Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 49 FRÉTTIR Ur dagbók lögreglunnar Fjöldi óhappa á Þorláksmessu FRÁ því á Þorláksmessu og til morguns þriðja í jólum eru ná- kvæmlega 300 atvik skráð í dagbók lögreglunnar. Því miður eru þar 34 ölvunartilvik, 55 umferðaró- höpp, 3 heimilisófriðartilvik, 12 vegna hávaða og ónæðis, 12 vegna innbrota og þjófnaða, 3 líkams- meiðsl, 6 útköll vegna elds og 4 vegna rúðubrota og skemmdar- verka. Þrettán ökumenn, sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af, eru grun- aðir um ölvunarakstur og tveir reyndust réttindalausir. Þrír öku- mannanna höfðu lent í umferðar- óhöppum áður en til þeirra náðist. Sextán einstaklingar gistu fanga- geymslumar yfir hátíðimar. Þar af vora ijórir inni aðfaranótt jóla- dags. Kviknaði í þvottavél Síðdegis á föstudag varð um- ferðarslys á Vesturlandsvegi á Árt- únshöfða. Bifreið, sem var ekið til vesturs, var ekið yfir á rangan vegarhelming og framan á bifreið, sem ekið var úr gagnstæðri átt. Áreksturinn var það harður að kalla varð til tækjabifreið slökkvil- iðsins til að losa ökumann úr bif- reið sinni. Hann var fluttur á slysa- deild ásamt ökumanni hinnar bif- reiðarinnar og farþega. Talsvert annríki var síðdegis á föstudag. Á tveimur og hálfri klukkustund var t.d. tilkynnt um 18 umferðaróhöpp til lögreglu. Kvöldið var hins vegar fremur rólegt. Laugaveginum var iokað fyrir akandi umferð um kvöldmat- arleytið enda þá orðið töluvert um umferð gangandi fólks. Fátt fólk Reykjavík 23.-27. desember var í miðborginni þegar líða tók á nóttina eða um 100 manns þegar mest var. Fjórir ökumenn voru ‘þá grunaðir um ölvunarakstur. Annríki við kirkjugarða Aðfangadagur var fremur róleg- ur. Annríki var við kirkjugarðana að venju og síðdegis færðu lög- reglumenn um 400 börnum á starfssvæðinu jólagjafir í viður- kenningarskyni fyrir réttar lausnir í umferðargetraun grannskóla- barna. Tilkynnt var um 7 umferð- aróhöpp. Eitthvað mun jólaboð- skapurinn hafa verið misskilinn í aðsetri utangarðsfólks því þangað þurfti að senda lið lögreglumanna til að skakka leikinn eftir að hátfð- in gekk í garð. Slagsmál höfðu brotist út á meðal þess. Reyndist nauðsynlegt að vista einn aðila í fangageymslunum. Hann varð þó ekki af kræsingunum því þær vora látnar fylgja með. Aðfangadagskvöld var fremur rólegt og friðsamlegt eins og títt er á slíku kvöldi. Fötluðum og vega- lausum var veitt aðstoð við að kom- ast á milli staða. Kviknaði í út frá kertum Snemma á jóladag vaknaði íbúi húss við Bústaðaveg þegar reyk- skynjari þar innan dyra fór af stað. Ástæðuna fyrir því var að finna á borði í stofunni þar sem kerta- skreyting var byrjuð að brenna. íbúinn var vel búin eldvamartækj- um og notaði t.d. eldvamarteppi til að kæfa eldinn. Skemmdir urðu litlar og ekki reyndist þörf á aðstoð slökkviliðs. Aðfaranótt mánudags kviknaði einnig í jólaskreytingu í fyrirtæki við Knarrarvog. Um minniháttar skemmdir var að ræða. Á mánudag kviknaði í húsi við Höfðabakka. Miklar skemmdir hlutust af og reykskemmdir urðu í 6 fyrirtækj- um. Lögreglan aðstoðar fólk Skömmu eftir hádegi á jóladag var bifreið ekið á ljósastaur við Hringbraut við tjamarendann. Ökumaður og farþegi vora fiuttir á slysadeild og bifreiðin var fjar- lægð af vettvangi með kranabif- reið. Annar í jólum var tiltölulega rólegur. Einungis var tilkynnt um eitt ölvunartilvik og einn árekstur. Önnur verkefni vora tengd aðstoð við fólk af ýmsum toga. Aðfaranótt mánudags sást til manns vera að reyna að brjótast inn í hús við Brautarholt. Hann náðist og var vistaður í fanga- geymslu. Síðdegis þennan dag var tilkynnt um innbrot í skrifstofuhús- næði við Laugaveg. Málið er í rann- sókn hjá RLR. Farið varlega Lögreglan í Reykjavík hvetur landsmenn til að fara varlega í meðferð flugelda og blysa um ára- mótin, gleyma ekki hlutdeild bam- anna og gæta hófs í drykkju áfeng- is. Þá þakkar hún hinum sömu, sáttum sem ósáttum, samstarfið á árinu og óskar þeim gleðilegs nýs árs.' ■ TÓNLEIKAR verða haldnir í Rósenberg í kvöld, miðvikudag- inn 28. desember, undir heitinu byltingartónleikar. Hljómsveit- irnar Strigaskór nr. 42, Gröm, Forgarður helvítis, Örkuml og fleiri leika. Miðaverð er kr. 500. Sl. leikvika, 26. des. 1994 | A'r. Leikur:_____________Röðin: 1. Leeds - Ncwcastle - X- 2. Chelsca - Man. lltd. - - 2 3. Lcicestcr - Liverpool - - 2 4. Arscnal - Aston V. - X - 5. Coventry - Notth For. - X - 6. Norwich - Tottenham - - 2 7. C. Palace - QPR - X - 8. Southampton - Wimblcd - - 2 9. Everton - Shcff. Wed - - 2 10. West llam - lpswich - X - 11. Sheff. lltd - Middlesbro - X - 12. Oldham - Wolves 1 - - 13. Tranmcre - Dcrby 1 - - Heildarvinningsupphæðin: 104 milljón krónur 13 réttir: 2.771.660 12 réttir: | 116.340 | 11 réltir: 9.470 | 10 réttir: 2.250 | - kjarni málsim! VINNIN LAUGA ©( © GSTÖLUR RDAGINN 23.12.1994 ©0^ v® XD VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 sf 5 1 1.995.990 irr 347.130 3. 4af5 72 8.310 4. 3af5 2.740 500 Heildarvinningsupphæö: 4.311.440 Sfr' ; BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4500 0021 1919 4507 4500 0021 6009 4507 4500 0022 0316 4548 9018 0034 2321 ÖLL ERLEND KORT SEM BYRJA Á: 4550 50*» 4560 60** 4552 57** 4941 32** Afgre&luttlk vmsamlegast takið otangreind kort úf umferó og sendtt VISA Islandi sundurklippt. VEHÐLAUN kr. 5000,- lyrir að któfesta kort og visa á vágest. Áifabakka 16 - 109 Reykjavik . Sími 91-671700 H FLUGELDASALA TIL STYRKTAR VIMUVORNUM ÚTSÖLUSTAÐIR Kolaportinu, Tryggvagötu, austur endi Eddufelli2, við hliðina á 11-11 Jardhúsunum, Ártúnsbrekku 6 BRJALAÐAR RAKETTUR AÐEINS 500 KR. TIL STYRKTAR VÍMUVÖRNUM -meðal barna og unglinga- ÍUT-ÆSKUL ÝÐSSAMTÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.