Morgunblaðið - 28.01.1995, Page 33

Morgunblaðið - 28.01.1995, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 33- MINIMINGAR og lífið að honum loknum. Nýja líf- ið sem við trúðum báðar að væri í raun það eina örugga sem við vitum að bíður okkar allra. Með þeim Sveini inn í þetta nýja líf fer yngsti geisli fjölskyldu þeirra, Hrafnhildur Kristín Þorsteinsdóttir, alnafna ömmu sinnar. Lítill sólargeisli, dökk á brún og brá. Guð geymi hana og okkar góðu vini. Guð geymi öll bömin þeirra sem nú halda áfram með minningu um yndislega for- eldra að leiðarljósi. Við kveðjum Hrafnhildi, Svein og sonardóttur þeirra með hjartans þökk og söknuði. Helga Mattina og Dónald, Grímsey. Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B. Halld.) Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem áður var gleði þín. (Kahlil Gibran). Elsku Sigga Ranný, Öddi, Linda Rut, Jonni, Asta og aðrir aðstend- endur, við vottum ykkur öllum okk- ar dýpstu samúð. Megi algóður Guð hugga ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg og leiða ykkur áfram veginn. Góður Guð geymi litlu Habbý Stínu. Kristín og fjölskylda, Birna og fjölskylda. Það er mánudagsmorgunn 16. janúar. Við erum veðurteppt í Reykjavík. Það er hringt, og okkur sagt að snjóflóð hafi fallið á húsin við Túngötu í Súðavík. Við hugsum: „Það getur ekki verið mjög alvar- legt. Þetta eru allt steinhús og aldrei fallið snjóflóð nema „spýjur" rétt fyrir ofan húsin." Þegar líða tók á daginn og fréttir fóru að ber- ast um mikinn mannskaða og að margra væri saknað, fór okkur að líða illa. Um kvöldið fengum við upplýsingar um hverra væri saknað og hvað væri raunverulega að ger- ast. Við urðum dofin. Jörundur var einn heima í Ólafsvík. Hann hringdi í Rauða krossinn og fékk upplýs- ingar um vini sína í Súðavík. Hann hringdi í okkur og við grétum öll. Þegar hugsunin varð svona sterk til Súðavíkur, fundum við hvað við áttum góða vini og kunningja í Súðavík, nágranna, því allir eru nágrannar í svona litlu samfélagi. Hrafnhildur og Sveinn voru þó meiri nágrannar okkar en aðrir, því við bjuggum í næsta húsi við þau í þijú ár. Það fór alltaf vel á með okkur. Alltaf létt yfir og gantast svolítið. Við Sveinn kölluðum hvor annan „granna“. Hann hringdi í mig og sagði: „Sæll granni! Þetta er granni,“ og svo hló hann sínum dillandi hlátri, sem maður getur ekki gleymt. Og ég hló með. Já, við söknuðum margs frá Súðavík þegar við fluttum þaðan fyrir einu og hálfu ári. Nú er söknuðurinn enn meiri eftir þessa hörmulega atburði. Við Sveinn keyptum okkur sport- bát saman. Hann var málaður svartur og hvítur og gefið nafnið Hrafnhvít í höfuðið á eiginkonum okkar, Hrafnhildi og Svanhvíti. Léttleikinn og húmorinn alltaf í fyrirrúmi. Við fórum út á fjörðinn og náðum okkur í svartfugl. I minn- ingunni var yndislegt að sigla á spegilsléttum Álftafírði á síðsum- arskvöldi. Við vorum með ýmsar hugmyndir um að sigla um Djúpið á „snekkjunni" þeirra hjóna og hafa sportbátinn með sem léttabát til þess að komast í land einhvers stað- ar._ í sjoppuna var alltaf gaman að koma. Þau hjónin alltaf hress. Mik- ið skrafað og spjallað um þjóðmál, hreppsmál og mál sem voru á döf- inni. Söluskálinn þeirra var miðstöð samskipta í Súðavík. Hrafnhildur og Sveinn voru alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd ef eftir var leitað. T.d. minnist Svanhvít þess oft, að hafa sagt við Svein, að hún hefði ekki getað búið þama ef hann hefði ekki mokað snjóinn úr innkeyrsl- unni hjá okkur með dráttavélinni. Það gerði hann alltaf óbeðinn. Hann réðst á snjóinn og skóflaði honum í burtu og hafði betur. Nú hafa þau Hrafnhildur og Sveinn borið lægri hlut fyrir snjónum. Missir ástvina er mikill, sérstak- lega ömmu- og afastráksins Danna. Hann kallaði þau mömmu og pabba, enda voru þau það. Harmur Þor- steins Arnar og Sigríðar Rannveig- ar er einnig mikill. Þau misstu líka litlu telpuna sína og alnöfnu ömmu sinnar, og vottum við þeim sérstak- lega okkar dýpstu samúð. Með þessum fátæklegu minning- arbrotum langar okkur hjónin og Jörund að kveðja Hrafnhildi og Svein. Við vottum börnum þeirra, tengdabömum og bamabömum ásamt öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að veita þeim styrk og huggun í þeirra miklu sorg. Guð geymi Hrafnhildi og Svein og litlu Hrafnhildi. Ragnar Jörundsson. Drottinn minn, mikill er nú harm- ur margra, eins og míns og Gurm minnar, og sálin viðkvæm. Bara ef hægt væri að vakna eins og af vond- um draumi. En fölsk er óskhyggjan og staðreyndin nöpur um hræðileg- an atburð er snjóflóð féll á byggð í Súðavík 16. janúar síðastliðinn og 14 manns létu lífið, þar á meðal bemskuvinur okkar og frændi minn, Sveinn G. Salomonsson, kona hans Hrafnhildur Þorsteinsdóttir og bamabam, alnafna ömmu sinnar. Við Svenni vomm systkinaböm og áttum rætur saman í Svefneyjar- ætt á Breiðafirði. Náin fjölskyldu- tengsl urðu til þess að við ólumst upp meira og minna saman og tengdumst sterkum bræðraböndum sem við ræktuðum af alúð allt til dauðadags hans. Snemma á æsku- árum eignuðumst við Svenni lítinn hóp vina sem síðan fylgdist að alla Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví- verknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá em ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. tíð óslitið í gegnum súrt og sætt, og voru það Sverrir og Toffi og æskuástir okkar Toffa frá 14 ára aldri og síðar eiginkonur, Gurra og Heddý. Sverrir lést árið 1987 aðeins 41 árs og nú er Svenni horfinn eins og augnablikið, aðeins 48 ára gam- all. Raunalegt að sjá á bak vini sínum á þennan hátt og biðin þungbær þar sem dauðinn hafði betur og ótal endurfundir okkar em taldir hér á jörðu. Nú í minningunni reikar hugur- inn til þess sem einu sinni var og lífið virðist stutt. En falleg er minn- ingin um litlu sporstuttu hnokkana í portinu á Ásvallagötunni með vök- ul augu Dríu í glugganum. Stuttir en stoltir veiðimenn á gömlu ver- búðarbryggjunni með marhnút á öngli eða á sumrin í sveitinni okkar fyrir vestan hjá ömmu og Laugu frænku á Hömmm. Og á sjónum með pabba, móðurbróður Svenna, á fjarlægum miðum aðeins 13 ára og þá vomm við hálfdrættingar vegna aldurs. Seinna meir átti sjómennskan mörg ár af ævi okkar beggja og vorum við þá oftast samskipa. Árin liðu hratt, öll eignuðumst við eigin fjölskyldur og hlutverkin breyttust, en ávallt var sambandið traust og náið. Svenni var einstaklega fyöl- skyldu- og vinarækinn og vildi fylgjast með sínum. Árin 1975-87 bjuggum við báðir í Gautaborg með fjölskyldum okkar og undum við hag okkar vel og deildum við sama vinnustað lengst af. Á þeim ámm var mikið af löndum okkar í Svíþjóð og mikið var um félagslíf og góðar stundir þar eins og annars staðar með Svenna, þar sem ávallt eitthvað var að gerast. Aðsópsmikill og ekk- ert hálfkák og sjaldnast var logn þar sem hann fór. Krafti hans og dugnaði gleymir enginn sem til hans þekkti og einstæðum persónu- leika. Þegar aftur heim til íslands var snúið settust Svenni og Habbý að á Súðavík og ákváðu fljótt framtíð- arbúsetu þar. Þar var dugmikið og gott fólk og það var þeim að skapi og undu þau sér vel þó vetumir væru stundum erfiðir. Þau reistu sér fallegt hús sem þau svo fluttu í fyrir nokkmm árum. Þar enduðu þau svo ævi sína er snjóflóð reið yfir hús þeirra hjóna og fleiri Súð- víkinga með skelfilegum afleiðing- um. Eftir stendur nú minningin hrein og fögur um þennan dáða- dreng og þá gæfu að hafa kynnst honum. Við söknum vinar og sorg- in bítur. Ekki legg ég oftar vanga minn við hans, hvorki til að hugga né gleðjast eins og svo oft áður. Það verður framvegis Toffa að sjá um og það er gott. Við þekkjum það báðir, því jafnan þótti Svenna gott að tjá sterkar tilfinningar sín- ar og hlýju með styrkum faðmi sínum. Brátt hopar nóttin með hænufeti dagsins til vors og vetur konungur leggst til hvíldar fyrir næstu átök. Sumarið er tími gróandans. Þau hjón Svenni og Habbý fara nú á vit feðra sinna með litlu Hrafn- hildi. Kannski bíður Sverrir við Drottins hlið komu þeirra. Við vottum öllum aðstandendum innilegustu samúð og megi Drottinn vera með ykkur öllum um ókomin ár eins og nú. Örn Reynir, Guðrún og börn. Sú harmafregn sem við heyrðum 16. janúar sl. var raunveruleg. Við vildum helst ekki trúa að þetta gæti verið satt. En þegar á daginn leið fóru hin- ar hörmulegu fréttir að berast hrað- ar hingað suður til Reykjavíkur. Og 17. janúar var það staðfest, að vinir okkar, Habbý og Svenni, hefðu farist í snjóflóðinu í Súðavík og litla bamabamið hún Habbý Stína einnig. Þegar svo stórt skarð er höggvið í eina Ijölskyldu þá er fátt hægt að segja. Þegar Svenni og Habbý kjmntust átti hún dætumar Kristínu og Mar- íu og soninn Þorstein. Svenni gekk þeim í föðurstað og gerði það af umhyggju og ást. Bömin gátu jafn- an leitað til hans með sín mál ekki síður en til mömmu sinnar. Það vom tengsl umhyggju og ástar sem lýstu sér best hjá þeim ef eitthvað var að, en þá vom þau komin strax til hjálpar. Habbý og Svenni byijuðu sinn búskap í Reykjavík en fluttu búferl- um til Svíþjóðar og vom þar í nokk- STEINN AGUST BALDURSSON ■4- Steinn Ágúst ' Baldursson fæddist í Iteykjavík 25. október 1994. Hann lést á Land- spítalanum 20. jan- úar sl. Foreldrar hans eru Gyða Steingrímsdóttir og Baldur Þorleifsson. útför Steins Ágúst- ar fer fram frá Stykkishólmskirkju i dag. ELSKU Steinn Ágúst, í dag kveðjum við þig hinstu kveðju. í hugum okkar ríkir mikil sorg og söknuður. Við vildum svo gjarnan hafa fengið að njóta lengri samvista við þig en Guð hlýt- ur að hafa ætlað þér stærra hlut- verk heldur en þetta jarðlíf. Við hlökkuðum svo mikið til að fá þig í heiminn enda varst þú fyrsta barn þeirra Gyðu og Baldurs. Þar af leið- andi vorum við búin að gera miklar væntingar til þín og hugsa um alla skemmtilegu hlutina sem við gæt- um gert með þér, að því ógleymdu að fá að vera nálæg til að fylgjast með þér vaxa og þroskast. Foreldr- ar þínir vom líka tilbúin til að taka á móti þér og vom búin að búa allt í haginn fyrir þig. Okkur er sérstak- lega minnisstætt hve mikla vinnu og alúð pabbi þinn lagði í smíðam- ar á rimlarúminu sem átti að verða þitt þegar þú kæmir heim. En ekki er á allt kosið í þessu lífi og strax á fyrsta ævidegi þínum var ljóst að ekki var allt eins og það átti að vera. Vonbrigði okkar allra vom mikil en þó héld- um við alltaf í vonina um að þér myndi batna það mikið að þú gætir átt nokkuð eðlilegt líf í faðmi foreldra þinna. Tæpir þrír mánuðir teljast ekki löng ævi en það er langur tími þegar honum er öllum eytt innan spítala- veggja. Mamma þín og pabbi vom sérstaklega dugleg að dveljast hjá þér þennan tíma á vökudeildinni og augljóst var að þau unnu þér af öllu sínu hjarta. Við emm þakklát fyrir að hafa fengið að umgangast þig þennan stutta tima og þér sérstaklega eina helgi ekki fyrir svo löngu þegar við fengum það ábyrgðarmikla hlutverk að líta eftir þér á meðan mamma þín og pabbi fóm vestur í Stykkis- hólm að pakka niður búslóðinni sinni svo þau gætu helgað þér allan tíma sinn meðan þú þyrftir þess við. Ekki gmnaði okkur þá að þú myndir hverfa á braut svo skömmu síðar. í minningunni lifir sá tími sem við fengum að halda á þér, hugga þig þegar þér leið illa og leyfa þér að sofna í fanginu á okkur. Starfsfólk vökudeildar Landspítalans á þakkir skildar fyrir það óeigingjama starf sem það vinnur og við vitum að það gerði allt sem í þess valdi stóð til að létta þér lífið. Elsku Steinn Ág- ur ár. En fljótlega eftir heimkom- una bauðst Svenna pláss á Bessan- um frá Súðavík og Habbý fékk vinnu í mötuneyti frystihússins á staðnum. Síðan tóku þau að sér bensín- og olíusölu fyrir Shell ásamt söluskálanum. Unnu þar hörðum höndum að uppbyggingu þess fyrir- tækis og undu hag sínum vel. Þau bjuggu sér og bömum sínum fallegt og hlýlegt heimili, en þar fundu sig allir heima og velkomna. Þó var ekki laust við að það örl- aði stundum á leiða hjá Habbý, hún vildi flytja nær Reykjavík. Þau töluðu oft um ófærðina þama á vetuma en sögðu líka að sumrin væm dásamleg. Kynni okkar hófust snemma á lífsleiðinni og héldust alla tíð. Við heimsóttum þau gjaman til Svíþjóð- ar og til Súðavíkur. í sumarfríum ferðuðumst við saman um landið og einnig til Spánar og Bandaríkj- anna, en hugur þeirra stóð jafnan til ferðalaga. Habbý og Svenni vom félagar góðir og vinir vina sinna. Þau vom bömum sínum stoð og stytta í lífinu. Það er hryggð og söknuður í hjörtum okkar, það verður ekki far- ið í þessar ferðir oftar, því þið vin- ir okkar emð famir í ferðina löngu, þangað sem við hittumst að leiðar- lokum. Þið áttuð trúna á Jesú Krist og hann sagði: Komið til mín allir sem* “ erfiðið og þunga emð hlaðnir og ég mun veita ykkur hvfld. Já, vegir Drottins em órannsak- anlegir, en við vitum að Jesús er með þeim og það er okkur huggun að þau lifa hjá honum. Þú Kristur bróðir allra ert, alla styður fótmál hvert í sorg og gleði hljóð og klökk við hefjum til þin bæn og þökk. Við vottum ykkur, bömum Habbýar og Svenna, tengdaböm- um, bamabömum, foreldmm og systkinum Sveins, öðmm ættingj- um og vinum, okkar dýpstu samúð. Við biðjum þess að almáttugur Guð styrki ykkur öll í sorg ykkar og hjálpi ykkur í gegnum erfiða tíma og veiti ykkur huggun. Stefán Tyrfingsson og María Erla Friðsteinsdóttir. úst, við viljum að lokum þakka þér fyrir þann tíma sem þú leyfðir okk- ur að njóta þín og erum fullviss um að þér líði nú loksins vel og öllum þjáningum þínum sé lokið. Elsku Gyða og Baldur, spor ykk- ar em þung í dag. Líklega þau þyngstu sem þið eigið nokkum tím- ann eftir að stíga. Ekkert getur verið þungbærara en að horfa á eftir baminu sínu. Megi algóður Guð styrkja ykkur því missir ykkar er mikill. Sigríður og Einar. Ég fel i forsjá þína Guð faðir sálu mína því nú er komin nótt um ljósið lát mig dreyma og Ijúfa engla geyma öll bömin þín svo blundi rótt. (M. Joch.) Elsku Gyða og Baldur. Við biðj- um algóðan guð að styrkja ykkur á stundu sorgar og saknaðar. Þórdís og Steinunn. S(;rlrakðiiii>ar \ið <»11 (a'Uiíii'i i Skólavördustíg 12, á horni Bergstadastrætis, sínii 19090

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.