Morgunblaðið - 28.12.1994, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 28.12.1994, Qupperneq 50
50 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavik • Sími 691100 • Símbréf 691329 Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand J ólaglaðningur gam\sL fólksins Opið bréf til stj órnmálamanna Frá Kolbrúnu Haraldsdóttur: ÉG VIL leggja nokkur orð í belg vegna yfírstandandi verkfalls sjúkraliða og þeirra þrenginga sem aldraðir, aðstandendur þeirra og starfsfóík öldrunarstofnana mega þola. Ég er þeirrar skoðunar að verkfall sjúkraliða snúist um fleira en laun og kjör viðkomandi stéttar og viðsemjenda þeirra, nefnilega fólk sem ekki getur varið sig og á sér greinilega ekki marga mál- svara, gamalt fólk. Samúð mín með launábar- áttu sjúkral- iða, eins og annarra laun- þega í lág- launastéttum, er ótvíræð en ekki hér til umfjöllunar. Flestir vita hvergu sárt það er þegar gamalt fólk þarf að flytjast brott af heimili sínu, frá flestu því sem því er kært. Það tekur gamalt fólk langan tíma að aðlagast nýju umhverfi. Eg á sjálf aldraða móður, 88 ára gamla, sem hefur verið ekkja í tvö ár. Hún er haldin Alzheimer-sjúk- dómi og þarf því töluverðrar umönnunar við. Eftir talsverða bið og miklar áhyggjur vorum við, þ.e. hún og börnin hennar, svo lánsöm að fá inni fyrir hana á litlu nota- legu heimili fyrir fólk með heilabil- un, sem rekið er í tengslum við Dvalarheimilið Skjól. Þetta er afar heimilislegur staður og starfsfólkið elskulegt. Um mitt sl. sumar var heimilinu lokað í sex vikur. Þetta var gert til að hægt væri að framkvæma nokkuð umfangsmikið viðhald á húsinu og um leið náðist margum- ræddur sparnaður í heilbrigðis- kerfinu þar sem ekki þurfti að ráða fólk til sumarafleysinga. Á meðan var heimilisfólkið flutt í Skjól og komið þar fyrir í auðum plássum sem annars eru notuð fyrir svokall- aðar hvíldarinnlagnir. Þá tók aftur við tími rótleysis. Við vissum samt sem áður að allt tæki þetta enda og þrengingum móður okkar myndi ljúka, þó við tæki nýr tími aðlögunar og vissulega var hægt að sjá þess merki. En þá kom ann- að áfallið, eða ætti ég að segja það þriðja. 2. desember sl. var heimil- inu lokað og heimilisfólkið aftur flutt í Skjól þar sem það mun dvelja meðan á verkfalli stendur. Þannig standa málin nú. Móðir mín, og reyndar aðrir vistmenn heimilisins, sefur í herbergi hjá ókunnugum, án persónulegra muna, óörugg, eirðarlaus og óhamingjusöm. Ég og aðrir að- standendur þessa fólks höf- um af því miklar áhyggjur hvort það eigi yfirleitt nokkuð eftir að njóta þess næðis sem öldruðum og sjúkum ber þann tíjna sem ólifað er. Ekki vantar hástemmdar lýsing- ar stjórnmálamanna á hátíðar- stundum, þá eru forfeður og -mæð- ur lofuð. Hversu mikið mark er á því orðagjálfri takandi? Ekkert, það eru verkin sem tala. Ég hef reyndar stundum velt því fyrir mér hvort alþingismenn og ráðherrar séu allir upp til hópa munaðarlaus- ir. Eða voru það systur þeirra og eiginkonur sem annast aldraða foreldrana? Það á væntanlega fyrir forráða- mönnum þessarar þjóðar að liggja, eins og okkur flestum, að verða gamlir. Þeim er því hollt að hug- leiða hvaða aðstæður bíða þeirra. Skyldu þeir verða framar á for- gangslista heilbrigðiskerfisins en aldraðir eru nú? KOLBRÚN HARALDSDÓTTIR, Grundarási 17, Reykjavík. Um reykingar og reykbann Frá Birni Steinari Haukssyni: ÞAÐ er mikið rætt og skrifað um reykingar og reykleysi í fjölmiðlum og víðar og svo hefur verið um nokk- urt skeið. Það sem einkennir oft á tíðum umræðuna eru því miður öfg- ar, og þá aðallega þeirra sem ekki reykja. Hversu oft heyrast ekki kröf- ur þeirra um algert reykingabann þar sem þeir eiga leið um? í flugvél- um, ferjum, skemmtistöðum, kvik- myndahúsum og víða. Sumstaðar eru reykingar kannski ekki veijandi s.s. í þröngum opinberum byggingum, óloftræstum húsakynnum, lyftum o.s.frv. En er það ekki óumburðarlyndi þess sem skrepur í bíó tvisvar eða þrisvar á ári til að njóta tveggja klukkutíma skemmtunar, að geta alls ekki unnt minni hluta hóp þess að reykja svo sem í 10 mín í mörg hundruð fermetra salarkynnum, með fyrirmyndar loftræstingu og utan þess salar sem sýningin fer fram í? Best væri náttúrlega að enginn reykti, það er bara ekki svoleiðis. Sumir geta bara ekki hætt aðrir bara vilja reykja. Sýnum meðbræð- rum umburðarlyndi, reykingar eru að dragast saman og eru að hverfa, það tekur bara sinn tima. BJÖRN STEINAR HAUKSSON, Engihlíð 18, Reykjavík. Allt efni sem birtist f Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.