Morgunblaðið - 28.12.1994, Síða 6

Morgunblaðið - 28.12.1994, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rafmagnslaust var í tvo sólarhringa í Mýrahreppi um jólin Morgunblaðið/Sigurður Blöndal LÍNI Hannes Sigurðsson, rafvirki, leggur lokahönd á tengingu spennisins á Framness- odda sem brann yfir, áður en hann var gangsettur um hádegisbil á annan í jólum. Hátíð í myrkri og kulda Hitastigið innandyra 10 gráður Þingeyri. Morgunblaðið. „ÞAÐ ER búið að vera ansi kalt og dimmt hjá okkur um jólin, og lopapeysurnar komu sér vel,“ sagði Torfi Bergsson, bóndi á Felli í Mýrahreppi í Dýrafirði. „Góða veðrið hefur bjargað okkur, lognið og stillurnar, enda hefði verið inun kaldara ef hann hefði verið með vindþræsingi." Kertaljós og gashitarar voru ljós- og yl- gjafar á 12 bæjum í Mýrahreppi auk þriggja heimila á Núpsskólalóðinni í rafmagnsleys- inu í Dýrafirði. Flúðu í jólaboð „Messuhaldi í Núpskirkju var frestað á jóladag vegna rafmagnsleysisins þar sem ekki var hægt að kynda kirkjuna, og árlegu jólamessukaffi var einnig frestað af sömu ástæðu,“ sagði Torfi. „Fjölskyldan „flúði“ eiginlega í jólaboð sem haldið var á bænum Læk, en hann er eini bærinn í sveitinni sem hefur eigið rafmagn frá heimasmíðaðri raf- stöð. Þessu jólaboði var flýtt um einn dag og var notalegt að vera þar í hlýju og vita af kuldanum heima. En að koma heim í jökul- kalt húsið um kvöldið var hins vegar nötur- legt- Við fengum að vísu lánaðan gasofn frá Þingeyri seint á jóladagskvöld, gátum kynt svefnherbergin og því tekið mesta hrollinn úr okkur áður en gengið var til náða, en þá var hitastigið í húsinu komið niður í rétt rúmar 10 gráður.“ Mýrhreppingar eyddu jólunum að mestu leyti í spilamennsku við kertaljós, enda ann- álaðir spilamenn. RAFMAGN komst loks á í Mýrahreppi við Dýra- íjörð um kl. 3 eftir miðnætti í fyrrinótt eftir að rafmagnslaust hafði verið í hreppnum í um tvo sólarhringa. Bilun varð í rafmagnssæstreng sem liggur þvert yfir Dýrafjörð, yfir í Framnesodda undan bænum Höfða. Mýrhreppingar héldu því jólin hátíðleg í myrkri og kulda við kertaljós. Óvíst er hvenær hafist verð- ur handa um viðgerð á sæstrengnum en líklegt að það verði ekki fyrr en í vor. Rafmagnið fór af öllum Dýrafirði á jólanótt, en komst aftur á á Þingeyri um kl. 9.30 á jóladags- morgun. Að öllum líkindum hefur sæstrengurinn farið í sundur að hluta til, eftir nudd við íshröngl í fjöruborðinu. Ekki er vitað nákvæmlega hvar bilun- in er á strengnum. Gripið var til þess ráðs að fá spenni sendan frá Isafirði og kom Fagranesið með hann til Þingeyrar skömmu eftir miðnætti á jóladag. í birtingu á öðrum degi jóla var síðan hafíst handa við tengja spenn- inn, og komst rafmagn á aftur í hádeginu. Þetta var skammgóður vermir, því spenrjirinn brann yfir tæpum þremur tímum síðar, sökum bilun- ar og álags. Líklega hafa allir rafmagnsofnar í sveit- inni verið kyntir á fullu til að ná upp yl í húsin sem voru orðin allköld, og kólnuðu enn eftir að spennir- inn brást. Kafbáturinn til bjargar Strax voru gerðar ráðstafanir til að fá nýjan spenni sendan frá Orkubúi Vestfjarða á Isafirði. Vegagerðin brást skjótt við og voru Breiðadals- og Gemlufallsheiðar ruddar vegna þessa um kvöldið. „Nýi“ spennirinn, sem reýndar er tæplega 60 ára gamall og gengur undir nafninu „kafbáturinn" sak- ir útlits síns, kom loks á áfangastað um miðnætti og rafmagni var hleypt á þremur tímum síðar. Að sögn bænda í hreppnum gekk lífið sinn vana- gang þrátt fyrir rafmagnsleysið. Kúabúskapur er á tveimur bæjum og lítil rafstöð á öðrum þeirra og ein slík fengin að láni á hinum bænum, þannig að mjaltir gengu eðlilega. Fjármálaráð- herra á Alþingi Sjúkraliðar gefa ekki skýr svör FJÁRMÁLARÁÐHERRA sagði á Alþingi í gær að enn hefðu ekki borist skýr svör frá sjúkraliðum um tilboð sem samninganefnd rík- isins lagði fram snemma í þessum mánuði og hvatti þingmenn til að krefjast slíkra svara. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði að tilboðið hefði verið gefið 9. desember, í samráði við borgarstjórann í Reykjavík, og þar hafi verið miðað við að gerður yrði skammtímasamningur til ára- móta þar sem sjúkraliðar nytu sömu launahækkana og aðrar heil- brigðisstéttir hefðu fengið undan- farin tvö ár. Síðan hæfust nýjar viðræður á sama grundvelli og við aðra launþega. Þingmenn fái svör Friðrik sagði að sjúkraliðar hefðu verið þrásinnis spurðir að því hvort þessu tilboði væri tekið eða hafnað en skýr svör hefðu ekki borist enn. „Vandinn er að við höfum ekki fengið höfnun, heldur hefur verið reynt að halda áfram viðræðum á grundvelli til- boðsins," sagði Friðrik og hvatti síðan þingmenn til að fá skýr svör frá forustumönnum sjúkraliðafé- lagsins í stað þess að krefjast sí- fellt aðgerða af hálfu ríkisvaldsins. Stöðvarstjóri Pósts og síma um neyðarbjölluútkall í pósthúsi Misskilningur frá upphafi til enda STÖÐVARSTJÓRI pósthússins við Rauðarárstíg segir að um misskiln- ing frá upphafi til enda hafi verið að ræða þegar lögreglumenn komu í pósthúsið eftir að viðvörunarkerfi tengt lögreglustöðinni fór í gang á miðvikudag. „Það gerist næstum því daglega, að lögreglumenn komi hingað ein- kennisklæddir að póstleggja fyrir sjálfa sig eða embættið," sagði Anna Bjarnadóttir, stöðvarstjóri. „Fólkið hérna hafði ekki hugmynd um að viðvörunarkerfið hefði farið í gang og lögreglan hafði ekkert samband við forsvarsmenn hér heldur fóru báðir lögreglumennirnir inn að borði þar sem engin afgreiðsla er og köll- uðu halló, halló, í þrígang, að mér er sagt. Hefðu þeir farið beint til gjaldkera eða að dyrum stöðvar- stjóra hefðu þeir strax getað náð sambandi við einhvern. Lögreglu- maðurinn sagði svo víst: Er eitthvað að hér? en menn heyrðu ekki betur en hann segði: „er engin afgreiðsla hér“, eins og margir gera sem fara að þessu borði. Þess vegna var hon- um bent á röðina," sagði Anna, sem ekki sagðist hafa verið á staðnum þegar þetta atvik kom upp. „Mér skilst svo að þessu hafi lok- ið þannig að lögreglan hafi á leið- inni út sagt eitthvað á þá leið að þeir væru komnir vegna þess að aðvörunarkerfið hefði farið í gang. Þá var strax hringt á viðgerðar- mann.“ Það víkja allir fyrír lögreglu „Þeir voru ekki ánægðir með að fá ekki afgreiðslu sem vonlegt er en ef þeir hefðu komið beint til gjald- kera þannig að það hefði heyrst hvað hann var að segja en ekki stað- ið og kallað þá hefði verið tekið öðruvísi á móti þeim. Það víkja allir til hliðar ef lögregla í búningi kemur og biður um að fá að komast til að tala við gjaldkera. Þannig að þetta var allt saman misskilningur." Anna sagði að gjaldkerar hefðu reglur til að vinna eftir ef eitthvað kæmi upp á sem gæfi tilefni til að ýta á viðvörunarhnapp. „Ef eitthvað hefði verið að hefði að sjálfsögðu verið brugðist rétt við, en af því að þetta var bilun þá vissi enginn um þetta. Það sést hvergi hjá okkur þegar kerfið bilar.“ Stálu um fimmtiu þúsund kínverjum Keflavík. Morgunblaðið. KÍNYERJUM og efnum til flugelda- sýninga var stolið í innbroti í hús- næði Björgunarsveitar Suðumesja um jólin. Þar á meðal voru belti með um 50.000 kínveijum. Rann- sóknarlögreglan í Keflavík yfir- heyrði menn í gær vegna málsins. Farið var inn í hús björgunar- sveitarinnar við Iðavelli, á tímabilinu frá miðjum aðfangadegi til miðs dags á annan í jólum. Á reiðgötu fyrir ofan' húsið voru ummerki eftir bíl og slóð eftir þjófana. Meðal þess sem stolið var voru 60 rakettur, 100 kökur og 40 tívolíbombur. Að sögn talsmanns björgunarsveitarinnar eru þetta afar hættuleg og vand- meðfarin efni. HJÓNIN Björn Ragnarsson og Dóra Sigurbjörnsdóttir bera jólatréð út úr stórskemmdu húsi sínu, en jólin urðu stutt hjá þeim að þessu sinni. íbúðarhús á Höfn stórskemmt eftir bruna á aðfangadagskvöld „Urðum frá að hverfa vegna gífurlegs hita“ Höfn. Morgnnblaðið. „ÉG REYNDI að fara inn í húsið ásamt nágranna mínum með slökkvitæki, en við urðum frá að hverfa vegna gífurlegs hita. Raf- magnstaflan er í forstofunni og við gátum því slegið út rafmagni, að- gætt glugga og lokað einum glugga sem var opinn, þannig að súrefni kæmist ekki inn,“ segir Björn Ragn- arsson. Jólin urðu stutt hjá Birni og eigin- konu hans, Dóru Sigurbjörnsdóttur, og þremur bömum þeirra að þessu sinni, en eldur kom upp í íbúðarhúsi þeirra á Höfn á aðfangadagskvöld. Fjölskyldan kom að húsinu um klukkan 21 að loknum jólamálsverði hjá skyldmennum, opnaði útidyrnar og varð umsvifalaust vör við reyk í forstofunni og mikinn hita. Þau opn- uðu ekki millidyr heldur sneru strax frá og hringdu í slökkviliðið. Aðeins einn gluggi var opinn í húsinu og sökum súrefnisskorts náði eldurinn, sem var í eða við stofusófa, sér ekki á strik. Á síðustu stundu Slökkviliðið sýndi mjög snör við- brögð og var aðeins örfáar mínútur að komast á staðinn. Um hálftíma tók að ráða niðurlögum eldsins. Að sögn Steinþórs Hafsteinssonar, slökkviliðsstjóra, hefðu þeir ekki mátt vera fimm mínútum síðar á ferðinni, því stofugluggi hússins var við það að springa út vegna hitans og „ekki að spyija að framhaldinu í timburhúsi," sagði hann. Björn og Dóra vilja koma á fram- færi þakklæti til bæjarbúa fyrir hjálpsemi eftir brunann. Bæði hús og innbú voru vel tryggð, en ekki er búið að meta tjónið að fuílu. Reyk- og hitaskemmdir eru miklar um allt hús, sérstaklega í stofu, eldhúsi og gangi. Hitinn var það mikill að nagl- ar gengu út úr veggjum, og er hús- ið að mestu ónýtt að innan og alls ekki íbúðarhæft fyrr en eftir mikla viðgerð. Eldsupptök eru enn ókunn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.