932. Börn þeirra eru: 1) Elín, f. 24. apríl 1933, gift Ingvari Kjart- anssyni og eiga þau fjögur börn. 2) Baldvin, f. 27. mars 1934, giftur Catalinu Tangelanos og eiga þau eitt barn saman. Bald- vin á annað barn frá fyrri tíð. 3) Margrét, f. 2. apríl 1936, gift Guðmundi Gústafssyni og eiga þau fimm börn. 4) Alexander, f. 27. febrúar 1944, á eitt barn. 5) Ólaf- ur, f. 8. júní 1952, giftur Málfríði Örnu Aronsdóttir og eiga þau tvö börn auk þess sem Ólafur á tvö börn frá fyrra hjónabandi. Barna- barnabörnin eru orðin tuttugu og eitt. Guðmundia bjó á Sjávarhólum til rúmlega tvítugs er hún flutti til Reykja- víkur. Þau Árni bjuggu fyrst á Barónsstíg 55 en fluttu síðan á Miklubraut 68 þar sem Árni starfrækti versl- un. Síðustu árin bjuggu þau á Byggðarenda 1. Guðmundía lærði organleik hjá Páli Isólfs- syni og var organisti í Brautar- holtskirkju á Kjalarnesi um tíma. Hún kenndi jafnframt píanóleik um skeið. Henni var margt til lista lagt, m.a. við hannyrðir og saumaskap. Útför Guðmundíu fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. MIG langar hér í örfáum orðum að minnast ömmu minnar Guðmundíu Elísabetu Pálsdóttur eða ömmu Díu eins og hún var alltaf kölluð. Það er margs að minnast og af mörgu að taka. Það var sem dæmi alltaf sama ævintýrið að fara upp í sumarbústað í Grafavoginum með afa og ömmu. Grafarvogurinn sem í þá tíð var langt í burtu frá borginni og þangað þótti mikið ferðalag og iangt fyrir smá- fólkið. Amma Día réð lögum og lof- um í bústaðnum og það var mikil serimonía þegar hún kveikti upp í kamínunni enda aldrei notuð meira enn ein eldspýta við verkið og aldrei kom uppkveikjulögur af neinu tagi við sögu enda hefði það verið algert stílbrot. í sumarbústaðnum var oft glatt á hjalla og íjölmenni saman- komið, bæði börn og fullorðnir. Umhverfíð allt var hið ákjósanleg. asta. Afi og amma Día voru búin að leggja sig fram við að gera spild- una umhverfís bústaðinn sem feg- ursta enda höfðu þau bæði alla tíð mikla ánægju af garðvinnu. Þetta var því sannkallaður ævintýraheimur fyrir okkur barnabömin og ekki furða að allar helstu hetjur heimsins eins Roy Rodgers, Tarsan, Zorro og fleiri mikilmenni væru í ýmsum stór- ræðum út um allan garð klukku- stundum saman. Öllum þessum styij- öldum lauk venjulega snarlega á einn veg eða með því að amma Día kall- aði á mannskapinn og bauð upp á ijómapönnukökur. Rjómapönnukök- ur að hennar hætti var nokkuð sem enginn gat staðist enda var hún hreinn listamaður í allri matargerð. Amma Día var líka okkar sterkasta stoð gegn aðsteðjandi hættum. Þann- ig var mál með vexti að hin frábæra leikkona Emilía Borg átti sumarbú- stað í nágrenninu og þegar hún kom og heilsaði upp á þá var ekki laust t Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR BJARNASONAR, Logafold 61, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki deildar 32A, Landspítala, fyrir frábæra umönnun. Aðalheiður Ólafsdóttír, Gunnar Sigurðsson, Bjarni Sigurðsson, Helga Arnþórsdóttir, Rakel Ýr og Rebekka Bjarnadætur, lan Graham, Hilda og Mark Graham. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÓLMFRÍÐAR THORARENSEN, áðurtil heimilis i Hafnarstræti 6, Akureyri. Sérstakar þakkir sendum við læknum og hjúkrunarfólki lyflækningadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir kærleiksríka umönnun. Anna G. Thorarensen, Þórður Th. Gunnarsson, Hannes G. Thorarensen, Gunnar Th. Gunnarsson, Laufey G. Thorarensen, Ólafur Thorarensen, Þóra G. Thorarensen, Kristfn G. Thorarensen, Jóhann G. Thorarensen, Jóf riður T raustadóttir, Hjördfs Eli'asdóttir, Arný Sveinsdóttir, Margrét Ó. Magnúsdóttir, Jens K. Þorsteinsson, Mark Reedman, Sigrún Á. Héðinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. við að ungviðið teldi sjálfa Soffíu frænku úr Kardimommubænum komna í eigin persónu og þá var gott að leita skjóls í örygginu hjá ömmu Díu. Góðar stundir og gleðiríkar eru ekki eingöngu skemmtileg augna- blik, því þær stundir verða að góðum minningum. Og þær eigum við barnabörnin í ríkum mæli tengdar ömmu Díu og fyrir þær þökkum við af alhug. Þann sem öllu ræður biðjum við að styðja afa í sorg hans og sökn- uði. Blessuð sé minning ömmu Díu. Árni Guðmundsson. Látin er sæmdar- og gæðakonan Guðmundía Elísabet Pálsdóttir frá Sjávarhólum á Kjalamesi. Foreldrar Díu, eins og hún var ávallt kölluð, Páll Eyjólfsson og Elín Halldórsdótt- ir, bjuggu fyrst á Brekku, sem var bær á milli Bakka og Brautarholts, Hvalfjarðarmegin á nesinu. Þar var bæjartorfa, sem löngu er komin í eyði. En árið 1902 fiyst fjölskyldan að Sjávarhólum og þar átti hún heima í 30 ár. Día var yngst 5 systk- ina. Þetta var mikið ágætisfólk og það er eitt af ættareinkennum niðja Elínar og Páls, að það munar aldrei neitt um að gera hlutina, ef einhver þarf einhvers með. Það sýnir vel hugarfarið að Elín og Páll létu sig ekki muna um að bæta fóstursyni við sig. Þegar þau bjuggu á Brekku var eitt kvöldið komið með unga- barn, munaðarlausan dreng, sem var á leiðinni í fóstur upp í Kjós. Dreng- urinn gisti og fýlgdarfólk hans, en drengurinn fór aldrei lengra, hann ólst upp hjá Elínu og Páli. Þau bættu honum við barnahópinn sinn. Þetta var Alexander Sigurðsson, mikill ágætismaður og var hann í 7 sumur í Brautarholti við heyskapinn hjá foreldrum mínum, Ólafí Bjarnasyni og Ástu Ólafsdóttur. Árið 1915 syrt- ir að í lífi fjölskyldunnar, þegar Gísli eldri sonur þeirra, efnispiltur um tví- tugt, lést úr taugaveiki og Páll bóndi deyr ári síðar. En Elín húsfreyja bjó áfram með dætrum sínum, yngri syni og fóstursyninum og voru þau vandanum vaxin. Með dugnaði og samheldni bættu þau jörðina mikið að húsakosti og ræktun. Fjölskyld- unni vegnaði vel og eru mér minnis- stæð ummæli foreldra minna, en þau fluttust á Kjalamesið á árunum 1923 og 1925. Þau sögðu: „Það var ekk- ert nema gott fólk á Kjalarnesinu þegar við komum þar.“ Og mér duld- ist ekki að Elín og börnin hennar skipuðu sérstakan sess í hugum þeirra. En sumarið 1931 syrtir aftur að í lífí þessa fólks. Elín húsfreyja lést eftir erfið veikindi og aðeins þremur vikum síðar er Elli Baidvin, yngri sonurinn og bústjóri heimilisins allur. Hann var sárt syrgður af systrunum og með honum brustu vonir og áform um frekari búsetu á Sjávarhólum. I hópi Kjalnesinga var sæti hans líka autt og sveitungarnir syrgðu hann allir sem einn, slíkur efnis- og gæða- drengur var hann. Og systurnar fluttust frá Sjávarhólum. Vilborg fór að Brautarholti til foreldra minna og varð sú hjálparhelia móður minnar og aldrei verður fullþakkað og við systkinin eignuðumst besta og ljúf- asta vininn,_ sem börn geta eignast. Día giftist Árna Pálssyni verslunar- manni og síðar kaupmanni. Bjuggu þau lengi að Barónsstíg 55, en það hús reistu þau í félagi við Halldóru hina systur Díu. Alltaf var jafngott að hafa sam- band við þau og heimsækja þau og sannaðist þar, að þar sem er hjarta- rúm er alltaf nægjanlegt rúm. Við Ólafur bróðir minn bjuggum hjá þeim fyrstu skólaár okkar, ég í einn vetur og Ólafur í tvo. Og alltaf hefur verið sama góða sambandið við fjölskyld- una síðan. Og blessunin hún Villa okkar skipti sér á milli heimilanna. Hún var að vetrinum hjá systur sinni og mági, en yfir sumarmánuðina hjá okkur í Brautarholti. Hjónin Día og Árni voru mjög samrýnd hjón og samstillt. Heimilið ætíð gestkvæmt, vinir og vandamenn sóttu til þeirra og nutu samvista við þau. Hlýja og gleði mætti fólki í dyrunum. Eins og áður er sagt byggði Árni Barónsstíg 55, en hann lét ekki deigan síga, því næst byggði hann Miklubraut 68 og rak þar versl- un á jarðhæðinni en fjölskyldan bjó á efri hæðum. En framkvæmdamað- urinn Ámi Pálsson var ekki hættur og enn byggir hann og þá er það Byggðarendi 1. Þar bjuggu þau seinni árin. Og alls staðar var jafng- ott að koma. Þau hjónin spiluðu mikið brids árum saman og nutu þess að ferð- + Þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og jarðarför SIGURLAUGAR HELGADÓTTUR, Bólstaðarhlíð 60. Börn, tengdabörn og barnabörn. Hjartkær kona mín, móðir og amma, ÞÓRDÍS SIGURÐARDÓTTIR, Nesjaskóla, Hornafirði, frá Stakagerði, Vestmannaeyjum, andaðist í Landspítalanum 24. desember. Fh. vandamanna, GuðbrandurJóhannsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLL PÁLSSON skipstjóri, Espigerði 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag, miðvikudaginn 28. desember, kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlegast bent á Minningarsjóð Guðlaugar Bjargar Pálsdótt- ur, Landsbanka íslands, nr. 112-05-71487. Minningarkort sjóðs- ins liggja frammi í Langholtskirkju. Ólöf Karvelsdóttir, Kristján Pálsson, Sóley Halla Þórhallsdóttir, Ólafur Karvel Pálsson, Svandfs Bjarnadóttir, Guðrún Pálsdóttir, Ólaffa Pálsdóttir, Arnar Guðjónsson og barnabörn. Lokað Verslun Guðlaugs A. Magnússonar sf., Laugavegi 22a, verður lokuð föstudaginn 30. desember vegna jarðarfarar KORNELÍU ÓSKARSDÓTTUR. ast, þegar tími gafst til. Sumarbú- stað þeirra við Grafarvoginn byggði Árni á stríðsárunum og þar voru þau öllum stundum, er vora tók. Día var mikil ræktunarkona og kom þar upp sannkölluðum sælureit. Börnin þeirra fimm, Elín, Baldvin, Margrét, Alex- ander og Óli, ólust upp við ástríki og bera merki foreldra sinna. Síðustu árin var Día þrotin að heilsu og dvaldist á öldrunardeild Hvítabandsins og undi hag sínum þar vel. Ámi sat hjá henni lungann úr deginum og þau nutu enn sam- vista hvors annars. Leyfið þreyttum að hvílast, stund hennar var komin. Ég og fjölskylda mín þökkum henni samfylgdina og tryggðina. Ástvinum hennar sendum við innilegar kveðjur. Sæmdarkona er gengin sinn veg. Blessun Drottins sé með henni. Hvíl í friði. Ingibjörg Ólafsdóttir. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/ReykjanesbrauL Kopavogi, simi 671800 ^ Gleðilega hátíð! Opið alla daga milli jóla og nýárs frá kl. 9-19. Daihatsu Charade TS ’94, 5 g., ek. afieins 5 þ.km. V. 880 þús. (Sk.ód.). MMC Pajero Mondeo V-6 (U.S.A. týpa ’89), svartur, sjálfsk., ek. 160 þ. km. Fall- egur jeppi. V. 1.490 þ. Nissan Sunny SLX 1.6 Sedan ’91, rauð- ur, sjálfsk., ek. 47 þ. km. rafm. í öllu o.fl. V. 870 þús. Suzuki Geo Metro ’92, hvítur, 5 dyra, 5 g., ek. 50 þ.km. V. 620 þús. Nýr bfll: Suzuki Sidekick JLX ’95, dökk- grænn, 5 g., álfelgur, rafm. í rúðum, ABS bremsur, þjófavörn o.fl. o.fl. V. 2.250 þús. Subaru Legacy 2.0 station ’92, steingrár, sjálfsk., ek. 52 þ. km. V. 1.800 þús. Volvo 460 GLE ’94, sjálfsk., ek. aðeins 5 þ. km. V. 1.600 þús. MMC Colt GLX ’89, sjálfsk., ek 65 þ. km. V. 690 þús. Nissan Sunny LX ’94, blár, 5 g., ek. að- eins 1 þ. km. V. 990 þús. MMC Colt GL ’91, 5 g., ek. 58 þ. km. V. 730 þús. Einnig MMC Colt GLX ’90, sjálfsk., ek. 45 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 780 þús. Subaru Justy J-2 ’91, rauður, 5 g., ek. 60 þ. km. V. 680 þús. Nissan Terrano V-6 '93, grænn, sjálfsk., ek. 46 þ. km., sóllúga, rafm. í rúðum o.fl. V. 2,9 millj. Sk. ód. Nissan Sunny SLX '89, blár, sjálfsk., ek. aðeins 18 þ. km. V. 660 þús. Sk. ód. Toyota Corolla Twin Cam 16v, GTi ’88, 5 g., ek. 90 þ. km. V. 620 þús. Suzuki Geo Metro '92, hvítur, 5 dyra 5 g., ek. 50 þ. Gott eintak. V. 620 þús. Nissan Sunny SLX 1.6 Sedan '91, rauð- ur, sjálfssk., ek. 47 þ. krh., rafm. í öllu o.fl. V. 870 þús. Nissan Sunny SLX '93, 4ra dyra, stein- grár, sjálfsk., ek. 32 þ. km. rafm. í rúðum o.fl. V. 1.080 þús. Sk. ód. Cherokee Pioneer 2.8 L 5 dyra '85, sjálfsk., ek. 115 þ. mílur. Jeppi í mjög góðu standi. V. 690 þús. Mazda 323 1600 GLX st. 4 x 4 '91, grár, 5 g., ek. aðeins 35 þ. km., álfelgur o.fl. V. 980 þús. Sk. ód. eða nýjum station bíl. VW Transporter diesel ’92, hvítur, 5 g., ek. 120 þ. km. V. 1.090 þús. Vantar góða bíla á skrá og á staðinn. Ekkert innigjaid.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.