Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÖLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Aðalskoðun hf. hóf starfsemi í gær Slys og árekstrar í éljaveðri í ÉLJAVEÐRINU sem gekk yfir sunnan- og vestanvert landið í gær urðu þrjú umferðarslys í Reykjavík og auk þess 17 árekstrar, þar sem einungis varð eignatjón. Að sögn lögreglu var ekki talið að neinn hefði slasast lífs- hættulega í umferðarslysunum. Mest slasaðist kona sem hlaut meiðsli í andliti þegar jeppi, sem hún var farþegi í, lenti í árekstri í blindhríð á Suðurlandsvegi við Bláfjallaafleggjarann. Þar var fólksbíl ekið fram úr öðrum bíl og framan á jeppann sem kom úr gagnstæðri átt. Auk konunnar var ökumaður fólks- bílsins fluttur á slysadeild en var ekki talinn hættulega slasaður, að sögn lögreglu. Báðir bílarnir eru taldir ónýtir. Talsverð röskun varð á innan- landsflugi vegna veðursins. Keppinautnum er sent bók- haldið daglega Morgunblaðið/Kristinn AÐALSKOÐUN hf. hóf formlega starfsemi í gær. Þá kom í ljós að fyrirtækið verður daglega að senda niðurstöður allra skoðana til Bif- reiðaskoðunar íslands hf. en þar er í raun um bókhald fyrirtækisins að ræða, að sögn Gunnars Svavarsson- ar, stjórnarformanns Aðalskoðunar. Þá þurfti fyrirtækið að vísa frá viðskiptavini vegna þess að það gat ekki sótt númeraplötur fyrir hann til Bifreiðaskoðunar, sem hefur Borgarstjóri leggur fram tillögur í borgarráði Sala eigria og sparn- aður skili 560 millj. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri leggur til að kannað verði hvaða fasteignir í eigu borgar- sjóðs gæti verið hagkvæmt að selja. Meðal fasteigna sem koma til greina er Vonarstræti 4, Tryggvagata 15, íbúðir við Aðalstræti 9 og eignar- hlutur borgarinnar í Heilsuverndar- stöðinni. Skuli stefnt að því að salan skili um 300 milljónum í ár. Jafn- framt verði leitað leiða til að lækka rekstur borgarsjóðs um 260 millj. í tillögu borgarstjóra sem lögð hefur verið fram í borgarráði, er lagt til að borgarráð samþykki að setja á fót nefnd skipaða þremur borgarfulltrúum sem hafi það hlut- verk að draga úriítgjöldum borgar- innar og ná fram varanlegri hagræð- ingu og sparnaði í rekstri. Þá segir: „Annars vegar verði nefndinni falið i samvinnu við borg- Leitað leiða til að lækka rekstrar- kostnað arhagfræðing að leita leiða til þess að lækka rekstrarútgjöld borgar- sjóðs um 260 milljónir á þessu ári eða sem svarar til um það bil 2,7% niðurskurðar á áætluðum nettó- rekstrargjöldum borgarsjóðs. Hins vegar geri nefndin úttekt á því í samvinnu við borgarlögmann hvaða fasteignir í eigu borgarsjóðs geti reynst hagkvæmt að selja og er að því stefnt að sala eigna skili borgar- sjóði um 300 mkr. á þessu ári.“ „Borgin á gífurlega mikið af fast- eignum sem hún leigir út,“ sagði Ingibjörg. Meðal annars leigir borgin ríkinu húsnæði umhverfisráðuneyt- isins við Vonarstræti 4, þar sem Félagsmálastofnun var áður til húsa. Borgin á hálfa fasteignina við Tryggvagötu 15 og fjölmargar íbúð- ir við Aðalstræti 9 ofan við Miðbæj- armarkaðinn, sem ekki hafa verið seldar. Farið yfir yfirvinnu og risnu Ingibjörg sagði að fara þyrfti yfir rekstur borgarinnar, lið fyrir lið. „Ég held að sérstök ástæða sé til að skoða hvort leggja megi einhverja starfsemi af sem áður var þörf fyrir en ætti ef til vill að víkja fyrir ann- arri og þarfari í dag,“ sagði hún. „Ég held líka að ástæða sé til að skoða almennt yfirvinnu hjá borg- inni. Hér eru margir mannmánuðir í yfírvinnu. Þá þarf að skoða auglýs- inga- og kynningarmál og risnu.“ einkaleyfi á geymslu á númeraplöt- um. „Það virðist þó vera á döfinni að við getum hugsanlega boðið þessa þjónustu í þeirra umboði en án þess þó að þiggja þóknun fyrir. Við verð- um því að bera allan kostnað af skráningum. í raun og veru kæmum við til með að innheimta þóknun fyrir samkeppnisaðilann, Bifreiða- skoðun Islands,“ segir Gunnar. Einnig hefur Bifreiðaskoðun ís- lands einkaleyfí á ökutækjaskrán- ingu og að innheimta þjónustugjöld vegna hennar. Aðalskoðun verður einnig að bera kostnað af sinni umsýslu til að tapa ekki hugsan- legri viðskiptavild. Einkaleyfi á skoðunarmiðum Aðalskoðun hf. þarf að senda niðurstöður allra skoðana til Bif- reiðaskoðunar íslands hf. vegna einkaleyfis þess á ökutækjaskránni. „í rauninni fá þeir því daglegt bók- hald okkar sent og geta því fýlgst með framvindu okkar fyrirtækis. Þó er okkur tjáð að við fáum hugs- anlega slíkar markaðsupplýsingar frá þeim,“ segir Gunnar. Hann segir að Bifreiðaskoðun íslands hafi einnig einkaleyfi á skoðunarmiðunum. „Þeir hafa selt okkur skoðunarmiða á 73 kr. stykk- ið. Ég hef fengið tilboð frá silki- prentstofu um framleiðslu á þessum miðum á undir 15 kr. stykkið. En okkur er gert skylt að kaupa mið- ana á þessu verði. Ráðuneytið lagði það til að mið- arnir yrðu seldir á framleiðsluverði prentsmiðju og við höfum ekki trú á því að Bifreiðaskoðun hafí samn- ing sem segir að miðinn kosti 73 kr. Ég hef bréf frá Bifreiðaskoðun undir höndum þar sem þeir taka það upp hjá sér að leggja 10% umsýslugjald á miðana," sagði Gunnar. Viðræðum um sérmál hraðað VIÐRÆÐUM samtaka atvinnurek- enda með forystu einstakra lands- sambanda ASÍ um sérmál verður hraðað eftir helgi. Akveðið er að vinnuveitendur og verslunarmenn hittist á mánudag, fundur verði með Samiðn á þriðjudag og Rafíðnaðar- sambandinu á miðvikudag. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segir að eftir samtöl við forystumenn landssam- banda að undanfömu hafí niður- -staðan orðið sú að keyra hratt í við- ræður um aðra þætti í kröfugerð sambandanna en þá sem lúta að kaupliðnum í fyrri hluta næstu viku. „Við skynjum mjög sterkt áherslu á að samningum verði hraðað og það sem stendur alls staðar upp úr í þessum viðræðum er að það sé ekki tekin áhætta varðandi verð- bólgu og vaxtaþróun." 27.500 steratöflur sagðar til eigin nota 27.500 töflur af vöðvaaukandi sterum fundust við leit toll- varða í fórum tveggja kvenna á sextugsaldri og tæplega fimmtugs karlmanns í flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkur- flugvelli í fyrrakvöld. Maður á þrítugsaldri, sonur karlsins og annarrar konunnar, hefur viðurkennt að eiga ster- ana. Hann neitaði að hafa ætlað að selja lyfin en kvað þau ætluð til eigin nota. Fólkið var að koma frá Tæ- landi með tengiflugi frá Kaup- mannahöfn. Sterarnir, sem voru í plastpokum, fundust í nokkrum leikfangahundum fyrir börn sem fólkið var með í farangri sínum. ÓLAFUR Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður, með hluta steranna og Ieikfangahundana þrjá sem nota átti til að smygla í gegnum tollinn á Keflavíkurflugvelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.