Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 52
s ••ajl U MlCROSOFT. einar j. -WlNDOWS. SKÚLASONHF # MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUfXENTRUM.lS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sjálfstæðismenn á Vestfjörðum viljaTjreytingar á fiskveiðistjórn Kennarar fá laun um mán- aðamótin KENNARAR fá greidd fyrir- fram laun fyrir febrúarmánuð eins og venjan er þó svo kunni að fara að þeir fari í verkfall upp úr miðjum mánuðinum. Birgir Guðjónsson, skrif- stofustjóri launaskrifstofu fjár- málaráðuneytisins, segir að ekki liggi fýrir hvort af verk- falli verði og því verði laun greidd út, enda voni menn að ekki komi til þess. Atkvæði um verkfallsboðun félagsmanna í Kennarasam- bandi íslands og Hinu íslenska kennarafélagi verða talin á þriðjudaginn kemur. Verkfalls- boðun miðast við 17. febrúar og þurfa opinberir starfsmenn að boða verkfall með hálfs mánaðar fyrirvara. Ef verkfallsboðun hefur leg- ið fyrir í upphafi mánaðar hef- ur þeirri reglu verið fylgt af hálfu ríkisins að greiða einung- is laun fyrir tímann fram að því að verkfall hefst. Morgunblaðið/Sverrir Skipasmíð- ar ríkis- styrktar RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að veita 4,5% styrki til ákveðinna verkefna í skipasmíðum á þessu ári. Styrkimir eru í samræmi við reglur Evrópusambandsins, sem taka gildi á Evrópska efnahagssvæðinu nú í ár. Þar með ættu íslenskar skipasmíðar að búa við sömu starfsskilyrði og norskar, en talsmenn skipasmíðaiðn- aðarins hafa sagt að mörg verkefni hafi farið til Noregs undanfarin ár vegna 13% ríkisstyrkja þar í landi. ■ Skipasmíðar styrktar/14 ------»„» »------- Eldur í frysti- geymslu ELDUR kom upp í frystigeymslu í hraðfrystihúsi Sigurðar Agústssonar hf. í Stykkishólmi í gærmorgun. Að sögn lögreglu kom eldurinn upp meðan starfsmenn voru í kaffi- hléi. Starfsmenn höfðu slökkt eldinn að mestu þegar slökkvilið kom. I geymslunni var töluvert af skel- fiski og unninni rækju, en ekki er ljóst hve mikið hefur skemmst. Kerfisbreyting á 5-10 árum Gert er ráð fyrir að kerfisbreyting- in fari fram í skrefum á 5-10 árum. Til að ná tökum á stærð flotans verði settir breytilegir endurnýjunarstuðl- ar sem tryggi að sóknarmáttur flot- ans minnki, eins og hentar í hveijum útgerðarflokki og úreldingum verði haldið áfram. Sóknarmarkið verði svo smám saman fært út þar til öll skip verða komin á sóknarmark með ákveðnum svæðastýringum og bann- dögum til að byija með. Skipum allt að 100 rúmlestum verði gert kleift að fá krókaleyfi, veiðar sérveiðiskipa verði fijálsar innan ákveðinna tíma- og heildarmarka og þeim settar sókn- arskorður í almennar veiðar. Þegar náð er lokamarkmiðinu um að sóknargeta flotans verði í sem bestu samræmi við afrakstursgetu fískistofnanna, verður stýringin til- tölulega lítil, að mati höfunda tillög- unnar. Akveðin svæði verða alltaf friðuð og afskipti hins opinbera með banndögum verði þá í lágmarki, eða innan við 10% af almanaksári. Vilja sameina flokkinn um nýja stefnu í sjávarútvegsmálum í greinargerð sinni segja frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins á Vest- fjörðum að kvótakerfíð hafi brugðist öllum þeim markmiðum sem lögð voru því til grundvallar. „Við setjum hér fram hugmyndir okkar með það að markmiði að sameina flokkinn um nýja stefnu í sjávarútvegsmálum. ■ Tillaga og greinargerð/26-27 Fannfergi vestra VÍÐA á Vestfjarðakjálkanum er gífurlegt fannfergi. Hér er heimamaður á Hólmavik að setja benzín á vélsleða sinn við Esso- stöðina. Dælumar era nánast á kafi í snjó, en farkosturinn er áreiðanlega sá heppilegasti við þessar aðstæður. Morgunblaðið/Sverrir Tuga milljóna tjón í Þverárvirkjun TUGA milljóna króna Ijón varð er snjóhengja féll á aðveitustokk við Þverárvirkjun í Steingríms- firði í gærmorgun og tók hann í sundur á 15 metra kafla. Kolmórautt vatn rann úr uppi- stöðulóni virkjunarinnar niður gamla árfarveginn og skall krapa- flóð á stöðvarhúsinu, sem fylltist af vatni. Sprunga kom í húsvegg- inn og eru tæki mikið skemmd. Rafmagn fór af Hólmavík og sveitunum í kring, en komst á fljót- lega með bráðabirgðatengingu, þar sem Þverárvirkjun er tengd inn á kerfi Orkubús Vestfjarða. ■ Snjóhengja féll/4 VSÍ segir kröfur VMSÍ þýða 20-30% hækkun Skólagjöld- um stolið af Iðnskóla SKÓLA- og námskeiðsgjöld- um var stolið af skrifstofu Iðnskólans í vikunni. Um var að ræða um 100 þúsund krón- ur í reiðufé og um 1.100 þús- und í ávísunum. Farið var inn á skrifstof- una síðdegis á miðvikudag meðan starfsmaður brá sér frá. Búið er að stöðva ávísan- ir fyrir um 500 þúsund þann- ig að ekki verður hægt að leysa þær út í banka. FORYSTA Verkamannasambands íslands kynnti viðsemjendum sínum kröfugerð vegna nýs aðalkjarasamn- ings fyrir VMSÍ í gær. Kl. 14 í dag verður svo haldinn fyrsti samninga- fundur VMSÍ með VSÍ og Vinnu- málasambandinu. Verkamannasambandið gerir m.a. kröfu um hærri desemberupp- bót á laun og að allir launataxtar aðildarfélaganna hækki um 10.000 kr. á mánuði og hlutfallslega sömu hækkanir komi ofan á bónus fisk- vinnslufólks og önnur kaupauka- kerfi einstakra deilda sambandsins. Tekist á um tvo skóla Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segir að um sé að ræða kröfu um 20-30% launa- hækkarnir og m.a. sé gerð krafa um 23% launahækkun til fiskvinnslu- fólks. Hann segir aðila eiga eftir að takast á um tvo skóla í kjaramálun- um. Annars vegar markmið vinnu- veitenda um að takmarka launabreyt- ingar við það sem eigi sér stað í sam- keppnislöndunum, lága verðbólgu og hægt stígandi kaupmátt. Hins vegar séu kröfur af allt öðrum toga um 20-30% launahækkanir sem taki ekki mið af þessum forsendum. Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSI, segir að Verkamannasam- bandið hafi ekki umreiknað kröfur sínar yfír í prósentuhækkanir en litl- ar krónutöluhækkanir ofan á lága launataxta geti oft virst vera háar þegar það sé reiknað út hlutfallslega. Flota- og sóknarstýring ásamt sjávarútvegsgjaldi FRAMBJÓÐENDUR Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum vilja að núverandi fiskveiðistjórnarkerfí verði tekið til gagngerrar endur- skoðunar og lögðu þeir fram tillögu ásamt greinargerð um breytta fiskveiðistjórnun á fundi málefnanefndar Sjálfstæðisflokksins um sjávarútvegsmál síðastliðinn fimmtudag. „Höfuðmarkmið hinnar nýju stefnu er eins og hinnar fyrri að hámarka afrakstursgetu fískistofnanna. Þess- um markmiðum verður náð með öflugri flota- og sóknarstýringu, sem komið verði á í áföngum," segir í greinargerð frambjóðendanna. Jafn- framt segja þeir hugsanlegt að sett verði á sjávarútvegsgjald, sem verði sóknargjald en ekki aflagjald og lagt á í samræmi við afkomu útgerðarinn- ar í heild. „Þetta má hugsa sér svona: Gjaldstofninn er húftrygging skip- anna. Skip sem eru eins greiða sama gjald fyrir sama úthald. Þá greiðir sá hlutfallslega minnst sem aflar mest,“ segir í greinargerðinni. Stefnu sem sé í betra samræmi við grundvallarhugmyndir flokksins um fijálst framtak, fijálsa samkepþni, einkaeign á atvinnutækjunum, minnkandi ríkisafskipti og að stétt standi með stétt. Kvótakerfið er skilgetið afkvæmi forræðishyggjunnar með sama hætti og haftakerfi það sem komið var á í kreppunni miklu á 4. áratugnum og ber á sér brennimark sósíalisma og miðstýringar, sem eiga ekkert skylt við Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans. Því er brýnt að taka upp stefnu sem samræmist betur meginstefnu Sjálfstæðisflokksins,“ segir í greinargerðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.