Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska »'hatyv púttasf fQbSínn - œ QftAA df / Ferdinand Smáfólk U)E'RE60IN6TOBE60NE\ F0R A WHILE 50 U)E WANT l ^ 4 fo T0U TO 6UARP THE UOUSíJ 6 (_N0,THISH0U5eU ,_2° c/" ^ < j /Jíy ^ ^ </) 8 2 ,3 s I iBBlB i O Við verðum í burtu um tíma, svo Nei, þetta hús. ég vil að þú gætir hússins. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Kirkja fijáls- hyggjirnianna Markmið og játning kirkjunnar Frá Eggerti E. Laxdal: KIRKJA fijálshyggjumanna, stefnir að því að útbreiða Guðs orð, eins og þau eru skráð í Biblíunni, frásagnir Jesú frá Nasaret og postula hans, að Páli postula með- töldum. Kirkjan játar, að Jesús frá Nasar- et sé getinn á undursamlegan hátt, fyrir tilverknað Guðs Anda. Við trú- um því, að María mey hafi verið hrein mey, þegar hann hafi verið getinn og þegar hún 61 hann. Við höllumst að kenningu Lút- hers um barnaskírn og fermingar, en gefum kost á fullorðinsskírn, fyrir þá, sem óska þess, og að því fylgi mikil blessun. Trúað fólk get- ur fengið skírn hjá kirkjunni, án tillits til þess, hvort það er í söfnuð- inum, og er ekki gert að ganga í söfnuðinn við skírnarathöfnina, nema það óski þess og biðji um það. Því er heimilt að vera í öðrum söfnuði og vinna þar að kristin- dómsmálum ef það óskar þess, en er velkomið að ganga í söfnuð fijálshyggjumanna. Söfnuðurinn kýs sér forstöðu- mann og hann skipar í aðrar stöður eftir geðþótta sínum. Forstöðumað- ur stjórnar fundum og heldur aðal- ræðuna og ber að leitast við, að safnaðarmeðlimir taki sem mestan þátt í starfinu, bæði að þeirra eigin ósk og eftir útvalningu sinni. Hon- um ber einnig að stuðla að því, að safnaðarmeðlimir geti starfað í samræmi við trúarköllun sína og efla allt málfrelsi eftir því sem kost- ur er á. Við hvetjum til þess að meðlimir kirkjunnar taki þátt í störfum að þjóðmálum og styðji góð mólefni samkvæmt bestu vitund og meðfæddum hæfileikum. Kirkja fijálshyggjumanna vill halda sig innan þjóðkirkjunnar, en ef forstöðumenn hennar vilja setja henni kosti, sem meðlimir kirkjunn- ar telja óaðgengilega, getur hún sagt sig úr þjóðkirkjunni með ein- földum meirihluta á fundi. Fundir kirkjunnar eru öllum opn- ir, án tillits til aldurs, allt frá börn- um upp í aldraða. Kirkjan hvetur vantrúaða til þess að taka persónu- lega á móti Jesú frá Nasaret, sem Guði sínum og frelsara frá synd. Meðlimir kirkjunnar trúa því, að menn verði hólpnir eingöngu fyrir trúna á frelsara sinn Jesú frá Nas- aret. EGGERT E. LAXDAL, Frumskógum 14, Hveragerði. Upplýsingar um Intemettengingu við Morgunblaðið VEGNA fjölda fyrirspurna varðandi Internét-tengingu við Morgunblaðið, skal eftir- farandi áréttað: Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heima- síðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina: http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upplýsingar um blaðið, s.s net- föng starfsmanna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðsins og helstu símanúmer. Morgunblaðið á Internetlnu Hægt er að nálgast Morgun- blaðið á Internetinu á tvo vegu. Annars vegar með því að tengjast heimasíðu Strengs hf. beint með því að slá inn slóðina: http://www.strengur.is eða með því að tengjast heimasíðu blaðsins og velja Morgunblaðið þaðan. Þessi þjónusta er endur- gjaldsiaus til 1. febrúar nk. Sending efnis Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um Internetið noti netfangiðc mb(aeentrunvk MMvagt er að lesa vandiega uppiýs- iigar um frágang sem má finna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir öruggar sendingar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má greinar, fréttir, auglýsingar og myndir eins og fram kemur á heimas- íðu blaðsins. Mismunandi tengingar vlð Internet Þeir sem hafa Netscape/ Mosaic-tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Ein- ungis þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að fram- an. Þeir sem ekki hafa Netscape/Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýs- ingar með Gopher-forritinu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að nota a.m.k. 14.400 baud-mótald fyrir Netscape/Mosaic teng- ingar. Hægt er að nota af- kastaminni mótöld með Gop- her-forritinu. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.