Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAU GARDAGUR 28. JANÚAR 1995 35 Þannig hafa vetrar völd, váleg heimtað öll sín gjöld. Hljótt er gengið, harmur sár, hjörtun nístir, falla tár. Hún Hjödda er dáin. Mig langar með örfáum orðum að kveðja hana og þakka henni öll árin sem við vorum vinkonur. Minningarnar eru margar og góðar. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti henni og dætrum hennar tveim þar sem þær eru núna og þó við séum öll hrygg á þessari stundu, þá segir spámður- inn Kahlil Gibran: „Skoðaðu hug þinn vel þegar þú ert glaður og þú munt sjá að aðeins það sem valdið hefur hryggð þinni geri þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. Því að hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið?" Elsku Jonni, Rósa, Kristín, Binna og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur samúð mína. Guðlaug (Laulau). Spámaðurinn Gibran segir: „Sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þfnu og þegar önnur situr við borð þitt, sefur hin f rúmi þínu. Þú vepr salt á milli gleði og sorgar." Þessi orð koma sterkt upp í hug- ann þegar ég hugsa um Hjördísi og yndislegar dætur hennar tvær, Bimu og Helgu. Hvít snjóbreiða, hvítt farg bindur enda á líf og breyt- ir ljósi í myrkur. Þrjár mæðgur hverfa í einu vetfangi úr þessum heimi. Sorgin er yfirþyrmandi. Hug- urinn leitar til baka. Það er hvíta- sunnan, sól skín í heiði, dásamlegt logn og veðurblíða umvefur íbúa Súðavíkur. Um allt þorpið blaktir íslenski fáninn við hún. Gleðin rík- ir. í dag er ferming í Súðavíkur- kirkju. Stór dagur í lífi þriggja ung- menna, stór dagur í lífi foreldra þeirra og ættingja. Við hjónin erum þátttakendur, við samgleðjumst Hjördísi og Jónasi á fermingardegi Birnu dóttur þeirra. Allir í hátíðar- skapi. Afi, amma og kær vinkona koma frá höfuðborginni til að gleðj- ast með Birnu. Hamingjan skín úr andliti ungu stúlkunnar, sem nú stígur sín fyrstu spor í heimi fullorð- inna. Bima, í miðjum hópi þriggja fallegra fjörmikilla systra. Hún er tilbúin að takast á við þetta nýja líf. Hún á gott, hún á yndislega foreldra sem umvefja hana. Hún á systur sínar tvær, Rósu og Helgu, sem fylgja henni hvert fótmál þenn- an gleðidag eins og svo marga aðra daga, því þær voru sérstaklega samrýndar systur. Við Dónald þökkum fyrir þennan sólríka fermingardag á heimili Hjördísar og Jónasar. Við þökkum góðar og glaðar stundir í Súðavík þetta eina ár sem við dvöldum þar. Hugur okkar er hjá Jónasi heimilis- föðurnum og Rósu dóttur hans. Megi Guð gefa þeim trú, styrk og kraft. Megi Guð geyma Hjördísi og dætur hennar Birnu og Helgu. Helga Mattína og Dónaldfi Grímsey. Fyrir um 30 árum framan við bókasafnið í Sólheimum, sátum við saman tvær sjö ára og sögðum hvor annarri skröksögur um hvað við værum frægar og miklar, þetta var upphaf vináttu sem átti eftir að þroskast og dafna. Aldrei hefur borið skugga á í öll þessi ár og alla tíð höfum við haldið miklu sam- bandi. Oft höfum við getað hlegið að þessum fyrstu kynnum okkar. Nú er komið að kveðjustund, vin- kona mín hefur verið kölluð burt frá okkur hér á jörðu og með henni tvær af þremur dætrum þeirra Jonna. Birna Dís, ung stúlka, hæg og hljóð eins og hún var, samt svo ákveðin. Ég minnist þess þegar hún var nýfædd og ég kom til að fá að þefa af henni, eins og við kölluðum það, þá sá ég þau bláustu augu sem ég hef nokkru sinni séð í litlu bami, og það var svo mikið í þessum aug- um. Og Helga Björk, yngst þeirra systra, hress og skemmtileg, mikill fjörkálfur og alltaf var stutt í húm- orinn og dillandi hláturinn. Hjödda vinkona var búin öllum þeim kostum sem prýtt geta eina manneskju og mikið er ég þakklát fyrir að hafa fengið að eiga hana sem vin. Mér er hugsar til laugardagsins 14. janúar sl., en þá hringdi hún til að óska mér til hamingju með afmælisdag yngstu dóttur minnar og í framhaldi af því þá fórum við að tala um börn og barneignir. Nið- urstaðan var sú að við vomm svo sælar með það sem við áttum og þannig var með hana, hún átti svo auðvelt með að þakka fyrir það sem hún hafði og ef á móti blés þá var hún fljót í Pollýönnuleikinn, heldur en að kvarta eða þrasa. Hjödda átti mörg áhugamál, eins og lestur, andleg og mannleg mál- efni, og svo sönginn, en hún hafði sungið í kór bæði hér fyrir sunnan og svo eftir að hún flutti vestur, þá í kirkjukórnum þar. Söngurinn var henni mikil ánægja í gegnum tíðina og stytti henni stundirnar. Fjölskyldan tók sig upp og flutti vestur fyrir rúmum tvemur árum og þá man ég að hún hafði miklar áhyggjur af því að stelpurnar sínar myndu ekki una þar, svo það gladdi hana mikið þegar hið gagnstæða kom í ljós. Nú þegar ég sit hér og skrifa þessar línur, finnst mér ég heyra í henni hljómfagra röddina og fallega hláturinn og sjá breiða brosið sem hún var svo óspör á. Elsku Jonni, Rósa, Kristín og fjölskyldur, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð og megi hlýjar minningar veita ykkur birtu í þess- ari miklu sorg. Svo legpr þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum, og stjama hver, sem lýsir þína leið, er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mínum. Þú skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum ámm, og alltaf mun ég fagna og þjást með þér og þú skalt vera mín - í söng og támm. Eitt orð, eitt ljóð, eitt kvein frá kvaldri sál er kveðja mín. Ég veit þú fyrirgefur. En seinna gef ég minningunum mál, á meðan allt á himni og jörðu sefur. Þá flýg ég yfir djúpin draumablá, í dimmum skógum sál mín spor þín rekur. Þú gafst mér alla gleði, sem ég á. Þú gafst mér sorg, sem enginn ffá mér tekur. (D.S.) Helga Þóra og fjölskylda. Kveðja frá Kór Átthagafé- lags Strandamanna Ég sá Hjördísi fyrst er hún kom á æfíngu hjá kórnum haustið 1985. Hún var björt yfírlitum og með þetta breiða bros. Þessi gjörvilega kona, sem ekki var komist hjá að taka eftir, var ekki síðri í raun en sjón. Hún var hreinskiptin og hlýleg og lagði alltaf gott til mála. Og alltaf tilbúin að aðstoða hvar sem þess þurfti. Það var gott að vera við hlið hennar í söng og hveiju öðru sem við tókum okkur fyrir hendur. Dæturnar þijár, Rósa, Birna og Helga, komu líka við sögu kórsins. Þær voru í nokkur skipti í „Litla kórnum" sem samanstendur af börnum, barnabörnum og vinum kórfélaga og er alltaf með á að- ventutónleikum kórsins. Ég sé þær fyrir mér, litlar stelpur í hvítum kyrtlum með gyllt band um hárið. Það var í jólasöngleik á aðventu 1990. Það ríkti alltaf mikil glað- værð í kringum þær. Þegar fjöl- skyldan flutti til Súðavíkur varð minna um samskipti en áður hafði verið. Eitt sinn hringdi ég í Hjör- dísi þangað. Hún var þá að hress- ast eftir erfið veikindi og nýbyijuð að vinna aftur úti. Að sjálfsögðu var hún að syngja í kirkjukórnum. Systurnar undu sér vel og höfðu eignast góða vini og Jónasi gekk vel á sjónum. Þegar við kvöddumst var ákveðið að við kæmum við næst þegar við færum um Vest- firði, - helst vildi hún fá allan kór- inn í heimsókn. Við kveðjum okkar elskulegu Hjördísi, Birnu og Helgu. Það er sárt að sjá á eftir góðum vinum á svo sviplegan hátt. Kæri Jónas, Rósa og aðrir sem eiga um sárt að binda eftir náttúru- hamfarirnar á Vestfjörðum. Við í Kór Átthagafélags Strandamanna sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur og ósk um að góður Guð styrki ykkur og græði sárin. Þú leiðir oss drottinn að lindunum hreinu þú ljósið þitt kveikir við himnanna stól. Um tíma þó syrti, þá brátt aftur birtir, þú breiðir út þinn faðm og veitir oss skjól. (Óskar Ingimarsson) Matthildur G. Sverrisdóttir. Koni, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Vald. Briem) Þessi hugljúfí sálmur kemur upp í hugann er ég minnist vinkonu minnar Hjördísar og dætra hennar, Birnu Dísar og Helgu Bjarkar. Mánudagurinn 16. janúar 1995 líður aldrei úr minni. Það voru dapr- ar stundir sem þjóðin upplifði þá. Vegna starfs míns hafði ég mjög fljótt veður af því að heimili þeirra hafði lent í þessum ógurlegu nátt- úruhamförum og biðin var því löng. Ég kynntist Hjöddu að sumarlagi fyrir 24 árum í strætó. Ég var þá nýflutt til höfuðborgarinnar og þekkti engan jafnaldra. Við tókum tal saman og þvílík gæfa þvi vin- skapur okkar stóð óslitið síðan. Uppfrá því urðum við sessunautar í Vogaskóla og síðar í Lindargötu- skóla. Á unglingsárunum var mikið brallað og ríkti mikil gleði í okkar vinahópi. Þegar kom að því að við stofnuðum okkar eigin heimili fækkaði daglegum samverustund- um, en í staðinn komu heimsóknir, afmælisboð og saumaklúbbar. Hjödda gekk að eiga skólabróður okkar, Jónas S. Hrólfsson, og átti með honum þijár yndislegar dætur, Sigurrósu, Birnu Dís og Helgu Björk. Þær voru á sama aldri og dætur mínar og áttum við margar góðar stundir saman. Eftir að fjöl- skyldan flutti til Súðavíkur fækkaði enn samverustundunum en þegar við hittumst aftur var þráðurinn bara tekinn upp þar sem frá var horfíð. í mínum huga var Hjödda hin nægjusama eiginkona sjómannsins, þar sem dætur og heimili gengu fyrir öllu veraldlegu vafstri. Hún var óeigingjöm á vináttu sína og hvað sem á gekk var hún boðin og búin til að rétta hjálparhönd þeim sem til hennar leituðu og gaf meira en hún þáði. Hún var perla móður sinnar og hennar stoð og stytta eftir að faðir hennar lést. Minningin um Hjöddu yljar mér og mun gera um ókomna tíð. Elsku Jonni og Rósa, ykkar miss- ir er mikill, megi góður guð gefa ykkur styrk til að takast á við kom- andi tíma. Þrúður og fjölskylda. Okkur Elmu Dögg og Elísabet Margréti langar til að kveðja góða vinkonu okkar, Birnu Dís Jónas- dóttur, sem lét líf sitt í hendur guðs morguninn 16. janúar 1995 er snjóflóð féll á þorgið okkar Súða- vík sem liggur við Álftafjörð. Báðar eigum við góðar minning- ar um Birnu. Birna var létt í lund og kát, ástrík, umhyggjusöm, kurt- eis og góð vinkona og mun hún eiga sérstakan sess í hjarta okkar allra. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Vertu sæl vinkona. Elísabet Margrét Jónasdóttir, Elma Dögg Frostadóttir. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með fjóvgun hreina fýrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. (H.P. Okkar kæra vinkona, Birna Dís, hvarf skyndilega frá okkur. Erfítt er að vita til þess að við sjáum hana aldrei aftur og getum ekki notið nærveru hennar og vináttu. Bima var félagslynd og glaðlynd. Hugsaði aldrei bara um sjálfa sig heldur líka alltaf um vini sína. Við gleðjumst yfír því að hafa kynnst þér Birna, því þú varst einstök manneskja. Undarleg er leiðin okkar frá vöggu til grafar. Þú ert horfin í einni svipan, snjóflóðið hreif þig með sér. Allan tímann meðan við biðum eftir fréttum vonuðum við svo heitt að þú fyndist á lífí. En svo fór ekki. Við skiljum ekki ennþá tilganginn og það er erfítt að sætta sig við að þú sért farin frá okkur. En við munum aldrei gleyma þér. Birna átti allt lífíð framundan og átti eftir að gera svo margt og svo mikið. Blessuð sé minning hennar. Við vottum föður og systur henn- ar innilega samúð okkar. Esther Ósk, Sunna Dís, Hanna Rósa, Eva Dögg, Aðalheiður og íris. Góð vinkona okkar, Bima Dís, var tekin frá okkur á hræðilegan hátt mánudaginn 16. janúar síðast- liðinn. Bima Dís var ein besta vin- kona, sem maður getur hugsað sér. Hún var aðeins 14 ára og átti allt lífíð framundan, en þeir sem guðirn- ir elska mest deyja ungir. Birna okkar, við minnumst þín með gleði í hjarta og reynum að sætta okkur við orðinn hlut. Þínir vinir, Matthildur, Helga Guðrún, Bjarki og Hugrún. íbúar lítils þorps við ísafjarðar- djúp sofa áhyggjulausir í norðan stórhríð undir brattri fjallshlíð og ný vika með amstri við dagleg störf og skólagöngu er að byija. En skömmu fyrir fótaferðatíma er stór hluti byggðarlagsins orðinn rústir einar eftir að snjóflóð hafði fallið öllum að óvömm yfir þéttustu byggðina í þorpinu. Tveimur tímum síðar hafa þrautþjálfaðir björgunar- menn brotist ófæran sjó í aftaka norðanstórhríð á slysstað úr næsta byggðarlagi og björgunarstörf era hafin við erfíðustu aðstæður sem geta orðið. Mörgum er bjargað, sumum slösuðum. Allt er gert sem í mannlegu valdi stendur til þess að fínna hina týndu og björgunar- menn leggja sig í stórhættu, því enginn veit hvenær annað snjóflóð getur fallið. Það fellur reyndar um hádegið innar í þorpinu og rífur með sér nokkur hús. Björgunar- menn sem leið áttu um það svæði sleppa fyrir tilviljun við að lenda í flóðinu. Seinna kemur í ljós að fjórt- án manns hafa farist, þar af átta böm. Byggðarlagið er í rúst og íbú- amir eru harmi slegnir. Margir þeirra hafa misst ástvini sína og sorgin hefur knúið dyra. Um hádegi daginn eftir fengum við staðfest, það sem okkur reyndar hafði granað, að kær vinkona okk- ar, Bima Dís Jónasdóttir, hefði lát- ið lífíð ásamt tíu ára systur sinni og móður. Eftirlifandi af fjöskyldu hennar eru aðeins faðir og fímmtán ára systir sem stödd var í öðra húsi í þorpinu og skemmdist það hús einnig í snjóflóðinu. Þar sluppu all- ir heilir frá flóðinu. Þessi harmfregn var okkur sem reiðarslag. Bima var bara 14 ára þegar hún lést í þessum hörmulegu náttúra- hamförum sem dundu yfír Súðavík 16. janúar sl. Nú er skarð fyrir skijdi í vinahópnum okkar. Öll söknum við hennar sárt og harmur okkar er mikill. Einn úr hópnum okkar er í björgunarsveit- inni Tindum í Hnífsdal og fór hann til Súðavíkur til bjcigunarstarfa eftir hádegi á slysdaginn. Það var honum erfitt andlega. í haust lenti einn úr hópnum í því óhappi ásamt Bimu og kunn- ingja sínum að sökkva í bifreið í ísafjarðarhöfn þegar kunninginn missti stjóm á henni í hálku. Þá skall hurð nærri hælum. Vinur okk- ar bjargaði lífí Birnu með því að koma henni út úr bifreiðinni og synda með hana í land. Síðan gekk ekki hnífurinn á milli þeirra. Við héldum alltaf hópinn og sóttum Bimu ævinlega til Súðavíkur þegar eitthvað stóð til, sama þótt hálf- ófært væri inneftir frá ísafirði. Hún var ómissandi í hópinn þótt hún væri nokra yngri en við. Okkur er „tregt tungu að hræra“ en langar til þess að minnast vin- konu okkar sem hrifín er á brott frá ástvinum sínum svo ung að áram. En okkur verður orðfall. Eft- ir lifír minningin um góða stúlku og við munum sakna hennar sárt. Það mun að sjálfsögðu fenna í spor- in er stundir líða en þau munu þó aldrei hverfa. Flest sár gróa ?.n oft- ast skilja þau eftir sig ör. Svo mun verða nú. Við vitum að Birna er nú komin á annað tilverustig, en minningin um hana mun lifa hjá okkur, minn- ingin um allar þær stundir sem við SJÁNÆSTU SÍÐU t Ástkær móðir okkar, SOFFÍA ÓLAFSDÓTTIR, andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, föstudaginn 27. janúar. Halldóra Júlíusdóttir, Sverrir Júlfusson. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengdadóttir, systir, mágkona og frænka, SJÖFIM MAGNÚSDÓTTIR, Scottsdale, Arizona, andaðist i Landakotsspítala þann 26. janúar. Sigurður V. Kristjánsson, Svandís Unnur Sigurðardóttir, Lilja Sighvatsdóttir, Unnur Sigurðardóttir, Björn Magnússon, Sigrún Kaaber, Unnar Magnússon, Bergrún Jóhannsdóttir, Stefania Magnúsdóttir, Guðjón Torfi Guðmundsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.