Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 21 Stjórnarkreppan á Ítalíu Di Pietro for- sætisráðherra? Umberto Bossi Róm. Reuter. OSCAR Luigi Scalf- aro, forseti Ítalíu, reyndi í gær að finna lausn á stjórnarkrepp- unni í landinu og ítölsk dagblöð voru með vangaveltur um að Antonio Di Pietro, fyrrverandi rannsókn- ardómari, yrði hugs- anlega forsætisráð- herra breiðrar sam- steypustjórnar. Silvio Berlusconi, fráfarandi forsætis- ráðherra, reyndi að knýja fram nýjar kosningar og varaði við valdatöku „komm- únista“ þegar hann lýsti andstöðu sinni við hugmyndir um myndun breiðrar samsteypu- stjórnar. Umberto Bossi, leiðtogi Norðursambandsins, og Rocco Butt- iglione, formaður Þjóðarflokksins, lítils miðflokks, vilja mynda stjórn með Lýðræðisflokki vinstrimanna, kommúnistaflokknum fyrrverandi, til að hægt verði að ljúka stjórnlaga- breytingum áður en ítalir gangi að kjörborði að nýju. Berlusconi telur þessa hugmynd mikið áhyggjuefni. „Við erum vissir um eitt: við samþykkjum aldrei að Bossi og Buttiglione láti Ítalíu í hendur kommúnista," sagði hann. Scalfaro ekki hlynntur kosningum Berlusconi vill að boðað verði til kosninga í lok mars en hermt er að Scalfaro sé lítt hrifinn af þeirri hug- Carlo Scognamiglio mynd. Forsetinn veltir því nú fyrir sér hvern hann eigi að skipa forsæt- isráðherra 54. stjórnar Italíu eftir heimsstyijöldina síðari. Scalfaro ræddi í gær við Carlo Scognamiglio, forseta efri deildar þingsins, og Irene Pivetti, forseta neðri deildarinnar, en þau hafa bæði verið nefnd sem hugsanlegir leiðtogar breiðrar sam- steypustjórnar. Scognamiglio er í flokki Berlusconis, Afram Ítalía, en Pivetti er í Norðursambandinu. Francesco Cossiga, fyrrverandi forseti, er einnig sagður koma til greina og ítölsk dagblöð voru í gær með vangaveltur um að Antonio Di Pietro yrði hugsanlega næsti forsæt- isráðherra. Di Pietro stjórnaði rann- sókn spillingarmálanna sem tröllrið- ið hafa ítölskum stjórnmálum og nýtur nú mikilla vinsælda meðal al- mennings, en sagði af sér sem rann- sóknardómari fyrr í mánuðinum. Bandarískur flugmaður enn í haldi í Norður-Kóreu Vilja neyða Banda- ríkin til samninga EGLA bréfabtndi KJÖLFESTA ÍGÓÐU N-Kórea vill friðarsamning í stað vopnahlés- samnings Seoul. Reuter. STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu virðast ætla að notfæra sér hand- töku bandarísks þyrluflugmanns til að knýja Bandaríkjastjórn til eftir- gjafar og samninga. Er það mat stjórnmálaskýrenda, sem segja, að stjórnin í Pyongyang vilji gera sér- stakan friðarsamning við Bandarík- in í stað vopnahléssamningsins, sem nú gildir. Birtar hafa verið ljós- myndir, sem teknar voru af flug- manninum rétt eftir að þyrlan hans brotlenti innan landamæra Norður- Kóreu. Norður-Kóreustjórn heldur því fram, að þyrlan hafi verið í njósna- leiðangri þegar hún var skotin niður sjö km innan n-kóresku landamær- anna en Bandaríkjastjórn segir, að hún hafi villst af leið. Voru flug- mennirnir tveir og lést annar þeirra, David Hilemon, þegar þyrlan kom niður. Hefur lík hans verið afhent bandarískum hernaðaryfirvöldum. Beinar viðræður Bandaríkjastjórn hefur samþykkt að senda sérstakan fulltrúa sinn til Pyongyang í dag til viðræðna um lausn flugmannsins, Bobbys Halls, DAVID Hall, bandaríski flugmaður- inn, sem nú er í haldi í Norður- Kóreu. Norður-Kóreumenn birtu þessa mynd í gær en hún var tekin rétt eftir að þyrla hans hafði hrapað eða verið skotin niður innan n-kór- esku landamæranna. Kóreustríðinu lauk. Það stóð í þijú ár, 1950 til ’53. Norður-Kóreumenn sögðu sig úr nefndinni 1991 þeg- ar Suður-Kóreumaður var skipaður formaður hennar og vilja nú gera friðar- samning við Bandaríkin þar sem Suður-Kórea komi hvergi nærri. Bandaríkjastjórn hefur varað stjórnina í Pyongy- ang við og segir, að verði Hall ekki látinn laus fljót- lega muni það skaða ný- gerðan samning ríkjanna um kjarnorkumál. Flestum ber hins vegar saman um, að Bandaríkjastjórn sé í miklum vanda. Láti hún undan Norður-Kóreu verði litið á hana sem veikgeðja en geri hún það ekki muni örlög flugmannsins valda kurr í Bandaríkjunum. Auk þess verði hún að taka til- lit til hagsmuna Suður- Kóreu i málinu. Olíusendingu frestað og segja fréttaskýrendur, að það sé sigur fyrir Norður-Kóreustjórn. Hún vilji ræða beint við Bandaríkja- menn en ekki í gegnum vopnahlés- nefndina eins og verið hefur frá því Bandaríski fulltrúadeild- arþingmaðurinn Lee Ham- ilton sagði í gær, að hugs- anlega yrði fyrirhugaðri olíusendingu til Norður-Kóreu frestað vegna þessa máls en sam- kvæmt samningum ætla Banda- ríkjamenn að senda þangað 50.000 tonn fyrir 21. janúar. SKIPULAGI Við sendum þér bækling óskir þú þess með myndum af fjölbreyttu úrvali okkar af þessum vinsælu bréfabindum okkar. Síðan getur þú pantað það sem hentar fyrirtæki þínu og færð sendinguna. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 68 84 76 eða 68 84 59. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 Ein á Suð- urpólinn LIV Arnesen varð fyrst kvenna til að komast á Suðurpólinn ein síns liðs en þangað náði hún klukkan átta sl. laugardagskvöld eftir 1.200 km göngu á 50 dög- um. Liv er norsk, liðlega fertug að aldri. Wanda Widerö, talsmað- ur Arnesen, sagði, að ferðin hefði gengið vel en Arnesen dró á eft- ir sér 50 kg þungan sleða og bakpokinn hennar vó 15 kg. Verður hún flutt til baka með flugvél, sem kemur til banda- rískrar rannsóknarstöðvar á Suðurskautinu 5. janúar. Banda- ríkjamennirnir í stöðinni buðu Arnesen til sín eftir komuna á skautið en hún lagði upp í gönguna Iöngu 5. nóvember sl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.