Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI KJARTAN Kárason frá Vottun hf. afhenti Guðmundi Karlssyni, fram- kvæmdastjóra Umbúðamiðstöðvarinnar, staðfestingu þess að fyrir- tækið hefði hlotíð vottun gæðakerfísins samkvæmt ÍST ISO 9002. U mbúðamiðstöðin fær ISO-vottun UMBÚÐAMIÐSTÖÐIN hf. hlaut í gær vottun samkvæmt gæða- staðlinum ÍSTISO 9002. Vinna við uppbyggingu gæðakerfísins hófst fyrir tveimur árum og var Gunnar Stefánsson, verkfræðing- ur, sérstaklega ráðinn til þess að hafa yfirumsjón með uppbygg- ingu og framkvæmd kerfisins. Það nær til framleiðslu og sölu á öskjum og pappakössum ásamt almennri áletrun. Samkvæmt upplýsingum Guð- mundar Karlssonar, fram- kvæmdastjóra Umbúðamiðstöðv- Hrávara arinnar hefur gæðakerfið sannað gildi sitt því gæði hafa stóraukist og stjórnun orðið skilvirkari. Upp- lýsingastreymi er komið í fastan farveg ásamt því að betri tengsl eru nú á milli sölu- og framleiðslu- deildar. Velta fyrirtækisins jókst um 40% á liðnu ári og reyndi þá mikið á kerfíð við að halda utan um afhendingartíma, framleiðslu- skipulag og hráefnisinnkaup. Jason Steinþórsson, iðnrekstr- arfræðingur, hefur verið ráðinn gæðastjóri og ber hann ábyrgð á gæðakerfinu. Spákaupmenn erufamir að selja kopar London. Reuter. GRÓSKA er enn á hráefnamarkaði, spákaupmenn högnuðust á kopar í vikunni og enn er varað við verðbólgu. Athyglin beindist aðalega að því hvort kopar seldist á yfir eða innan við 3,000 dollara tonnið. Spákaup- menn.reyndu að hagnast á 75% hækkun á verði kopars á einu ári og verðið fór hvað eftir annað niður fyrir 3,000 dollar, en nóg var á kaupend- um og verðið hækkaði aftur. Sama máli gegndi með ál og nikkel. Fjárfestar virtust telja málma öruggustu trygginguna gegn óróa á alþjóðamörkuðum vegna skulda Mexíkós, ásamt þýzka markinu og svissneska frankanaum. „Vera má að málmar haldi áfram að hækka,“ sagði hagfræðingur við Cambridge-háskóla. „Kopar er enn í höndum fjárfestingarsjóða spá- kaupmanna," sagði verðbréfasali í London. Verðbréfafyrirtækið Rudolf Wolff benti á blómlegan efnahag Bandaríkjanna og kvaðst telja veik- leika málma upp á síðkastið „aðeins tæknilega leiðréttingu.“ Nánar um stöðuna í vikunni: KOPARmun líklega treysta sig nokkuð í sessi og seljast á um eða yfir 3,000 dollara að dómi nokkurra sérfræðinga. Verðið komst í 3,081 dollara um miðjan janúar, hæsta verð í tæp 4 ár. Sumir búast við lækkandi verði. Framboð talið ónógt fram á mitt ár. ÁI hækkaði í 2,195 dollara tonnið í vikunni, hæsta verð síðan 1989, en staða þess veiktist þegar spá- kaupmenn losuðu sig við kopar. Eftirspurn mjög mikil. Nokkrir verð- bréfasalar telja að treysta þurfi stöðu áls áður en það hækki á ný. NIKKEL átti enn upp á pallborðið og hækkaði í vikubyrjun í 10,500 dollara tonnið, hæsta verð í 4 1/2 ár. GULL seldist á um 380 dollara únsan. Verðið haggaðist varla þótt Rússum brygði þegar Norðmenn skutu eldflaug til þess að rannsaka norðurljós. HRÁOLÍA vakti enn áhuga ijár- festingarsjóða, en verðið lækkaði um miðja vikuna. Viðmiðunarverð á Norðursjávarolíu til skjótrar afhend- ingar lækkaði í 16.50 dollara tunnan úr 17 dollurum fyrir viku. Verð á KAFFI breyttist lítið. Ráða- gerðir framleiðenda um að draga úr útflutningi velqa efasemdir. KAKÓ styrktist vegna spár alþjóð- legu kaffísamtakanna, ICO, um að í ár muni vanta 120,000 tonn til þess að mæta eftirspum. Verðið um eða yfír 1,000 pund tonnið. SYKUR hækkaði í verði seint í vik- unni vegna frétta um nýjar fyrir- spurnir frá Rússum og líkinda á pöntunum frá Indlandi og Kína. Seldist nýlega á hæsta verði í 4 1/2 ár í London. Verð á HVEITI hélzt stöðugt eða um 155 dollarar tonnið. Alþjóða- hveitiráðið, IWC, spáir að innflutn- ingur frá Kína 1994/95 verði 12 milljónir tonna, sá mesti í þrjú ár. JURTAOLÍ A. Dregið hefur úr sölu í Asíu vegna áramóta í Kína í næstu viku. Verð á lægri nótum vegna ónógrar eftirspumar. LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 15 LOFTLE101R Borðapantanir í síma 552 2321 "Léttar línur" íjanúar um tvo, þtjd eöa fjóra rétti. Að auki fá gestir lítinn smakkrétt og Sorbet í boði hússins. Forréttir Indónesisk skelfisksúpa með karrý og hvítum baunum. Koníaksristuð anda- og gcesalifur með Pecan ’hnetum. Ristaðir kartöfluteningar með kantarellum og truffluolíu. Jurtabakaður Roquefort með lambasalati. SCANDIC Eftirréttir Cappucino Brulé. Fersk ber með Sabyone. Súkkulaði mousse með mangó og kókósrjóma. Bananalýðveldið. Verö: 2 rétta máltíð kr. 1.690- 3 rétta kr. 1.990- og 4 rétta kr. 2.290- Aöalréttir Kampavínssoðin fiskur dagsins á tómatconcasse. Glóðarsteikt smálúða með eggaldin ogfersku basil. Grillað grœnmetis Shaslik með linsubauna- buffi og villisveppasoði. Pasta Linguini með gnlluðum humri og pesto. Fylltur lambavöðvi með sólpurrkuðum tómötum og blaðlauk. Hunangsgljáð andalœri með rósmarin- krydduðu grænmeti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.