Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Fréttalengd áramótagetraun Morgunblaðsins birtist í blaðinu 31. desember nk. og verður hún þrískipt; barnagetraun, unglingagetraun og fullorðinsgetraun. Veitt verða þrenn verðlaun fyrir hvern flokk. Bj\RI\CÍ Kr 1'K/V(ætluft öllum á aldrinum 5-11 ára). 1. Adidas-íþróttavörur aft eigin vali frá Sporthúsi Reykjavíkur að andvirði 20.000 kr. 2. Bækur að eigin vali frá Vöku-Helgafelli að andvirði 10.000 kr. 3. Geislaplötur að eigin vali frá Skífunni að andvirði 5.000 kr. U AGI ill\"G7%C*KTRAl)]\ (æduft öllmn á aldrinmn 12-17 ára). 1. Vöruttekt að eigin vali frá IKEA að andvirði 20.000 kr. 2. Fataúttekt að eigin vali frá verslununmn Kókó/Kjallaranum að andvirði 10.000 kr. 3. Geislaplötur að eigin vali frá Skífmuii að andvirði 5.000 kr. FULLORÐK\SGETRAU]\ (ætluft öllmn 18 ára og eldri). 1. Ævintýrabréf að Hótel Búðum á Snæfellsnesi fyrir tvo. Innifalið: Gisting eina nótt, morgunverðarhlaðborð, þríréttaður kvöldverður og hesta- eða bátsferð. 2. Bækur að eigin vali frá Vöku-Helgafelli að andvirði 10.000 kr. 3. Geislaplötur að eigin vali frá Skífunni að andvirði 5.000 kr. Auk þess fá allir vinningshafar íþróttatösku merkta Morgunbiaðinu. Úrlausnir þurfa að berast Morgunblaðinu fyrir kl. 16.00 mánudaginn 16. janúar. JllírypijiM&liÍli • kjarni málsins! FRÉTTiR: EVRÓPA Schengen-samkomulagið í framkvæmd Landamæri opnuð milli níu ríkja í mars Brussel. The Daily Telegraph. NÍU ríki Evrópusambandsins hafa ákveðið að fella niður allt eftirlit á innbyrðis landamærum sínum frá og með 26. mars á næsta ári. Er það í samræmi við hið svo- nefnda Schengen-samkomulag, sem undirritað var í Lúxemborg 1985, en hefur enn ekki komið til framkvæmda. Ríkin sem ákveðið hafa að taka þetta skref eru Frakkland, Þýska- land, Ítalía, Grikkland, Spánn, Portúgal og Beneluxríkin þijú. Verður hægt að ferðast milli þess- ara ríkja án vegabréfa og ekkert útlendingaeftirlit eða tollskoðun verður við landamærin. Bretar, írar og Danir hafa ekki tekið ákvörðun um þátttöku í Schengen-samkomulaginu en Danir hafa lýst yfir áhuga. Það sama má segja um Svía, Finna og Austurríkismenn, sem gerast aðilar að ESB um áramótin. Mest breyting fyrir flugfarþega Fyrir þá er ferðast landleiðina er þetta skref einungis staðfesting á ríkjandi ástandi. Landamæraeft- irlit hefur í raun ekki verið neitt undanfarin ár innan ESB. Mestu breytinguna munu þeir verða varir við er ferðast með flugi eða skipi. í stað þess að fara í gegnum hefð- bundna tollskoðun munu flugfar- þegar frá einhveiju Schengenríkj- anna fara í gegnum sama hluta flugstöðvar og farþegar í innan- landsflugi. Flug frá ESB-ríkjum utan Schengen-svæðisins munu áfram fara í gegnum alþjóðlegar flugstöðvar. Þannig getur Breti eða Dani, sem fiýgur til Brussel eða Frank- furt, búist við frekari töfum frá því sem nú er, þar sem hann verð- ur að fara í vegabréfsskoðun ásamt farþegum utan ESB. Gagnabanki um óæskilegt fólk Öryggismál hafa verið helsta fyrirstaðan í vegi Schengen-sam- komulagsins. Til að tryggja ör- yggi, þó að landamæraeftirlit sé fellt niður, hefur verið komið upp viðamiklum gagnabanka þar sem geymdar eru upplýsingar um 700 þúsund afbrotamenn og aðra „óæskilega“ einstaklinga. Er gagnabankinn geymdur í öruggu neðanjarðarbyrgi í Strassborg. Kerfi þetta, er nefnist SIS (Schengen Information System), er tengt við upplýsingakerfi yfir- valda í einstökum ríkjum, sem til dæmis lögreglustöðvar og jafnvel lögreglubifreiðar hafa aðgang að. Alit Evrópubúa hvers á öðrum Þjóðveijar leiðin- legastir en mesta rjonð a Spam ÞJÓÐVERJAR og Svisslending- ar eru leiðinlegustu Evrópu- þjóðirnar, en Þýzkaland og Sviss eru samt löndin, þar sem flestir Evrópubúar myndu vilja starfa. Bezti maturinn og skemmtilegasta fólkið eru sunn- ar í Evrópu og mest gaman að vera á Spáni. Þetta er á meðal niðurstaðna viðhorfskönnunar, sem /TVJÍA-fyrirtækið hefur gert og birtist í The European. Svör í könnuninni bera vott um ákveðna skiptingu milli norðurs og suðurs í Evrópu. Litið er á Norður-Evrópubúa sem þurra í viðmóti og ekki sérlega vingjarnlega, en heiðar- lega og skipulagða. Norður- löndin eru líka talin standa sig bezt. í vernd umhverfisins og litið er á svissneskt eða þýzkt upprunavottorð sem tryggingu fyrir gæðum. Suður-Evrópubúar eru hins vegar álitnir opnir og skemmti- legir, búa til góðan mat og vera góðir heim að sækja í sumarfrí- inu. Þeim er hins vegar ekki treystandi til að efna loforð, þeir standa sig illa í umhverfis- vernd og efnisleg lífsgæði eru ekki jafnmikil og norðar á meg- inlandinu. Bretar lenda að sjálfsögðu á botninum hvað matargerð varð- ar, með sínar köldu nýrnabökur og volga bjór. Miðjarðarhafs- Hvar iða þau af kæti? á Spáni á Ítalíu í Portúgal í Grikklandi í Belgiu í Hollandi á Iriandi í Rússlandi í Noregi Danmörku Finnlandi Frakklandi Japan Bandarikjunum Austurríki Bretlandi Svíþjóð Sviss Þýskalandi þjóðirnar fá hins vegar hæstu einkunn fyrir matargerð. Fallegustu konurnar þykja vera á Ítalíu, Spáni, í Svíþjóð og Frakklandi, en þær ólagleg- ustu í Sviss, Þýzkalandi og Aust- urríki. Svipuð svör fengust er spurt var um fríðleika karl- manna. Þegar upp var staðið fengu Spánn, Ítalía og Grikkland hæstu heildareinkunnirnar, en Þýzkaland og Belgía þær lægstu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.