Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Hvers á Hagalín
að gjalda?
BÓKMENINTIR
Bókmenntaan náll
í DEIGLUNNI 1930-1944
Frá Alþingishátið til lýðveldisstofn-
uníir.Ritstjóri: Bera Nordal. Lista-
safn íslands, Mál og menning 1994
— 228 síður. 4.980 kr.
í deigiunni 1930-1944 er um margt
hin veglegasta bók og eiguleg, enda
hefur henni verið vel fagnað. Fjallað
er um helstu listgreinar í bókinni,
samfélagsmál og deilur um list. Hér
er vitanlega ekki á ferðinni tæmandi
rit um efnið, en metnaður ritstjóra
og höfunda er töluverður.
Söguleg ár. Annáll helstu bók-
menntaviðburða nefnist þáttur bók-
mennta á tímabilinu. Höfundar hans
eru þeir Ámi Siguijónsson og Friðrik
Rafnsson. Miðað við að þeir félagar
hafa aðeins fáeinar blaðsíður til um-
ráða má segja að þeir komist að
mestu vel frá efninu. Þeir varast
ýmsar gryfjur sem bókmenntamenn
hafa fallið í, hafa upppgötvað kvenna-
bókmenntafræði til dæmis eins og
nöfn Þórunnar Magnúsdóttur, Ragn-
heiðar Jónsdóttur, Sigríðar Einars frá
Munaðamesi og Guðrúnar Lárusdótt-
ur gefa til kynna. Þessara skáld-
kvenna er minnst að verðleikum.
Rauðir pennar
Þess er að sjálfsögðu getið þegar
Rauðir pennar heíja göngu sína 1935,
Bókmenntafélagið Mál og menning
er stofnað 1937, Tímarit Máls og
menningar kemur út 1939 og Helga-
fell 1942.
Rithöfundar eru misjafnlega mikil-
vægir í Annál helstu bókmenntavið-
burða á tfmabilinu. Eigi að líta á
myndskreytingar með annálnum eru
Nicotinell
nikótínplásturinn virkar
allan sólarhringinn
Ef þú ætlar þér að hætta að reykja þá
getur Nicotinell nikótínplásturinn gert
gæfumuninn.
Nicotinell nikótínplástur kemur í veg fyrir þörf
líkamans fyrir nikótín alla klukkutíma sólar-
hringsins og losar þig þannig úr vítahring vanans.
Nicotinell plásturinn er til í þremur styrkleikum
og fæst í apótekum án lyfseðils. Lestu vel leið-
beiningar og holl ráð sem fylgja Nicotinell
plástrinum.
Fraink-iðamli: t'ilia -
(it'igy A( i. Itasel. SvLss.
Iitiiflvljuiuli og haml-
liali markaðsk-yíis:
Slifán T'horiirciisen
h.l.. Síðumiila 32.
Rcykjavik. mTiií: 01-
6X(i044.
Nicotinell er plástur sem inniheldur nikótín og er ætlaður sem hjálparlyf til að
hætta reykingum. Notist eingöngu af fullorðnum. Plásturinn skal líma á hárlausa
og heila húð. Skömmtun: Fyrir þá sem reykja 20 sígarettur á dag eða meira:
1 plástur með 21 mg á sólarhring daglega í 3-4 vikur, því næst 1 plástur með 14
mg á sólarhring, daglega í aðrar 3-4 vikur og að síðustu plástur með 7 mg á
sólarhring, daglega í 3-4 vikur. Fyrir þá sem reykja minna en 20 sígarettur á dag:
1 plástur með 14 mg á sólarhring daglega í 3-4 vikur og meðferðin endar á
plástrinum sem inniheldur 7mg á sólarhring, daglega í 3-4 vikur. Meðferð
skal ekki standa lengur en í 3 mánuði. Ekki skal setja plásturinn á sama stað dag
eftir dag, heldur fmna annan stað á líkamanum. Kláði og roði á húð geta gert
vart við sig undan plástrinum. í einstaka tilfellum geta komið fram auka-
verkanir sem tengjast nikótínáhrifum plástursins, þ. e. höfuðverkur svimi,
svefntruflanir og ógleði. Rétt er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing ef
þessi óþægindi verða veruleg eða viðvarandi. Fólk með kransæðasjúkdóma,
og blóðrásartruflanir, sem og þcir sem fengið hafa heilablóðfall ættu að ráðfæra
sigvið lækni áður en þeir byija að nota plásturinn. Nikótín getur dregið úr
fósturvexti.
LISTIR
Árni
Siguijónsson
Friðrik
Rafnsson
Guðmundur
Gíslason Hagalín
þessir helstir: Halldór Laxness (mynd
af honum og tvær bókarkápur), Þór-
bergur Þórðarson (tvær bókarkápur)
og Steinn Steinarr (þrjár bókarkáp-
ur).
Eitt tímarit er sýnu mikilvægast
samkvæmt þessum reikningi, Rauðir
pennar sem er eina tímaritið sem á
kápumynd.
Séra Gunnar Benediktsson var
áberandi ritgerðasmiður á þessum
tímum eins og annállinn vitnar um,
en ekki er auðvelt að sjá að ritgerða-
söfn hans geti talist meðal heistu
bókmenntaviðburða. Þau verða aftur
á móti ekki undanskilin þegar meta
skal vinstri róttækni tímanna.
Þess er getið í annálnum að Guð-
mundur Gíslason Hagalín hafí sent
frá sér Kristrúnu í Hamravík 1933
og er það eina verk hans sem kemst
á blað hjá Áma Siguijónssyni og
Friðriki Rafnssyni. Samt komu Virkir
dagar 1936, Sturla í Vogum 1938
og síðast en ekki síst Saga Eldeyjar-
Hjalta 1939. Með þeirri bók og Virk-
um dögum gerðist Hagalín einn af
brautryðjendum þeirrár bókmennta-
greinar sem nefnist viðtalsbækur og
hefur verið fyrirferðarmikil.
Gróður og sandfok
Annað glappaskot og enn verra er
að hvergi er þess getið að 1943 kom
út Gróður og sandfok Hagalíns, eftir-
minnileg vamarræða og um leið sókn-
arrit lýðræðissinnaðs rithöfundar
gegn alræði kommúnisma og Sovétg-
lýju sem þá blindaði mörgum sýn.
Afar vel hefði farið á því að hafa
þetta rit með í upptalningu þar sem
tíundaður er þáttur Gunnars Bene-
diktssonar, Halldórs Laxness og Þór-
bergs Þórðarsonar sem ritgerðahöf-
unda. Flest af því sem þessir höfund-
ar sögðu þá um alþjóðamál er nú
best gleymt, en Hagalín hefur reynst
furðu sannspár.
Gróður og sandfok er ekki verk
hægrimanns heldur lýðræðissinnaðs
jafnaðarmanns. Viðbrögð íslenskra
kommúnista gegn þeim var að þeir
væru á mála hjá auðvaldinu, svikar-
ar. Frá þessu og mörgu öðm segir
Hagalín í Gróðri og sandfoki.
Þess vegna er spurt: Hvers á Guð-
mundur Gíslason Hagalín að gjalda?
Er ekki enn búið að fyrirgefa honum
Gróður og sandfok og öfluga menn-
ingarbaráttu hans fyrr og síðar? Því
er bágt að trúa eftir fall múrsins.
Jóhann Hjálmarsson
John Osborne látinn
Reiður allt til æviloka
Lundúrium. The Daily Telegraph.
ENSKA leikskáldið
John Osborne, sem
lést á aðfangadag jóla,
65 ára að aldri, varð
þekktur fyrir vægðar-
lausa gagnrýni sína á
gildismat bresku milli-
stéttarinnar í „Horfðu
reiður um öxl“ („Look
Back In Anger“,
1956). Osbome var
einn „reiðu, ungu
mannanna" í breskri
leikritun og hélt reið-
inni allt til æviloka.
Bresk dagblöð
minntust Osbornes
sem „leikskáldsiiis
sem breytti ásjónp breskrar leiklist-
ar eftir stríð“. í „Horfðu reiður um
öxl“ tjáði hann reiði og vonbrigði
kynslóðar sinnar í persónunni
Jimmy Porter og hann skapaði
hveija persónuna á fætur annarri
sem drifin var áfram af heift. Gmn-
semdir vöknuðu um að fyrirlitningin
sem fram kemur í verkunum hafi
fyrst og fremst beinst að honum
sjálfum.
„Osborne hefur verið sjálfum sér
verstur," skrifaði breski gagnrýn-
andinn Harold Hobson árið 1959.
„Sjálfshatur virðist knýja hann
áfram í listinni. Hann ætti að halda
því niðri: hann er ekki eins slæmur
og hann heldur."
Hótunarbréf til gagnrýnenda
Osborne sá óvini í hveiju horni
og lét fúkyrðin óspart dynja á þeim.
Hann hafði þó einkum ímugust á
leiklistargagnrýnendum. „Það ætti
að fletta ofan af þeim reglulega,“
skrifaði hann, „eins og spilltu lög-
regluliði eða biluðum skolplögnum."
Osbome stofnaði „Mafíu breskra
leikskálda" sem hafði það að mark-
miði að senda hótunarbréf til gagn-
rýnenda sem hann hafði ímugust á.
Osborne var þó eftirlæti margra
gagnrýnenda. Verk hans fengu
verðlaun Evening Standard 1956,
1965 og 1968, verðlaun gagnrýn-
enda í New York 1958 og 1965 og
Tony-verðlaunin 1963.
Osborne stofnaði Woodfall Films
árið 1958 ásamt Tony Richardson
og fyrirtækið framleiddi kvikmynd-
ir byggðar á leikritum hans, svo
sem „Horfðu reiður um öxl“ (með
Richard Burton, 1959) og „The
Entertainer" (með Laurence Olivier,
1960). Osborne hlaut einnig Ósk-
arsverðlaun fyrir handrit sitt að
„Tom Jones“ árið 1960.
Reiðinni linnti þó aldrei. Hann
skrifað „hatursbréf" til samlanda
sinna árið 1961, þá staddur í Frakk-
landi. „Fari þú bölvað,
England," skrifaði
hann, „þú ert að úr-
kynjast og hverfur
mjög bráðlega."
Osbome skrifaði
tvennar æviminningar,
„A Better Class of Per-
son“ (1981) og „Alm-
ost A Gentleman"
(1991). Bækurnar
vöktu athygli vegna líf-
legra skrifa og heift-
arinnar sem þar kemur
fram. Osborne er þar
sériega bitur og óvæg-
inn í garð kvenna og
lýsir samskiptum sín-
um við hitt kynið á opinskáan hátt.
Sjálfsmorð íjórðu eiginkonu háns,
leikkonunnar Jill Bennet, er þar
afgreitt sem „léleg sviðsetning
skapheitrar vinnukonu" og hann
veigraði sér ekki heldur við að lýsa
hatri sínu á móðurinni, þótt hún
væri enn á lífi þegar bókin kom út.
Málsvari hinna stéttlausu
John James Osbome fæddist í
Lundúnum árið 1929 inn í milli-
stéttarfjölskyldu sem bar þess aldr-
ei bætur að „hafa orðið undir í
heiminum“, eins og hann komst
sjálfur að orði. Fjölskylda móður-
innar hafði rekið krár þar til faðir
hennar „tápaði því öllu“. Fjölskylda
föðurins kom frá Suður-Wales; afi
hans hafði ánetjast svo krikket að
skartgripaverslun hans varð gjald-
þrota.
Osborne skrifaði í fyrstu í við-
skiptatímarit, einkum Gas World
en varð síðar aðstoðarmaður sýn-
ingarstjóra og leikari. Fyrsta leikrit
hans, The Devil Inside, var sviðsett
í Huddersfield árið 1949 og annað,
Personal Enemy, sem hann skrifaði
með Anthony Creighton, var sett
upp í Harrogate sex ámm síðar.
Osbome lifði á atvinnuleysisbót-
um árið 1955 þegar hann sá auglýs-
ingu í tímariti þar sem óskað var
eftir handritum fyrir English Stage
Company, sem var þá nýstofnað.
Hann sendi þá leikhúsinu „Horfðu
reiður um öxl“. Tony Richardson
leikstjóri las handritið og mælti með
því við George Devine leikhússtjóra,
sem féllst á að sviðsetja það.
Það var langt frá því að leikritið
slægi í gegn á fyrstu sýningunni,
8. maí 1956. Daginn eftir fór að-
eins Financial Times lofsamlegum
orðum um sýninguna.
Straumhvörf urðu hins vegar
næsta sunnudag þegar Observer
birti sérlega lofsamlegan leikdóm
eftir Kenneth Tynan. „Þarna em
allir kostirnir," skrifaði hann, „kost-
ir sem menn höfðu orðið úrkula
vonar um að sæjust nokkurn tíma
á sviði - tilhneigingin til stjómleys-
is, eðlislæg vinstristefnan, ósjálfráð
afneitun „opinberra“ sjónarmiða,
súrrealísk kímnigáfan... fjöllyndið,
sú tilfínning að ekki sé til málstað-
ur sem vert sé að beijast fyrir og
sú niðurstaða að enginn sem deyr
skuli fara ósyrgður.“
„Porterar okkar tíma hafa ímug-
ust á ofríki hins „góða smekks" ...
þeir eru stéttlausir og eiga sér eng-
an leiðtoga. Osbome er fyrsti mál-
svari þeirra... Ég efast um að
mér geti þótt vænt um nokkurn sem
ekki vill sjá „Horfðu reiður um öxl“.
RICHAR D Burton í hlutverki Jimmys Porters í kvikmyndinni
„Horfðu reiður um öxl“. Með honum á myndinni eru Mary Ure
og Claire BJoom.
John Osborne
r
>
>
I
i
>
i
i
i
i
>
!
i
i
\
i
I
i
\
i