Morgunblaðið - 31.12.1994, Side 43

Morgunblaðið - 31.12.1994, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 43 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Leiktæki sett upp með lögreglutilskipun Frá Þorleifi Haukssyni: ÍBÚAR við Otrateig. og Laugalæk ráku upp stór augu í fyrradag þegar þeir vöknuðu og sáu að starfsmenn borgarinnar voru að baksa við það í næðingnum að koma fyrir nýjum leiktækjum á leikvellinum milli gatn- anna. Fyrst reis myndarlegt rólu- stæði, að vísu rólulaust, síðan timb- urhús, bekkur og borð. Þegar farið var að grennslast hveiju þetta sætti kom í ljós að leiktækin höfðu verið send samkvæmt beinni skipun frá lögreglunni. Forsaga þessa máls er sú að um 15 ára skeið hefur á hveiju gamlárs- kvöldi verið kveiktur lítill varðeldur á þessum leikvelli og íbúar hverfisins á öllum aldri hafa safnast kringum eldinn stutta stund eftir kvöldmatinn og sungið og skotið upp stöku flug- eldum. Þetta fólk sem aldrei um- gengst annars hefur átt þarna skemmtilega samverustund. En eftir að leikvöllurinn var endurnýjaður að nokkru fyrir tveimur árum fóru 2-3 íbúar í hverfinu að amast við þessum sið á þeim forsendum að leiktækjun- um væri hætta búin, þó að þau séu allijarri eldstæðinu. Tvö síðastliðin ár hefur þetta fólk kallað á lögreglu til að láta hana slökkva eldinn. Börnin í hverfinu hafa saknað þessa siðar og fyrir skömmu fóru nokkur þeirra upp á sitt einsdæmi í öll hús kringum völlinn og söfnuðu undirskriftum og reyndist yfirgnæf- andi meirihluti íbúanna fylgjandi því að þau fengju að hlaða sinn litla köst. Þess skal getið að öll þessi ár hafa foreldrarnir gætt vel að því að halda eldinum í lágmarki og hreinsað vandlega upp öll verksummerki á nýársdagsmorgun. En þegar kvisaðist um undir- skriftasöfnunina stóð ekki á við- brögðum. Einhven veginn virðast þessir fáu andófsmenn varðeldarins eiga greiðari leið en gengur og ger- ist að eyrum borgarstarfsmanna og lögreglu, því að nú var brugðið skjótt við og fyrrnefnd leiktæki sett.upp tveimur dögum fyrir gamlárskvöld á auða svæðinu á leikvellinum. Verður nú fróðlegt að fylgjast með hvort íbúarnir fá að halda þessum leiktækjum áfram eða hvort sá grun- ur manna reynist réttur að þau verði flutt burt aftur undir eins og ára- mótagleðin er afstaðin. ÞORLEIFUR HAUKSSON, Laugalæk 18, Reykjavík. Ræflafóstra - hvað er nú það? Jólaboðskapur? Frá Sif Friðleifsdóttur: KVEÐSKAPURINN Jól í Breiðholti var valinn með tilliti til skemmtana- gildis og boðskapar jólanna af for- ráðamönnum síðasta heftis blaðsins Uppeldis. Þvílík þversögn. Höfundur kveð- skaparsins Árni Thoroddsen lætur þess getið í orð- skýringum að orð- ið ræflafóstra sé að sjálfsögðu ný- yrði yfir félags- ráðgjafa. Hér kemur smásýnis- hom af Jólum í Breiðholti. En ræflafóstrur ráðgjöf sína veita, þær rukka síðan Ríkisvald og Borg. Samt varla mun það börnum þessum breyta við berserksgang þau skemmta sér og org. Hvað er að? Geta ábyrgðarmenn blaðsins Uppeldis ekki skilið að féiags- ráðgjafar eni stórkostleg hjálp fyrir þá sem eru í nauðum staddir? Þeir hafa árum saman menntað sig af mikilli elju til hjálpar öðrum. Þeir geta gjörbreytt lífi fólks með rágjöf sinni. Ég bý á Bergstaðastrætinu og þau fullorðnu börn sem ganga hér um strætin gætu allt eins átt við lýsing- una í kveðskapnum Jól í Breiðholti. Ég hef því miður þurft að kalla á hjálp lögreglu, til þess að þurfa ekki að horfa upp á alvarlegar líkams- meiðingar. Oft hef ég þakkað skapar- anum að morgni, ef ég hef verið svo heppin að geta sofíð alla nóttina fyr- ir hávaða hér, þó býr hér ekki nánd- ar nærri eins margt fólk og í Breið- holtinu. Hvað með aðra staði borgar- innar, t.d. Vesturbæinn þar sem ný- verið var rænt miklum peningum úr söluturni? Hvað með fíkniefnin sem fundust á stúdentagörðunum? Svona væri hægt að telja upp alla borgar- hlutana. Leyfist mönnum eins og Árna Thoroddsen í skjóli blaðsins Uppeldis að benda bara á Breið- holtsbúa? Margir mínir ágætustu samferðamenn búa t.d. þar. Til hvers halda forráðamenn blaðsins Uppeldis að félagsráðgjafar séu yfirleitt menntaðir? Bara þetta orð ræfla- fóstrur bendir til þess að forráða- menn blaðsins geri sér ekki grein fyrir að menntun t.d. félagsráðgjafa, getur opnað margar dyr að lausnum á neyð fólks sem er svo heppið að geta notið ráðgjafar þeirra. Ég missti trúna á að þekking og uppfræðsla væri máttur í augum forráðamanna blaðsins Uppeldis og því var því sagt upp á mínu heimili. Var frelsarinn t.d. ekki á einhvem hátt nokkurs konar félagsráðgjafi? Kominn til að bjarga fólki úr nauðum, björgunar- maður? í það minnsta talaðist einum mjög mikils metnum presti svo til á aðventusamkomu einni núna, svo ég heyrði. Ég óska öllum gleðilegra jóla. SIF FRIÐLEIFSDÓTTIR, Bergstaðastræti 7, 101 Reykjavík. HLÍN AGNARSDÓTTIR JENNÝ GUDMUNDSD. Leildist (25 ára og eldri) Kripalu jóga KATRÍN KÁRADÓTTIR Jassdans (7-9 tíra) GLEÐILEGT AR! Ný námskeið heíjast 9. janúar ÁRNIPÉTUR GUÐJÓNS Leiksmiðja ÁSTA ARNARDÓTTIR Leiklist (4-6 ára) BRYNDÍS HALLDÓRSD. Argentínskur tangó AGNES KRISTJÓNSD. Músíkleikfimi CARLOS SANCHES Salsa GUÐNÍ' HELGADÓTTIR Tai chi GUNNAR GUNNSTEINS. HAFDÍS ÁRNADÓTTIR Leiklist barna og ungl. Músíkleikfimi HANYIIADAYA Argentínskur tangó HARPA ARNARDÓTTIR Leiklist (13-16 ára) HARPA HELGADÓTTIR Bakleikfimi ANNA E. BORG Leiksmiðja ARNA VALSDÓTTIR Mynd- og leiklist (7-9 ára) ELFA LILJA GÍSLAD. Tónmennt (4-6 ára) ELÍSABET GUÐMUNDSD. Músíkleikfimi Heilræði FORELDRAR - sýnið aðgæslu! Slys á börnum af völdum flug- eða skotelda verða oftast þegar fullorðnir eru fjarri. Hlífðargleraugu eru sjálfsögð vörn á gamlárskvöld. Stöndum eldklár um áramót - sem endranær. Gleðilega hátíð og slysalaust komandi ár. ORVILLE PENNANT ÓLÖFINGÓLFSDÓTTIR ÞÓREY SIGÞÓRSD. Afró og kalypso Dansspuni leiklist (10-12 og 13-15 ára) - kennarar Kramhússins. KRnm HÚSI0 MC: Svala Bo. MC: Daníel DI: Margeir Dl: Maggi Legó DI: Robbi Rap DI: Agzilla DI: GrétarG. Slagverk Tóti og Ýmir Trommur og efFektar Bix Live P.A. Spacemanspliff i forsölu l ásl í vcrsluninni Stóri bróðfiv Laugavcgi 8. 18 ára aldur!«takinark. Skilríki skilyrði. ÍCASABLANCA SKÚLAGÖTU 30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.