Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 9 FRÉTTIR Stjórnvöld íhuga aðild að efnahags- og félagsmálaráði SÞ Viðbrögð við hruni N orðurlandasamstarfs ÞRÖSTUR Ólafsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir að íslenzk stjómvöld hafi ákveðið að sækjast eftir aðild að efnahags- og félags- málaráði Sameinuðu þjóðanna (EC- OSOC) til að bregðast við hruni sam- vinnu Norðurlanda á vettvangi sam- takanna. Með inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í Evrópusambandið muni draga mjög úr samráði og samvinnu Norðurlanda á alþjóðavettvangi. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra tók málið upp á ríkisstjórnar- fundi í gær. ECOSOC er ein af áhrifamestu stofnunum Sameinuðu þjóðanna. í ráðinu eiga 54 ríki sæti, og eiga Vesturlönd 13 ríkja kvóta í ráðinu. ECOSOC kemur saman í ijórar til fimm vikur á ári að sumariagi og þar fer fram ýmis mikilvæg stefnu- mótun og samræming aðgerða á vegum SÞ. Ráðið hefur með höndum samræmingu milli SÞ og sérstofnana samtakanna og sér um samskipti við ýmis félagasamtök, sem tengjast starfi Sameinuðu þjóðanna. Á vegum ECOSOC starfa svæðis- bundnar nefndir og nefndir, sem sinna ákveðnum málaflokkum, t.d. mannréttindanefnd, eiturlyíjanefnd og mannfjöldanefnd. Kosningar 1996 fsland átti sæti í ráðinu 1985- 1987. Þröstur Ólafsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að kosningar til ráðsins færu næst fram á allsherj- arþingi SÞ haustið 1996 og væri kominn tími til að vinna að aðild íslands. „Það eru að verða verulegar breyt- ingar á stöðu okkar hjá Sameinuðu þjóðunum. Eftir að Svíþjóð og Finn- land ganga inn í ESB hættir Norður- iandasamstarfið, sem verið hefur á vettvangi SÞ. Við höfum verið með sameiginlegar tillögur í nefndum, sameiginlegar ræður og sameigin- lega gert grein. fyrir atkvæðum okk- ar. Þetta hefur sparað íslendingum mikla vinnu og haft í för með sér að við höfum ekki þurfta að sitja í ýmsum nefndum, þar sem hin Norð- urlöndin hafa verið. Samstarfsfund- irnir með Norðurlöndunum hafa komið í staðinn. Nú hrynur þetta samstarf Norðurlanda á . sviði al- þjóðastofnana," sagði Þröstur. Reynt að draga úr einangrun Hann sagði að búast mætti við að Danmörk, Svíþjóð og Noregur myndu einkum hafa samráð við bandamenn sína í ESB á vettvangi alþjóðastofnana. „Það er spurning hvort einhveijir fundir verða haldnir með okkur og Norðmönnum, en það verður þá fremur á því sviði að þeim þjóðum verði haldið upplýstum um það hvað er að gerast hjá ESB en að um sameiginlegan málflutning verði að ræða,“ sagði Þröstur. „Við erum að reyna að draga úr þessari einangrun, sem við getum orðið fyrir á alþjóðavettvangi með því að sækjast eftir aðild að ECO- SOC.“ Ríkinu heimilað að kaupa eignir veitufyrirtækja á Vesturlandi eða stuðla að sameiningu Reynt að lækka orkuverð í NÝSAMÞYKKTU fjárlagafrum- varpi er ríkinu heimilað að kaupa eignir Rafveitu Akraness, Rafveitu Borgamess, Andakílsárvirkjunar og Hitaveitu Akraness og Borgaríjarðar fyrir Rafmagnsveitur ríkisins eða ganga til stofnunar sameiginlegs orkufélags þessara veitufyrirtækja, ef viðunandi samningar nást. Samn- ingar og nauðsynleg lántaka skulu samkvæmt tillögunni vera háð sam- þykki iðnaðarráðherra og fjárlaga- nefndar Alþingis. Sturla Böðvarsson, varaformaður fjárlaganefndar og þingmaður Vest- urlands, sagði í samtali við Morgun- blaðið að viðræður um hagræðingu af einhveiju tagi hjá umræddum fyr- irtækjum hefðu lengi verið í gangi með þátttöku ríkisins. „Menn hafa viljað reyna að styrkja Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, en orku- verðið er hátt og miklar skuldir hjá hitaveitunni. Hins vegar eru rafveit- ur betur settar. Viðræður hafa stað- ið yfir um að sameina þessi félög með einhveijum hætti með þátttöku Rafmagnsveitna ríkisins,“ sagði Sturla. Samningar auðveldaðir Hann sagði að RARIK hefði hins vegar ekki haft heimild til að ganga til formlegra samninga eða aðgerða. Tilgangur heimildarinnar í fjárlögum væri því að auðvelda mönnum að ganga til samninga. Aðspurður hvor leiðin, eignakaup eða sameining, væri líklegra að yrði ofan á, sagði Sturla erfitt að átta sig á því. Ágreiningur hefur verið milli Ak- urnesinga og Borgnesinga um það hvora leiðina skuli fara. „Borgnes- ingar hafa talið það skynsamlegasta kostinn að selja RARIK rafveitu sína, en Rafmagnsveiturnar eru með bækistöð í Borgarnesi og sinna sveit- unum. Það er því talin mikil hag- kvæmni í því fólgin að sameina RARIK og Rafveitu Borgarness. Á Akranesi eru skiptar skoðanir um hvort selja beri rafveituna. Andakíls- árvirkjun er sameign Akraness, Borgarness og sveitahreppanna og þar eru líka deildar meiningar," sagði Sturla. Hann sagðist telja að mikill vilji væri nú í héraðinu að ná saman um lausn á málinu og ná einhveijum árangri við að lækka raforku- og heitavatnsverð. Búast mætti við að skriður færi að komast á viðræður að nýju eftir áramót. „Þetta er samt fyrst og fremst heimild. Það er ekki verið að þrýsta á eigendur orkufyrir- tækjanna af hálfu ríkisins," sagði Sturla. Nýleg könnun á ávinningi af hugs- anlegri sameiningu orkufyrirtækja í Mýra- og Borgarfjarðarhéruðum sýn- ir að hægt væri að greiða þau lán, sem nú hvíla á Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, niður nær sjö árum fyrr en ella eða greiða hitunarkostnað á svæðinu niður um allt að 25%. PÁLL Einarsson, fulltrúi íbúa í Þingholtum, afhendir Ingibjörgu Sólrúnu Gisladóttur borgarstjóra áskorun yfir 500 íbúa um að fallið verði frá byggingu sendiráðs við Laufásveg 31. Borgarstjóri um mótmæli íbúa í Þingholtum Ulgerlegt að koma í veg fyrir að breska sendiráðið nýti lóðina YFIR 500 íbúar í Þingholtunum hafa skorað á borgarstjórn að falla frá áformum um að leyfa byggingu skrifstofuhúss á lóð við Laufás- veg, á horni Hellusunds, Laufásvegar, Skothúsvegar og Þingholts- strætis. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að breska sendi- ráðið hafi átt lóðina í áratugi og því illgerlegt að koma í veg fyrir að það nýti sína lóð. Skorað er á borgarstjórn að leita samstarfs við íbúa Þingholtanna um gerð deiliskipulags með það að markmiði að nýta lóðina sem best fyrir þjónustu í þágu hverfis- ins eins og gert er ráð fyrir í hverfaskipulagi frá árinu 1990 og aðalskipulagi borgarinnar. Þá segir: „Við fögnum fréttum um að hafinn sé undirbúningur að því að breyta gatnamótunum fimmföldu sem lóðin er við, en skorum jafnframt á borgarstjórn að gera nýtt umferðarskipulag fyrir Þingholtin öll til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda, ekki síst skólabarna." Sendiráðið átt lóðina í áratugi Borgarstjóri sagði að fjallað yrði formlega um athugasemdir íbúanna vegna sendiráðsbygging- arinnar í skipulagsnefnd. „Málið er að breska sendiráðið hefur átt þessa lóð í áratugi og alltaf verið með það fyrir augum að byggja þarna sendiráð,“ sagði Ingibjörg. „Af þessari lóð var á sínum tíma flutt gamalt hús svo að unnt yrði að byggja sendiráð. Þetta hefur þannig lengi legið fyrir. Það er að okkar mati illgerlegt að koma í veg fyrir nýtingu þeirra á lóð sinni. Hins vegar getum við skilið að íbúunum, sem eru búnir að horfa á auða lóð um árabil, bregði í brún þegar þarna á allt í einu að fara að byggja.“ Ekki góð staðsetning Ingibjörg sagði að á þessu horni væri talsverð umferð og að hennar mati ekki góð staðsetning fyrir leiksvæði eða rétt að draga börn að lóðinni. „Ég held að með leik- skóla dragist að meiri umferð en sú sem fylgir sendiráði," sagði hún. „Reynsla okkar er sú að umferð er mjög takmörkuð við sendiráð.“ Það sem þú gerir ekki eftir áramót • Við bendum þeim einstaklingum sem greiða eignarskatt á, að öll ríkisverðbréf eru undanþegin eignarskatti.* • Það er því vel þess virði að athuga hvað Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa hefur að bjóða. RíkÍSVÍxlar: Örugg skammtímabréf með trygga ávöxtun. Þau eru skráð á Verðbréfaþingi íslands sem tryggir greið viðskipti við kaup og sölu. ECU-tengd spariskírteini: Spariskírteini tengd evrópsku mynteiningunni ECU. Með ECU getur þú fjárfest erlendis - hér heima. Spariskírteini ríkissjóðs: Eldri flokkar spariskírteina ríkissjóðs til lengri og skemmri tíma. Hringdu og leitaðu ráða hjá ráðgjöfum Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa, síminn er 62 60 40. ‘Miöað við hreina eign einstakiings utan atvinnurekstrar (árið 1993): a) undir 3.572.684 kr. greiðist enginn eignarskattur. b) 3.572.684 - 5.162.803 kr. greiðist 1,2% eignarskattur. c) 5.162.803 - 10.001.278 kr. greiðist 1,45% eignarskattur. d) yfir 10.001.278 kr. greiðist 2,2% eignarskattur. Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu). Ofangreindar fjárhæðir má tvöfalda fyrir hjón. Fjárhæðirnar breytast eftir skattavísitölu 1994. Sími 91-62 60 40, fax 91-62 60 68 ÞJONUSTUMIÐSTOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.