Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 5 FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Mynd að komast á víkingaskipið SMÍÐI víkingaskips stendur nú sem hæst í Héðinshúsinu við Mýrargötu og er ráð- gert að hleypa því af stokkunum um mán- aðamótin apríl-maí. Smíði skipsins er rúmlega hálfnuð en prufusigling er ráð- gerð 12. maí næst- komandi. Kostnað- aráætlun við smíðina hljóðar upp á 18 milljónir króna. Reykjavíkurborg veitti 10 millj- óna króna styrk til smíði skips- ins en eigandinn, Gunnar Marel Eggertsson skipasmiður, lagði til það sem upp á vantaði, átta milljónir króna. Með styrkveit- ingunni tryggði Reykjavíkur- borg reykvískum skólabörnum siglingu með skipinu í 50 daga á ári og verður siglingin notuð til fræðslunámskeiða á vegum fræðsluskrifstofu Reykjavíkur um lífið í sjónum með sögu- ívafi. A sumrin er ráðgert að bjóða íslenskum og erlendum ferðamönnum í siglingar. Skip- ið er smíðað úr sérvalinni eik og furu frá Svíþjóð og Noregi og segir Gunnar að efniviðurinn sé af sömu gerð og í uppruna- legum víkingaskipum. Skipið mun vega 15-16 tonn. Fj árhagsáætlun Reykjavíkurborgar 400-600 manns ráðnir tímabundið BORGARSTJÓRI, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sagði við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, að baráttan við atvinnuleysið væri forgangsverkefni borgarstjórnar. Fram kom að sérstök nefnd skipuð borgarfulltrúum hafi unnið úttekt á átaksverk- efnum borgarinnar á síðasta ári og leggur hún til að 400-600 manns verði veitt tímabundin atvinna á þessu ári. Sagði borgarstjóri að í niður- stöðu nefndarinnar komi fram að markmiði átaksverkefnisins á síð- asta ári um að veita þúsund manns tímabundna atvinnu hafi náðst. Nefndin bendi á óviðunandi fjár- hagslega útkomu borgarsjóðs í samskiptum við Atvinnuleysis- tryggingasjóð og veki athygli á að jafnræðis kynjanna hafi ekki verið gætt í verkefnunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði að hlutur kvenna hefði verið 19% þegar litið væri til verkefna á vegum borgarinnar. Það hafi ef til vill ekki komið á óvart, þar sem verkefnaskrá átaksins hafi verið ákveðin í upphafi ársins 1994 á fundi með 12 forstöðumönnum borgarstofnana, en í þeim hópi væri ein kona. Þá komi fram að að hlutdeild launa í verkefnunum hafi í sumum tilvikum verið allt niður í 33%, sem væri of lágt. Jafnari skipting milli kynja Nefndin hafi bent á tíu atriði og lagt til að 400-600 manns yrði veitt tímabundin atvinna með átaksverkefnum á þessu ári auk þess sem lögð væri áhersla á að vinna þyrfti að sköpun nýrra starfa til frambúðar. Lagt væri til að yfirstjórn átaksverkefna yrði á einum stað og að undirbúningur hæfist tímanlega auk þess sem markvisst yrði stefnt að jafnari skiptingu milli kynjanna. Lagt er til að þeim sem hefðu verið atvinnulausir lengi yrði boðið námskeið eða aðlögunartími til að auðvelda þeim að hefja störf á ný. Að endingu væri mælt með sér- tækum aðgerðum fyrir fólk sem hugsanlega væri hæpið að telja meðal atvinnulausra á skrá og að möguleikar á samvinnu Vinnu- miðlunar og Félagsmálastofnunar yrðu þá kannaðir. fyrsti vinningur á laugardag! I MERKISMENN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.