Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 17 VIÐSKIPTI Seattle. Rcuter. Grunnur lagður að beintengingu við einmenningstölvur um sjónvarpskapla TCI fjárfestir í Microsoft Network Chemical Bank verð- * launar Is- landsbanka CHEMICAL Bank, þriðji stærsti banki Bandarikjanna, veitti ný- lega nokkum bönkum viðurkenn- ingar fyrir vönduð vinnubrögð í viðskiptum með ávísanir. Islands- banki var einn af 14 bönkum sem voru verðlaunaðir, en Chemical Bank skoðaði samskiptin við 600 banka víðsvegar um heiminn. I frétt frá Islandsbanka kemur fram að umrædd viðskipti með ávísanir fara þannig fram að bankar senda erlenda tékka, ferðatékka og fleiri skjöl til eins banka í viðkomandi landi sem síðan innheimtir andvirði þeirra hjá þeim bönkum sem gáfu papp- írana út. Mikilvægt er að skila- greinar sem fylgja ávísunum séu vel unnar svo komist verði hjá villum. í frétt íslandsbanka kemur fram að hjá Chemical Bank hafi verið ákveðið að gera úttekt á því hversu öruggar skilagreinar frá viðskiptabönkunum væru. Fylgst var með öllum skilagrein- um í ákveðinn tíma og bönkunum gefnar einkunnir. Af sex hund- rað bönkum hlutu 14 bankar 10 stig af 10 mögulegum og var Is- landsbanki þar á meðal. | Valur Valsson, bankastjóri ís- landsbanka tók við viðurkenn- ingu frá Chemical Bank og af- henti hana síðan starfsmönnum Alþjóðadeildar. A myndinni má sjá starfsmennina sem annast þau verk sem verðlaunuð voru. Frá vinstri eru Aðalbjörg Stef- ánsdóttir, Guðlaug Konráðsdótt- > ir og Kristín Kristinsdóttir. Telepower ír=sí! Rafhlööur » i <>» ■ ••• í práölausa ••• •••l ••• síma ^ Rafbov Rauðarárstíg 1 'Bs/r Sími: 562 2130 Fax: 562 2151 1 DEILD í kaplasjónvarpsrisanum Tele-Communications Inc. hefur varið 125 milljónum dollara til þess að eignast 20% hlut í fyrirhugaðri beintengingarþjónustu Microsoft- fyrirtækisins, Microsoft Network. Með fjárfestingunni er lagður grunnur að fyrirhugaðri beinteng- ingu við einmenningstölvur um sjónvarpskapla, sem veitir færi á að senda fyllri upplýsingar með skjótari hætti en leyft er um venju- legar símalínur. Samkvæmt samkomulaginu kaupir deildin TCI Technology Ventures hlutabréf í riýstofnuðu beintengingarfyrirtæki, Microsoft Online Services Partnership. Stofnun þjónustufyrirtækisins var boðuð í nóvemeber og gert er ráð fyrir að það taki til starfa á næsta ári. Þjónusta þess stendur þeim til boða er koma sér upp Windows 95 stýrikerfi, sem nú er gert ráð fyrir að verði fáanlegt í ágúst 1995. Fyrst um sinn verður þjónustan boðin um símalínur, en að sögn tæk- nideildar TCI er lfklegt um sum bein- tengd þjónusta verði veitt um kapla með mótaldi og öðrum búnaði sem verði fullgerður fyrir árslok 1996. TCI mun veita þjónustuna til 20 milljóna heimila, en viðskiptavinum mun einnig gefast kostur á að tengj- ast öðrum beintengingarþjónustum. ISLENSKI HLUTABREFASJOÐURINN H F. Fáðu þér bréf upp á skattalœkkun með áhœttudreifingu ojj afborcju narkjöru m 33% skattaafsláttur Kaupir þú hlutabréf í íslenska hlutabréfasjóðnum hf. fyrir áramót getur þú fengið rúmlega 42.000 króna endurgreiðslu á tekjuskatti í ágúst á næsta ári. Samkvæmt núgildandi skattalögum mun skattafrádráttur vegna hlutabréfakaupa verða afnuminn um áramótin 1997-1998. Kaupár Fjárhæð vegna fjárfestingar 1994 127.000 kr. rúmar 1996 200.000 kr. rúmar iím—m Skattafrádráttur 42.000 kr. 42.000 kr. Endurgreiðsla skatts ágúst1995 ágúst1997 42.000 kr. ágúst1998 Dreifin0 ábœttu með traustri fjárfestingarstefnu íslenski hlutabréfasjóðurinn hf. fjárfestir m.a. í hlutabréfum arðbærra og vel rekinna íslenskra fyrirtækja og ávaxtar þannig fjármuni fjárfesta og dreifir áhættu þeirra í hlutabréfaviðskiptum. Eignaskipting Islenska hlutabréfasjóðsins í september 1994. Innlend hlutabréf Innlend skuldabréf Erlend verðbréf Afborjjunarkjör með 5% vaxtaafsUtti fram að áramótum Framúrskarandi ávöxtun og jjóð afkoma Raunávöxtun hlutabréfa í íslenska hlutabréfasjóðnum hf. var 16,4% síðustu 12 mánuði. Góð afkoma sjóðsins og 34% eignaaukning á sl. ári gerir íslenska hlutabréfasjóðinn að einum besta fjárfestingarkosti sem völ er á. Landsbréf hf. eru viðskiptavaki hlutabréfa íslenska hlutabréfasjóðsins hf. og eru ávallt tilbúin að kaupa og selja hlutabréf sjóðsins. Leitaðu upplýsinga hjá ráðgjöfum okkar og umboðsmönnum í Landsbanka íslands um allt land. s LANDSBREF HF. Landsbankinn stendur með okkur Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sfmi 588 9200, fax 588 8598. Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. HÖ l NÚ AUGLÍSWGASTOf A <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.