Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t SIGFÚS JÓNSSON frá Einarsstöðum í Reykjadal, lést í Sjúkrahúsi Húsavíkur 24. desember. Systkini hins látna. V t SIGURJÓN ODDGEIR GUÐJÓNSSON, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund að morgni aðfanga- dags. Jarðarförin auglýst síðar. Systkinin frá Holtakotum. t BJÖRN KRISTMUNDSSON, Álftamýri 54, Reykjavík, lést á Reykjalundi 25. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Stefán Kristmundsson, Þorvaldur Kristmundsson. t Móðir okkar, VALBORG INGIMUNDARDÓTTIR, Ægisgötu 5, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 29. desember kl. 13.30. Erla Hrönn Ásmundsdóttir, Guðjón Björn Ásmundsson. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, OTTÓ J. ÓLAFSSON, Sörlaskjóli 12, andaðist á heimili sínu 25. desember. Helga Kristín Ottósdóttir, Heba Hertervig, Hákon Hertervig, Guðrún Sigríður Ásgeirsson, Ólafur Ásgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GEORG SIGURÐSSON cand. mag., lést í Landakotsspítala 24. desember sl. Sigurður Georgsson, Steinunn Georgsdóttir, Jón Baldur Lorange, Bergsteinn Georgsson, Unnur Sverrisdóttir og barnabörn. "1 t Móðir okkar og tengdamóðir, FJÓLA ODDSDÓTTIR, lést að morgni 26. desember. Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 4. janúar kl. 13.30. Ýrr Bertelsdóttir, Þráinn Bertelsson, Sólveig Eggertsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN GUÐMUNDSSON frá Málmey, Vestmannaeyjum, bifreiðastjóri, Engjavegi 9, Selfossi, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 26. desember. Útförin verður auglýst síðar. Brúnhild Pálsdóttir, Guðmundur Paul Jónsson, Helga Jóhannesdóttir, Kolbrún Jónsdóttir Petersen, Anton Heinsen, Olgeir Jónsson, Bára Gísladóttir, Birgir Jónsson og barnabörn. BJÖRN JÓNSSON + Björn Jónsson fæddist á Set- bergi í Fellnahreppi í N-Múlasýslu 19. september 1920. Hann varð bráð- kvaddur 16. desem- ber siðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Friðrik Guðmundsson, f. 1881, bóndi á Set- bergi, og Katrín Jónsdóttir, f. 1885. Systkini hans voru 11 og var hann næstyngstur. Af þeim eru nú fjögur á lífi: Sigríð- ur, Einar, Gunnar og Hjalti. Látin eru: Bergrín, Anna, Þóra, Olafur, Guðlaug, Þórarinn og Guðmundur. Björn var ungur sendur í fóstur til Isafjarðar. Fósturforeldrar hans voru Elín Sigríður Jónsdóttir ljósmóðir og Þórður Guðjón Jónsson múrarameistari. Elín var móð- ursystir Björns. Fóstursystkini hans þrjú eru: Þóra Sigríður, Svanfríður og Jón Guðlaugur. Hinn 28. desember 1946 kvænt- ist Björn Jóhönnu Elísu Svend- sen, f. í Neskaupstað 9. jan. 1921, d. 6. mars 1992. Þau eign- uðust tvo syni. 1) Engelhart HANN var aðeins þriggja ára, þeg- ar stór barnahópur austan af fjörð- um dreifðist til ættingja víðs vegar um landið — og Bjössi fluttist til móðursystur sinnarj Elínar Jóns- dóttur ljósmóður á Isafirði. Fjögur systkini hans fluttust líka þangað vestur. Þegar Elín giftist Þórði G. Jóns- syni múrarameistara ólst Bjöm upp hjá þeim í góðu atlæti og varð stóri bróðir þriggja bama þeirra. Hann sýndi þegar á unga aldri þá góðu eiginleika sem einkenndu hann alla ævi, en það voru sam- viskusemi, dugnaður og þraut- seigja. Hann naut þeirrar hámarks- menntunar sem þá var völ á fyrir vestan er hann lauk prófi í múrara- iðn. Og þar kynntist hann lífsföru- naut sínum, Jóhönnu Svendsen frá Mjóafirði. Hugur Björns hneigðist til bú- skapar og fluttust ungu hjónin að Hofi í Mjóafirði, þar sem þau bjuggu búi sínu, Bjöm stundaði jafnframt iðn sína á Austurlandi, eftir því sem kostur gafst. Þau fluttust síðan til Reykjavíkur fyrir tæpum fjörutíu ámm þar sem Björn vann síðan að múrverki fram yfír sjötugsaldur. Þau hjónin vom samhent í að skapa sér og tveimur mannvænleg- um sonum gott heimili og þar var jafnan mjög gestkvæmt, einkum Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR Svendsen Björns- son, bifvélavirki, f. 21. ágúst 1947, kvæntur Helgu Haraldsdóttur. Þau eiga þrjár dætur: Berglindi, Jóhönnu og Evu. 2) Þór Svendsen Björns- son tölvunarfræð- ingur, f. 1. mars 1961, kvæntur Ásu Halldórsdóttur. Þau eiga tvö börn: Hrafnhildi og Björn. Björn ólst upp á ísafirði og lærði múrverk hjá fóstra sín- um. Hann tók sveinspróf 1942, en meistararéttindi hlaut hann 1948. Björn fluttist austur að Hofi við Mjóafjörð 1943 og stundaði iðn sína þar og í ná- grannabyggðum. Einnig sinnti hann bústörfum á Hofi hjá tengdaforeldrum sínum. Árið 1955 fluttist hann til Reykjavík- ur og stundaði múrverk, lengst af hjá Magnúsi Baldvinssyni múrarameistara. Hjónin byggðu sér hús í Kópavogi og fluttu þangað 1964 og áttu þar heimili síðan. Björn verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag. af Austfirðingum, enda var heimilið opið bæði skyldfólki og vinum. Hófust Bjöm og Jóhanna fljót- lega handa um að byggja sér eigið hús í Löngubrekku í Kópavogi, sem vitnaði um dugnað þeirra og smekk- vísi. Á sumrin leitaði hugur þeirra þó gjarnan austur á land og dvöldu þau á Hofi í Mjóafirði eins oft og lengi og kostur var. Það var okkur mikils virði að eiga jafnan trausta og óeigingjarna vináttu þeirra hjóna og við minn- umst ótalmargra ánægjulegra sam- verustunda. Jóhanna lést fyrir tæpum þremur árum og nú er Bjössi skyndilega horfinn líka af sjónarsviðinu. En þau skilja eftir ljúfar minningar sem fjölmennur vinahópur þakkar. Og við vottum innilega samúð sonun- um, tengdadætranum og barna- börnunum, en þeirra söknuður er eðlilega sárastur. Þóra og Haraldur. Þær eru margar íslensku hvunn- dagshetjurnar, fólkið sem gengur hávaðalaust til daglegra starfa sinna og rækir þau af samvisku- semi, fólkið sem ræktar garðinn sinn, sjálfstætt fólk sem skuldar engum neitt og er sátt við guð og menn. Um það era ekki skrifaðir doðrantar en það markar oft dýpri spor í líf samferðamannanna en aðrir. Við andlát Bjössa vinar míns hefur fækkað um einn í hópi hvunn- dagshetjanna. Eg hef kynnst mörgum dugnað- arforkum í gegnum tíðina, bæði til sjós og lands, en engum jafnoka þínum. Löngun þín til að hjálpa öðrum, ef þess væri nokkur kostur, var takmarkalaus og ósérhlífnin náði langt út fyrir hefðbundin mannleg takmörk. Þessu kynntust margir og nutu góðs af, ekki síst við hjónin. Þér var flest betur gefið en að tala um sjálfan þig eða guma af afrekum þínum. En þú hafðir frá mörgu að segja og þær stundir sem _ Krossar TTT áleiði I viSaHit og máloSir. Mismunandi mynstur, vönduð vinna. Slml 91-35929 og 35735 við áttum saman undanfarna mán- uði eru mér nú dýrmætur minninga- sjóður. Á þessum tíma kynntist ég þér í rauninni betur en öll þau 43 ár sem vinátta milli fjölskyidnanna hefur staðið. Hvern granaði að ekkert ætti eftir að verða af öllu sem við töluð- um um gera á komandi sumri, eins og að ganga á Esju og skoða steina og upplifa svo ótalmargt í náttúr- unni. Þú varst svo hress og jákvæð- ur, reiðubúinn að bjóða Elli kerlingu byrginn þótt ljóst væri að þú gekkst ekki heill til skógar. Það varst þú sem hvattir mig til dáða, alltaf keik- ur, stór og sterkur, þótt þung högg hafi dunið á fjölskyldu þinni frá manninum með ljáinn. Þú barst harm þinn í hljóði en þó duldist engum að þú syrgðir Jóhönnu þína sárt, sem og Engelhart mág þinn. Við vitum að þau taka nú vel á móti þér. Við Sossen og fjölskylda okkar þökkum einstaka tryggð og vináttu. Sonum þínum, Engelhart og Þór, fjölskyldum þeirra og Sigrúnu mág- konu þinni sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Far þú í friði, kæri vinur. Rolf. Elskulegur afi minn er dáinn. Það er erfitt að ímynda sér að hann sé farinn og að ég eigi aldrei eftir að sjá hann aftur. Það eru ekki nema tvö ár síðan amma dó og nú deyr afi rétt fyrir jólin. Það er mikill styrkur fyrir mig að líta til baka og rifja upp allar þær dásamlegu stundir sem ég átti með afa og ömmu í Kópavogi. Afí og amma tóku okkur alltaf opnum örmum þegar við komum og heimsóttum þau í Löngubrekku í Kópavoginum. Það var ekki sjald- an sem ég fékk að gista hjá þeim um helgar. Afi og amma reyndu alltaf að gera eitthvað skemmtilegt fyrir mig þegar ég kom til þeirra. Að ekki sé minnst á matinn, alltaf reyndu þau að gera mér til hæfis. Á hveiju ári, rétt fyrir jólin, kom fjölskyldan saman og bakaði laufa- brauð. Amma hnoðaði deigið með dyggri aðstoð afa og hún flatti það út. Við sáum um að skera það út og að lokum steikti afi það. Að laufabrauðsgerðinni lokinni vora steiktar kleinur, bestu kleinur í heimi. Við höfum alltaf frá því að við munum eftir okkur farið í laufa- brauð og kleinur til ömmu og afa. Það er erfítt að ímynda sér jólin án þess að hafa þau hjá sér. Eg man líka eftir þeim ófáu berjaferðum sem ég fór með þeim. Þau höfðu bæði einstaklega gaman af því að tína ber og skoða náttúr- una. Þegar ég var yngri fór ég oft með þeim í beijamó með fullt af fötum til að fylla af beijum og ógleymanlegu nesti sem amma var snillingur að búa til og borðað var úti í náttúranni og beið maður spenntur eftir að fá brauð með afa- osti (mysuosti) og geitaosti. Þau voru bæði harðdugleg og vinnusöm. Aldrei man ég eftir því að hafa komið í Löngubrekku án þess að eitthvað hafi verið um að vera. Ég minnist þess hve afi var þolin- móður við börn, við gátum setið tímunum saman og spilað og talað saman. Hann sagði mér líka sögur af sjálfum sér og því sem hann hafði lesið, hann hafði frá mörgu að segja hann afi. Þó að það sé sárt að þau séu bæði farin veit ég að nú líður þeim vel því að þau eru saman. Þegar amma dó var söknuður afa mikill því að ástin á milli þeirra var svo sterk. í dag hefðu þau átt 48 ára brúðkaupsafmæli. Elsku amma og afí, ég mun allt- af sakna ykkar. Guð blessi ykkur. Ykkar Jóhanna Elísa. Bjössi afi er dáinn. Ég var ekki svo heppin að kynnast afa mínum eins vel og Jóhanna systir mín, en ég á þó góðar minningar um hann. T.d. þegar við fórum þijú, afi, pabbi og ég, austur til Mjóafjarðar. Við fóram að Hofi þar sem pabbi er fæddur. Afi og pabbi voru að laga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.