Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐID AÐSENDAR GREINAR Heimsborgarar og hælbítar LÍTILLI þjóð er það mikið happ að eiga vígfima og skörulega full- trúa á málþingum þjóðanna. Af- burða þekking, hæfileikar og rök- festa Jóns Baldvins Hannibalsson- ar hafa lengi vakið aðdáun mína - og er ég þó ekki krati. Það er hins vegar utan funda sem lausnir fínnast og sigrar vinn- Sjábn hlutina í víbara samhengi! - kjarni málsins! ast. íslenskum hagsmunum er það mikilvægt að utanríkisráðherra geti því haft sér við hlið eiginkon- una Bryndísi Schram. Hún er glæsilegur heimsborgari í fremstu röð þar sem saman fara þokki, þekking, fegurð og gáfur. Slíkir mannkostir fara fyrir brjóstið á litlum' sálum, sem glefsa þar til Ávallt nýjar vörur Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr nóttfatnaSur Nýbýlavegi 12, sími 44433 Bryndís Schram er glæsilegur heimsborff- ari í fremstu röð, segir Ragnar Tómasson, og telur mannkosti hennar hafa verið mikilvæga íslenskum hagsmunum. þeirra sem þær komast næst þeim og hæst - í hælana. Mér er minnisstæð fréttamynd úr Morgunblaðinu sem ég bið blað- ið vinsamlega að birta'með grein þessari. Þúsund orð geta aldrei sagt það sem við augum blasir. Bryndís, hafðu hjartans þakkir fyrir allt sem þú hefur gert og verið landi okkar. Höfundur er lögmaður. Hvað er ferða- málafræðingur? Félag háskólamenntaðra ferðamálafræðinga í KVÖLD verður stofnað í Reykjavík fé- lag háskólamenntaðra ferðamálafræðinga. Félagið er opið þeim sem hafa lokið prófi í ferðamálafræðum frá viðurkenndum há- skóla. Markmiðin með stofnun félagsins eru m.a. að efla fræðilega og faglega umfjöllun um ferðaþjónustu á íslandi, að fá nám í ferðamálafræðum metið til jafns við nám í öðrum háskólagreinum sem og að auka skilning og viður- kenningu á gildi slíkrar menntun- ar. En hvað er ferðamálafræðingur? Árið 1841 stóð maður nokkur að nafni Thomas Cook fyrir fyrstu skipulögðu pakkaferð (alferð) sögunnar. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjátfar í þróuon ferðaþjónustu í heiminum. vinnugreinin verður sífellt um- svifameiri og mikilvægari, nánast hvert sem litið er, og ferðalög skipa af ýmsum ástæðum stöðugt veigameiri sess í lífi manna. Ferðamálafræði er ung fræði- grein. Hún hefur þó verið kennd við erlenda háskóla í nokkra tugi ára, einkum í þeim löndum þar sem þróun ferðaþjónustu er lengra á veg komin en hér á ís- landi. Þar skapaðist þörf fyrir fólk með menntun, þ.e. þekkingu á ferðaþjónustunni í heild. Æ fleiri íslendingar leggja leið sína til útlanda til að leggja stund á háskólanám í ferðamálafræð- um. Nú þegar hafa nokkrir tugir íslendinga lokið námi í greininni. Þess ber að geta að nám í ferða- málafræðum er oft mismunandi Bjarnheiður Hallsdóttir • Þá kemur aðeins ein tölva til greina: Macintosh Performa 475 P Macintosh Performa 475 er öflug einkatölva, sem hentar sérlega vel hvort helclur er íyrir heimili, skóla eða fyrirtæki. Macintosh Performa 475 er með 15" Apple-Iitaskjá, stóru hnappa- borði, mús, 4 Mb vinnsluminni og 250 Mb harðdiski. Macintosh Performa 475 kostar aðeins 125.263,- kr. 119.000,-krS,8r eða4.24l2,“kr.. á mánuði í 36 mám TIL ALLT AD 36 MÁNAÐA aí RAÐGREIOSLUR ygsr TIL ALLT AO 18 MÁNAOA Apple-umboðið hf. Skipholti 21, sími: (91) 62 48 00 * UpphæSin er meðaltalsgreiSsla meS vöxtum, lántökukostnaði og færslugjaldi. eftir skólum og lönd- um. Lagðar eru ólík- ar áherslur á hina ýmsu þætti ferða- þjónustunnar og sér- hæfing fólks er því mismunandi. Einn hefur t.d. sérhæft sig í ferðahagfræði, annar í markaðsmál- um, sá þriðji í þróun- armálum og sá Tjórði í rekstri og stjórnun ferðaþj ónustufyrir- tækja. Af þessum ástæðum og enn- fremur végna þess að greinin er ný er mönnum það oft óljóst hvers konar þekkingu ferðamálafræðingar búa yfir. Allir ferðamálafræðingar eiga það sameiginlegt að hafa lokið umfangsmiklu háskólanámi (a.m.k. 3-4 ár) sem hefur ferða- þjónustu að megininntaki. Þeir hafa víðtæka yfírsýn og þekkingu á hinum ýmsu þáttum atvinnu- greinarinnar og eru í stakk búnir í kvöld (28.12.) verður stofnað félag háskóla- menntaðra ferðamála- fræðinga. Bjamheiður Hallsdóttir segir það mikilvægt spor í síharðnandi samkeppni á ferðamörkuðum heimsins. til að beita viðurkenndum aðferð- um við greiningu og rannsóknir á þessum þáttum. Sem dæmi má nefna eftirfarandi: 1) Þekking á ferðamanninum sjálfum, óskum hans og vænting- um til landsins sem hann heim- sækir, af hveiju hann ferðast, hvernig hann hegðar sér á ferða- lögum og hvernig má flokka hann til að þjónustan við hann verði í samræmi við hans væntingar. 2) Þekking á hinum eiginlegu þjónustuþáttum atvinnugreinar- innar, s.s. samgöngm, rekstri gisti- og veitingastaða, afþrey- ingu ýmiskonar og svo mætti lengi telja. 3) Þekking á hinni víðtæku markaðsfræði ferðaþjónustu allt frá markaðsrannsóknum og stefnumótun, til framkvæmdar markaðsáætlana. 4) Þekking á áhrifum ferða- streymis á efnahag, menningu, og umhverfi landa. Að auki eiga allir íslenskir ferðamálafræðingar það sameig- inlegt að hafa dvalið í nokkur át' erlendis. Þeir hafa því kynnst vel löndum og þjóðum, sem í mörgum tilfellum eru okkar helstu mark- aðssvæði. Slík þekking er gulls ígildi nú á tímum síharðnandi samkeppni á ferðamörkuðum heimsins og á hún, samfara sér- menntun ferðamálafræðinga, eflaust eftir að koma að gagni við uppbyggingu og þróun ís- lenskrar ferðaþjónustu. Höfundur er fcrðamálafræðingur frá Fachhochschule Miinchen í Þýskalandi. Starfar nú íRcykjavík hjá þýska ferðaheildsalanum Set Reisen GmbH og erí undir- búningshóp um stofnun Félags háskólamenntaðra ferða- málafræðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.