Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FLUGRÆIMINGJAR YFIRBUGAÐIR I MARSEILLE Reuter FRÁ vettvangi í Marseille. Myndin var tekin er áhlaup víkingasveitarinnar var nýhafið. Á landgangi fremst á þotunni standa liðs- menn víkingasveitarinnar í skotbardaga við flugræningja. Á sama tíma hjálpa aðrir lögreglumenn farþegum að flýja frá borði. Ráðgerðu að sprengja þotuna yfir París Marseille, París. Daily Telegraph. Reuter. ALSÍRSKU flugræningjarnir sem rændu Airbus A300 þotu franska flugfé- lagsins Air France á aðfangadag ráðgerðu sjálfsmorðsárás á París, að því er Charles Pasqua innanríkisráðherra Frakklands sagði í gær. Talið er að ræningjamir hafí ýmist ráðgert að sprengja flugvélina í tætlur yfír frönsku höfuðborginni eða Steypa henni til jarðar í borginni, að sögn far- þega. Frönsk víkingasveit batt enda á flugránið í Marseille á annan dag jóla. Flugræningjamir voru felldir í áhlaupinu en 170 manns, farþegar og áhöfn, frelsaðir úr klóm þeirra. Þrettán farþegar og þrír áhafnarmenn slösuðust, þar á meðal flugmaður sem hlaut skotsár. Níu víkingasveitar- menn særðust í aðgerðinni, tveir lífshættulega. Ræningjarnir myrtu þrjá farþega en borið var til baka að þeir hefðu myrt þann fjórða rétt áður en þeir voru yfirbugaðir. LIÐSMÖNNUM frönsku víkingasveitarinnar var fagnað er þeir komu í gær til Parísar, daginn eftir að hafa frelsað 170 manns úr klóm fjögurra alsirskra flugræningja. Þotan var við það að leggja upp í ferð til Parísar er henni var rænt á flugvellinum í Algeirsborg í Alsír að morgni aðfangadags. Um borð voru þá komnir 227 farþegar og 12 manna áhöfn en 44 farþegar, sem vom enn í rútum á flugvellinum, sluppu naumlega við þá lífsreynslu sem hinna beið næstu 54 stundirnar. Ræningjamir fjórir klæddust ein- kennisfötum flugliða alsírska flugfélagsins Air Algerie. Drógu þeir upp vélbyssur, sjálfvirkar skammbyssur og sprengjur er um borð var komið. Við töku þotunnar myrtu þeir aisírskan iögreglumann og víetnamskan stjómarerindreka. Flugvellinum var samstundis lokað og alsírska lögreglan umkringdi þotuna. Ofsafengin samtök Ræningjarnir hrópuðu trúarleg slagorð múslima og kröfðust þess að konur sveiptu sig slæðum svo ekki sæist í bert hold eða hár. Reyndust þeir vera úr íslömsku vopnasveitinni, GIA, ofsafengnustu samtökum alsírskra bókstafstrúar- manna. Eftir að frestur, sem ræningjam- ir höfðu gefið til þess að fá heimild til að fljúga úr landi, var liðinn á jóladag drápu þeir þriðja farþegann, matsvein franska sendiráðsins. Fleygðu þeir líkunum út um fram- dyr þotunnar. Flugvélin fékk að halda til Mar- seille í Frakklandi aðfaranótt mánu- dagsins að tilmælum franskra stjórnvalda. Hafði Edouard Ballado- ur forsætisráðherra beitt sér fyrir því persónulega í samtölum við als- írska ráðamenn. Kröfðust rænin- gjarnir eldsneytis til flugs tii Parísar en fengu ekki. Sömu kröfu ræningjanna eftir að þotan lenti í Marseille um miðja nótt aðfaranótt annars dags jóla var hafnað. Áður en þotan hélt af stað hofðu ræningjarnir hleypt 63 farþegum frá borði í Algeirsborg, aðallega konum og bömum. Sagðist farþegum svo frá að ræn- ingjarnir hefðu talað saman á arab- ísku. Hefðu þeir skipst á að sofa og þeir sem stóðu vakt hveiju sinni því verið tiltölulega rólegir. Ungir að árum Flugvallaryfirvöld í Marseille sögðu að ræningjarnir hefðu verið ungir að ámm, hinn elsti um tví- tugt. Tilraunir til þess að semja við þá reyndust árangurslausar. Er þeir hófu skothríð út um glugga á stjórn- klefanum á flugturninn síðdegis í fyrradag létu liðsmenn sérsveita franska hersins til skarar skríða. Frönsk sjónvarpsstöð sagði að 50 sérsveitarmenn hefðu verið á vett- vangi en milli 20 og 30 réðust um borð. Að sögn farþega höfðu rænin- gjamir nýlega látið þau boð berast um farþegaklefann að þeir hygðust brátt lífláta tvo farþega til viðbótar er víkingasveitin réðist inn í þotuna. Áhlaupið var gert frá þremur stöðum samtímis þar sem ekki Iá fyrir nákvæm vitneskja um hvar flugræningjarnir héldu til í þotunni. Gífurleg kúlnahríð mætti átta sveit- armönnum, sem fóru upp um land- gang og bmtust inn um framdyr þotunnar. Skothríðin kom frá flug- stjómarklefanum þar sem rænin- gjamir fjórir reyndust hafa búið um sig. „Þetta var eins og í logandi víti,“ sagði Denis Favier, foringi víkinga- sveitarinnar. „Þeir hrundu upp hurðinni öðru hveiju og hentu að okkur sprengjum eða skutu án af- láts af sjálfvirkum rifflum, bæði að okkur og í átt að farþegaklefan- um,“ sagði Favier. Fjögurra mínútna skotbardagi Við og við sáust appelsínugulir blossar í stjórnklefanum og hann virtist fyllast af reyk. Eftir um fjög- urra mínútna ákafann skotbardaga lágu ræningjamir í valnum. Á með- an á átökunum frammi í þotunni stóð komu víkingasveitarmenn, sem ráðist höfðu inn í þotuna aftan- verða, farþegum til hjálpar við að flýja frá borði um neyðarrennur. „Lögreglumennirnir sögðu okkur að fleygja okkur niður og skríða að neyðarútgöngudyrum," sagði far- þegi sem sagðist heita Areski að skímarnafni. Kona meðal farþega sagði: „Þeir sögðu okkur að leggj- ast niður og er maðurinn minn Iyfti höfðinu til að gægjast upp keyrði flugfreyja hann aftur niður í sætið.“ Aðstoðarflugmaður þotunnar kastaði sér út úr flugvélinni um glugga á flugstjómarklefanum. Haltraði hann hjálparlaust frá þot- unni eftir að hafa fallið sex metra til jarðar. Átti að brotlenda í París? Hugsanlegt var talið að rænin- gjamir hafí ráðgert bífræfna sjálfs- morðsárás á Parísarborg. Nokkrir farþegar sögðust hafa heyrt ræningj- ana ræða um það að „þakka fyrir sig“ svo eftir væri tekið er þeir hefðu fengið kröfunni um að fá að fljúga til Parísar framgengt. Annars vegar með því að sprengja þotuna í tætlur á flugi yfír París eða steypa henni í jörðina í borginni. Að minnsta kosti fjórir farþegar kváðust hafa séð ræningjana meðhöndla nokkur búnt af dýnamit-túpum um borð. F’ranska lögreglan staðfesti að ræningjarnir hefðu komið 20 túpum fyrir víðs vegar í þotunni. Þá höfðu þeir kom- ið sprengju fyrir bak við sæti aðstoð- arflugmannsins. Óttast hefnd Flestir farþeganna voru alsírskir. Báðust þeir undan viðtölum af ótta við hefndaraðgerðir. Margir huldu andlitið er þeir komu út úr flug- stöðvarbyggingunni. „Ég þarf að fara til baka eftir viku,“ hrópaði einn þeirra fokillur til myndatöku- manna. Farþegi sem ekki vildi segja til nafns, sagðist hafa reynt að eiga skynsamlegar samræður við einn ræningjanna. „Ég sagði honum að þeir hefðu ekki valið sér skynsam- lega baráttuaðferð. Hann svaraði því til að ekkert gæti verið fegurra en deyja í nafni íslams," sagði far- þegjnn. Söngvari á aftökulista Cesar Ferhar, vinsæll alsírskur söngvari og andstæðingur strang- trúaraflanna, var meðal farþega þotunnar. „Þeir virtust strax kann- ast við andlitið og er þeir áttuðu sig næsta dag á því hver ég var sögðu þeir að ég yrði settur á aftökulist- ann, röðin kæmi að mér.“ „Ræningjarnir virtust yfirvegaðir og fullir sjálfstrausts í upphafi rán- ins. En þegar komið var til Mar- seille var tekið að reyna á þolrifin. Þuldu þeir þá við og við kennisetn- ingar úr kóraninum til þess að róa sig niður,“ sagði Ferhat. 520 mannslífum bjargað Víkingasveitin, GIGN, var stofn- sett í kjölfar hryðjuverka palestín- skra öfgamanna á Olympíuleikunum í Miinchen árið 1972. Hafði hún ekki stöðvað flugrán af þessu tagi en verið mjög vel þjálfuð til slíkra verka. Liðsmenn hennar eru 87 og fram að flugráninu höfðu þeir frels- að 350 manns úr gíslingu. Eru þau því orðin um 520. Hefur sveitin verið kölluð til 650 sinnum til þess að kljást við hvers kyns misyndis- menn og hafa fimm liðsmenn beðið bana í aðgerðum af því tagi. Sósíalist- ar sigruðu í Búlgaríu BIRTAR voru í gær lokatöl- urnar í þingkosningunum í Búlgaríu fyrir tíu dögum og þær staðfesta að Sósíalista- flokkurinn (BSP) fékk meiri- hluta þingsætanna. Fimm flokkar hlutu sæti á þinginu og Sósíalistaflokkurinn fékk 125 af 240 þingsætum. For- ystumenn flokksins hafa boð- ið leiðtogum annarra flokka til viðræðna um hugsanlega myndun samsteypustjórnar. Karl Schiller látinn ÞJÓÐVERJAR syrgðu í gær Karl Schiller, fyrrverandi ráð- herra Jafnaðarmannaflokks- ins sem talinn hefur verið einn af feðrum „efnahag- sundursins" í Þýskalandi. Schiller var stundum nefndur „ofurráðherrann" vegna þess að hann stjórnaði bæði efna- hags- og fjármálaráðuneyt- unum samtímis í byijun átt- unda áratugarins. Hann lést á mánudag, 83 ára að aldri, eftir langvarandi veikindi. Breska lögreglan gagnrýnd BRESKA lögreglan banaði í gær manni sem talinn var hættulegur en í ljós hefur komið að hann kann að hafa verið vopnaður eftirlíkingu af skammbyssu. Fjórir sér- sveitarmenn skutu manninn til bana eftjr að lögreglunni hafði verið greint frá því að hann hefði hleypt af skamm- byssu á götu við heimili sitt í gærmorgun. Atvikið varð til þess að deilt var á bresku lögregluna fyrir að beita skot- vopnum of oft, þótt almennir lögreglumenn ' hafi verið óvopnaðir. Dó eftir 15 metra fall LOFTFIMLEIKAMAÐUR beið bana eftir 15 metra fall í gær fyrir framan hundruð skelfíngu lostinna áhorfenda í fjölleikahúsi í Blackpool í Englandi. Fimleikamaðurinn, sem var rúmlega tvítugur, var að ganga á járnhringum fyrir ofan sviðið þegar hann hrasaði og féll niður. Samhentir tvíburar ÞÆR tvíburasysturnar Lorraine og Levinia Christm- as hafa ávallt verið samhent- ar og þá ekki síst á jólum enda heita þær Jól að eftir- nafni. Á þessum jólum voru þær systurnar, sem búa hvor í sínum bæjarhluta í Flitcham á Englandi, báðar á sjúkra- húsi og ástæðan var sú, að þær lentu í árekstri á sömu stundu sama daginn. Þær voru að flýta sér með gjafirn- ar hvor til annarrar og líklega þarf ekki að taka það fram á hvern þær keyrðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.