Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STUTT VORÞING VEGNA KOSNINGA Bréf frá Alþingi VORÞINGIÐ sem hófst á miðvikudag verður ekki langt að þessu sinni vegna komandi Alþingis- kosninga en gert er ráð fyrir þing- lokum 24. febrúar. Búast má við að kosningarnar setji svip á þingstörfin og þingmenn ræði mikið utan dagskrár um kjara- mál og önnur dægurmál sem kunna að koma upp næsta mánuðinn. Ut- andagskrárumræður voru raunar nokkuð tíðar á haustþinginu og varla fækkar þeim á vorþinginu. „Auðvitað er fullkomlega eðlilegt að þingmönnum, sem eru að ganga til kosninga, liggi mikið á hjarta. Það mun því ekki koma mér á óvart þótt margir vilji tala,“ sagði Ragnar Amalds þingflokksformaður Al- þýðubandalagsins. Talsverður fjöldi mála bíður af- greiðslu þingsins en fæst þeirra eru mjög veigamikil. Af stjómarfrum- vörpum eru fmmvörp um grunn- skóla og framhaldsskóla einna stærst. Fmmvörpin em nú til með- ferðar í menntamálanefnd og búast má við talsverðum átökum þegar þau koma til annarrar umræðu á þinginu. Menntamálaráðherra legg- ur áherslu á að fá frumvörpin af- greidd en stjómarandstaðan segir að í þeim séu margir lausir endar, einkum varðandi réttindamál kenn- ara og hlut sveitarfélaganna í kostnaði við skólakerfið. EN STÆRSTA mál þings- ins er óumdeilanlega end- urskoðun mannréttinda- kafla stjómarskrárinnar. Á hátíðarfundi á Þingvöllum 17. júní í sumar samþykkti Alþingi að stefnt skyldi að því að ljúka þeirri endurskoðun fyrir næstu þingkosn- ingar og í desember náðu formenn allra þingflokka samkomulagi um framvarp til stjórnskipunarlaga sem felur í sér breytingar á mann- réttindakaflanum. Almenn pólitík og breyt- ingar á stjómarskrá munu að mati Guðmundar Sv. Hermannssonar væntanlega setja mest- an svip á vorþingið. Fyrir þessu frumvarpi var mælt fyrir jól og stjómarskrámefnd Al- þingis, sem kosin er þegar fjalla þarf um stjómarskrárfrumvörp, auglýsti eftir athugasemdum við framvarpið. Þær athugasemdir hafa orðið öllu harkalegri en sam- staðan á Alþingi gaf til kynna. Þannig hafa birst mjög gagnrýnar greinar um frumvarpið í blöðum og miðstjóm Alþýðusambands Islands mótmælti harðlega ákvæði fram- varpsins um svonefnt neikvætt fé- lagafrelsi eða réttinn til að standa utan félaga. í ályktun ASÍ sagði að frumvarpsgreininni sé greinilega beint gegn starfsemi stéttarfélaga í landinu og greinargerð frumvarps- ins sé sett þannig fram að þar sé varla minnst orði á starfsemi stétt- arfélaga eða forgangsréttarákvæði kjarasamninga og skyldugreiðslur til stéttarfélaga. Þessi viðbrögð hafa komið þing- mönnum nokkuð í opna skjöldu en Geir H. Haarde þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks og formaður stjórnarskrárnefndar segir að farið verði yfir athugasemdimar og hugsanlega þurfí að breyta fram- varpinu með tilliti til þeirra. Hann segist þó telja að mótmæli ASÍ séu á misskilningi byggð. „Að- ilar vinnumarkaðarins hafa samið um forgangsrétt til vinnu þannig að félagar í tilteknu stéttarfélagi hafí forgangsrétt að vinnu á ákveðnu félagssvæði. Það er ekkert í framvarpinu sem hróflar við því. Því fínnst mér þetta ástæðulaus ótti ASÍ og er undrandi á þessum viðbrögðum," sagði Geir. Ragnar Arnalds sagðist vona að menn sameinuðust um eðlilega og rétta túlkun á ákvæðinu um nei- kvætt félagafrelsi en umræðan snerist aðallega um greinargerð frumvarpsins en ekki ákvæðið sjálft. „Ég er ekki frá því að orðalagið í greinargerðinpi þurfi nánari skoð- unar við. En við erum auðvitað ekki að samþykkja greinargerðina heldur sjálfa lagagreinina og aðal- atriðið er að hún verði skýr, Ég held að ákvæði um neikvætt félaga- frelsi eigi fullan rétt á sér í stjórnar- skrá en það má ekki oftúlka það. Þá á ég ekki aðeins við þá gagn- rýni sem komið hefur fram, heldur einnig að vilja nota ákvæðið út í öfgar,“ sagði Ragnar. BREYTINGAR á stjómar- skrá eru sjaldnast gerðar nema um það náist al- menn sátt en þeir Geir og Ragnar gera sér samt vonir um að frumvarpið verði afgreitt. Þeir benda á að til að ná samstöðu á Alþingi um framvarpið hafí eðlilega þurft að ná málamiðlun og því geti ekki allir orðið sammála um allt sem í því standi. „Ég ætla sannarlega að vona að hægt verði að afgreiða frumvarpið. Okkur þingmönnum hefur ekki gengið of vel að koma þessum málum á dagskrá. Stjómarskrár- nefnd skilaði tilbúnum tillögum um breytingar á mannréttindakaflan- um árið 1983 en þær tillögur kom- ust aldrei á dagskrá og ég er irijög feginn því að Alþingi hefur loksins gefíð sér tíma til að taka á þessum málum. Því fyndist mér það mjög slæmt ef menn era enn að velta þvf fyrir sér að slá málinu á frest því sá frestur gæti orðið mjög lang- ur,“ sagði Ragnar Arnalds. Bókhald gott í Ólafsfirði Búsetan í húsi embættísins auð- veldar eftirlit Við endurskoðun Ríkisreiknings fyrir árið 1993 kemur fram að bókhald sýslu- mannsins í Ólafsfirði er með miklum ágætum, eins og segir í skýrslu Ríkisend- urskoðunar. Þar segir einn- ig að embættið hafi á liðn- um árum náð einna bestum innheimtuárangri á land- inu. - Hverju ber að þakka þennan árangur? „Það hjálpast að, sýnist mér, að Ólafsfirðingar era skilafólk og að meðaltekjur á Norðurlandi era einna hæstar hér í Ólafsfirði. Hér er mikil útgerð og sjó- mennskan uppistaðan í at- vinnulífi bæjarins." - Hvaða gjöld eru það sem embættið innheimtir? „Hér er um að ræða virðisaukaskatt, staðgreiðslu, þinggjöld, bifreiðagjöld og ýmis smærri gjöld. Þetta embætti hefur skarað fram úr í innheimtu gegn- um árin og helgast kannski af því að það er með minnstu embættun- um. Hinn 1. desember 1994 heyrðu 1.189 íbúar undir það.“ — Eru þið með aðhald umfram aðra? „Þegar vanskil verða föram við strax af stað með bréfaskriftum og annað aðhald við gjaldendur." - Er það ekki gert alls staðar? „Það á að vera þannig en það er mismunandi hvað menn fara hratt af stað.“ - Hvaða svigrúm gefíð þið? „Sjö til tíu dögum eftir eindaga á gjöidum förum við af stað. Það eru fá mál sem fara fjárnámsleið og lokunaraðgerðir koma sjaldan til.“ - Hvert er vanskilahlutfallið hjá ykkur? „Éf við tökum félög er inn- heimtan 99,6%. Síðasta ár kemur aðeins verra út í þinggjöldum en síðari ár vegna hækkana aftur í tímann. Innheimtan er 77,1% á einstaklinga en landsmeðaltalið er 53,8%. Samanlagður inn- heimtuárangur er því 86% hvað þinggjöld varðar en er miklu meiri í virðisaukaskatti og stað- greiðslu þar sem hlutfallið jaðrar við 99,9%.“ - Hefur rekstrarkostnaður embættisins dregist mikið saman á undanförnum árum? „Það er aðhald bæði í rekstri og launakostnaði, hjá lögreglu og starfsmönnum, til dæmis í yfír- vinnu.“ - Er stimpilklukka hjá ykkur? „Nei. Fyrir því er ákveðin hefð, starfsmennimir eru ekki nema ij'órir. Nú svo er embættið í sama húsi og ég bý í sem _____________________ gerir auðveldara' að Hverfimm- fylgjast með.“ - Hver eru helstu útgjöldin? „Mesti kostnaðurinn Björn Rögnvaldsson ► BJÖRN Rögnvaldsson sýslumaður í Olafsfirði fædd- ist 28. desember 1959 í Reykja- vík. Foreldrar hans eru Rögn- valdur Björnsson bygginga- meistari og Hulda Þorvalds- dóttir hjúkrunarfulltrúi. Kona hans er Auður Helena Hinriks- dóttir og eiga þau tvö börn. Björn var stúdent frá MS árið 1980 og lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla íslands árið 1986. Hann varð sýslu- maður í Ólafsfirði 16. júlí 1994. þúsundkall er stórt hlutfall hlýst af tækjakaupum og svo fer heilmikið af pappír, auk annars hefðbundins kostnaðar, til dæmis af rafmagni og hita. Við erum með nýlega lögreglubifreið og kostnaður vegna hennar því minni en var af gamla bflnum." - Hvað fær embættið háar fjárhæðir til ráðstöfunar á ári? „Ef miðað er við fjárlögin 1995 fáum við í heild 20.100.000. Þar af er launakostnaður 16,3 millj- ónir og rekstrarkostnaður 3,8 milljónir." - Hafíð þið skilað afgangi? „Já, við höfum yfirleitt gert það. Síðustu tvö ár hefur það verið í kringum milljón." - Fáið þið að njóta þess? „Mér skilst að hugmyndin sé sú að fé sem sparast fylgi emb- ættinu yfir á næsta ár. Það gæti þá mætt auknum útgjöldum, gef- ið svigrúm til tækjakaupa eða farið í viðhald á húsnæði. Það fæst ekki mikið fé til þess konar útgjalda og spamaðurinn gæti ef til vill farið í það.“ - Hvað með greiðslur til mál- efnaj styrki eða auglýsingar? „Ég hef skorið það alveg niður frá því ég tók við. Þetta era ýmis félagasamtök, það er verið að selja styrktarlínur í fréttabréf, eða beðið um styrk vegna auglýs- inga. Það er ótrúlega mikið um þetta, sem kom mér á óvart eftir að ég byijaði héma. Það er ekki okkar hlutverk að standa í slíku. Við höfum ekki yfir það miklu fé að ráða. Hver fimmþúsundkall er stórt hlutfall. Það er ekkert pantað hér nema með mínu sam- þykki og ekkert greitt út nema ég sé búinn að kvitta upp á það. Síðan er það meginstefnan að ef við- komandi er í skuld í gjöldum fer reikning- —— urinn fyrst upp í að greiða það áður en viðkomandi fær eitthvað borgað.“ - Ertu kannski sérstaklega skipulagður að eðlisfari? „Ja, ég var á Akureyri og sá um innheimtu þar ásamt sýslu- manni og skrifstofustjóra. Með skipulegri vinnu gekk það mjög vel. I einstaka gjöldum fór inn- heimtuhlutfallið hækkandi. Reyndar var ég þarna í átta ár. Það er erfiðara ef mikil manna- skipti eru hjá embættunum. Það er mjög tímafrekt að koma sér inn í þetta."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.