Morgunblaðið - 31.12.1994, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 31.12.1994, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ JÓN JÓHANNESSON + Jón Jóhannes- son fæddist í Mývatnssveit 16. maí 1924. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 22. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin María Einarsdóttir frá Reykjahlíð og Jó- hannes Jónsson frá Stöng í Mývatns- sveit. Jón var elstur fjögurra systkina. Þau eru Sigríður, Rakel og Einar Friðrik. Jón var ókvæntur og barnlaus. Ársgamall fluttist hann til Húsavíkur með foreldr- um sínum og áttí þar heima síðan. Hann lauk bókhaldsnámi og byrjaði ungur að starfa á skrifstofu Kaupfélags Þingey- inga og varð síðar skrifstofu- sljóri og aðalbókari. Þar vann hann til dauðadags. Útför Jóns fer fram frá Húsavíkurkirkju mánudaginn 2. janúar. HANN Jón Jóhannesson er farinn í síðustu langferðina sína fyrr en nokkurn grunaði. Tæpur mánuður liðinn frá því hann kom heim úr mikilli ævintýraferð um villidýralend- ur Afríku með góðan sjóð myndefn- is, sem hann ætlaði að leyfa okkur ferðafélög- unum að njóta með sér. Jón var hirðljósmyndari í þeim heimsreisum sem hann fór og sá um að festa hópinn á filmu á markverðum stöðum sem heimsóttir voru. Ég kynntist Jóni í fyrra þegar við fórum saman í hnattreisu, heimsreisu umhverfis jörðina ásamt 60 ferða- félögum. Þessi litli, kviki karl vakti strax athygli mína, með tvær myndavélar um háls- inn, enda vorum við að kíkja eftir honum því hann ætlaði að taka myndir í ferðinni fyrir Ingólf Guð- brandsson, sem ekki komst með. Það rifjast upp atvik frá ýmsum heimshomum nú þegar öðlingurinn Jón er kvaddur. Hann á hlaupum um dýrðlegt umhverfí okkar á Bali til að ná sem flestu á mynd áður en áfram var haldið, hópmyndataka við kofa Tómasar Cook í Melboume, hann fyrir utan óperuhúsið í Sydney að reyna að halda hópnum saman svo allir festust á filmu á þessum merka stað, við í kafbát við Stóra Kóralrifið í Ástralíu og með Maoríum og móafugli á Nýja Sjálandi og svona mætti lengi telja. Upp í hugann kemur einnig myndataka fyrir Jón af honum með t Faðir okkar, GUNNAR GUNNARSSON, Hátúni21, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum 15. desember. Jarðarförin hefur farið fram. Margrét Gunnarsdóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi okkar og mágur, WILLIAM CHARLES KESTER, lést í sjúkrahúsi í Sarasota, Flórída, þann 26. desember. Jarðsett verður í Moskow í Pennsylvaniu þann 3. janúar nk. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. Sigriður L. Kester, Joan G. Krause, Bill Krause, Robert John Williams Kristen Irene Williams, Sigrún Sturlaugsdóttir, Anna S. Ackerman, Ása G. Sturlaugsdóttir, Hjördfs Sturlaugsdóttir, Edda Sturlaugsdóttir. t Faðir okkar og bróðir minn, KRISTINN H. ÁRNASON forstjóri, Hátúni 8, Reykjavík, lést 29. desember. Gunnar Kristinsson, Helga Kristinsdóttir, Árni Kristinsson, Brynjólfur Kristinsson Níels Árnason. t Eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURÐUR SVEINSSON, Grandavegi 47, lóst í Borgarspítalanum, fimmtudaginn 29. desember. Soffia Steinsdóttir, Hrafnhildur B. Sigurðardóttir, Guðleif Sigurðardóttir, Soffia Steinunn Sigurðardóttir. MINNINGAR ungri fallegri suðurhafseyja blóma- rós, sem hann kynntist á Fijieyjum. Hann sendi henni myndimar þegar heim kom auk vetrarmynda að norð- an, sagði hann mér, og hún þakkaði með græna Fijibolnum sem var í uppáhaldi hjá honum í Afríkuferð- inni. Jón lét fátt aftra sér við að ná góðri ljósmynd. Nú síðast fékk hann ferðafélaga sína til að beita unga Kenýastúlku fortölum svo hann fengi að taka mynd af henni á ströndinni léttklæddari en hún átti að venjast, og endaði það með góðri vináttu. Jón, sem kallaður var Húsavíkur- Jón til aðgreiningar frá öðrum Jónum í ferðum okkar, var ásamt Kára ferðafélaga. sínum í góðum hópi makalausra í hnattferðinni. Þessi hópur einstaklinga sem ekki flokk- aðist undir hjónafólk var duglegur að njóta lystisemda ferðarinnar til hins ýtrasta, fór saman út að borða, skoðaði sig um og dansaði til morg- uns ef því var að skipta. í Afríkuferðinni nú í lok nóvember vorum við tvö samferða frá hótelinu á Diani Reef til Mombasa og út á flugvöll með farangur hópsins. Á leiðinni var Jón hinn hressasti og sagði mér frá ýmsum ævintýrum sín- um dagana á undan í samskiptum sínum við innfædda. Ég fór gitthvað að ræða við hann um áhyggjur mín- ar af því hve farangur hópsins væri orðinn þungur. Hann sagði mér þá að taskan hans væri talsvert léttari en þegar hann lagði upp að heiman því hann hefði gefið innfæddum alla skóna sína, nema þá sem hann stóð í. Sporin hans Jóns eru því enn að markast í rauða Afríkujörð þó hann sé sjálfur kominn á aðrar slóðir. Við Einar Öm þökkum samferða- manni okkar Jóni Jóhannessyni góð kynni og óskum honum góðrar ferð- ar, nú undir fararstjóm þess sem öllu ræður, í heimsreisunni miklu, sem bíður okkar allra fyrr eða síðar. Ásta Ragnheiður J óhannesdóttir. Það er ótrúlegt að Jón Jóhannes- son, heimilisvinur okkar að Stóra- garði 15, skuli vera látinn, eins frísk- legur og hress og hann ávallt var. Við Jón kynntumst fljótlega eftir að ég flutti til Húsavíkur í gegnum eitt áhugamál hans og starf mitt, ljós- myndun. Framköllunarstofur okkar lágu saman í Kaupfélagshúsinu, en þar var ljósmyndastofa mín til húsa fyrstu árin á Húsavík. Ég tel það einstaka gæfu að hafa kynnst og átt samstaf við mann eins og Jón sem alltaf var hægt að treysta fullkom- lega. Honum var eðlislæg handlagni í blóð borin og hann kom miklu í verk án þess að mikið bæri á því. Jón var ef til vill ekki allra, en traust- ur vinur vina sinna. Jón var mikið náttúmbam og fór í skógræktarferðir innanlands sem erlendis. Hann starfaði með Ferða- félaginu og var einn af þeim sem stuðlaði að því að farið væri í öræfa- ferðir, meðal annars í Kverkfjöll; en hann ásamt fleirum lagði mikið á sig til að lagður yrði vegur þangað. Þrátt fyrir að Jón væri mikill heimsmaður og hefði farið í heimsreisur, meðal annars til Asíu, Ástralíu og nú síðast Afríku, var hann fyrst og fremst Þingeyingur og notaði hvert tæki- færi til að dásama veður og náttúmf- ar Þingeyjarsýslu. Ljósmyndir Jóns halda merki hans á lofti og lýsa heiðríkju hugarfarsins og vilja til þess að gera öðmm kleift G UÐMUNDÍA ELÍSA- . BET PÁLSDÓTTIR + Guðmundia Elísabet Páls- dóttir fæddist á Sjávarhólum á Kjalarnesi 12. maí 1910. Hún lést á öldrunardeild Hvíta bands- ins 17. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík 28. desem- ber. í formála minningargreina um Guðmundíu á blaðsíðu 45 í Morgunblaðinu á miðvikudag, 28. desember, var farið rangt með föðurnafn tengdadóttur Guðmundíu, Málfríðar Örnu Arnórsdóttur. Einnig var fæð- ingarmánuður Guðmundíu rang- ur í fyrrnefndum formála, en er réttur hér fyrir ofan. AMMA Día er dáin. .Hún er gengin á vit feðra sinna, hægt og hljótt, eins og hún lifði. Ég sá hana fyrst snemma árs 1952, er ég fylgdi dóttur hennar heim á Miklubraut 68. Þegar þetta ágerðist, buðu Día og Ámi mér og þáverandi félaga mínum í mat og kaffi. Buðu þau okkur að koma aftur og ekki spillti fyrir, að nokkrir okkar spiluðu brids. Komum við skólasystk- ini og spiluðum þar í nokkur skipti. Grunaði mig þá sízt, hvað þetta boð mundi standa vel og lengi. Alltaf þegar ég eða fleiri komu þar, var boðið upp á mat eða kaffí og með því. Oftast var það í stóra eldhúsinu, á hominu, með útsýni yfir Klambra- túnið og Esjuna hennar. Fylgdi þá oft umræða um heima og geima, menn og málefni. Ári seinna trúlofuðum við Elín okkur og ræddum um að gifta okkur og byija að búa um haustið. Já, sagði Día, þetta ætti að vera í lagi, ef þið eruð bæði ákveðin, en þið þurfið ekkert að gá að húsnæði, því það losna tvö herbergi hérna í risinu í haust. Fluttum við inn þar í nóvem- ber og ári síðar í íbúð í húsinu. Bjugg- um við þar, eins og í stórfjölskyldu, eins og varð í tízku löngu seinna. Elín vann í búðinni, hjá Áma, en Día og Vilborg systir hennar gættu bamanna, sem urðu fjögur, á átta ámm. Höfðú þau tekið Vilborgu á heimilið nokkmm ámm áður, vegna heilsuleysis.' Bjó hún síðan hjá þeim, meðan hún lifði. Var það ekki lítið afrek að taka fyrst hana og svo mig inn á sitt heimili, auk fimm eigin bama. Við höfðum bæði skoðanir og lágum ekkert á þeim. Sýndist sitt hveijum að kvöldi. Oft kom Día til mín daginn eftir og sagði: Heyrðu, ég held að það hafi verið nokkuð til í því, sem þú sagðir í gær, eða: Held- urðu nú, að þetta háfí verið alveg rétt hjá þér? Auðvitað gekk þetta allt vel af því að Día og Ámi vom samhent í þessu. Minnir Día mig, að þessu leyti, mjög á afa mína og ömmur, sem önnur áttu heima í Reykjavík, en hin í Hafnarfirði. Þau höfðu alist upp í sveit, en flutt á mölina. Árni og for- eldrar mínir hafa alist upp á möl- inni, en af bændafólki. Día var að mínu mati einn besti fulltrúi þessarar gömlu, rótgrónu íslensku bænda- menningar. Día var fædd og uppalin á Sjávar- hólum á Kjalamesi. Hún missti föður sinn fimm ára og fann til þess. Móð- ir hennár hélt áfram búskap ásamt eldri systkinum. Hún missti bræður sína á besta aldri, en tvær eldri syst- ur, Halldóra og Vilborg, náðu háum aldri. Día átti að fara í Kvennaskól- ann í Reykjavík. Móðir hennar hætti við á síðustu stundu, þegar hún frétti að ungum stúlkum væri hætt í Reykjavík. Henni sárnaði þetta mjög. Nokkm seinna flutti hún til Reykja- víkur. Þar kynntist hún Árna Páls- syni, verslunarstjóra hjá Liverpool. Hann hóf eigin rekstur við Laugaveg og þau byggðu hús að Barónsstíg 33 ásamt Halldórú systur hennar. Eftir stríðið byggja þau að Miklu- braut 68 og flytja þangað. Ámi varð kaupmaðurinn á hominu og hún rak myndarheimili á hæðinni fyrir ofan. Hún var alin upp við gestakomur á Sjávarhólum og hélt þeim sið alla tíð. Oft héldu þau veizlur. Þótti sjálf- sagt að vinir og ættingjar kæmu til þeirra á gamlárskvöld, afmælum og ef tilefni var til. Var þá jafnan stig- inn dans. Þau fóm á dansnámskeið, fóm í ferðalög og þau spiluðu brids. Brids var spilað hjá Bridsfélagi Reykjavíkur, kvennadeild þess, í hjónaklúbbnum og í heimahúsum, gjaman þá keppni. Alls staðar vom þau hrókur alls fagnaðar fram á efri ár. Enn byggðu þau hús og fluttu, rúmlega sextug, að Byggðarenda 1. að sjá umhverfið eftir því sem hann sá það. Margar mynda hans hafa birst meðal annars í dagatölum og forsíðum Árbókar Þingeyinga, Boð- berans og víðar. Þá útbjó hann enn- fremur ljósmyndir og jólakort fyrir fyrirtæki til að senda viðskiptavinum sínum innanlands og erlendis, og í ófá skipti fengu fyrirtækin þakkir fyrir einstakar myndir af Húsavík og nánasta umhverfí. Einnig má geta þess að ýmis félagasamtök fengu Jón til að sýna litskyggnur frá ferðalögum sínum innanlands sem utan. Jón var ætíð aufúsugestur að Stóragarði 15 og saman unnum við að ótal mörgu gegnum árin. í haust vomm við til dæmis búin að ákveða að höggva mnna í Stóragarðinum og ætlaði Jón að hjálpa okkur við það. En þegar til átti að taka og Jón var mættur með tæki og kerrn, var framköllunarvélin mín biluð og ég fastur í viðgerð. Þegar ég stóð upp frá viðgerðinni hafði Jón nær lokið við að höggva mnnana og flytja við- inn. Þetta lýsir vel hjálpsemi hans og dugnaði og nú síðasta daginn áður en hann veiktist hjálpaði hann mér í framköllunarstofunni við að yfírfara tölur og litgreina myndir. Ég býst við að hvomgan okkar hafí þá gmnað að þetta yrði í síðasta sinn sem við ynnum saman. Jón var ókvæntur en systur hans Sigríður og Rakel bjuggu honum gott heimili sem gerði það að verkum að hann gat sinnt vinnu sinni og áhugamálum af alúð. Við sendum systkinum Jóns og vandamönnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Pétur Jónasson og fjölskylda. Aftur var ráðist í að gera garð, með eigin höndum. Mesta ræktunin er ótalin. Sumarbústað byggðu þau þegar börnin vora ung í Grafarvogi. Þangað var farið á vorin, ræktaðar kartöflur, ræktaðar grasflatir úr mýrinni og „skál“ neðst við voginn, ræktuð tré og mnnar og ræktaðar kartöflur. Ekki var ónýtt fyrir krakka að komast með ömmu og afa í sveit- ina eins og það hét. Día var hávaxin í sínum aldurs- h’ópi og fönguleg. Hún var grann- holda en beinvaxin og þrekleg á sín- um yngri ámm og langt fram eftir aldri. Hún var ekki smáfríð að eigin mati og fann þá meira til þess sjálf en aðrir. Hún hafði hreinan og falleg- an svip, augún skýr, athugul og oft glettin. Hún var eðlisgreind og hafði bætt sér upp menntunarskort með eigin námi og lestri. Þótt hún skildi og læsi norðurlandamálin faldi hún þetta fyrir tveim tengdabömum mín- um, sænskum, sem vom við nám á Islandi og kenndi þeim íslensku í staðinn. Hún var glaðlynd í mann- fagnaði og tók mjög vel allri kímni, en hafði á hinn bóginn orðið fyrir miklum áhrifum af „weltschmertz" bókmenntanna á sínum yngri árum og hennar uppáhaldsskáld var Krist- ján fjallaskáld. Framar öllu var Día góð kona og hún var góð alltaf. Bæði var hún góð að eðlisfari en hún var líka góð í hugarfari og fastri trú á hið góða í fari manna. Hún var stillt en einnig skapstór og skoðanaföst. Eitt sinn skaut ég því að henni að stilling væri meðvituð af því að skapið væri stórt. Hún hló við, en sagði að það mætti vel vera. Við kynntumst, þeg- ar ég var.ungur ög lítt reyndur, en hún á bezta aldri og allir vegir færir. Aldrei lét hún okkur yngri finna þann mun. Hún hafði trú á okkur og hún sagði það. Hún reyndist sannspá, a.m.k. um þau fjörutíu og eitt ár sem liðin em. Hún var ekki bara tengdamóðir mín og amma bama minna og bamabarna. Við urðum líka góðir vinir. Það hélst síð- an alla tíð, meðan hún hafði heilsu og mihni, bæði heima og heiman. Ég sá Díu seinast í sumar og fyrra- sumar, í heimsókn úr útlegð. Við Elín fómm til hennar á Hvíta band- inu, þar sem hún hefur notið mjög góðrar umönnunar síðustu ár. Elín segir: Þetta er hann Ingvar, hann er kominn í heimsókn, þekkirðu hann? Já, ég er nú hrædd um það, þú hefur verið svo ansi lengi í burtu. Ingvar Kjartansson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.