Morgunblaðið - 14.01.1995, Side 22
22 IkAU,GARDAGlURil4J JANLJAR 1995
AÐSEIMDAR GREINAR
koRyÚNBLÁDlÐ
LOKSINS hefur
verið lagt fram frum-
varp til breytinga á
mannréttindaákvæð-
um stjórnarskrárinn-
ar, í samræmi við
ályktun Alþingis frá
17. júní sl., sem rekja
má til þrýstings inn-
anlands og utan um
alllangt skeið.
Stjómarskrár
geyma að megin-
stefnu helstu ákvæði
um stjórn landsins og
réttindi íbúa. Þeim er
ætlaður langur aldur
og líklegt að mann-
réttindaákvæðum verði ekki breytt
aftur næstu 50 árin að minnsta
kosti. Því er sérlega mikilvægt að
vandað sé til verksins. Þingmenn
þurfa að ræða þetta mál til hlítar,
svo og allur almenningur, þar sem
stefna verður að því að sem mest
sátt verði um endanléga útkomu.
Málsmeðferð Alþingis á haust-
dögum ber ekki vott um sérlega
vönduð vinnubrögð.
Almenningi gafst fyrst kostur á
að sjá hið nýja frumvarp milli jóla
og nýárs. Fram að því virtist mik-
il leynd hvíla yfir starfinu og vissu
fáir hvaða ákvæði yrðu þar og
hver ekki. Gefst nú mönnum og
félögum kostur á að koma að at-
hugasemdum við frumvarpið fram
til 20. janúar nk. Síðan er ætlunin
að Alþingi afgreiði málið fýrir
þingslit - í lok febrúar.
Þessi tími er allt of stuttur til
þess að málið fái faglega og vit-
ræna umfjöllun. Aðferðin er
reyndar dæmigerð fyrir íslend-
inga, skorpumenn sem við erum,
en minnir hér mest á bifvélavirkj-
ann í alþekktum spaugþáttum sem
ávallt varð að orði: „Bara að massa
þetta.“
Stjórnarskrána er ekki rétt að
„massa bara“. Hér þarf virkilega
vönduð og fagleg vinnubrögð, ekki
fljótaskrift, snöggsoðningu og
hraðafgreiðslu. Og það liggur
heldur ekki lífíð á að afgreiða þetta
mál nú þegar. íslendingar hafa
beðið svo lengi eftir þessari endur-
skoðun, að við getum alveg beðið
eitt kjörtímabil enn, svo fremi sem
það verði vel nýtt, en ekki enn og
aftur rokið upp til handa og fóta
á síðustu stundu.
Jafnvel þótt frum-
varpið sem nú liggur
fyrir væri óumdeilan-
leg og vel unnið væri
óviðunandi að Alþingi
gæfí sér og öðrum
ekki langan tíma til
að ræða málið og af-
greiða. Líkur á að svo
verði virðast því miður
hverfandi.
Efnahagsleg, fé-
lagsleg og menningar-
leg réttindi fá lítið
rými í frumvarpinu. í
greinargerðinni sjálfri
keyrir þó um þverbak.
Þar er því haldið fram
á bls. 7 að umdeilt sé í raun hvort
þau réttindi beri að telja til grund-
vallarmannréttinda eða hvort þau
séu eins konar viðbótarréttindi.
Þessi viðhorf fela í sér gjörbreyt-
ingu á stefnu íslands eins og hún
hefur birst á alþjóðavettvangi frá
stofnun lýðveldisins. ísland hefur
Mannréttindafrumvarp-
ið, sem nú liggur fyrir
Alþinffi, er að mati Mar-
grétar Viðar, argasta
afturhald.
staðið að og samþykkt fjölda yfír-
lýsinga sem staðfesta að öll mann-
réttindi, efnahagsleg, borgaraleg,
félagsleg, stjórnmálaleg og menn-
ingarleg mynda eina órofa heild.
Þessi grundvallarafstaða kemur
fram í Mannréttindayfírlýsingu
Sameinuðu þjóðanna, flestum
mannréttindasáttmálum og nú síð-
ast í Vínaryfírlýsingunni sem sam-
þykkt var á heimsþingi Sameinuðu
þjóðanna um mannréttindi í júní
1993. Það er misskilningur að
halda að þessi stefna sé í ósam-
ræmi við mannréttindaviðhorf á
Vesturlöndum. Það má til dæmis
minna á fræga ræðu Roosevelts
Bandaríkjaforseta þar sem hann
lagði áherslu á frelsi frá ótta og
frelsi frá skorti.
Þau efnahagslegu og félagslegu
réttindi sem eru í núgildandi
stjórnarskrá voru framúrstefnuleg
á þeim tíma sem þau voru sett.
Frumvarpið sem nú liggur fyrir
er aftur á móti argasta afturhald.
Ekki er í frumvarpinu að finna
almennt mannhelgisákvæði.
Mannréttindi eru reyndar hvergi
nefnd á nafn. Enginn heildarstíll
er yfír sundurlausum ákvæðunum.
Enga framtíðarsýn má lesa úr
þeim. Þvert á móti er að lang-
mestu leyti verið að smíða utan
um núverandi réttarástand og það
njörvað niður. Hugsum okkur til
samanburðar hvernig farið hefði
ef Mannréttindayfírlýsing Samein-
uðu þjóðanna hefði verið samin
með hliðsjón af ástandinu eins og
það var í heiminum árið 1948.
Ekki er minnst á ýmis atriði sem
gagnrýnd hafa verið í íslensku
réttarfari á borð við það að játn-
ingar sem fengnar eru fram með
harðræði eru ekki sjálfkrafa ógild-
ar.
Rétti útlendinga skal skipað
með lögum en engin efnisleg vemd
felst í því. Þar sem ekki er einu
sinni almennt mannhelgisákvæði
að fínna í fyrirhuguðum mannrétt-
indakafla, væri það sennilega ekki
stjórnarskrárbrot þótt útlendingi
væri vísað til lands þar sem hann
sætti ofsóknum. Sérstakt stjórnar-
skrárákvæði er hér sérlega brýnt
í ljósi þess að gildandi löggjöf veit-
ir flóttamönnum litla sem enga
vernd.
Rétturinn til vinnu, sem marg-
staðfestur er í þjóðréttarskuld-
bindingum landsins, er orðinn að
rétti „varðandi" vinnu. Það er
skrýtið orðalag og lýsi ég eftir
skýringu á því.
Hin langa greinargerð sem fylg-
ir frumvarpinu vekur fleiri spurn-
ingar en hún svarar. Frumvarpið
er allt með þeim hætti að útilokað
er að nokkur sátt náist um efnið
og nauðsynlegar breytingar á
nokkram vikum. Þess vegna tel
ég, því miður, nauðsynlegt að
byija upp á nýtt og frá granni á
þessu mikilvæga máli. Alþingi
ætti að loknum umræðum að vísa
málinu aftur til stjórnarskrár-
nefndar og fela henni að koma
með nýtt frumvarp ekki síðar en
um mitt næsta kjörtímabil að und-
angengnu víðtæku samráði við
almenning.
Fremur skulum við bíða í fjögur
ár enn og uppskera fyrirmyndar
mannréttindaskrá en að sitja uppi
með það sem nú liggur fyrir Al-
þingi næstu áratugi, þjóðinni til
vesældar og vansæmdar.
Höfundur er lögfræðingur.
í MORGUNBLAÐ-
INU 11. þ.m. gera heil-
brigðisráðuneytið og
landlæknir athuga-
semd við grein mína í
blaðinu 10. janúar sl.
um notkun geðlyfja.
Ráðuneytið og land-
læknir benda á þrennt:
1) sexföldun á notkun
hinna nýju geðdeyfðar-
lyfja frá fýrsta árs-
fjórðungi 1993 til
þriðja ársijórðungs
1994; 2) hin nýju geð-
deyfðarlyf séu hrein
aukning við fyrri notk-
un; 3) notkun geð-
deyfðarlyfja er nú verulega meiri
hér á landi en annars staðar á
Norðurlöndunum.
í grein minni benti ég á, að aukn-
ing á notkun geðdeyfðarlyfja ætti
sér eðlilega, læknisfræðilega skýr-
ingu. Til viðbótar því sem í grein
minni sagði, er rétt að skýra frá
því, að í mars 1993 var hlutfall
hinna nýju geðdeyfðarlyíja af öllum
sem þær vora lægstar við þann
ársfjórðung sem þær voru hæstar.
Eins og glöggt sést á meðfylgjandi
stöplariti tvöfaldaðist sala hinna
nýju lyfja milli áranna 1993 og
1994 og nærri þrefaldaðist miðað
við 1992. Hins vegar minnkaði sala
annarra geðdeyfðarlyfja nokkuð frá
1992 til 1994. Hin nýju lyf era
þannig ekki hrein aukning, eins og
segir í athugasemd ráðuneytisins.
í þriðja lagi er það
ekki nýtt, að notkun
geðdeyfðarlyíja sé
meiri hér á landi en
annars staðar á
Norðurlöndunum. Svo
hefur verið um langt
árabil. Algengi þeirra
geðraskana, sem lyfin
eru notuð við, er um
6-7% hjá fullorðnum.
Auk þunglyndissjúk-
dóma og ákveðinna
kvíðasjúkdóma eru
sum geðdeyfðarlyf nú
notuð við langvinnum
verkjum, s.s. spennu-
höfuðverk og verkjum
frá stoðkerfi. Miðað við skilgreinda
dagskammta er algengi notkunar
geðdeyfðarlyfja á árinu 1994 um
2,5% hér á landi. í hinum Norður-
Aukin notkun geðdeyfð-
arlyfja á sér eðlilega,
læknisfræðilega skýr-
ingu, að mati Tómasar
Helgasonar, sem segir
aukninguna ekki hreina
viðbót, heldur minnki
notkun annarra
lyfja ámóti.
Onýtt mannrétt-
indafrumvarp
Margrét Viðar
25
15 t-
1992
SALA geðdeyfðarlyfja 1992-1993 eftir
tegund í skilgreindum dagskömmtun
(SDS) fyrir 1.000 íbúa.
1994
I Önnur
i Þríhringlaga (eldri lyf)
I Tvihringlaga (ný lyf)
Enn um geð-
deyfðarlyf
Athugasemd við athugasemd heil-
brigðisráðuneytis og landlæknis
Tómas Helgason
Sögð orð verða
ekki aftur tekin
LENGI má manninn
reyna hugsaði ég með
mér þegar ég sat og
hlustaði á sjónvarps-
fréttir Stöðvar 2 hinn
9. janúar síðastliðinn.
Þannig er nú með
okkur Alþýðuflokks-
menn að við eram að
verða komin með ansi
þykkan skráp á okkur
vegna umfjöllunar fjöl-
miðla um flokkinn okk-
ar síðastliðið ár.
Ég hef oft velt því
fyrir mér hvort fjöl-
miðlar hafí einhvern
ávinning af því að taka
þennan flokk minn og rýra hann
trausti fólks með palladómum og
að mínu mati ófyrirleitinni umfjöll-
un.
Hlutleysi fréttamanna
Ég vitnaði í fréttatíma Stöðvar
2 en þá var Heimir Már Pétursson
fréttamaður að spyrja
Jóhann Bergþórsson
bæjarfulltrúa í Hafnar-
fírði um gang mála í
Hafnarfirði vegna þess
umróts sem þar er.
Fréttamaðurinn sá
ástæðu til að tala um
„spilltasta arm í spillt-
asta flokki landsins"
svo notuð séu hans eig-
in orð. Með skírskotun
til málefna bæjar-
stjórnar Hafnarfjarðar
áttu landsmenn
náttúrulega að skilja
hvað fréttamaðurinn
átti við.
Er þetta hlutverk fréttamanna?
Telja þeir það sína skyldu að útbúa
spurningar sem eru beinlínis skoð-
anamyndandi? Er ekki hlutleysi
fréttamanna regla nr. 1 í blaða-
mennskustarfí í stað þess að setjast
í dómarasæti? Hvers vegna leyfa
menn sér svona fréttaflutning eða
Petrína Baldursdóttir
er Stöð 2 mjög í mun að binda
enda á pólítískt líf Alþýðuflokksins?
Maður spyr sig hvaða annarlegu
ástæður liggja þama að baki.
Það eru mýmörg dæmi undanfar-
in ár sem hægt væri að nefna þar
sem eðlilegs hlutleysis gagnvart
málefnum Alþýðuflokksins er ekki
gætt að mínu mati.
Er það hlutverk frétta-
manna, spyr Petrína
Baldursdóttir, að
standa fyrir skoðanan-
myndandi spumingum.
Þama taka menn að sér það vald
að setjast í dómarasæti og vera
skoðanamyndandi í gegnum frétta-
miðil. Já, sögð orð verða ekki aftur
tekin!
Fólkið í flokknum
í Alþýðuflokknum er sem betur
fer fullt af fólki. Fólki sem hefur
þá lífsskoðun að jöfnuður, réttlæti
og velferð fólks gefí lífínu gildi.
Þessu fólki þykir vænt um flokkinn
sinn. Þetta er heiðvirt fólk sem býr
um allt land. Hvers vegna er frétta-
maðurinn Heimir Már Pétursson að
telja þetta fólk siðspillt eða flokkinn
þess?
Spilltasti flokkur landsins sagði
fréttamaðurinn. Með þessari full-
yrðingu sinni er hann að segja að
allur flokkurinn sé spilltur. Það er
að vísu dálítill blæbrigðamunur, því
í Hafnarfirði er einn spilltasti arm-
urinn úr flokknum að hans mati.
Ég tel að flokkurinn ætti að at-
huga hvað meiðyrðalöggjöfin segir
um svona ummæli eins og voru við-
höfð á Stöð 2. Það má lengi brýna
deigt járn svo það bíti. Nú er kom-
inn tími til að mótmæla slíkum
ófaglegum og óvönduðum vinnu-
brögðum eins og birtust alþjóð á
skjánum að kvöldi 9. janúar.
Ég sætti mig ekki við það lengur
að sitja þegjandi undir þeirri brengl-
uðu fréttamennsku sem þama birt-
ist okkur. Það er deginum ljósara
að störf okkar alþýðuflokksmanna
eru gagnrýnisverð eins og gengur
og gerist í stjórnmálum. Málefnaleg
gagnrýni á alltaf rétt á sér.
En þessa umfjöllun tel ég þann
flokk sem hefur verið einn mesti
umbótaflokkur og gerandi í íslensk-
um stjómmálum undanfarin ár og
áratugi ekki eiga skilið.
Höfundur er þingmaður
Alþýðuflokksins í
Rcykjaneskjördæmi.
landaríkjunum hefur orðið aukning
í notkun geðdeyfðarlyfja, sérstak-
lega í Svíþjóð, en þar var algengi
notkunarinnar um 1,7% á fyrstu
átta mánuðum ársins 1994.
Hér á landi er læknisþjónusta
góð, læknar fljótir að tileinka sér
nýjungar og greiður aðgangur að
þjónustunni, bæði hjá heimilislækn-
um og sérfræðingum. Því er eðlilegt
að hin nýju lyf, sem verka vel og
þolast betur en eldri lyf, séu tekin
tiltölulega fyrr í notkun hér en ann-
ars staðar. Þrátt fyrir þetta hefur
ekki nema hluti þeirra, sem þjást
af þunglyndissjúkdómum, fengið
viðeigandi geðlyfjameðferð á síðast-
liðnu ári.
Meðan ekki er hægt að koma í
veg fyrir algengustu geðtruflanir
eins og þunglyndissjúkdóma og
áfengissýki, er góð og tímabær
meðferð þeirra ein af fáum raun-
hæfum leiðum til að koma í veg
fyrir ótímabæra skerðingu eða bana
vegna sjálfsvíga. Sú meðferð sem
þessir sjúklingar fá er því til marks
um þekkingu lækna og gæði heil-
brigðisþjónustunnar. í þessum efn-
um, eins og mörgum öðrum, eru
íslenskir læknar og heilbrigðisþjón-
usta fremri en í grannlöndunutn.
Höfundur er prófcssor, dr. med.