Morgunblaðið - 28.12.1994, Síða 38

Morgunblaðið - 28.12.1994, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Jóna Fr. Jónas- dóttir fæddist í Reykjavík 24. ágúst 1909. Hún andaðist á Landspítalanum 11. desember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jónas Eyvindsson síma- verksljóri og kona hans Gunnfríður Rögnvaldsdóttir. Jóna var næstelst af fjórum systkin- um. Bræður hennar tveir, Astráður og Sigurður, létust i bernsku. Eftirlifandi er Unnur, sem var yngst systkinanna. Arið 1931 giftist Jóna Jóni Rósant Þórðarsyni loftskeyta- manni. Hann lést eftir aðeins sjö ára sambúð þeirra í ágúst MIG langar til að kveðja Jónu frænku mína með nokkrum orðum. Ég er hrygg í hjarta mínu vegna þess að ég fékk ekki að vera með þér, élsku Jóna, síðustu daga ævi þinnar. Það var svo langt síðan við höfðum sést og þú hlakkaðir svo til að sjá litlu dætumar mínar. Líf og störf Jónu voru nátengd > miðbæ Reykjavíkur. Það var gaman að fara með henni um miðbæinn og riQa upp gamla tímann. Sérstaklega í kaffí á Borginni, sem var skemmti- staður hennar kynslóðar. í mat á Cafe Óperu, þar var áður Haraldar- búð sem Jóna starfaði í um árabil. Árin í Haraldarbúð voru oft rifjuð upp og þá tindruðu fallegu brúnu augun hennar. Þegar ég man fyrst eftir Jónu þá starfaði hún hjá Leikfélagi Reylq'a- vlkur í Iðnó. Þar var alltaf gaman að heimsækja hana. Oft átti hún sælgæti eða aur fyrir ís. Jóna hafði alltaf yndi af að gleðja aðra. Hún kunni vel við sig í Iðnó. Þar var fallegt útsýni úr miðasölunni og allt- af mikið líf í húsinu. Jóna fæddist á Grettisgötunni og flutti síðar á Laugaveg 87. Gamla Reykjavík varð ljóslifandi í frásögn hennar er hún sagði meðal annars frá því er farið var upp í Skólavörðu- holt með nesti. Á þeim slóðum var síðar heimili hennar í 63 ár á Sjafnargötu 7. Mamma, systir Jónu, og pabbi bjuggu þar á efstu hæð, afí og amma 1938. Seinni manni sínum, Kjartáni Guðnasyni, deild- arstjóra á Trygg- ingastofnun ríkis- ins, giftist hún í apríl 1951. Þau bjuggu saman í farsælu hjóna- bandi í 40 ár fram að andláti hans í nóvember 1991. Jónu varð ekki barna auðið. Hún bjó ávallt ásamt systur sinni og síð- ar mökum þeirra í húsi foreldra sinna. Jóna vann allan sinn starfsferii við af- greiðslustörf, lengst af í Har- aldarbúð og hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í dag. á miðhæð og Jóna og Kjartan á neðstu hæð, þegar ég var að alast upp. Ósjaldan hljóp ég niður til Jónu þegar verið var að skamma mig eða mér líkaði ekki maturinn á efri hæð- um. Hún stjanaði alltaf við mig og huggaði. Betri og hjartahlýrri konu en hana Jónu er vart að fínna. Margar minningar úr æsku eru tengdar Jónu. Fýrsta ævintýri sem ég man eftir er „sagan um litlu stúlk- una með eldspýturnar“ sem hún sagði mér. Nú er komið að kveðjustund en allar góðar minningar um Jónu mína munu lifa áfram. Fríða. Ég kynntist Jónu þegár ég fór að venja komur mínar á Sjafnargötu 7, heimili eiginkonu minnar Fríðu. Jóna, móðursystir Fríðu, bjó þar einnig ásamt eiginmanni sínum, Kjartani. Þau hjónin voru því eins og aðrir tengdaforeldrar mínir. Mörgum finnst það kannski ill örlög að eiga tvær tengdamæður. En allir þeir sem þekktu þær systur vita að svo var ekki í mínu tilfelli. Ég hef búið erlendis síðastliðin tíu ár og hafa Jóna og Kjartan verið fastagestir á heimili okkar. Var það ávallt tilhlökkun að fá þau heiðurs- hjón í heimsókn og fara með þeim í styttri og lengri ferðir. Minnisstæð- ust af.þessum ferðum er þegar við fórum til Parísar í tilefni af áttræðis- afmæli Jónu. Við héldum upp á af- mælisdaginn upp á skemmtistaðnum Lido í París. Þar dönsuðu Jóna og Kjartan vals og vöktu eftirtekt við- staddra sem klöppuðu fyrir þessum hamingjusömu eldri hjónum. Ég minnist Jónu sem einstaklega góðrar og ljúfrar persónu sem varð- veitti gleði og sakleysi æskunnar alla ævi. Við hlökkuðum til að halda heilög jól með Jónu eins og undan- farin ár. Hún reyndist börnum okkar sem hin besta amma. Okkur féll það þungt að hún skyldi andast nokkrum dögum áður en við komum til landsins. Við hjónin vildum þakka þeim sem önnuðust Jónu í veikindum hepnar. Sérstaklega Unni, systur hennar, Karolínu vinkonu hennar og systkin- um Kjartans, einkum Hrefnu. Gunnar Birgisson. í dag kveðjum við í hinsta sinn Jónu Jónsdóttur. Ég er viss um að það eru margir sem hugsa til hennar á þessari stundu og þakka Iangt samstarf og tengja kærar minningar um góð samskipti við góða konu á langri vegferð lífsins. Mig langar fyrir hönd fjölskyldu minnar að minnast frænku okkar með örfáum orðum og flytja henni innilegar þakkir fyrir vinatryggð og einkar hugljúf kynni frá fyrstu tíð. Jóna frænka, eins og fjölskylda mín kallaði hana alltaf, var hin ijúfa, góða frænka, sem við bárum svo mikla virðingu fyrir. Við munum alltaf minnast hennar sem sómakonu sem mátti ekki vamm sitt vita. Jónu var ekki kært að mikið væri talað um sig. Hún var ekki kona margra orða og hafði sig ógjarnan í frammi. Hún var hlédræg að eðlis- fari og naut sín best í þröngum vina- hópi. Eitt af öndvegisskáldum okkar orti: Mörg látlaus ævin lífsglaum §ær sér leynir einatt, góð og fögur, en guði er hún allt eins kær, þótt engar fari af henni sögur. Svo dylst og lind und bergi blá og brunar tárhrein, skugga falin, þótt veröld sjái’ ei vatnslind þá, í vitund guðs hver dropi er talinn. (Steingrímur Thorsteinsson) Jóna var mjög heimakær kona og bar heimili hennar þess vott að hún unni því, enda vár þangað gott að koma. Hún og eiginmaður hennar, Kjartan Guðnason, á meðan hann var á lífi, voru einstök og fáguð hjón. Bæði voru gestrisin og elskuleg í viðbót og skemmtileg heim að sækja. Okkur fínnst sem sárast sé að missa ástvini sína rétt í nánd þeirrar miklu hátíðar sem jólin eru hjá hverri fjölskyldu. En ég veit að Unnur syst- ir Jónu skilur að jólin eru okkur gefín til þess að færa huggun og hjálpa okkur til að sjá ljós og yl í dimmum og köldum heimi. Við biðj- um Jónu blessunar á nýjum vegum og óskum þess að boðskapur og birta jólanna megi sefa sorg nánustu að- standenda hennar og vonumst til að minningin um góða konu reynist þeim styrkur í .sorginni. Elsku Unnur mín, allir í fjölskyldu föðurbróður þíns senda þér og fjöl- skyldu þinni samúðar- og blessunar- kveðjur. Blessuð sé minning Jónu Jóns- dóttur. Benedikt Antonsson. Mig langar að minnast elsku Jónu með örfáum, fátæklegum orðum. Jóna Jónasdóttir fékk hægt andlát sunnudaginn 11. desember eftir stutt en erfið veikindi aðeins örfáum dögum áður en systurdóttir hennar Fríða og litlu dæturnar tvær komu til landsins til að halda jól með henni og fjölskyldunni. Ég kynntist Jónu þegar sonur minn Gunnar kynntist Fríðu „dóttur hússins", á Sjafnargötu 7 eins og Kjartan eiginmaður Jónu sagði í ræðu sinni á brúðkaupsdegi Fríðu og Gunnars. Eiginmaður Jónu var öðlingsmaðurinn Kjartan Guðnason deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins. Kjartan lést fyrir þremur árum í nóvember, einnig á þessum viðkvæma tíma, rétt fyrir jólin. Hjónaband þeirra var einstaklega farsælt og var sökuður og missir Jónu mikill. Jónu og Kjartani auðnaðist að fara í nokkrar skemmtilegar ferðir til Noregs í heimsókn til Fríðu og Gunnars. Jóna átti ekki börn sjálf, en hún var tengdadóttur minni sem önnur móðir og börnunum hennar sem önnur amma. Jóna hlakkaði mikið til að sjá mæðgurnar aftur eftir heils árs að- skilnað. Valur, sonur Fríðu og Gunn- ars, hefur búið hjá ömmu sinni Unni og Jónu undanfarin fjögur á. Hann er í menntaskóla hér. Jóna átti eina systur, Unni, og voru þær mjög samrýndar, góðar systur. Þær bjuggu alla sína ævi undir sama þaki. Þær voru því ekki aðeins systur, heldur líka miklar vin- konur. Voru hvor annarri mikils virði og annaðist Unnur systur sína af mikilli alúð í veikindum hennar. Tómarúm og söknuður Unnar er því mikill, þar sem einkadóttir hennar Fríða og fjölskylda hafa búið erlend- is í fjarlægum löndum í Iríörg ár. Elsku Jóna, sem alltaf var svo góð, falleg og ljúf, einnig var hún alltaf svo vel til höfð hvenær sem maður sá hana. Ég er ríkari að hafa átt samfylgd með henni og notið hlýju og velvilja hennar. Megi hún hvíla í friði. Ég votta Unni systur Jónu, Fríðu, Gunnari og fjölskyldu míná inni- legstu samúð. Valdís Blöndal. í október á þessu ári voru 56 ár liðin frá stofnun SÍBS. Ég tel mig fara með rétt mál að Jóna hafí ver- ið virkur félagi í SÍBS allan þann tíma til dauðadags, í hálfa öld og sex ár betur. Berklaveikin var skæður og illvíg- ur sjúkdómur á fyrstu áratugum þessarar aldar, mátti heita landlæg- ur, ekki hvað síst á 3. og 4. áratugn- um. Árið 1931 veiktist Jóna af berkl- um, væg veikindi til að byrja með en ágerðust, svo að hún var lögð inn á Vífilsstaði snemma árs 1932. Jóna sagðist hafa verið heppin, berklarnir lögðust ekki þungt á hana, hún slapp vel og eftir tiltölulega skamman tíma á Vífilsstöðum gat hún útskrifast heim. Þannig reyndist hlutskipti Jónu léttbærara en langflestra ann- arra berklasjúklinga á þeim árum hvað batann varðar. A hinn bóginn varð hún reynslunni ríkari, vissi þeg- ar upp var staðið meira en margur annar um hrikalega baráttu berkla- sjúklinga við að halda lífi og ná heilsu. Það var því ekki að undra að Jóna mætti strax til leiks þegar stofnuð var SÍBS deild í Reykjavík árið 1939 og bar nafnið Berklavörn í Reykjavík. Sama árið og Jóna veiktist gerð- ust aðrir atburðir og jákvæðari í lífi hennar. Foreldrar hennar luku við að byggja veglegt íbúðarhús við Sjafnargötu í Reykjavík og þangað flutti fjölskyldan, en einig gekk Jóna í hjónaband það ár. Eiginmaðurinn var Jón Rósant Þórðarson, loft- skeytamaður að starfí. Þau voru barnlaus. Jón Rósant veiktist úti á sjó árið 1938, skyndilega og alvar- lega, og drógu þau veikindi hann til dauða á örskömmum tíma. Bjargráð voru fá eða engin þegar alvarleg veikindi bar að úti á sjó á þeim árum. Jóna fór að starfa í Haraldarbúð. Haraldarbúð var ein virðulegasta verslun Reykjavíkur á fyrrihluta þessarar aldar. Þar var seldur fatn- aður af öllu tagi fyrir konur og karla og hvaðeina annað sem mannfólki tilheyrir af því tagi. Yfírbragð versl- unarinnar var virðulegt og mjög fág- að sem að veruleg leyti kom til vegna fágaðrar og virðulegrar framkomu starfsmanna. Það var alþekkt að í hópi starfsmanna í Haraldarbúð gat m.a. að Títa glæsilegustu konu Reykjavíkur þeirra tíma. Og í þeim hópi var Jóna sem vann í Haraldar- búð í mörg ár allt fram til ársins 1954. Þá fór hún til Leikfélags Reykjavíkur og starfaði í miðasöl- unni í Iðnó í þijá áratugi. Allan þennan tíma starfaði Jóna af fullum krafti í Berklavörn í Reykjavík. Hún var fulltrúi á 7. þingi SÍBS sem haldið var í Reykjalundi árið 1950. Árið áður hafði Berkla- 0 IL VIÐSKIPTAMANNA IANKA 0G SPARISJÓÐA ■A \ Lr M tmjgs*- pé r'bh Lokun 2. janúar og eindagar víxla. Afgreiðslur banka og sparisjóða verða lokaðar mánudaginn 2. janúar 1995. Leiðbeiningar um eindaga víxla um jól og áramót < liggja frammi í afgreiðslum. Reykjavík, desember 1994 Samvinnunefnd banka og sparisjóða JONA JONASDOTTIR vörn í Reykjavík bæst góður liðs- maður sem var Kjartan Guðnason og var hann einnig fulltrúr á áður- nefndu þingi. Þar kynntust þau Jóna og Kjartan og leiddu þau kynni til þess að þau gengu í hjónabánd árið 1951. Enda þótt Jóna og Kjartan væru í kringum fertugt þegar leiðir þeirra lágu saman höfðu þau verið gift í 40 ár þegar Kjartarí lést 22. nóvem- ber 1991. Allan sinn búskap bjuggu þau í „fjölskylduhúsinu" sem kalla má á Sjafnargötu 7 með foreldrum Jónu, Gunnfríði Rögnvaldsdóttur og Jónasi Eyvindssyni á meðan þau lifðu; en í húsinu bjó líka Unnur, systir Jónu, með sinni fjölskyldu. Kjartan gerðist fljótlega einn af helstu forystumönnum SIBS, var í stjórn SÍBS í 38 ár, þar af formaður í 14 ár. Þetta voru mikil uppgangsár í SÍBS, Reykjalundur í mótun. Múla- lundi komið á fót, svo að nokkuð sé nefnt. Jóna stoð með manni sínum í öllum þeim störfum sem hann tók að sér fyrir SÍBS en auk þess vann hún fyrir SÍBS af miklum krafti á öðrum vígstöðvum og á margvísleg- an hátt. Eftir að heilsu Kartans tók að hraka upp úr árinu 1988 má segja að Jóna hafí ekki vikið frá hlið hans. Kjartan dó á Reykjalundi og þar var Jóna hjá honum til hinstu stundar. Jóna var hæglát kona, háttvís og hlý í viðmóti, fríð sýnum og vildi hvers manns vanda leysa, sem m.a. oftlega sýndi sig þegar slegist var um aðgöngumiðana á leiksýningar í Iðnó. Jóna kom í heimsókn á Reykja- lund 25. október sl. og voru í för með henni Unnur systir hennar og Hrefna mágkona. Tilefni heimsókn- arinnar var að færa Reykjalund að gjöf málverk af Kjartani sem nú prýðir vegg á Reykjalundi, og auk þess veglegan pappírshníf sem stjórn SIBS færði Kjartani á sextugsaf- mæli hans 21. janúar 1973. Á blað hnífsins eru greyptar eiginhandará- ritanir þeirra sem sátu í stjóm SÍBS með Kjartani á umræddum tíma og á skaftið nafn Kjartans með ofan- greindri dagsetningu. Jóna á miklar þakkir skildar af hálfu Reykjalundar fyrir þessar gjafír. Hún gekk ekki heil til skógar þegar hér var komið sögu og sáust þess merki en engu að síður var yfirbragðið fágað eins og áður og framkoman tíguleg. Fyrir hönd SÍBS og Reykjalundar flyt ég innilegar þakkir fyrir framlag Jónu til málefna SÍBS og Reykja- lundar og sendi samúðarkveðjur systur hennar, systurdóttur og fjöl- skyldu hennar og öllum nákomnum. Haukur Þórðarson. Hún Jóna blessunin er dáin. Dauð- inn er oft grimmur og miskunnar- laus, en stundum er hann eðlilegur og réttur, þegar fólk stendur upp og kveður eftir langan og farsælan lífsferil. Og víst skildi Jóna alvöru lífsins og hafði kynnst henni eins og aðrir, en lund hennar var þannig, að ekki er' hægt að minnast hennar nema með hlýju brosi á vör. Það gerðu allir er tnættu henni þegar hún var enn á lífi og því skyldum við þá bregða vana okkar nú? Hún skal kvödd með þeirri náttúrulegu lífsgleði, sem einkenndi hana. Jóna var Reykjavíkurmær, af þekktum Reykvíkingaættum og í Reykjavík varð hennar starfsvett- vangur. Hún bjó í hjarta gamla bæjarins, á Sjafnargötunni, og allur hennar starfsferill var tengdur gömlu kvosinni. Til dæmis vann hún í Haraldarbúð og kunni margt að segja frá þeirri glæsiverslun. Seinna réðst hún svo í miðasöluna hjá Leik- félagi Reykjavíkur og þaðan þekkja hana allir Reykvíkingar og reyndar trúlega flestir landsmenn. Hún var andlit Leikfélagsins út á við og það var ekki ónýtt að brosið hennar Jónu var það fyrsta sem bauð fólk velkom- ið á sýningarnar. Þarna kynntumst við auðvitað. Ekki veit ég, hver kenndi mér það, að leikhússtjóri ætti að vera fær um að ganga í flest störf í leikhúsinu, en víst var um það, að oft stóðst ég ekki mátið og fór í miðasöluna með Jónu. Þarna stóðum við þijú, hún, Guðmundur Pálsson og ég, og kepptumst við að afgreiða gegnum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.