Morgunblaðið - 31.12.1994, Side 13

Morgunblaðið - 31.12.1994, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 13 VIÐSKIPTI Hrávara Málmverð upp ílokársins Scania og Hekla semja bændasamfélagsins gamla. Landeig- endur við Seyðisfjörð höfðu fljótlega komist upp á lag með að selja ekki lóðir undir starfsemi útlendinganna, heldur að leigja. Ekki varð þó hjá því komist að til tíðinda drægi í stjórnmálum svæðisins. Bændur voru ráðandi afl í hrepps- nefndinni og höfðu ekki skilning á löngun „borgaranna" til þess að vinna að ýmsum málum viðkomandi hafnargerð, bæjarumhverfi og öðru sem laut að þeirri starfsemi sem þeir síðarnefndu stunduðu. Bænd- urnir vildu þó mjög gjarnan losna við tómthúsa- og þurrabúðarfólkið úr sínu lífi svo þeir gætu þó alla vega reynt að halda í eitthvað af því gamla sem hafði reynst þeim svo vel um aldir. Bænarskrá til Alþingis í aprílmánuði 1891 var búið til skjal til þess að safna á undirskrift- um. í upphafi þessa stendur: „Vér sem skrifum nöfn vor hér undir, ósk- um eftir, að verzlunarstaðimir Seyð- isíjarðaralda með Búðareyri og jörð- unum Firði og Fj'arðarseli, og Vest- dalseyri, verði gjörðir að kaupstað með vanalegum kaupstaðanjettind- um.“ Undir þetta skrifuðu 68 menn, flestir velmegandi karlar úr efri lög- um samfélagsins. Efstur á blaði var Ottó Wathne. í samræmi við þetta var svo hald- inn fundur á Vestdalseyri „til þess, eftir ósk margra Seyðfirðinga, að ræða um hvort skipta ætti hinum núverandi Seyðisfjarðarhreppi í 2 sveitarfjelög eða lögsagnarum- dæmi...“ Fundurinn kaus sex manna nefnd til þess að undirbúa málið betur. Nefndin átti að fjalla um skiptingu eigna og kvaða og kalla síðan saman almennan fund til þess að „ræða og greiða atkvæði um skipt- ingaruppástungu hennar". í maímánuði 1891 var svo haldinn almennur sveitarfundur. Þar kusu fundarmenn um hvort skipta ætti hreppnum í tvennt. Kosningin fór fram í tvennu lagi; annars vegar meðal þeirra sem kæmu til með að vera í kaupstaðnum og hins vegar meðal þeirra sem eftir yrðu í hreppn- um. Þeir fyrmefndu samþykktu skiptinguna með 14 atkvæðum gegn ■ 6, en þeir síðarnefndu með 22 sam- hljóða atkvæðum. Að lokum var kos- in þriggja manna nefnd til þess að að ganga frá bænarskjali til Aiþingis. Bænarskjalið er hvorki langt né ítarlegt. Helstu rökin sem þar koma fram eru íbúafjöldi og vilji íbúanna. Þó er þar vikið að atriði sem gæti verið ein af orsökunum fyrir því hversu góðar undirtektir skiptingin fær hjá úthreppingum, — kostnaði við fátækrahjálp; „Á verzlunarstöð- unum Seyðisfirði og Vestdalseyri eru nú 7 fastar verzlanir, auk smáverzl- ana og lausakaupaverzlana. Gjaldþol- ið yrði því tiltölulega miklu meira í bænum, og aptur tiltölulega nokkuð fleiri fátækir þurrabúðarmenn er styrks kynnu að þarfnast, þar en í hreppnum." Bænarskjal Seyðfirðinganna var síðan sent til alþingis og farið fram á að lögin um Seyðisfjarðarkaupstað yrðu sem líkust lögum frá 8. október 1883 um bæjarstjórn á Akureyri. Árið 1893 lögðu þingmennirnir Einar Jónsson, Jón Jónsson og Sigurður Gunnarsson fram frumvarp til laga um bæjarstjóm á Seyðisfirði. Það mætti ekki mikilli mótspyrnu á þingi og voru helstu ágreiningsefnin þau, hvort sýslumaðurinn á Seyðisfirði ætti að vera jafnframt bæjarfógeti, og ef svo væri, hversu mikil laun hann ætti að fá. Að lokum var þó málið leitt til lykta og var frumvarp- ið afgreitt til landshöfðingja sem lög frá alþingi frá 45. fundi þess þann 22. ágúst 1893. Árið eftir staðfesti Kristján hinn níundi, af guðs náð Danmerkur kon- ungur, Vinda og Gauta, hertogi í Sljesvík, Holtsetalandi, Stórmæri, Þjettmerski, Láenborg og Aldinborg lögin sem urðu lög nr. 15 frá 8. maí 1894. Lögin skyldu öðlast gildi 1. janúar 1895. Helstu heimildir: Alþingistíðindi 1891. Alþingistíðindi 1893. Austri 1884-85. Hovland, Kari Shetelig 1980: „Norske Seilskuter pá Islandsfíske“, Bergen. Stjórnartíðindi 1894. Visitasíubók Dvergasteinsprestakall 1883 (óútg.) Lojidon. Reuter. SYNT er að verð á málmum haldi áfram að hækka á næsta ári eftir verðhækkanir þær sem orðið hafa í ár vegna efnahagsbatans í heimin- um. Kopar, sem hefur hækkað um 75% í verði 1994, lauk árinu með glæsibrag þegar tonnið fór í 3,032 dollara í gær — hæsta verð síðan í apríl 1989. „Við verðum mjög vin- veittir koparnum næstu fjóra til fimm mánuði," sagði talsmaður verðbréfafyrirtækisins Merrill Lynch. Á1 hefur einnig hækkað um 75%, en verð á nokkrum hráefnum er lægra í lok desember en hæsta verð sem fengizt hefur fyrir þau á árinu. Olía hefur hækkað um 20% á árinu, en nú er viðmiðunarverð á Norðursjávarolíu 16 dollarar tunnan samanborið við tæplega 18.50 í ágúst. Gull hefur lækkað um 3% síðan í janúar. Veikleiki þess sýnir að gróskan á hrávörumarkaði hefur ekki enn ýtt undir verðbólgu. Staðan í lok ársins: KOPAR. Birgðir eru naumar og eftirspum mikil í rafeinda-, bíla- og byggingaiðnaði. Spákaupmenn seldu kopar í desember til þess að hagnast á 75% hækkun hans síðan samdrættinum lauk, en hann hækk- aði aftur í 3,030 dollara, hæsta verð í_ tæp sex ár. ÁL.Seldist í lok ársins á rétt innan við 2,000 doilara tonnið, verði því sem það komst í í nóvember. Merr- ÍSLENSKA útvarpsfélagið hf. er orðið þriðji stærsti hluthafinn í út- gáfufyrirtækinu Framtíðarsýn hf. sem nýlega tók við útgáfu Viðskipta- blaðsins. Á hluthafafundi í Framtíðarsýn fyrir nokkru var samþykkt að félag- ið keypti öll hlutabréf í útgáfufélagi Viðskiptablaðsins, Þekkingu hf. Jafnframt fékk stjórn Framtíðarsýn- ar heimild til að áuka hlutafé þess um tíu milljónir og keypti íslenska ill Lynch telur koparinn traustari, en gerir þó ráð fyrir uppsveiflu. Samkomulag á árinu um að stemma stigu við offramleiðslu stendur enni NIKKEL.Hefur hækkað um 40% á árinu og verðið var um 9,000 dollar- ar tonnið í gær, en 575 dollurum lægra en í byrjun desember þegar það seldist á metverði vegna frétta um erfiðleika í Norilsk-risabræðslu Rússa í Síberíu. GULL.Hefur náð sér að nokkru síð- an verðið fór niður í 375.75 dollara únsan 5. desember. Verðið í London í gær var skráð 382.50 dollarar. En árið slæmt; áhugi lítill. HRÁOLÍAViðmiðunarverð á Norð- ursjávarolíu var um 13 dollarar tunnan í byrjun ársins, hið lægsta síðan 1973. Nokkuð hefur gengið á umframbirgðir vegna stöðugri eftir- spurnar. Sérfræðingar ekki vissir um að núverandi verð, 16-17 dollar- ar, hækki að ráði, nema veður kólni í Bandaríkjunum eða til umróts komi í mikilvægu framleiðslulandi. KAFFI.Verðið í London fjórfaldað- ist vegna frosta og síðan þurrka í Brasilíu og komst í 4,140 dollara tonnið, hæsta verð í níu ár, 22. sept- ember. Nú hefur birgðastaðan í Brasilíu batnað. Verðið er um 2,800 dollarar og hefur hækkað um 135% á árinu. Framleiðendur reyna að hindra offramboð. SYKUR.Verðið í London hefur ekki verið eins hátt i 4-1/2 ár; um 415 dollarar tonnið, sem er 60% hækk- un. Framleiðsla minni en ætlað var. útvarpsfélagið stóran hluta af því. Eftir bréytingarnar er Þorkell Sig- urlaugsson stærsti hluthafinn með 15%, Frjáls fjölmiðlun hf., útgáfufé- lag DV, er með 13,1%, og íslenska útvarpsfélagið með 12,9%. Þorkell er stjórnarformaður félagsins en aðrir í stjórn eru Jón Ólafsson, Yngvi Harðarson, Hjöitur Nielsen og Árni Zophaníason. í varastjórn eru Krist- inn Gylfi Jónsson, Eyjólfur Sveins- son og Jafet Ólafsson. UMBOÐSSAMNINGUR milli Scania og Heklu hf. var undirrit- aður 19. desember sl. í Söder- talje í Svíþjóð. Samninginn und- irrituðu fyrir hönd Scania, Göran Löfgren, forstjóri og Urban Erdtman, framkvæmdastjóri, og fyrir hönd Heklu, þeir Sigfús Sigfússon, forstjóri, og Sverrir Sigfússon, framkvæmdasljóri. Samningurinn tekur gildi þann 11. febrúar 1995 og felur i sér sölu á Scania-vörubifreiðum, hópbifreiðum og strætisvögnum hérlendis ásamt viðgerðar- og varahlutaþjónustu því samfara. í fréttatilkynningu frá Heklu segir ennfremur: „Scania hefur átt miklum vinsældum að fagna á íslandi og eru nú á skrá sam- Innstæður á Landsbók bera aftur á móti verðtryggingu og eru bundn- ar í 12, 24 eða 60 mánuði eftir teg- und bókar. Eftir umsaminn bindi- tíma er hver innborgun laus í einn mánuð en binst síðan aftur í fimm mánuði þ.e. af hverjum sex mánuð- um er hún laus í einn mánuð. Vaxtauppbót tvisvar á ári Innstæður á Gullbók bera eftir- leiðis nafnvexti sem nú eru 2% en til viðbótar verður reiknuð sérstök 0,5% vaxtauppbót tvisvar á ári á innstæður sem staðið hafa óhreyfðar sex mánuði eða lengur. Innstæður á Metbók verða eftirleiðis óbundnar en úttektargjald reiknast af innborg- aðri fjárhæð sem staðið hefur skem- ur inni en 12 mánuði. Innstæður Stjörnubóka verða verðtryggðar og verður hægt að velja um 12 mánaða bók eða 30 mánaða bók. Að liðnum binditíma verða innstæður lausar til útborgun- ar í einn mánuð í senn á sex mán- aða fresti. Svipaðar breytingar munu eiga sér stað hjá sparisjóðunum. Innstæð- ur á svokölluðum lausum Tromp- reikningi verða eftirleiðis óverð- tryggðar með 2,5% vexti. Hreyfingar innan mánaðar bera almenna spari- sjóðsbókai'vexti 0,5%. Bundinn Trompreikningur er aftur á móti ætlaður þeim sem vilja binda fé sitt á óverðtryggðum reikningi í 12 eða 24 mánuði. Bakhjarl er ætlaður þeim sem vilja binda fé sitt á verðtryggðum reikn- ingi og er hægt að velja á milli 12, 24, 36 og 48 mánaða. Innstæðan binst aftur í fimm mánuði þegar binditími þessara reikninga er liðinn en er laus í 6. mánuði o.s.frv. tals 1.041 vörubifreiðir, hópbif- reiðir og strætisvagnar á öllu landinu, eða um 30% af heildar- flotanum. Scania-verksmiðjurn- ar eru þekktar fyrir afar vand- aða framleiðslu og hafa sérhæft sig í smíði stórra vörubíla og dráttarbíla, frá 16 tonnum að heildarþunga og þar yfir, með hreyfla sem afkasta frá 210-500 hestöflum. Undirbúningur er nú þegar hafinn hjá Heklu til þess að tryggja að sem best verði að því staðið að veita eigendum Scania- bíia á Islandi sem besta þjónustu, meðal annars hefur verið byggt nýtt 850 m2 verkstæði búið full- komnustu tækjum til að þjóna Scania-bifreiðum.“ Fjarskipti Tele Dari- mark til í slaginn Kaupmannahöfn. Reuter. DANSKA fjarskiptafyrirtækið TeleDanmark er reiðubúið að mæta samkeppni nýrra aðila, sem vilja aukna hlutdeild á fjarskiptamark- aðnum vegna þess að höft hafa verið afnumin að sögn Hans Wiirtzen framkvæmdastjóra. Hann efast hins vegar um að nýjum keppinautum, innlendum eða erlendum, muni takast að tryggja sér eins mikla markaðshlutdeild og þeir stefni að. „Ég held að nýju keppinautarnir spenni bogann of hátt,“ sagði hann í samtali. „Keppinautar munu vita- skuld ná undir sig hluta af mark- aðnum, en Tele Danmark spannar vítt svið og er traust fyrirtæki.“ Tele Danmark var einkavætt að hiuta vegna haftaafnáms Evrópu- sambandsins í apríl er danska ríkis- stjórnin kom 48.3% hlutabréfa fyr- irtækisins i sölu í kauphöllunum í Kaupmannahöfn og New York. Tele Danmark var áður ríkiseinok- un og er voldugasta fyrirtæki Dan- merkur. Harðnandi samkeppni á danska markaðnum Nýstofnað danskt dótturfyrir- tæki France Telecom hefur sett sér það markmið að fá 15% hlutdeild í danska markaðnum fyrir aldamót, en evrópsk-bandaríska fyrirtækið Unisource/AT & T mun vinna að 20% hlutdeild. Danska fyrirtækið GN Store Nord A/S hefur lýst sig reiðubúið að veija mörgum milljörðum dan- skra króna á fimm árum til fjar- skiptaframkvæmda til höfuðs Tele Danmark. Bannað að verðtryggja óbundin innlán ÓHEIMILT verður að verðtryggja óbundin innlán frá og með þessum áramótum, samkvæmt nýjum reglum Seðlabanka íslands um verðtrygg- ingu sparifjár og lánsfjár. Framvegis verða innlánsreikningar annað- hvort óverðtryggðir eða verðtryggðir í stað þess að kjörin ráðist af saman- burði á milli þessara kjara. Þá breytist binditími gengisbundinna krónu- reikninga sem tengdir eru SDR og ECU úr sex mánuðum í 12 mán- uði. Eftir það er innborgunin laus í einn mánuð en binst síðan aftur í fimm mánuði. Hjá íslandsbanka verður sú breyt- ing að Sparileið 3 ber framvegis ein- göngu nafnvexti en kjör reikningsins hafa hingað til ráðist af samanburði á milli ávöxtunar sparifjár og verð- tryggðra kjara. Þá breytast reglur um úttektir á Sparileiðum 12, 24 og 48. Að loknum binditíma eru reikningar lausir með fímm mánaða millibili, eínn mánuð í senn. Innstæður á Kjörbók Landsbank- ans sem er óbundinn reikningur bera eftirleiðis nafnvexti í stað þess að kjörin ráðist af samanburði á milli nafnvaxta og verðtryggðra kjara. Um þennan reikning gildir áfram sú regla að þegar innstæða hefur staðið óhreyfð í 16 mánuði bætist 1,4% við fyrri ávöxtun sem gildir frá innleggsdegi og eftir 24 mánuði leggjast við 0,6% til viðbótar. Bank- inn bendir á að nafnvaxtakjörin hafi iðulega komið betur út en verð- tryggðu kjörin og meðaltalsraun- ávöxtun verið 6% frá því þrepin tóku gildi árið 1987. íslenska útvarpsfélagið hf. Kaupirhlutí Við- skiptablaðinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.