Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 64
Ltm alltaf á Miðvikudögum MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, POSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ungur maður ótrúlega lítið meiddur eftir bílveltu í Hvalfirði Morgunblaðið/Árni Sæberg RAFN Benediktsson og kærasta hans, Eva Dögg Jónbjömsdóttir, eftir að hann fékk að yfirgefa sjúkrahúsið í gær, en Rafn ætlaði að heimsækja hana á Sauðárkrók þegar slysið varð. Subaru skutbíllinn sem hann ók er nær óþekkjanlegur eftir slysið. „Eins og hafi „ slokknað ámér“ „ÉG VAR eitthvað að fikta í útvarpinu og síð- an man ég ekki neitt, það er eins og hafí slokknað á mér. Það var mikil hálka þarna og ég hlýt að hafa farið út af veginum, því að það næsta sem ég man er að ég var að reyna að losa mig við öryggisbeltið og beygði mig yfir í farþegasætið, annaðhvort á leiðinni niður hlíðina eða strax á eftir,“ segir Rafn Benedikts- son sem var á leið til Sauðárkróks í fyrra- kvöld þegar bifreið sem hann hafði leigt fór út af Vesturlandsvegi við Fossá í Hvalfirði. Bifreiðin kastaðist tugi metra niður stór- grýtta hlíð og hafnaði á hvolfí niðri í fjöru, örskammt frá sjávarmáli. Rafn lá í roti í einn og hálfan til tvo tíma, og var líkamshiti hans kominn niður í 34 gráður þegar hann fannst. „Þegar ég vaknaði lá ég í þakinu á bílnum farþegamegin, við hurðina sem var aðeins opin. Ég ýtti á hana og staulaðist út. Ég ætl- aði að skríða upp á veg en myrkrið var svo Deilt um lán til Silfurlax DEILUR urðu á Alþingi í gærkvöldi um breytingartillögu sem fjórir fuil- trúar stjómarflokkanna í efnahags- og viðskiptanefnd fluttu við síðustu umræðu um lánsfjárlög. Tillagan var um að hafbeitarstöð- in Silfurlax hf. á Snæfellsnesi fái ríkisábyrgð fyrir 50 milljóna króna láni, en þetta hafði áður verið sam- þykkt í ríkisstjórn. Silfurlax, sem Svíar eiga í meirihluta, mun vera eina hafbeitarstöðin sem eftir er hérlendis. Matthías Bjamason brást illa við 1"*iliögunni og sagði að í henni fælist mismunun. Vísaði hann til þess að samskonar fyrirtæki á Tálknafirði fékk ekki bankafyrirgreiðslu fyrir nokkm. Gert var hlé á umræðunni til að halda þingflokksfund í Sjálfstæðis- flokknum og mæltu fleiri en Matthí- as gegn tillögunni. ------» ♦ ♦----- A rækju- veiðar við Svalbarða? ÚTGERÐ Óttars Birtings veltir nú fyrir sér þeim möguleika að senda skipið á rækjuveiðar á Svalbarða- svæðinu eftir áramót. Óttar Birting er skráður í Pan- ama, svo að breyta verður skrán- ingu skipsins ef af veiðunum verð- ur, þar sem aðeins skip þeirra þjóða, sem skrifað hafa undir Svalbarða- samninginn, koma til greina við þessar veiðar. Norðmenn hafa auglýst eftir .skipum til rækjuveiða á Svalbarða- svæðinu og greiða gott verð fyrir blokkfrysta iðnaðarrækju, sé henni landað í Noregi. Rækjan veiðist nálægt landi og þurfa skipin að glíma við lagnaðar- ís, en Óttar Birting er sérstyrktur fyrir veiðar í ís. ■ Ottar Birting/B2 mikið að ég fór í vitlausa átt og gekk niður að sjó sem var nokkra metra í burtu. Mér var svo kalt og illt í bakinu og höfðinu að ég gat varla staðið í fætuma, og fann að ég myndi ekki komast upp á veg og settist á stein. Ég beið nokkra stund og var orðinn sannfærður um að enginn myndi koma og fór því aftur að bílnum og áttaði mig á að kveikja á viðvör- unarljósunum. Ég ætlaði aldrei að fínna takk- ann og ýtti á ótal rofa í myrkrinu áður en sá rétti fannst. Hann virkaði sem betur fer. Hélt að yrði sprenging í flakinu var svo svakaleg bensínlykt að ég ætlaði varla að þora að kveikja á ljósunum, hélt að það yrði sprenging. Ég setti þau samt á og fór til öryggis frá bílnum og settist milli tveggja steina. Þar sat ég þegar ég fannst.“ Hvassviðri, snjókoma og talsvert frost var í Hvalfirði í fyrrakvöld, en Rafn segist ekki hafa fundið mikið fyrir veðrinu. Hann var þó aðeins klæddur í gallabuxur, rúllukragapeysu og leðuijakka. „Ég fann fyrst fyrir kuldanum þegar fólkið kom mér til aðstoðar, þá fór ég að hríðskjálfa," segir Rafn. ■ Beið í fjörunni/4 Rætt um lögverndun starfssviðs sjúkraliða RÆTT hefur verið um það milli for- ystumanna sjúkraliða og stjórnvalda að undanförnu hvort möguleikar séu á afgreiðsiu frumvarps um breytingu á lögum um sjúkraliða sem fæli í sér lögverndun á starfssviði þeirra til að greiða fyrir lausn kjaradeilunn- ar milli sjúkraliða og ríkisins. Frumvarp sama efnis var lagt fram á Alþingi í fyrra en var ekki afgreitt vegna ágreinings um út- víkkun á starfssviði sjúkraliða. Nefnd sem fjallað hefur um málið á vegum heilbrigðisráðuneytisins kom saman síðdegis í gær og kemur aft- ur saman kl. 8 í dag til að fara yfir frumvarpið að nýju en þessari hug- mynd hefur fram að þessu verið 'haldið fyrir utan kjaramálaviðræð- urnar milli samninganefnda Sjúkra- liðafélagsins og ríkisins sem fram hafa faríð hjá ríkissáttasemjara. Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi að þessi hugmynd hefði kom- ið til umræðu á seinustu dögum og sjúkraliðar hefðu svarað því til að hún dygði ekki ein og sér til að leysa deiluna en þeir teldu hana þó mjög jákvæða og myndu meta það til kjara ef þetta yrði lögfest. „Myndi greiða verulega úr málum“ „Ég er sannfærð um að það myndi greiða verulega úr máium ef það kæmi fram,“ sagði Kristín um frum- varpið. Hún sagði að þó ekki fælist launahækkun í lagasetningu af þessu tagi fengju sjúkraliðar aukið starfsöryggi. Sighvatur Björgvinsson heilbrigð- isráðherra sagði að niðurstaðan hefði orðið sú á Alþingi sl. vetur að setja þetta frumvarp í nefnd. Sú hugmynd hefði svo komið upp hjá sjúkraliðum hvort það væri mögu- leiki á að taka frumvarpið upp að nýju. „Það kemur vel til greina af minni hálfu að taka það til skoðunar en erfiðleikarnir eru þeir að það er mikill ágreiningur um frumvarpið í heilbrigðisstéttunum og ég veit ekki hvort það næst samkomulag um að afgreiða það á svona stuttum tíma,“ sagði Sighvatur. Samningafundur milli sjúkraliða og viðsemjenda þeirra hjá ríkissátta- semjara hófst kl. 11 í gærmorgun og stóð langt fram eftir kvöldi án þess að mikið þokaðist í viðræðum um kjaramál en hins vegar munu hugmyndirnar um afgreiðslu sjúkra- liðafrumvarpsins hafa hleypt nýju lífi í viðræðurnar. Morgunblaðið/Þorkell Með hjálp pabba ÞEGAR fína sleðanum er stýrt niður brekku er betra að hafa örugga leiðsögn reyndra sleða- manna eins og pabba. Þá er hægt að brosa áhyggjulaus og njóta ferðarinnar. Yerð á sjávarafurðum heldur áfram að hækka á erlendum mörkuðum Hækkun um 8,7% frá því að verð var lægst í apríl VERÐ á sjávarafurðum heldur áfram að hækka á erlendum mörkuðum og nam hækkunin milli nóvémber og desembermánaðar 1,1% reiknað í mynteiningunni SDR. Verðvísitalan er þá 102,5 og hefur hækkað um 8,7% frá því í apríl síðastliðnum er hún var lægst, en hækkunin er tæp 3% ef miðað er við meðaltal síðasta árs. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, segir að haldi verð áfram að hækka eins og útlit sé fyr- ir, sé skynsamlegt að beita einhvers konar sveiflujöfnunartæki eins og Verðjöfnunarsjóði til að koma í veg fyrir að hagsveifla í sjávarútvegi hækki raungengið og skekki sam- keppnisstöðu annarra atvinnugreina. Þórður sagði að allgóðar forsendur væru fyrir því að verð á sjávarafurð- um héldi áfram að þokast upp á við og afkoma í sjávarútvegi héldi áfram að batna. Samkvæmt afkomuáætlun miðað við rekstrarskilyrði í ágúst í sumar hefði hagnaður í sjávarútvegi í heild verið 2,5%. Þá hafi verðvísi- tala sjávarvöruútflutnings verið 96,5 og framreiknað miðað við aflaheim- ildir á árinu 1995 hafi verið áætlað að hagnaður í sjávarútvegi yrði 0,5%. Miðað við rekstrarskilyrði nú væri útlitið varðandi afkomu sjávarútvegs á næsta ári umtalsvert betra, þar sem verð hefði hækkað síðan í ágúst og ekki hefði verið um umtalsverðar kostnaðarhækkanir að ræða á þessu tímabili. „Það hefur verið bati víða í at- vinnulífinu. Það kemur greinilega fram í þeim tölum sem við höfum undir höndum og er að sjálfsögðu ákaflega mikilvægt, ef það verður framhald á þessari þróun í sjávarút- vegi sem einhverju máli skiptir, að það leiði ekki til hefðbundinna kostn- aðarhækkana og lakari skilyrða hjá öðrum greinum," sagði Þórður. Verðj öf nunarsj óður ekki virkur Til inngreiðslna í Verðjöfnunar- sjóð sjávarútvegsins kemur ekki fyrr en þorskafli hefur náð 250 þúsund tonnum. Þórður sagði að Verðjöfnun- arsjóðurinn væri virkasta tækið til þess að jafna samkeppnisstöðuna og að hans mati væri það grundvallarat- riði að hafa eitthvert tæki af því tagi til sveiflujöfnunar. Erfiðleikarnir í sjávarútvegi hefðu hins vegar verið miklir á undanfömum árum og því kæmu kostnaðarhækkanir innan greinarinnar kannski seinna fram en annars. Allt færi þetta eftir því hvort og þá hversu hratt verð á sjávarvör- um hækkaði. Rækja hefði hækkað mest að undanfömu og samkvæmt þeim reglum sem hefðu gilt um Verð- jöfnunarsjóðinn væri orðið tilefni til inngreiðslu, sem sjóðsstjóm hefði orðið að taka afstöðu til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.