Morgunblaðið - 28.12.1994, Síða 39

Morgunblaðið - 28.12.1994, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 39 þessa einu litlu lúgu í Iðnó. Það voru sælar stundir, þegar vel gekk! Jóna hafði lært þá reglu, að kúnninn hefði alltaf rétt fyrir sér, og oftast reyndist það farsæl regla. En ég man líka hvað hún var miður sín, þegar hún bar sig upp við okkur Guðmund og var ekki alveg sátt við eitthvað sem uppá kom. Sem betur fer var það afar sjaldgæft, því að Jóna bjó yfir þeirri náttúrulegu lip- urð og elskulegheitum, sem kalla fram það besta í viðskiptavininum. Þegar maður sá til Jónu, þá skildi maður af hveiju kúnni heitir við- skiptavinur á íslensku. En hún var líka nákvæm og rögg- söm og mikið ósérhlífin. Henni var ákaflega annt um Leikfélag Reykja- víkur eins og mörgu því fólki, sem hefur starfað fyrir félagið í alla þessa áratugi. Það hefur margoft verið sagt, að listamaðurinn á leiksviðinu þurfi að vera örlátur. En það hefur verið gæfa Leikfélags Reykjavíkur að ýmsir starfsmenn þess hafa búið yfir samskonar örlæti, þó að með •öðrum hætti væri. Jóna var ein af þeim. Jóna eignaðist góðan mann, Kjartan Guðnason, og var mikil elskusemi með þeim hjónum. Þeim varð ekki barna auðið, en eftir lát Kjartans fyrir þremur árum bjuggu þær systur saman á Sjafnargötunni, Jóna og Unnur, formaður Mæðra- styrksnefndarinnar. Margir munu kveðja Jónu Jónas- dóttur með hlýju brosi. Sveinn Einarsson. Skammt er nú stórra högga í milli og enn eitt skarð komið í þann samvirka hóp sem deildi kjörum í gömlu Iðnó. Með síðustu haustlauf- unum féll ljósameistainn okkar hann Gissur Pálsson í valinn og nú, þegar jólahátíðin var að ganga í garð, kvaddi hún „Jóna okkar í miðasöl- unni“ þetta líf. Frú Jóna Jónasdóttir hafið verið andlit Leikfélags Reykja- víkur í miðasölunni hátt á fjórða tug ára. Hún hafði verið „andlit" Harald- arbúðar, en okkur tókst að tæla hana til að taka að sér miðasöluna í Iðnó, og það varð hennar ævistarf og okkur til mikilla heilla, hún varð bæði andlit og hjartsláttur leikhúss- ins uppfrá því. „Ég hef lifað og hrærst í þessu í áratugi og tel mig því hafa öðlast sterka tilfinningu fyrir öllum þáttum leikhússtarfsins. Eg held ég finni á mér hvaða fólk er leikhúsfólk, og þá á ég ekki bara við leikarana, heldur allt hitt fólkið sem vinnur við leikhúsið. Það er ómetanlegur kostur fýrir hvert leik- hús að hafa á að skipa góðu leikhús- fólki, allt frá útidyrum og inn að baksviði. Þetta fólk hefur í sér hjart- I slátt leikhússins, það er til dæmis ekki sama hvernig dyravörður opnar og lokar dyrum í leikhúsi. Það er | ekki sama hvernig hann tekur á móti gestunum. Hjartsláttur hans, eins og allra annarra starfsmanna, verður að slá í takt við hjartslátt leikhússins.“ Þetta sagði Brynja Benediktsdóttir í blaðaviðtali fyrir nokkrum árum. Þetta eru orð að sönnu og hafa lengi verið læst í minni mínu. Oft var mikil ös í miða- ■ sölunni og biðröð út að Tjörn, og þá þótti okkur og Jónu gaman að lifa. Hennar viðmót var það sem á | viðskiptamáli nútímans heitir ' „ímynd fyrirtækisins“, og sú ásýnd, sem hún skapaði í miðasölunni með eðlislægri kurteisi og einlægni, urðu leikhúsinu mikil verðmæti. Hún átti oft erfitt með svör þegar hún var spurð hvernig það væri að sitja í þessu sætinu eða hinu, því skrökvað gat hún ekki. Það var ekki sjaldan að Jóna settist á aftasta bekk í Iðnó og horfði á sýningar. Þegar hún var svo að selja fyrir okkur þessa illselj- anlegu öftustu bekki, heyrði maður hana oft segja af sannfæringu: „Ja, það er nú ekki langt síðan ég sat þarna sjálf, og ég heyrði bara vel og sá allt, og ekki 'er ég nú há í loftinu, eins og þér sjáið!" Eða þegar hún var að selja á öftustu hit- asvækjubekkina á svölunum: „Hann Jón Axel bankastjóri vill alltaf sitja t þarna, hann segir að þetta séu bestu sætin { húsinu!“ En Jón Axel, sem var góðvinur hennar, réð öllu í hús- stjórninni og við deildum oft og mik- ið um loftræstinguna á svölunum. „Við verðum að hlusta á gestina ef þeir eiga að hiusta á okkur," sagði hún réttilega. Það var svo okkar uppá leiksviðinu að sjá til þess að þeir fengju ósvikna vöru, keyptu ekki af henni köttinn í sekknum. Ég gæti lengi haldið áfram að segja frá því hvernig hún hafði í sér þenn- an hjartslátt leikhússins, skapaði þann trúnað milli þess og væntan- legs áhorfanda sem er svo mikilvæg- ur, það sálarástand sem hjálpar hon- um tii að njóta listar augnabliksins á leiksviðinu. Upprunaleg merking orðsins amatör er - sá sem elskar listina. Elskar það sem hann er að fást við. Á þessum fyrstu árum vorum við öll amatörar, og það var hún líka. Og nú er hún farin til fundar við Drottin sinn, þess fundar sem bíður okkar allra. Við gömlu félagarnir úr Iðnó biðjum henni blessunar Guðs. Steindór Hjörleifsson. Hún Jóna okkar hefur sagt skilið við þennan heim og flogið fijáls yfir í aðra vídd. Við sem eftir sitjum erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessari sérstöku mann- MINNINGAR eskju því það var hún. Ekki vegna þess að hún hafi getið sér frægðar heldur vegna þess að breytni hennar mun lifa í minningum allra sem kynntust henni og verður okkur leið- arljós í lífinu. Ég hef fáum kynnst um ævina sem aldrei sögðu styggðaryrði um aðra. Jóna var ein þeirra og hún forðaðist ekki að gagnrýna aðra vegna kurteisi einnar heldur fremur vegna þess að henni þótti virkilega vænt um fólk, allt fólk. í gegnum árin ræddum við Jóna oft saman í fjölskylduboðum, heima hjá þeim hjónunum Jónu og Kjartani heitnum Guðnasyni, föðurbróður mínum, eða niðrí gömlu Iðnó þar sem hún starf- aði árum saman í miðasölunni. Þá kom oft fyrir að ég gaghrýndi einn eða annan. Jóna hafði þetta sérstaka lag á að hlusta á mig og hafa gam- an af en jafnframt að benda mér á að sá sem ég gagnrýndi væri nú ef til vill ekki alslæmur. Einnig man ég eftir því hvernig hún á sinn hæ- verska en lifandi hátt fór að því að draga úr þeim ólátum sem sköpuð- ust gjarnan í fjölskylduboðum þegar við börnin vorum lítil og pirruðum foreldra okkar. Jóna hafði alltaf gaman af okkur börnunum, sama á hvetju gekk og okkur fannst hún alltaf standa með okkur. Hún gerði það samt þannig að foreldrunum fannst aldrei að þau væru að láta í minni pokann fyrir óþekktinni í krakkaormunum. Jóna var ein af þessum manneskj- um sem gott var að sitja við hliðina á og spjalla við vegna þess að hún hlustaði af áhuga og varð þátttak- andi í því sem manni var hugleikið. Ég held hún hafi alltaf orðið sterkur hlekkur í öllu sem hún kom nálægt. Þannig fannst mér hún ekki bara vera í miðasölunni í Iðnó heldur eins og óijúfanleg heild af hverri sýningu sem hún fylgdist vel með og smitaði aðra af áhuga sínum. I mörg ár fór ég alltaf á leiksýningar „hjá Jónu“ og þegar hún hætti að vinna í Iðnó, fækkaði leikhúsferðum mínum til muna. Þrátt fyrir jákvæðni sína og brennandi lífsáhuga var eins og hún bæði aldrei um neitt sjálfri sér til handa. Ef til vill var hún einmitt svona sérstök, svona gefandi af sjálfri sér og lífsglöð vegna þess að hún þurfti ekkert annað en gleðina yfir því að gefa af sér á þennan óeigingjarna hátt. Samband hennar og Kjartans frænda var einnig mjög sérstakt. Ég kynntist því best þegar ég bjó hjá þeim hjónum eitt vorið þegar ég las undir landspróf. Sú einlæga væntumþykja sem ríkti á milli þeirra hjóna og sú hrifning og virðing sem þau báru hvort til annars þótt rosk- in væru varð til þess að á því heim- ili ríkti friður og hlýja sem gott var að vera umvafinn, sérstaklega fyrir ungling sem var að lésa undir sitt erfiðasta próf. Það eru fáar manneskjur sem hafa djúpstæð áhrif á mann á lífs- leiðinni. Það eru þær sem maður tekur sér til fyrirmyndar. Ég er viss um að Jóna hefur með sinni óbilandi jákvæðni, raunverulegri auðmýkt og <_ væntumþykju ekki bara haft varan- leg áhrif á okkur sem þekktum hana, héldur verða kynni okkar af henni einnig til þess að einhver okkar munu breyta eins og hún gerði. Þannig verður til keðja af jákvæðum gjörðum sem þessi stórkostlega kona hrundi af stað á sinn einfalda og náttúrulega hátt og munu þær margfaldast um ókomna tíð. Pétur Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.