Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ _______ BRÉF TIL BLAÐSIIMS Verðugur fimleika- maður ársins 1994 Svör og upplýsingar við grein er birt- ist í Morgunblaðinu 24. desember Frá Guðmundi Haraldssyni: MAGNÚS Scheving er búinn að koma íslandi í fremstu röð íþrótta- manna í heimingum. Hann hefur tekið þátt í fjórum stórmótum á ár- inu og náð stórkostlegum árangri. Hánn vann: íslandsmót, gull og yfirburðasigur, Evrópumót í Seoul, gull og yfirburðastigur, heimsmeist- aramót, silfur, 0,04 stigum frá gulli. Magnús er með glæsilegasta árangur sem iðkandi innan fimleik- anna hefur náð. Þar af leiðandi lék enginn vafi á vali hans sem Fimleika- manni ársins 1994. Glímufélagið Ármann sendi bréf til FSÍ í febrúar sl. þar sem tilkynnt var að Magnús Scheving hefði geng- ið í Fimleikadeild Ármanns og var óskað eftir staðfestingu FSÍ um að þolfimi væri ein af keppnisgreinum FSÍ. Þetta var staðfest og tilkynnt til ÍSÍ sem einnig staðfesti þolfími sem eina af keppnisgreinum innan ÍSÍ. Á síðasta þingi Alþjóðafimleika- sambandsins sem haldið var í Sviss sl. vor var samþykkt að þolfimi yrði ein af keppnisgreinum fimleika. Und- ir fímleikum eru fjórar keppnisgrein- ar, þ.e.a.s áhaldafimleikar, nútíma- fimleikar (RSG), trompfimleikar og nú einnig þolfimi. I heiminum eru í dag sjö sambönd sem telja sig vera alþjóðasambönd í þolfimi. Eitt af þeim er IAF (Inter- national Aerobic Federation) sem Suzuki er aðili að. Alþjóðafimleikasambandið er eina samband fímleikafólks í heiminum og er aðili að Alþjóða ólympíunefnd- inni og þar með Olympíuleikunum. IAF hefur gengið til samstarfs við Alþjóðafímleikasambandið (FIG) og gerður hefur verið samningur þeirra á milli. Samkvæmt bréfí bréfí sem fimleikasamband íslands barst ný- lega frá Alþjóðafimleikasambandinu kemur fram m.a. að FIG og IAF hafa gert með sér samkomulag um að samræma keppnisreglur og halda fyrsta alþjóðlega dómaranámskeiðið í mars 1995 í Sviss. Bæði FIG og IAF munu vinna saman að nýjum reglum sem lokið verður við fyrir 1. janúar 1997. í dag er þolfimi viðurkennd sem keppnisgrein alls staðar í heiminum. Það hefur m.a. verið mikið rætt um að hún verði sýningargrein á Ólymp- íuleikunum í Átlanta 1996. Alþjóða fímleikasambandið, FIG, og Alþjóða þolfímisambandið, IAF, hafa nú gengið til samstarfs um framgang þolfimiíþróttarinnar eins og fram hefur komið. Það sætir furðu' að fulltrúi IAF og umboðsmaður Suzuki hér á landi skuli ryðjast fram á ritvöllinn og ráðast á silfurmethafa frá síðasta Suzuki heimsmeistara- móti með slíkum dylgjum, nema að urn vanþekkingu sé að- ræða. Ég vona að öllum misskilningi hafí verið eytt þar sem réttar upplýs- ingar liggja hér fyrir. Að lokum skal þess getið að fyrsta opna íslandsmótið í þolfimi á vegum FSÍ verður haldið í Háskólabíói hinn 14. janúar 1995. Þetta er fyrsta ís- landsmótið í þolfimi á vegum íþrótta- samtakanna. Keppt verður í fjórum flokkum, einstaklingskeppni karla og kvenna, parakeppni og hópakeppni. Yil ég bjóða öllum þeim efiðka þessa fögru íþrótt velkomna á þetta fyrsta opna Islandsmót í þolfimi. Þessi keppni veitir sigurvegurum síðan rétt til að keppa á ýmsum alþjóðleg- um mótum. F.h. Fimleikasambands íslands, GUÐMUNDUR HARALDSSON, formaður. Til barna- og bíla- fólks Frá Jóni Baldri Þorbjörnssyni: ALGENGT er að fólk sem á börn undir skólaskyldualdri aki með þau til leikskóla í upphafi vinnudags, oft tiltölulega stutta vegalengd frá heimili. Sú vegalengd nægir hvergi til að hita upp 'vél bílsins og bíl- inn sjálfan; sér- staklega ekki á köldum vetrar- morgnum. Eftir að bíln- um hefur verið lagt fyrir utan leikskólann, og á meðan hlaupið er inn með barnið, er mjög algengt að bíllinn sé skilinn eftir í gangi til þægindaauka fyrir ökumann. Það liggur í eðli bensínbílvéla að á meðan þær ganga lausagang myndast hlutfallslega mikið af eit- urgasinu kolmónoxíði. Þegar við bætist ófullkominn bruni vegna kaldrar vélar er hlutfallslegt magn þessarar gastegundar mjög hátt. Jafnvel þótt bílinn sé með mengun- arvarnabúnaði verður hann oft ekki virkur fyrr en vélin hitnar meira. Síðan er gengið með börnin eitt af öðru, gjarnan í kyrru og köldu veðri, í gegnum mengunarskýið aftan við þá bíla sem eru skildir eftir í gangi. Kolmónoxíð binst blóðrauðanum í blóðkomum og hindrar þannig súrefnisupptöku þeirra og flutning súrefnis til heilafrumanna. Því get- ur kolmónoxíð í litlu magni og í tiltölulega skamman tíma reynst banvænt. En þó að magn kolmónox- íðs úti undir beru lofti sé oftast undir þeim mörkum að geta talist lífshættulegt getur blóðrauðinn skaddast varanlega af innöndun þessarar gastegundar. Sennilega er hér á ferð talsvert alvarlegri eitrun en sú sem stafar af óvirkum reyk- ingum. Núorðið dettur þó fæstum í hug að reykja innan um börn í lokuðu rými. Því hlýtur að teljast vanvirðing, ef ekki afbrot gagnvart börnum okkar, að láta bíla ganga utan við leikskóla á þann hátt sem hér hefur verið lýst. Þar eru bílstjórar og for- eldrar þessara sömu barna hugsun- arlaust að auka eigin þægindi á kostnað barna sem engin tök hafa á að veija sig. Ég hvet þá sem í hlut eiga og þá sem geta hlutast til um þessi mál eindregið til um- hugsunar og aðgerða, börnum okk- ar til góða. JÓN BALDUR ÞORBJÖRNSSON, bíltækniráðgjafi og barnamaður. Heilræði Eiturefni eiga að vera í læstum skápum eða þar sem börn ná ekki til þeirra. MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 51 REGLA Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 EGLA -RÖÐOG RETTI TÍMINN TIL A Ð SER 6SM FARSÍMA Ókeypis símtöl um helgar! (desember og janúar gefst G5M farsímaeígendum kostur á að hríngja gjaldfrjálst um helgar.* rjlboðið giidir frá 10, desember 1004 til 29, janúar 1995 á tímaoum frá kl. 20.00 á föstíidagskvðldum tíl kl, Q$:QQ á mánud&gmmgmm, PÓSTUR OG SÍfVH Gsnnr *Tilboðið á ekki við um símtöl til útlanda eða í Símatorg. Símtöl í GSM farsímakerfið úr venjulegum síma eru gjaldfærð á venjulegan hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.