Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995___________________________________________ _________________________________________FRÉTTIR________________________ Samtök sjómanna og fiskvinnslu án útgerðar vilja fijálst fiskverð Lögð fram tilboð í óséðan afla um borð í skipunum Morgunblaðið/Kristinn Dansað af hiartans lyst NEMENDUR SeUaskóla hófu í gær um klukkan 18 að dansa maraþondans og er takmarkið að safna sem mestu til styrktar Hjördísi Kjartansdóttur, stúlk- unni sem fékk nýtt þjarta á dög- unum. Allir nemendur skólans fengu áskorun um áheit á dans- arana og samkvæmt upplýsing- um nemenda skólans er um að ræða 500 króna áheit 1.000 krón- ur eða fijálst framlag. Í ungl- ingadeild skólans eru 377 nem- endur, en alls eru um 1.000 nem- endur í skólanum. Myndin er tek- in við upphaf maraþondansins í gærkveldi, en hann stendur fram til klukkan 18 á sunnudag. „Látið sverfa til stáls í einu mesta hagsmunamáli sjómanna“ SAMTÖK sjómanna, Farmanna- og fiskimannasambandið, Sjómanna- sambandið og Vélstjórafélag íslands hafa komist að samkomulagi við Samtök fískvinnslu án útgerðar, en innan þeirra eru 65 fyrirtæki, um að síðarnefndu samtökin bjóði i allan fískafla sem ekki stendur til að selja á uppboðsmarkaði. Boðið verður í aflann óséðan um borð í skipun- um og munu samtök sjómanna tryggja að réttar upplýsingar um afl- ann liggi fyrir. Akveði útgerð skips að taka ekki tilboðum í þann físk sem ekki stendur til að selja á markaði og bjóði ekki jafnhátt verð fyrir hann, gera sjómenn fyrirvara við sitt uppgjör. Sjómannasamtökin höfða í framhaldi af því mál gegn útgerð- inni á grundvelli þess að kjara- samningur hafí verið brotinn. Samtök sjómanna telja að það komi skýrt fram í kjarasamning- um að útgerðarmaður eigi ávallt að sjá til þess að selja aflann á hæsta gangverði hverju sinni. Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands íslands, segir að með þessu verði látið sverfa til stáls í einu mesta hagsmunamáli sjómanna. Útgerðir halda verði niðri Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands, segir að þær útgerðir sem hafí verið tengdar fískvinnslunni hafí haldið niðri fískverði og samskipti sjómanna og útgerðar og fiskkaupenda, sem oft er sami aðilinn, hafí einn- kennst af hörðum deilum. „Við viljum láta á það reyna hvað ger- ist ef það liggja fyrir tilboð í allan afla skips áður en það kemur að landi. Við viljum að útgerðarmenn taki þeim tilboðum eða jafni það verð,“ sagði Guðjón. Lækkandi fiskverð Guðjón segir að strax í næstu viku leggi Samtök fiskvinnslu án útgerðar fram tilboð í óséðan afla um borð í skipunum. Samtök sjó- manna tryggi að réttar upplýs- ingar um afla liggi fyrir. Bak við öll viðskipti verða bankaábyrgðir svo ekki ætti að þurfa að hafna viðskiptum á þeim grundvelli að þau séu ótrygg. „Við vonum að þetta verði til þess að markaðs- verð fáist fyrir allan afla. Verði það hins vegar ekki þá er það stað- fastur vilji okkar í sjómannasam- tökunum að fara með slík mál fyrir dómstóla. Við vonum einnig að viðbrögð útgerðarmanna við því að selja aflann á hæsta gang- verði verði jákvæð en erum hins vegar undir það búnir að svo verði ekki,“ sagði Guðjón. Sævar telur líklegt að fískverð á mörkuðum fari lækkandi verði allur fískur boðinn þar upp. Hann telur einnig að sjómenn leggi sig meira fram um að vanda til með- ferðar á aflanum fáist fyrir hann hæsta gangverð hverju sinni. Mann- og eignatjón í fárviðri og vatnsflóðum víða í Evrópu „Einungis brautarteinamir og hæstu tré stóðu upp úr“ GÍFURLEGIR vatnavextir og fárviðri hafa verið undanfama daga í Frakklandi, Belgíu og Þýskalandi. Mörg hundmð manns hafa orðið að flýja heimili sín og nítján manns hafa látist. Spáð er áfram- haldandi úrhelli og því ekki útlit fyrir að lækki í ám fram eftir næstu viku. Óveður og snjókoma hefur valdið usla í Bretlandi. Morgunblaðið hafði samband við nokkra íslend- inga í Frakklandi og Þýska- landi í gærkvöldi. Sigþór Einarsson býr með fjölskyldu sinni í borginni Darmstadt í Þýskalandi, sunn- an við Frankfurt. Hann sagði að veðrið hefði verið slæmt undanfarna 7-8 daga og vald- ið miklum vandræðum en ekki væri hægt að tala um neyðarástand enn þá. Hins vegar væri spáin slæm, búist við að mikil rigningar- lægð færi yfír svæðið um nóttina. Mest væri hættan talin vera á svæðinu milli Koblenz og hollensku landamæranna. „Rætt er um að þá geti orðið jafnvel enn meiri flóð en í desember 1993, þá var talað um „flóð aldarinnar". Ég fór með lest til Wolfs- burg í gær, það var eins og að aka í lest á stöðuvatni, einungis brautarteinamir og hæstu tré stóðu upp úr. Konan mín var í Frankfurt og þar var fólki ráðlagt að leggja ekki bílum við Main-fljótið vegna flóðahættunnar," sagði Sig- þór. Hann sagði vatnsdýpt í kjöllurum hafa farið í hálfan annan metra sums staðar. Elísabet Óskarsdóttir í Bou- logne í Frakklandi sagði að neyðarástand hefði skapast víða í landinu vegna flóða. Fréttatímar útvarps- og sjón- varpsstöðva væra undirlagðir af flóðafréttum. „Það hefur rignt óheyrilega mikið í heila viku, úrkoman hefur ekki ver- ið meiri í 150 ár. Það er að ganga lægð yfir landið núna og er von á annarri um helg- ina,“ sagði hún. „Þetta svæði hefur sloppið við flóð þrátt fyr- ir mikla rigningu og áin La Liane, sem rennur í gegnum borgina, virðist ekki ætla að bólgna um of. Þó er þverhnípt hæð hér í bænum sem orðin er gegnsósa af rigningarvatni og farið að hrynja úr henni. Sjómannakapella á hæðar- brúninni er hrunin að hluta og talið er að neðan- jarðarbyrgi frá stríðsárunum, sem eru í hæð- inni, eyðileggíst. Þá er óttast að jarðskrið geti átt sér stað og þá er byggðin undir hæðinni í mikilli hættu,“ sagði Elísabet Óskarsdóttir. „Það verða aldrei flóð hér, ég bý það ofar- lega á Rínarsléttunni,“ sagði Ögmundur Jóns- son apótekari í Grombach við Karlsrahe. „Þjóð- veijar eru ekki að fárast svo mikið yfír þessu, því flóðin eru orðin árviss. Þeir vita að þau koma og að þeir fá ekkert að gert. Þeim er líka ljóst af hveiju þau stafa en hér er um heimagerðan vanda að ræða. „Steyptir ár- og vatnsfarvegir út um allar trissur" Ástæðan er sú að það hefur verið mikil ár- átta að koma öllu afrennsli í skólprásir. í stað þess að láta náttúrunni eftir að taka við úrhell- inu og ráða afrennslinu hefur maðurinn tekið fram fyrir hendumar á henni. Síðustu 20 árin hafa verið steyptir ár- og vatnsfarvegir út um allar trissur til þess að stjóma afrennslinu. í stað þess að síga að hluta ofan í jörðina endar hver einasti dropi því óhjákvæmilega úti í ám með tilheyrandi vatnavöxtum. Auðvitað eru þetta náttúrahamfarir og ástandið er slæmt neðar með ánni, til dæmis í nágrenni Trier, í Koblenz og á Kölnar- og Bonnsvæðinu. Þar bregðast íbúar við með því að flytja upp á hæðir húsa af jarðhæð og kjöllurum," sagði Ögmundur. Hann sagði að spáð væri áframhaldandi úrhelli, a.m.k. fram í miðja næstu viku. „Það mun því ekki réna í ánum næstu dagana,“ sagði Ögmundur. Á MEGINLANDINU eru hús víða umflotin. f MORGUNBLAÐIÐ INNLENT Fjárhagsáætlun Rcykjavíkurborgar Ný skipti- stöð SVR á Artúns- höfða VIÐ FYRRI umræðu um fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborg- ar kom fram, að gert er ráð fyrir uppbyggingu nýrrar skiptistöðvar fyrir Strætis- vagna Reykjavíkur á Ártúns- höfða. Þá kom fram að far- gjöld verða óbreytt á árinu. Fargjöld 65% af rekstri í máli borgarstjóra kom fram, að gert væri ráð fyrir óbreyttum fargjöldum á árinu og að reiknað væri með að tekjur af fargjöldum stæðu undir 65% af rekstrargjöldum að frádregnum afskriftum. Á árunum 1993 og 1994 var hlutfallið rétt innan við 70%. Samtals ferðuðust sjö milljónir farþega með vögnunum í fyrra og vora það 100 þúsund færri en árið 1993. Kostnaður borgar- sjóðs 240 miiy. Borgarstjóri sagði að gert væri ráð fyrir að rekstarkostn- aður borgarsjóðs ásamt af- skriftum yrði um 240 millj. Þá kom fram að innra skipu- lag SVR væri í endurskoðun í framhaldi af sameiningu stjómamefndar um almenn- ingssamgöngur og Strætis- vagna Reykjavíkur hf. og væri gert ráð fyrir að þær breyting- ar tækju giidi 1. mars næst- komandi. í apríl væri svo að vænta fyrstu niðustöðu heildarskoð- unar á leiðakerfí SVR, sem unnið hefur verið við á síðasta ári. Gert væri ráð fyrir að ákvarðanir yrðu teknar síðari hluta ársins og nýju leiðakerfí komið á. Austurbæjarskóli Aðstoðar- skólastjóri ráðinn HÉÐINN Pétursson, kennari við Austurbæjarskóla, hefur verið ráðinn aðstoðarskóla- stjóri við Austurbæjarskóla. Tilkynnt var um ráðninguna á kennarafundi í skólanum í gærmorgun. Guðmundur Sighvatsson aðstoðarskólastjóri gegnir stöðu skólastjóra í forföllum Alfreðs Eyjólfssonar og hefur gert frá 5. janúar sl. Að sögn Áslaugar Brynj- ólfsdóttur, fræðslustjóra í Reykjavík, eru bæði Guð- mundur og Héðinn settir til bráðabirgða meðan skólastjóri er í veikindaleyfí. I haldi vegna íkveikju LIÐLEGA þrítugur maður var úrskurðaður í viku gæsluvarð- hald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í tengslum við rannsókn á íkveikju í bílasölu Guðfínns við Vatnsmýrarveg. RLR gerði kröfu um varð- hald yfir manninum, sem hefur áður komið við sögu lögreglu, °g var handtekinn í gær í tengslum við rannsóknina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.