Morgunblaðið - 28.12.1994, Side 27

Morgunblaðið - 28.12.1994, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 27 AÐSENDAR GREINAR Orðstír deyr aldrei KIÐ hefur verið hringt til Fé- Jurgensen, hóf störf r--— ■ " -j kyns aðstoð og hve íslenskra hjúkrunarfræðinga hér á landi árið 1898, ' mikla þarf að veita MIKIÐ hefur verið hringt til Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga vegna verkfalls sjúkraliða. Það eru sárir hjúkrunarfræðingar sem hringja og margir þeirra hafa áhyggjur af ímynd starfsstéttar sinnar. Þeir spyija: „Af hverju heyrist ekkert frá Félagi íslenskra hjúkrun- arfræðinga? Hvers vegna svarið þið ekki aðdróttunum forystu sjúkra- liða í okkar garð? Hún lætur gamm- inn geisa í fjölmiðlum með rang- færslur um starfssvið okkar, menntun og laun og þið þara þegið þunnu hljóði.“ Því er til að svara að Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga hefur haft um tvennt að velja í þessari 9töðu. Annars vegar að þjóða hinn vangann og leyfa sjúkraliðum að pústa. Hins vegar að standa í eilíf- um leiðréttingum sem hætta er á að aðrir skynji sem nöldur. Það gæti einnig gefið þá hugmynd að hjúkrunarfræðingar vilji einum af sínum nánustu samstarfsmönnum, sjúkraliðum, ekki vel. Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga hefur hingað til valið fyrri möguleikann. Sjúkraliðar eru í verkfalli, þetta er þeirra tími og hjúkrunarfræðingar ætla ekkert að aðhafast sem getur skaðað kjara- baráttu þeirra. Hvað sem á dynur munu hjúkrunarfræðingar forðast að standa í vegi fyrir því að sjúkra- liðar fái sanngjöm laun. Þó tók steininn úr við útvarpsum- mæli eins af forystumönnum sjúkr- aliða nýlega. Þau má skilja þannig að sjúkraliðar sinni allri grunn- hjúkrun og að verkfall þeirra hafí sýnt að á stöðum þar sem hjúkrun- arfræðingar eru hlutfallslega fleiri en sjúkraliðar sé allt hrunið til grunna og það þó aðeins vanti eina manneskju á vakt. Þetta er stórt upp í sig tekið. Hjúkrunarfræðingar verða að treysta því að almenningur hafi það sem sannara reynist. Menntaðir hjúkrunarfræðingar hafa starfað á Islandi frá því fyrir aldamótin síðustu. Allar götur síðan hefur þurft að minnsta kosti þriggja ára sérnám í hjúkrun til að geta kallað sig hjúkrunarfræðing og til að mega starfa og bera ábyrgð sem slíkur. Nútíma hjúkrunarmenntun á íslandi byggir því á meira en hundr- að ára hlefð og óumdeildri nauðsyn. Til að svara kröfum tímans, í lönd- um Evrópubandalagsins sem ann- ars staðar, þarf nú stúdentspróf eða ígildi þess og þriggja til fjögurra ára sérmenntun í hjúkrun til að verða hjúkrunarfræðingur. Það er stefna Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar að öll hjúkrunarmenntun í heiminum verði á háskólastigi. Síðan fyrsti fullnuma hjúkrunar- fræðingurinn, Christophine Fylgstu með í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! Júrgensen, hóf störf hér á landi árið 1898, með þriggja ára hjúkrunarmenntun að baki, hafa hjúkrunar- fræðingar áunnið sér álit, traust og virðingu skjólstæðinga sinna og samstarfsfólks. Það tekur enginn frá þeim. Hjúkrunarfræðingar bera ábyrgð á því að sjúklingar fái svo full- komna hjúkrun sem aðstæður leyfa á hverj- um stað. Til þess þurfa þeir að meta hvers Þorgerður Ragnarsdóttir kyns aðstoð og mikla þarf að hveijum og einum. Grunnhjúkrun veita þeir sannarlega, óháð verkfalli sjúkraliða. Þeir aðstoða sjúklinga við að hirða sig, klæða, fæða og hreyfa sig. Þeir hafa eftirlit með líkamlegu og andlegu ástandi sjúklinga og skráningu sem því fylgir, skipta á sárum þeirra, gefa lyf og.ann- ast starfsmanna- og birgðahald. Við upphaf Grunnhjúkrun veita hjúkrunarfræðingar sannarlega, segir Þorgerður Ragnars- dóttir, óháð verkfalli sjúkraliða. og við lok lífs, á gleði- og sorgar- stundum eru hjúkrunarfræðingar nálægir þar sem þeirra er þörf til að veita stuðning, til að hjúkra. Auk þess fræða þeir sjúklinga og að- standendur þeirra, leiðbeina nem- endum og stunda* rannsóknir. Hjúkrun er fræðigrein í sókn og starfsvettvangur hjúkrunarfræð- inga verður æ fjölbreyttari. Hjúkrunarfræðingar vinna hins vegar jafnan störf sín í hljóði og af hógværð. Þó að hógværð sé dyggð dugir hún skammt þeim sem vilja vekja athygli á framlagi sínu. Hógværð fylgir einnig sá galli að hún gefur þeim sem hærra láta tækifæri til að hreykja sér. Hjúkr- unarfræðingar þurfa að átta sig á að þeir standa best sjálfir vörð um eigin ímynd með því að auðkenna sig vel, vinna vel og með því að segja frá því sem þeir eru áð fást við. Á því og engu öðru byggist orð- stír hjúkrunarfræðinga og orðstír deyr aldrei þeim er sér góðan get- ur. Svo segir í Hávamálum. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ritsijóri Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Með þetta stöðugt á skjánum öðlast h e i 1 Er Windows hugbúnaðurinn þinn orðinn eins og staður klár? Geturþú ekki endumýjað PC tölvunaí augnablikinu? f ð e©l i raunverulega merkingu Intel OverDrive• örgjörvi styttir eilíjðina riiður í augnabUk! lntel OverDrive örgjörvinn gerir það að verkum að tímaglastáknið sést miklu sjaldnar og skemur í senn. OverDrive örgjörvar auka vinnsluhraðann til muna á PC tölvum með Intel486(tJ SX og DX örgjön’um. Microsoft Excel vinnur allt að 122% hraðar og Corel Draw allt að 160% hraðar með Intel OverDrive örgjörvum. Söluaðilar: ACOhf. Skipholti 17 105 Reykjavík Sími 562-7333 GSS á íslandi hf. Mörkinni 6 108 Reykjavík Sími 568-1900 H.K.H. hf. Skipholti 50 c 104 Rcykjavík Sími 562-0222 Hátíðni Víkurbraut4 780 Höfn Sími 97-81111 Heimilistæki hf. Sætúni 8 105 Reykjavík Sími 569-1400 PóstMac hf. Homi, Kjalamesi 270 Mosfellsbær Sími 566-6086 Boðcind Austurströnd 12 170 Seltjamames Sínii 561-2061 iny E.S.T. hf. Tölvusalan hf. Örtölvutækni - Glerárgötu 30 Suðurlandsbraut 20 Tölvukaup hf. 600 Akureyri 108 Reykjavík Skeifunni 17 Sími 96-12290 Sími 581-3777 - 108 Rcykjavík Sími 568-7220 Tölvuvæðing hf. Tölvuþjónustan hf. Hafnargötu 35 Vesturgötu 48 230 Keflavík 300 Akranesi Sími 92-14040 Sími 93-14311 Tæknibær Aðalstræti7 101 Reykjavík Sími 551-6700

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.