Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kallaðu þá bara bévaða sveitalubba, Hafsteinn minn, þá láta þeir þig hafa peninga eins og skot. Biskup segir kirkjusókn hafa verið góða um jólin Engar kirkjur nógu stórar á aðfangadag KIRKJUSÓKN var góð um þessi jól að sögn Ólafs Skúlasonar, bisk- ups íslands, og hefur kirkjusókn alla jóladagana verið að aukast. „Við erum náttúrulega vön því að á aðfangadag eru engar kirkjur nógu stórar og á það við jafnt um þéttbýlið og strjálbýlið,“ segir hann. Ólafur segir að kirkjusókn hafi aukist á jóladag og á annan í jól- um. „Ég sé þetta sem framhald af því hversu áðventan hefur verið að fá á sig kirkjulegri svip,“ segir hann. „Aðventan hefur ekki ein- ungis verið notuð til þess að und- irbúa jólin hið ytra, heldur líka að til að huga að því sem raunveru- lega skiptir máli og innra býr hjá hveijum manni.“ Til dæmis hafi verið haldnar samkomur, tónleikar og kyrrðarstundir í hádeginu hjá mörgum söfnuðum. Þetta hafi 'síð- an skilað sér í aukinni kirkjusókn alla daga aðventunnar. Hann segir að þessi aukning sé meira áberandi í þéttbýlinu, hvað aðventuna áhrærir. Á landsbyggð- inni séu messur oft stopular, þar sem prestar messa í mörgum kirkj- um til skiptis. Skoðanakönnun um kirkjusókn Biskup hefur nú ákveðið að láta gera skoðanakönnun, þar sem at- hugað verður hvernig kirkjusókn hafi verið yfir jól og áramót. Er niðurstaðna að vænta snemma á næsta ári. FAXABERG skemmdisttalsvert þegar eldur kom upp í bátnum í fyrrakvöld. Eldur um borð í Faxabergi ELDUR kom upp í Faxabergi HF104 í Hafnarfjarð- arhöfn í fyrrakvöld. Báturinn skemmdist talsvert að innan en slökkvistarf gekk vel. Slökkviliði Hafnarfjarðar var tilkynnt um eldinn um klukkan sjö í fyrrakvöld. Þegar það kom á staðinn var mikill reykur í káetu bátsins. Tveir reykkafarar fóru niður með háþrýstislöngu og þurftu þeir að rífa klæðningu til að komast að eldinum og slökkva hann. Þónokkrar skemmdir urðu vegna sóts, reyks og hita á tækjum í brú og á klæðningu í borðsal. Báturinn var mannlaus þegar eldurínn kom upp. Morgunblaðið/Jóhann Guðni Reyniason REYKKAFARAR höfðu lítið rými til athafna þegar þeir voru að komat að eldinum. Brýnt að fara varlega með eld Jón Friðrik Jóhannsson og Ragnar Sólonsson Ullarfötin best á gamlárskvöld Jólin og áramótin eru oft annatími hjá slökkviliðinu. Algengt er að það kvikni í á heimilum og fyrirtækjum út frá kertaskreytingum, eldur kemst í mat í eldhúsinu og flugeldar gera usla þegar þeir eru rangt notaðir eða eru í meðförum barna og unglinga. Þeir Ragnar Sólonsson og Jón Friðrik Jóhannsson hafa um árabil starfað hjá Slökkviliði Reykjavíkur og vilja brýna fyrir landsmönnum að fara varlega með eld og flugelda yfir hátíðirn- ar. Nú eru áramót á rtæsta leiti. Hvað ber heist að varast í sam- bandi við fiugeida? „Hættan skapast aðallega þeg- ar börn og unglingar fá eldfæri í hendur sem þau eru óvön að nota,“ segir Jón Friðrik. „Þegar börnum er leyft að fara með eld, þá er brýnt að einhver fullorðinn sé ætíð til staðar. Það vill oft brenna við að svo sé ekki. Gaml- árskvöld er mest skemmtun fyrir börn og unglinga, því er brýnt að fullorðnir sýni gott fordæmi." Einnig þarf fólk að gæta þess að fá ekki neista eða glóð á fatn- að, sérstaklega ef hann er úr gerviefnum, segir Jón Friðrik. „Maður er hræddur við þessa nýju kuldagalla sem unglingarnir eru gjarnan í,“ segir hann. „Fólk verður að fara varlega með eld í slíkum fatnaði, þar sem þeir eru eingöngu úr gerviefnum. Einnig eru spariföt oft úr gerviefnum og því eldfim. Best er því að vera í ullarfötum á gamlárskvöld." Þeir segja að þáð sé heidur aidr- ei of oft brýnt fyrir fólki að lesa leiðbeiningar sem fylgja flugeld- um og að fara eftir þeim. Þannig sé fólk oft að reyna að halda á blysum sem í raun séu ekki hand- blys, sem leiði oft tii brunasára á höndum. Og þegar verið sé að skjóta upp flugeldum verði að hafa góða og stöðuga undirstöðu fyrir þá og beina þeim frá húsum. En það er fleira sem fólk þarf að varast yfír áramótin. Margir halda veislur og segir Ragnar að hættulegasti tíminn sé iðulega á milli fjögur og átta aðfaranótt nýársdags, eftir að fólk fer að sofa. Til dæmis séu öskubakkar oft ios- aðir í rusl þegar enn sé glóð í sígarettum. „Best er að setja sígaretturn- ar í eitt eldfast ílát í vask og henda þeim ekki fyrr en daginn eftir.“ Jón Friðrik bendir á að einnig sé hægt að bleyta sígarett- urnar svo að öruggt sé að ekki er glóð í þeim. Báðir eru sammála um að brýnt sé að huga að öllu áður en farið er að.sofa, eins og öskubökkum og kertaskreytingum. Þá sé einnig gott að taka sjónvarpið úr sam- bandi því ekki sé nóg að slökkva á siíkum tækjum með fjarstýring- unni. Þetta eigi sérstaklega við eldri .tæki, þau séu full af ló og ►Ragnar Sólonsson er aðal- varðstjóri Slökkviliðsins í Reykjavík. Hann er lærður rennismiður og vélstjóri og hóf störf hjá slökkviliðinu í sumar- afleysingum árið 1960. Hann hefur starfað þar síðan frá ár- inu 1962. Ragnar er 56 ára gamall, giftur Louisu Sampsted og eiga þau fjögur börn. Jón Friðrik Jóhannsson er varð- stjóri á B-vakt. Hann er lærður dúklagningamaður en gekk til liðs við slökkviliððið árið 1984. Jón Friðrik er 37 ára gamall, kvæntur Guðrúnu Geirsdóttur og eiga þau þrjú böm. drullu. „Fínt ryk er eins og púð- ur,“ segir Ragnar. Þeir félagar segja að útköll vegna logandi jólaskreytinga séu áberandi á þessum tíma árs. Al- gengt sé að fóik gleymi logandi kertum, sem síðan brenni of lengi niður og eldur komist í skrautið. Hvað er helst til ráða til þess að minnka hættuna á þessu? „Fólk þarf að passa að vera ekjd að gera margt í einu og gleyma þannig að það logar á kerti,“ segir Ragnar. Nú hefur það talsvert aukist að fólk eigi reykskynjara. Eru þeir yfirleitt í góðu lagi? „Reykskynjarar voru oft illa staðsettir í íbúðum, þeir voru sett- ir upp of nálægt eldhúsinu og fóru því í gang að óþörfu,“ segir Jón Friðrik. „Þá kippir fólk oft rafhlöðunum út og gleymir að setja þær í á ný. Fjöldi reykskynj- ara á heimilum hefur einnig auk-- ist. Þegar fyrst var farið að hvetja fólk til að kaupa reykskynjara þá var áróðurinn að það ætti að vera 'einn á hveiju heimili. Nú á helst að vera reykskynjari í hveiju her- bergi. Oft eru unglingar með græjur í herbergjum sínum, stundum jafnvel með sjónvarp eða tölvu, en mjög algengt er að það kvikni í út frá rafmagni." Hvað með slökkvitæki á heimil- um? Kann fólk á þessi tæki? Þeir félagar segjar að dufttæki séu algengust á heimilum, en fólk verði að hafa í huga að þau slökkvi bara eldinn, en ekki glóðina. Því sé mikil- vægt að hringja í slökkviliðið þrátt fyrir að búið sé að slökkva eldinn og tryggja þannig að hann blossi ekki upp aftur. Og það eru fleiri atriði sem vert er að nefna. Þeir félagar vilja minna fólk á að þrífa síur í eldhús- viftum einu sinni á ári, því kvikn- að getur í fitu sem þar safnast. Þá hafa keramikhellur í eldhúsum notið vaxandi vinsælda á undan- förnum árum. Sumir noti þær sem aukið borðpláss og leggi hluti frá sér á þær. Þetta sé stórvarasamt ef kveikt er á hellunum og það gleymist að fjarlægja það sem á þeim er. „Dufttæki slökkva ekki glóð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.